Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Jón ór Vör áttræður Ljóðadas'skrá í Gerðarsafni RITLISTARHÓPUR Kópavogs fagnar áttræðis afmæli skáldsins Jóns úr Vör í kaffistofu Gerðar- safns milli kl. 17 og 18 í dagþriðju- daginn 21. janúar. Jón úr Vör fæddist þennan dag árið 1917 á Vatneyri við Patreks- fjörð. Á bernskuárum útvarpsins var hann ritstjóri Útvarpstíðinda, síðar fornbókasali og lengst af bæjarbókavörður í Kópavogi. I ár eru sextíu ár frá útkomu fyrstu bókar Jóns, Ég ber að dyr- um, og eru því tvenn tímamót í lífi skáldsins á þessu ári. Næsta bók Jóns úr Vör, Stund milli stríða, kom út árið 1942, en kunnasta bók hans, Þorpið, birtist fyrir um hálfri öld, árið 1946. Flutt verður stutt dagskrá af þessu tilefni í kaffistofu Gerðarsafns, þriðjudaginn 21. janúar, þar sem ýmsir lesarar flytja ljóð úr bókum skáldsins. Jón úr Vör hefur um áratuga- skeið verið búsettur í Kópavogi og er dagskráin afmæliskveðja bæj- arbúa. Hef ég þá enn átt dag ISLANDSPOSTUR, Islandskt For- um, flallar um Jón úr Vör og skáld- skap hans í 2.-4. tölublaði 17. ár- gangs, en það er nýkomið út. Ann- ar ritstjóranna, Jóhann árelíuz, skrifar greinina Hef ég þá enn átt dag. Snemmbúip afmæliskveðja til Jóns úr Vör. I greininni stendur m.a.: „Jón úr Vör er þekktastur fyrir ljóðabók sína Þorpið sem bar fyrir augu lesenda 1946. Þ.e.a.s. fyrir réttri hálfri öld. Ætti sú bók ein að nægja til þess að halda nafni hans hátt á lofti um ókomna tíð. Svo einstætt verk sem Þorpiðer í íslenskum bókmenntum. Því fer þó fjarri að Jón úr Vör sé einnar bók- ar maður.“ Enn fremur segir að uppruni skáldsins sé því eilífur brunnur þó tónninn breytist og verði æ heim- spekilegri með árunum. Jón úr Vör dvaldist ungur í Sví- þjóð. A árunum 1945-47 bjó hann í Stokkhólmi ásamt konu sinni, Bryndísi Kristjánsdóttur. Ljóðin í Þorpjnu orti hann í Svíþjóð. í íslandspósti er einnig grein eft- ir Guðbjörgu Þórðardóttur um skáldkonuna Ariane Wahlgren, en hún þýddi Þorpið á sænsku, Is- lándsk kust, 1957, og einnig safn íslenskra nútímaljóða, Modern is- lándsk poesi, 1958. Wahlgren lést 1993. Meðal annars efnis í íslandspósti er Staða kirkjunnar í nútímanum, Vigdís Finnbogadóttir í Stokk- hólmi, Bréf frá leiðinlegustu borg Svíþjóðar, smásaga, viðtöl og frétt- ir. Islandspóstur er tvítyngdur, bæði á íslensku og sænsku, og gefinn út af íslenska landssambandinu í Svíþjóð. Ritstjórar eru Ingvar Gunnarsson og Jóhann árelíuz. ____________________________________^/W MYNDSKREYTING eftir Kjartan Guðjónsson Ljóðsýning í Þjóðarbókhlöðu f TILEFNI af áttræðisafmæli Jóps úr Vör hefur Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn sett upp sýningu á úrvali ljóða eftir hann og fylgir hverju ljóði myndskreyt- ing eftir Kjartan Guðjónsson list- málara. „Jón úr Vör er meðal listfeng- ustu núlifandi ljóðskálda á íslandi og liggur eftir hann fjöldi ljóða- bóka. Kunnust þeirra er Þorpið sem komið hefur út með mynd- skreytingu eftir Kjartan Guðjóns- son,“ segir í kynningu. Nú hefur Kjartan gert myndir við fleiri þorpsljóð eftir Jón. Það eru þær myndir sem eru á fyrrgreindri sýningu, sem haldin er í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns á 1. hæð í Þjóðarbókhlöðu. Jón úr Vör hafði bókavörslu að atvinnu um áratuga skeið sem for- stöðumaður Bókasafns Kópavogs og fer því vel á því að Landsbóka- safn heiðri hann með ljóðsýningu í tilefni af áttræðisafmæli hans. Morgunblaðið/Þorkell VIGDÍS Finnbogadóttir, formaður afmælisnefndar LR, tekur við gjöf Landsbanka íslands úr hendi Brynjólfs Helgasonar, aðstoðarbankastjóra. Afmælisnefndarmennirnir Þorleikur Karlsson, Steindór Hjörleifsson og Sigurður Karlsson fylgjast með. AFMÆLISNEFND Leikfélags Reykjavíkur efndi á sunnudag til móttöku fyrir velunnara fé- lagsins í Borgarleikhúsinu til að þakka þeim veittan stuðning í tilefni aldarafmælisins. Við sama tækifæri færði Landsbanki íslands leikfélaginu eina milljón króna að gjöf. