Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg KENNARARNIR Svandís Ingimundardóttir og Birgir Einarsson með nemendum 10. bekkjar á vikulegum samráðs- fundi, þar sem ýmis málefni eru rædd ofan í kjölinn. NÁM MÁ EKKIENDA í BLINDGÖTU ONNUR bekkjardeildin er í Fellaskóla en þangað sækja 15 nemendur 9. bekk víðs vegar að úr borginni, en 10. bekkur með 20 nemendur er í Réttarl oltsskóla. Grundvallast þessar bekkjardeildir á tillögu sem Aslaug Brynjólfsdótt- ir fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík lagði fram í september 1995 um að settur yrði á laggirnar sérstakur skóli eða sjálfstæð deild sem byði upp á hagnýtt starfsnám fyrir nemendur í 8.-10. bekk grunn- skólans. í tillögunni var tekið fram að mikilvægt væri að nemendur ættu þess kost að ljúka grunnskóla- námi „sem grundvallast á öðrum forsendum en hinn hefðbundni bóknámsskóli.“ Valkostur í stað sérstakra úrræða Vinnuhópur sem skipaður var í kjölfarið skilaði áliti í nóvember 1995. í tillögum hans var tekið fram að mikilvægt væri að ekki yrði grip- ið til „sérúrræða" fyrir þennan hóp nemenda heldur „valkost" um leiðir í skólakerfínu og þá í nokkrum skólum til að byija með. Ennfremur sagði í greinargerð að einn meginvandi íslenska grunn- skólakerfisins væri hversu einhæfar kröfur væru gerðar um bóklegt nám til allra nem- enda. Vandinn yrði eink- um ljós í efstu bekkjum grunnskólans þegar kröf- ur um nám í greinum eins og íslensku, stærðfræði _____ og tungumálum ykjust til muna. Afleiðingin væri, að of marg- ir nemendur kiknuðu undan kröfun- um, fylltust námsleiða og stöðugum kvíða gagnvart skólanum. Bent var á að námið mætti ekki enda í blindgötu og huga þyrfti að því við skipulagningu að nemendur ættu þess kost að halda áfram námi með svipuðum formerkjum. Tryggja þyrfti þeim rétt til inn- göngu á fyrirfram ákveðnar brautir nokkurra framhaldsskóla. Engin svör ennþá Svandís Ingimundardóttir og Birgir Einarsson umsjónarmenn fjölnámsins í 10. bekk, sem svo hefur verið kallað, hafa spurst fyrir í haust voru myndaðir fjölnámsbekkir í tveimur grunnskólum fyrir nemendur, sem hentar ekki hefðbundið bóknám. Hildur Friðriksdóttir komst að því að enn hefur ekki verið afráðið hvort þeir nemendur sem ljúka 10. bekk í vor fái framhaldsvist í öðr- um skóla né hvers konar nám hentar þeim. Langt er síðan unglingurinn hefur verið svona ánægð- ur í skóla. um það sem af er vetri í hinum ýmsu framhaldsskólum hvort nem- endurnir fái þar inngöngu. „Því miður getur enginn tekið af skarið um það hvort nemendur sem fara hér í gegn án samræmds prófs verði teknir inn á sömu forsendum og þeir sem þreytt hafa samræmt próf og fengið einkunnina 1. Þeir hafa möguleika á að hefja nám í for- námsdeild, en skilaboðin um hvað gerist ef nemendur þreyta ekki samræmt próf eru mjög óljós.“ Svandís segir að kennsluráðgjafi Fræðslumiðstöðvar sem umsjón hefur haft með náminu ráðleggi nemendum að taka samræmd próf hver svo sem útkoman verði. „Við erum aftur á móti mjög ósátt og hefðum frekar viljað nota tímann fram á vor til að byggja nemendur enn frekar upp á þeim sviðum þar sem þeir eru sterkir," segir hún. Hún segir samstarf við foreldra vera mikið, s.s. löng einkaviðtöl skömmu eftir skólabyijun, þar sem m.a. er lagt upp úr hvaða eiginleikum foreldr- arnir telji að barnið sé búið og fram- tíðaráætlunum þeirra. Greinilegt sé að þeir vilji að nemendurnir taki samræmdu prófin. „Það helgast auðvitað af þeim upplýsingum sem við höfurn," bætir Birgir við og segir að ráðuneytið hafi ekki heldur getað svarað þeirri spurningu hvort framhaldsskólinn geti tekið