Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 33 JMwgtsiiMftfrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DRAUMSYN CLINTONS CLINTON forseti Bandaríkjanna sór embættiseið sinn fyrir síðara kjörtímabil á hádegi að staðartíma í Washington í gær. Forseti Bandaríkjanna ræddi um framtíðina og kvaðst myndu auka veg gamalla gilda í upphafi nýrrar aldar. Hann hvatti þjóð- ina til að sýna stórhug. Hann kvaðst myndu berjast gegn hryðju- verkum og lýsti í raun draumalandinu, þar sem enginn þyrfti að óttast að verða fyrir skotárás eða verða eiturlyfjum að bráð, þar sem enginn þyrfti að líða fyrir kynþáttamisrétti eða trúarskoðan- ir sínar. Hann minntist Martins Luthers Kings, sem fyrir 34 árum hefði átt draum um betra þjóðfélag - bandaríska drauminn. Clinton strengdi þess heit að nú, þegar ný öld gengi í garð, myndi hann gera sitt til þess að nú hæfist merkasti kaflinn í sögu þjóðar sinnar. Bandaríkin væru stærsta lýðræðisríki heims og að baki væri öld tveggja tilrauna alræðisins til þess að ná heimsyfirráðum og öld kalda stríðsins. Hann kvaðst vilja sjá Bandaríkin í forystu fjölda lýðræðisríkja um heim allan. Draumsýn Clintons eins og hún birtist í ræðu hans í gær var um hið fullkomna ríki. En hvernig hann ætlar að gera hana að veruleika útskýrði hann ekki. Spyija má, hvort hún sé ekki langt undan í ríki þar sem ofbeldi og kynþáttahatur er jafn ríkur þátt- ur og orð fer af. En þótt erfitt sé að sjá á hvern hátt unnt sé að gera slíka draumsýn að veruleika, fer ekki á milli mála, að í Baridaríkjunum ríkir frelsi til orðs og athafna einstaklingsins. í upphafi fyrra kjörtímabils virtist Clinton ætla að hefja bar- áttu fyrir víðtækum umbótum í bandarísku þjóðfélagi, ekki sízt í heilbrigðismálum og menntamálum. Forsetinn kallaði hins vegar fram mótstöðu, sem varð til þess að hann fór sér hægar en hann ætlaði sér í upphafi og þá áreiðanlega með endurkjör í huga. Stóra spurningin nú er sú, hvort Clinton tekur þessa baráttu upp á nýjan leik, þegar hann þarf ekki lengur að hugsa um endur- kjör. Eftirmæli hans sem forseta munu byggjast á því hvaða ákvörðun hann tekur í þeim efnum. LJÓÐSKÁLD Á UM- BROTATÍMUM JÓN SKÁLD úr Vör er áttræður í dag. Hann var meðal þeirra fyrstu sem stuðluðu að formbreytingu í íslenzkri ljóðlist, enda var svo komið að gamalt form og hefðbundin viðhorf gátu ekki lengur fullnægt þeirri ungu skáldakynslóð sem hóf hina svoköll- uðu formbyltingu. Annað skáld átti einnig merkisafmæli nýlega, vestfirzki bóndinn Guðmundur Ingi Kristjánsson, sem varð níræð- ur, og af því tilefni héldu sveitungar hans honum veglegt hóf á heimaslóðum. Guðmundur er góður fulltrúi hefðar og sólbjartrar sýnar til heimahaganna. Þorpið (1946) er meðal fyrstu órímuðu ljóðabóka á íslenzku. Umhverfi þess er einnig vestfirzkt, raunar kreppuárin þar vestra. Form og efni nýstárlegt í íslenzkri ljóðlist; bernska skáldsins séð og upplifuð í umbrotum mikilla þjóðfélagsátaka. Verkið er raun- sæislegt en fegurð lífsins hvergi undanskilin. Með Þorpinu og öðrum verkum sínum hefur Jón úr Vör stuðlað að þeirri nauðsynlegu þróun til fijálsræðis sem orðið hefur í ís- lenzkri ljóðlist. Um leið hefur hann lagt áherzlu á þau verðmæti lífsins sem felast í tignun daglegs lífs og hógværðar. Gagnvart yfirgangi og ógnum tímanna stendur maðurinn, í senn einfaldur og vitur í þeirri trú að hið góða muni sigra. Ljóðlistin hefur fylgt íslenzku þjóðinni frá aldaöðli. Vonandi breytist það ekki