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hafði fært LR eina millj- ón að gjöf fyrir nokkru og á afmælishátíðinni fyrir skömmu færði íslandsbanki leikfélaginu einnig eina milljón. Aðrir velunnarar Leikfélags Móttaka í Borgar- leikhúsinu Reykjavíkur eru: Vátrygging- arfélag íslands, Brunabótafélag íslands - eignarhaldsfélag, Morgunblaðið, DV, Toyota - P. Samúelsson, Mál og menning, Sjóvá-AImennar, VISA-ísland, Kreditkort, Byggingafélag Gylfa og Gunnars, Búnaöar- banki íslands, Seðlabanki ís- lands, ístak, BM Vallá - Vikur- vörur, Olíufélagið Esso, Al- menna verkfræðistofan, Kaup- þing, Verkpallar, Sviðsmyndir, Eimskip, Flugleiðir, Hampiðjan, Hekla, Iðnlánasjóður, Olíuversl- un íslands, Prentsmiðjan Oddi, Tryggingamiðstöðin, Vaka- Helgafell, Hans Petersen, Japis, Brimborg, Ventill, PJastprent, Nýherji, Sautján og Islenska álfélagið. Sannleikur og lygar KVIKJVIYNDIII Háskólabíó LEYNDARMÁL OG LYG- AR (SECRETS AND LIES) ★ ★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur Mike Leigh. Kvikmyndatökustjóri Dick Pope. Tónlist Andrew Dick- son. Aðalleikendur Timothy Spall, Phyllis Logan, Brenda Blethyn, Claire Rushbrook, Marianne Jean- Baptiste, Elizabeth Berrington, Ron Cook. 142 min. Bresk. CiBy 2000 1996. ÉG vona að við eigum eftir að sjá betri mynd en Leyndar- mál og lygar á árinu, en efa það stórlega. Hún verður ekki aðeins ein besta mynd ársins heldur áratugarins. Hvergi veikan punkt að finna. Spannar allan tilfinningaskalann, maður hlær og grætur. Um myndir af þess- ari stærðargráðu snúast stjörn- urnar fjórar. Cynthia (Brenda Blethyn), er raunamædd iðnverkakona í nið- umíddu hverfi í London. Heimil- isaðstæður slæmar og ekki bætir þær götusóparinn Roxanne (Cla- ire Rushbrook), dóttir hennar, sem er einatt uppá kant við móð- ur sína. Ljósmyndaranum Maurice (Timothy Spall) bróður Cynthiu, hefur vegnað mun betur en fjandskapur ríkir með Cynthiu og mágkonunni Monicu (Phyllis Logan). Lengi getur vont versn- að, fram á sjónarsviðið kemur ung, flink og falleg blökkustúlka, sem Cynthia gaf frá sér komung á fæðingardeildinni og var fyrir löngu gleymd og grafín í þögn- inni. Það dregur til tíðinda á af- mælisdegi Roxanne þar sem mi- slitir fjölskyldumeðlimirnir leysa frá skjóðunni og gera upp málin. ATRIÐI úr meistaraverki Mike Leikstjórn, handrit og leikur - þijú undirstöðuatriði góðrar kvikmyndar, eru snilldarlega leyst, sem og allar hliðar þessar- ar einstöku kvikmyndaperlu. Tekin fyrir gamalkunn vandamál allra fjölskyldna, lygar, leyndar- mál, vonir og ótti. Þó efnið sé hversdagslegt í höndum minni spámanna þá tekst Leigh og hans ágæta leikhópi, sem hann virkjar við textasmíðina, að koma víða við í mannlegum sam- skiptum. Maður hefur ekki minnsta grun um hvað hendir persónurnar næst, það er einn hluti af galdrinum. Ánnar sá að ágætir leikararnir hafa allir lagt hönd á plóginn í smíði hlutverka sinna og samtala, maður sér ekki sannari persónur á hvíta tjaldinu. Ég taldi fullvíst að leik- afrek Emely Watson í Brimbrot yrði seint jafnað. Slíkur er yfir- burðaleikur Brendu („sweethe- art“) Blethyn í hlutverki hinnar ólánsömu Cynthiar, að hún gerir enn betur. Timothy Spall er einn- ig stórkostlegur sem bróðirinn, einangraður milli tveggja elda. Leigh, Leyndarmál og lygar. Annars Ieika allir óaðfinnanlega, enda kunnir sviðsleikarar og fengu að leggja orð í belg. Eitt atriði stendur uppúr fagmennsk- unni - grillveislan í afmæli Rox- anne á svölum Mauricar. Þetta er ein, löng taka þar sem tilfinn- ingarnar koma í ljós, leyndarmál opinberuð, lygar víkja fyrir sann- leikanum. Höfum hugfast að við erum í heimsókn hjá venjulegu fólki, engin leikhúsleg hádramat- ík í gangi heldur sígild vandamál meðaljóna. Annars eru öll atriði vel unnin í þessari firnasterku mynd. Jafnan stutt í skopskynið, sem m.a. kemur fram í öðru, meistaralegu atriði, er mæðg- umar hittast í fyrsta sinn, ljós- myndatökum Maurice og reynd- ar samskiptunum öllum. Þau eru súrsætt sambland gleði og sorga. Leyndarmál og lygar er heil- steyptasta og jarðbundnasta mynd sem sýnd hefur verið um langt árabil. Þótt leitað sé log- andi ljósi er ekki minnsta agnúa að finna. Mynd sem enginn má missa af. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.