við nemendum, sem ná ekki samræmd- um prófum. Aðspurð hvort nemendur hafi bætt árangur sinn á jólaprófum frá því þeir hófu nám í skólanum segja þau það ekki spurningu. „Við próf- uðum úr því námsefni sem við höfð- um unnið með. Okkur finnst áber- andi að leið nemenda hefur legið upp á við eftir að þeir uppgötvuðu að þeir réðu við verkefnin. Við lögð- um ekki fyrir þau gömul samræmd próf, því við ætlum okkur ekki að gera kraftaverk á einum vetri með nemendur, sem eru ekki né hafa verið vel að sér í bóknámi," segja þau. Tenging við atvinnulífið Markmiðið með fjölnáminu er að veita nemendum alhliða menntun með því að hafa tengingu við at- vinnulífið, en miða námið eins mik- ið og hægt er við aðalnámskrá. Einnig er mikið lagt upp úr tölvu- notkun, samskiptum, siðvitund, tjáningu og framkomu sem tengist inn í allar námsgreinarnar. Sömu- leiðis er vægi starfsþjálfunar og starfskynningar mikið og fer til þess einn dagur í viku. Þurfa nem- endur sjálfir að koma sér á fram- færi við fyrirtæki, því það að geta komið fyrir sig orði og að koma skoðunum sínum á framfæri er eitt af markmiðum námsins. Hugsunin var einnig sú að fara aðrar leiðir að markmiðinu en eftir þeim hefðbundnu, þar sem flestir nemendur eiga við ákveðna náms- örðugleika að stríða s.s. vegna dyslexíu, Tourette-heilkenna eða vegna félagslegra erfiðleika. „Mjög margir krakkar í skólakerfínu eiga við sértæka námsörðugleika að stríða sem veldur þeim erfíðleikum við að ná prófum. Mörg þeirra hafa ekki fengið greiningu, eru orðin niðurbrotin og hafa ekki trú á hæfi- leikum sínum," segir Birgir. „Það er alveg ljóst að hér er engin greind- arskerðing á ferðinni. Mörg þeirra hafa hæfileika á ýmsum sviðum, sem því miður eru ekki metnir í grunnskólanum." í samtali við móður eins nemand- ans kom í ljós að erfiðleika nemand- ans í námi mátti meðal annars rekja til dyslexíu. Barnið var greint les- blint seint á grunnskólaárunum og fékk þá aðstoð í stafsetningu hálfan veturinn. „Okkur var bent á að margir væru verr staddir og því væri lítið hægt að gera meira,“ segir móðirin. Síðar fékk húri skila- boð frá sérkennaranum í gegnum kennarann að nemandinn skýldi sér á bak við „meinta" dyslexíu af því hann vildi ekki læra. Móðirin tók það ráð að fara með unglinginn í Greiningarstöð ríkisins og þar var úrskurðurinn „dyslexía". „Ég gerði ekkert meira úr þessu í skólanum því þá var búið að sækja um skóla- vist hér,“ segir hún og bætir við að þetta nám henti sínu bami ákaf- lega vel og það sé mjög ánægt í skólanum. „Það er langt síðan ungl- ingurinn minn hefur verið svona ánægður í skóla.“ Vantar fjölbreytileika Hjá skólafólki, sem þekkir vel til bama með námsörðugleika af ýms- um toga, heyrast þær raddir æ oftar sem vitna til þeirra náms- --------- leiða sem voru í boði á Mörgum samhengi vantar á milli skólastiga." Undir þetta tekur Ágúst Péturs- son sem kennir fjölnámið í 9. bekk í Fellaskóla. „í starfslýsingu á þess- um fjölnámsdeildum var tekið fram að ekki væri verið að kenna nemend- um undir samræmt próf, þó að heim- ilt væri að sjálfsögðu að þreyta þau. Reiknað var því með frá upphafí að í þessar deildir veldust krakkar sem væru með einkunnir á bilinu 3-5 ef þau tækju samræmd próf, en krakk- ar með þessar einkunnir flosna gjarnan upp úr framhaldsskóla." Hann segir að það sem vanti í skólakerfið sé valkostur fyrir þessa nemendur. Þeir hafí áhuga fyrir ákveðnum þáttum í náminu, sem venjulega séu á verknámssviðinu, hafí jafnvel hug á að komast inn í iðnnám eða verknám að loknum grunnskóla en hvorki getu né áhuga fyrir hefðbundnu framhaldsskóla- námi. „Þessir krakkar eiga fárra kosta völ og sífellt þrengjast mögu- leikarnir á að fá nám við hæfí.