Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR21. JANÚAR 1997 23
ERLENT
Franz Vranitzky segir af sér eftir áratug í embætti Austurríkiskanslara
Dæmi
-Létta^
LEID L ÝSINGAR HF
Verð bíls
Útborgun
Láns- / leigutími
1.000.000 kr.
250.000 kr.
36 mán.
Hefðbundið bílalán 24.600 kr. á mán.
Lokaafborgun 0 kr.
Létta leiðin
Lokaafborgun
10.600 kr. á mán.
550.000 kr.
I báðum tilvikum er greiðslugjald,
7,8% vextir og verðtrygging inni-
falið í mánaðarlegu greiðslunni.
Afsögn í
Lettlandi
ANDRIS Shkele, forsætisráð-
herra Lettlands, afhenti for-
seta landsins, Guntis Ulmanis,
afsagnarbréf sitt og ríkis-
stjómar sinnar í gær. Sagði
hann ástæðuna þá að forseti
og aðrir háttsettir stjórnmála-
menn hefðu sakað sig um
„reyna að þvinga fram sið-
lausar ákvarðanir". Shkele,
sem farið hefur fyrir sam-
steypustjórn átta flokka,
mætti mikilli andstöðu er hann
reyndi að fá þingið og forset-
ann til að samþykkja að kaup-
sýslumaðurinn Vassilí Melnik
yrði fjármálaráðherra en hann
hefur verið sakaður um aðild
að ýmsum vafasömum við-
skiptum.
Vitað hverjir
myrtu Rauða
kross-fólk
TALSMAÐUR innanríkisráðu-
neytis Tsjetsjníju sagði um
helgina að vitað væri hveijir
hefðu myrt sex starfsmenn
Alþjóðaráðs rauða krossins í
síðasta mánuði. í samtali við
Itar-Tass sagði talsmaðurinn
að mennirnir hefðu komist úr
landi og að leitað hefði verið
aðstoðar Interpol til að hafa
upp á þeim. Ekki er vitað hvers
vegna morðin voru framin. I
desember voru 15 félagar í
tsjetsjenskum glæpasamtök-
um handteknir en nokkrir fé-
lagar komust undan. Ekki var
upplýst hvort að þeir væru
taldir bera ábyrgð á morðun-
um.
Kína o g
Guatemala
semja
KÍNA og Guatemala hafa náð
samkomulagi sem felur í sér
að Kínverjar muni ekki beita
neitunarvaldi í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna til að
koma í veg fyrir að friðar-
gæslusveitir verði sendar til
Guatemala til að tryggja ný-
legt friðarsamkomulag. Sam-
komulagið felur m.a. í sér að
Guatemala mun láta af stuðn-
ingi sínum við ályktun um að
Tævan fái sæti á þingi SÞ.
Jeltsín heim
af sjúkrahúsi
BORÍS Jeltsín Rússlandsfor-
seti hélt í gær heim af sjúkra-
húsi, en hann var lagður inn
fyrir tæpum hálfum mánuði
með lungnabólgu. Var forset-
inn fluttur í sumarhús hans
fyrir utan Moskvu, þar sem
læknismeðferð verður haldið
áfram.
Repúblikani
bauð Lebed
ÞAÐ reyndist vera öldunga-
deildarþingmaðurinn og repú-
blikaninn William Roth sem
bauð Alexander Lebed, fyrr-
verandi formanni rússneska
öryggisráðsins að vera við-
staddur embættistöku Bills
Clintons, Bandaríkjaforseta,
sem fram fór í gær. Talsmenn
Hvíta hússins höfðu áður neit-
að því að forsetinn hefði boðið
Lebed, sem var viðstaddur at-
höfnina.
Létta Lýs'n9ar ht.
aðferð
sem
léttir
einstaklinqum bílakaup
boði hjá öllum bílaumboðunum
I l/Cirlf i i • •
LyaliIU III*
FYRSTIR MEÐ NÝJUNCAR
SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK
SÍMI533 1500, FAX 533 1505
Reuter
FRANZ Vranitzky, kanslari Austurríkis, stillir sér upp fyrir ljós-
myndara fyrir blaðamannafund, sem hann hélt um afsögn sína.
hríð. Hann var aðstoðarbankastjóri
Kreditanstalt 1976 til 1981 og banka-
stjóri Lánderbank, sem þá var næst-
stærsti banki landsins, frá 1981 til
1984. Hann var einnig landsliðsmaður
í körfubolta.
Vranitzky kvaðst segja af sér af
þeirri ástæðu einni að hann vildi að
yngri maður tæki við. Hins vegar
hefur ýmislegt gengið á í stjóm hans
undanfarið og stjómarsamstarfíð við
Ihaldsflokkinn verið stirt. Agreining-
ur um einkavæðingu Kreditanstalt,
næststærsta banka Austurríkis, varð
til þess að hrikti í undirstöðum stjóm-
arinnar.
Hentugur tími
til að fara
Vín. Reuter.
FRANZ Vranitzky, kanslari Aust-
urríkis, tilkynnti afsögn sína á laug-
ardag og kom sú ákvörðun hans
flestum að óvörum. Hann sagði á
sunnudag að hann hefði ekki áhuga
á að gegna öðru pólitísku starfi,
hvorki heima fýrir né erlendis. Arf-
taki Vranitzkys í embætti og forustu
sósíaldemókrata verður Viktor Klima
fj ármálaráðherra.
