Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 61
Dmitri Alexeev
einleikari
Efnissktá
MYNDBÖND
Alger plága
(The Cable Guy)
Gamanmynd
★ ★
Góður samleikur þeirra Car-
reys og Brodericks lyftir ann-
ars ófyndinni mynd á hærra
plan.
Á vaktinní
(Dog Watch)
Spennumynd
★
Fátt kemur á óvart í þessari
klisjukenndu löggumynd.
Hattadeildin
(Mulholland Falls)
Spcnnumynd
'k'kVi
Skringileg blanda af mafíu-
mynd ogrannsóknarlögreglu-
mynd. Ágætis afþreying og
falleg á að líta.
FHpper (Flipper)____
Fjölskyldumynd
★
Gloppótt saga og klunnaleg
og flöt persónusköpun.
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 61
! MYNDBÖND
Coen bræð-
umir á flugi
Fargo
Spcnnumynd
Leikstjóri: Joel Coen. Framleið-
andi: Ethan Coen. Handrit: Joel og
Ethan Coen. Kvikmyndataka: Ro-
ger A. Deakins. Tónlist: Carter
Burwell. Aðalhlutverk: Frances
McDormand, William H. Macy,
Steve Buscemi, Harve Presnell. 100
min. Bandarísk. Polygram/Há-
skólabíó. 1996. Bönnuð börnum inn-
an 16 ára.
T>RÆÐURNIR Joel og Ethan
A-F Coen hafa margsannað að
þeir eru meðal allra fremstu og
frumlegustu kvikmyndagerðar-
manna Bandaríkjanna og geta þeir
óhræddir státað af því að vera í
hópi fárra sem ekki hafa stigið
feilspor á ferli sem spannar sex
kvikmyndir. Síðasta mynd þeirra,
The Hudsucker Proxy, var
skemmtilegt augnakonfekt en olli
mörgun unnendum vonbrigðum en
þau má ef til vill skrifa á kostnað
þess að of miklar væntingar voru
gerðar til myndarinnar. Henni var
sumpartinn ætlað að færa þá
bræður upp í flokk hinna stóru í
Hollywood og því í engu sparað.
Svo virðist sem Fargo sé að ein-
hveiju leyti yfirlýsing þeirra
bræðra um að
þeir kunni best
við sig í skugga
Hollywood, sem
sjálfstæðir og
óháðir kvik-
myndagerðar-
menn. Fargo er
því afturhvarf
til upphafsára
Coen bræðra.
Kunnugir telja
að greina megi
samsvörun með
fyrstu mynd
þeirra bræðra,
film noir-mynd-
inni Blood
Simple, og taka
má undir þá
röksemda-
færslu. Það ber
hinsvegar einn-
ig á hinum
skemintilega
undarlega húm-
or sem ein-
kenndi aðra
mynd þeirra, Raising Arizona.
Ekki amaleg blanda það. Að auki
leika um myndina, líkt og um fyrri
myndirnar, ferskir og frumlegir
vindar sem að vanda gera, þegar
upp er staðið, gæfumuninn.
Myndin á sér stað í bænum
Fargo í Minnesota fylki þar sem
bílasalinn og bleyðan Jerry Lun-
degaard (William H. Macy) býr
ásamt konu sinni og syni. Þrátt
fyrir að eiga forríkan tengdaföður
þá situr hann í skuldasúpu. Til
þess að komast upp úr súpunni sér
hann engin ráð önnur en að setja
á svið mannrán á konu sinni og
ná þannig að kúga fé út úr tengda-
föðurnum. Hann ræður tvo smá-
glæpamenn til þess að fremja
verknaðinn sem fer úrskeiðis á
hörmulegan hátt þegar þeir hefja
að úthella blóði. Kemur þá til kasta
lögreglustjórans Marge Gunderson
HIN KASÓLÉTTA Marge Gunderson er
lögreglustéttinni til prýði.
ENGINN stendur sig betur en William H. Macy
i hlutverki óþokkans Lundegaards.
(Frances McDormand) sem hefst
kasólétt handa við að rannsaka
málið.
Það gefur þessu sérstæða og
reyfarakennda sakamáli mikið
vægi að það er sagt byggjast á
sannsögulegum atburðum. Coen
bræðurnir rekja þá á einkar magn-
aðan máta og nýta hvert tækifæri
til þess að varpa ljósi á hinar grá-
glettnu hliðar þeirra þar sem hver
þátttakandi er öðrum skrautlegri.
Joel Coen nær að vanda hinu besta
út úr leikaraliði sínu en enginn
stendur sig betur en William H.
Macy í hlutverki hins vitgranna
og óheiðarlega Lundegaards.
Á heildina litið er Fargo ein
sterkasta mynd Coen bræðra og
án efa ein sú besta sem gerð var
á síðasta ári.
Skarphéðinn Guðmundsson
Ein fyrir unnendur
vondra mynda
Tungllöggan (LunarCop)
Spcnnumynd
/«
Leikstjóri: Boaz Davidson. Handrít:
Terrence Paré. Aðalhlutverk: Mich-
ael Paré, Billy Drago. 90 mín.
Bandarísk. Nu Image/Myndform.
1994. Bönnuð börnum innan 16 ára.
AÐ BAKI þessari vondu mynd
liggur á vissan hátt nokkur
snilld. Það er nefnilega ekki á
hverjum degi sem maður sér svo
vonda mynd að hún verður óvart
áhugaverð og unnt er að mæla
Johannes Brohms: Pianókonsert nr. 1
Fronz Schubert: Sinfónía nr. 7
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabíói viö Hagatorg, sími 562 2255
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN
með henni við unnendur slíkra
mynda, sem eru þónokkrir. Mynd
þessi er svo íullkomlega vond í
alla staði að unun er á að horfa.
Hér leggst allt á eitt til að ná þess-
um árangri. Leikstjórn ísraelska
C-mynda leikstjórans Boaz David-
son er hrein hörmung, handritið
út í hött, frammistaða leikara með
Michael Paré í fararbroddi grát-
brosleg og rúsínan í pylsuendanum
sviðsmyndin og tæknibrellur sem
eru eins og verst verður á kosið.
Framtíðartryllir sem hægt er að
mæla með.
Skarphéðinn Guðmundsson
Giora Bernstein
■miiwmwjwi
EBO
KYNNÍNG
HUÐGRfclNUM OG VEIIUM
FAGLEGAR RÁÐLEGGINGAR
I DAG OG A MORGUN
Kl. 12-18 I 5NYRTIVORU
VERSLUNINNI ANDORRA,
STRANDGOIU 32
TIMAPANTANIK I
SIMA 555 261 5
ALLIR VLLKOMNIk
SERFRÆÐINGUR
FRA KANEBO
A STALTNUM
Kaneho
Art through Technology
Japanskar snyrttvöair
- kjarni málsins!
MN
Tétacim í HÍSKÓLABÍÓI
FIMMTUDAGINN 23. JAHÚAR KL. 20.00