“ Ágúst segir að kennarar með langa starfsreynslu hafí horft upp á fjölda nemenda sem hafí hæfíleika og eigi góða möguleika á að skapa sér mannsæmandi líf, „vera menn með mönnum, ef þeim er gert það kleift", eins og hann segir. Fjölnám- ið átti að vera tilraun til að koma til móts við þessa krakka, en á sama tíma er verið að þrengja valmögu- leika þeirra sem fá undanþágu frá samræmdum prófum. Framhalds- skólamir virðast fá aukið frelsi um inntökuskilyrði og enginn vill nem- endur sem hafa ekki lokið sam- ræmdum prófum. ,;Við getum ekki sagt annað við þau börn sem við erum með: „Þið verðið að taka sam- ræmdu prófín þótt þið gerið ekkert annað en skrifa nafnið ykkar. Það er auðvitað ekki til neins annars en bijóta þau niður.“ Hann segir að námið í Fellaskóla sé byggt upp á svipaðan hátt og námið í Réttarholtsskóla. „Það var minni aðsókn í 9. bekkinn en þann 10. enda lengra í alvöru lífsins og margir á þessum aldri skynja ekki alvöruna á bak við námið fyrr en dagana fyrir samræmdu prófín," segir hann. Hvað er framundan? Þegar kennarar og umsjónar- menn fjölnámsins voru spurðir hvernig þeir vildu sjá næsta vetur, segir Birgir Einarsson að upphaf- lega hugmyndin hafi verið sú að 10. bekkur bættist við Fellaskóla og 9. bekkur við Réttarholtsskóla. „Nú erum við farin að heyra að lítið sé um peninga og að minnsta kosti eigi að skera niður í öðrum skólanum," segir hann. Núna segir hann að sé mikilvæg- ast að sjá framhaldsskólamálið al- veg leyst, þannig að kennararnir viti nákvæmlega hvaða kröfur og áherslur þurfi að setja fram það sem af er vetri. „Einnig vildi ég sjá meiri undirbúningsvinnu af okkar hálfu varðandi starfsfræðsl- una, þannig að við næðum betra sambandi við ákveðin fyrirtæki, sem við gætum skipulagt móttök- urnar í samvinnu við. Gott væri einnig ef nemendurnir gætu fengið tímabundna vinnu í fyrirtækjun- ---------- um.“ Ágúst Pétursson seg- tímum gagnfræðaprófsins þessara nema 'st v'lja sía verkmennta- gamla. Svandís Ingimund- h*»n*aAi uel að brautir víðar en í Borg- ardóttir er ein þeirra. „Það . . . .. . arholtsskóla. „Það er var margt gott við það * i ■ DeKK Vaerl mjgg einkennileg hug- kerfi, því fólk hafði val DcBtt VIO. mynd að sópa öllum eftir því hvemig gekk í námi. Þeir sem hneigðust til bók- náms fóru í landspróf og þaðan í framhaldsskóla en aðrir gátu valið um almennt gagnfræðapróf, verk- nám eða verslunardeild. Síðar kom svo til sögunnar 5. og 6. bekkur við Lindargötuskóla. Nú er einungis ein leið út úr grunnskóla. Af þeim sök- um vildum við setja námið upp sem valkost í 10. bekk við hliðina á bókn- áminu,“ segir hún. Hún segir fráleitt að hafa sam- ræmt próf í fjórum bóknámsgreinum en engu verklegu fagi. „Ég get ekki séð að þessar fjórar greinar gefi neitt til kynna um að viðkomandi verði góður húsasmiður eða málari. Við erum alltaf að reka okkur á að nemendum með vanda- mál saman í einn skóla. Mér finnst líka að menntunarkröfur þurfi að vera breytilegar í sambandi við iðnnám. Mér finnst engin skynsemi í því að til þess að verða múrari eða húsasmiður þurfi viðkomandi endilega að hafa stúdentspróf í dönsku." Svandís Ingimundardóttir legg- ur áherslu á að einn vetur í fjöln- áminu dugi ekki. „Það er kannski svolítið snemmt félagslega að þurfa að taka ákvörðun eftir 8. bekk að flytja sig í annað skóla- hverfi. Það mundi henta mörgum þessara krakka vel að 11. bekk væri bætt við. Ég tel að með því móti næðu þau að fóta sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.