Klima lét ekkert eftir sér hafa um
helgina og gaf aðeins
út stutta yfirlýsingu í
gær. Kvaðst Klima
mundu gera grein fyrir
stefnu sinni þegár hann
hefði tekið við embætti.
Búist er við að það verði
í lok þessarar viku.
Vranitzky hélt á
sunnudag blaðamanna-
fund þar sem hann leit
aftur yfir næstum 11
ár í valdastóli.
„Samsteypustjórnin,
sem nú situr, fagnar 10
ára afmæli á valdastóli
á þriðjudag," sagði
Vranitzky. „Það er
hentugur tími til að
fara.“
Afsögn Vranitzkys
kom fréttaskýrendum í
opna skjöldu og töldu flestir að hann
hygðist halda lengur um valdataum-
ana eftir að hafa staðið af sér hvert
áhlaupið á fætur öðru í október eftir
ósigur í kosningum til Evrópuþings.
Gott vín og góð bók
Þegar Vranitzky var spurður um
framtíðaráætlanir kvaðst hann
hlakka til að drekka glas af góðu
víni og lesa góða bók. Hann sagðist
hvorki hafa augastað á stöðu hjá
Evrópusambandinu í Brussel, né for-
setaembættinu í Austurríki.
Hann kvaðst telja að helsta afrek
sitt í embætti væri að leiða Austur-
ríkismenn inn í Evrópusambandið
eftir hik þeirra í upphafi og binda
þannig enda á hálfrar aldar einangr-
un í tíð kalda stríðsins.
Austurríkismenn samþykktu með
miklum meirihluta að ganga í Evr-
ópusambandið í júní 1994 og var
veitt innganga 1. janúar 1995. Tveir
af hveijum þremur greiddu atkvæði
með inngöngu í ESB. Síðan hefur
hins vegar verið gripið til niðurskurð-
ar í opinberum útgjöldum til að upp-
fylla skilyrðin fyrir Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU) og eru
margir Austurríkismenn nú að fyll-
ast efasemdum.
Hann kvaðst einnig hafa ýtt undir
atvinnusköpun og hampaði áætlun
sinni til að bæta efnahagslífið. Aust-
urríki hefði verið í kreppu á áttunda
áratugnum, en væri nú í fararbroddi
í Evrópu.
Áhrif fortíðar
Fortíðin var Vranitzky einnig ofar-
lega í huga og kvaðst hann hafa lagt
sitt af mörkum til að bæta ímynd
Austurríkis, sem hafði látið á sjá í
forsetatíð Kurts Waldheims, sem var
gagnrýndur um allan heim fýrir að
reyna að fela fortíð sína í röðum nas-
ista._
„Á undanförnum
árum hefur okkur tekist
að taka okkur tak í af-
stöðu okkar til hlutar
Austurríkis í heimsstyij-
öldinni síðari,“ sagði
Vranitzky.
Vranitzky aflaði sér
viðurkenningar þegar
hann sagði í þingræðu
árið 1991 að Austurrík-
ismenn ættu að biðja
gyðinga afsökunar á
framgöngu sinni í stríð-
inu og þegar hann fór
til ísraels árið 1993 og
sagði að Austurríkis-
menn yrðu einnig að
axla ábyrgðina á þeim
glæpum, sem nasista-
stjóm Adolfs Hitlers
framdi gegn gyðingum.
Hann kvaðst telja að Sósíaldemó-
krataflokkurinn hefði aldrei staðið
jafn illa í almennum kosningum og
árið 1994 og í kosningunum tii Evr-
ópuþingsins í október hefði keyrt um
þverbak. Þá fékk flokkur hans aðeins
60 þúsund atkvæðum meira en hægri
flokkur þjóðemissinnans Jörgs Haid-
ers, Frelsisflokkurinn.
Fylgi sósíaldemókrata fór þá niður
fyrir 30%, en flokkur Haiders fékk
tæplega 28% fylgi, en hafði aðeins
um 9% fylgi áður en Haider tók við
honum.
Haider og Vranitzky tóku við flokk-
um sínum um svipað leyti árið 1986.
Vanmat Haider
Vranitzky viðurkenndi á blaða-
mannafundinum á sunnudag að hann
og aðrir sósíaldemókratar hefðu van-
metið Haider og flokksmenn hans.
Austurrískir ijölmiðlar sögðu að
Vranitzky hefði tímasett afsögn sína
vel og lofuðu hæfíleika Klima, arftaka
hans.
Aðeins einn leiðtogi í Evrópu hefur
verið lengur við völd en Vranitzky
og það er Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands.
Vranitzky er 59 ára gamall, fædd-
ist 4. október 1937. Hann gekk í við-
skiptaháskóla Vínar og fór til starfa
hjá austurríska seðlabankanum eftir
að hafa unnið hjá iðnfyrirtækjum um
VIKTOR Klima
verður næsti kansl-
ari Austurríkis.
FERMINGARMYNDIR
P E TUR PETUR5SON
L ] Ó S M Y NDAS T Ú D í (3
Laugavegi 24 • Reykjavik
Sími 552 0624
Mcðlimur i 1 jósmvndaratéla^i Islands