í fjörbrotum gamalla hefða. MENGUN YIÐ MIKLUBRAUT UMFERÐARÞUNGINN í höfuðborginni er óvíða meiri en á Miklubrautinni. Sólarhringsumferð Iangleiðina í fimmtíu þúsund bíla. í skýrslu, sem unnin var fyrir borgaryfirvöld í lok árs 1996, kemur fram, að hávaði frá umferð í grennd við Miklu- braut fer víða yfir 55 desibela mörkin við húsvegg. Af þessum sökum teljast rúmlega tvö þúsund manns, búandi við Miklubraut, þjökuð af hávaða. Loftmengun er einnig mikil. Samkvæmt skýrsl- unni búa íbúar við Miklubraut, frá Eskihlíð að Stakkahlíð, rúm- lega 260 talsins, við óviðunandi loftmengun frá umferðinni. Og samkvæmt umferðarspá eykst umferð um Miklubrautina um 15% fram til ársins 2008. Fólk fjárfesti á sínum tíma í íbúðarhúsnæði á þessu svæði við allt aðrar búsetuaðstæður en nú eru fyrir hendi, að því er framan- greind atriði varðar. Borgaryfirvöld, sem skipulögðu þetta íbúða- svæði og stóðu fyrir úthlutun lóðanna, eiga íbúum þar skuld að gjalda. Það er óhjákvæmilegt að taka á málum þeirra með einum eða öðrum hætti. Umferðarþróunin í borginni, sem borgaryfirvöld hljóta að axla ábyrgð á, hefur gert búsetu lítt viðunandi, þar sem hávaða- og loftmengun er mest, og rýrt söluverðmæti húsnæðis- ins. Það má raunar einnig segja um húsnæði í gamla miðbænum. Astæðan: skemmtistaðir og hávær tónlist, einkum um helgar. STEFNA íslenskra dómstóla hefur verið sú að því harðari sem efnin eru því þyngri eru dómarnir. Þyngsta refsing sex ára fangelsi Þyngsti dómur Hæstaréttar er fjögurra ára fangelsi Rannsókn stóra fíkniefnamálsins, sem kom upp í lok síðasta árs, miðar vel. Málið er eitt hið stærsta sem komið hefur upp hér á landi og hefur lögreglan lagt hald á rúmlega 20 kíló af hassi, auk um 500 E-pilla og 260 grömm af amfetamíni. Ragnhildur Sverris- dóttir rifjaði upp stærstu fíkniefnamálin og dóma í þeim. Norrænt samstarf undir stj órn Norðmanna Meginmarkmiðið hlýtur að vera það, segir Thorbjöm Jagland, að tengsl á milli landa, þjóða og þjóðarbrota geti þróast með jafn friðsömum hætti og raun hefur orðið á á Norðurlöndum. STÓRA málið, sem nú er til rannsóknar, hófst þegar hollenskur karlmaður og kona á fimmtugsaldri voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með tæp 10 kíló af hassi í fórum sínum. Smyglið uppgötvaðist í vanabundnu eftirliti tollgæslu. Þá kom fíkniefna- deildin til sögunnar og vaknaði fljótt grunur um að smyglið tengdist inn- lendum aðilum. í framhaldi af því hófust víðtækar aðgerðir fíkniefnadeildarinnar, sem hefur handtekið hátt á þriðja tug manna og yfirheyrt, en fimm manns sitja enn í varðhaldi. Þá var fjöldi húsleita og fundust 10,5 kíló af hassi til viðbótar, um 500 E-pillur og 260 grömm af amfetamíni, auk um 250 þúsund króna í peningum og áhalda til neyslu fíkniefna. Samtals er verð- mæti fíkniefnanna talið nema um 35 milljónum króna á markaði hér- lendis. Málið er eitt hið stærsta sinnar tegundar sem upp hefur komið hér- lendis, ekki síst með tilliti til ijölda þeirra sem handteknir voru. Nokkur mál önnur teljast þó jafn stór eða stærri, ef litið er á efnin sem fundust og í því máli, sem áður var óumdeilan- lega „stóra“ fíkniefnamálið, voru 18 ákærðir fyrir innflutning á samtals um 40 kílóum af hassi og 6 kílóum af amfetamíni. Með dómi undirréttar 1994 voru þrír sýknaðir en 15 hlutu dóma. Sá sem talinn var höfuðpaurinn hlaut 4 ára fangelsi. Dómamir vora staðfestir í Hæstarétti. 183 kíló af marijúana Það kannabismál, sem óneitanlega á metið, kom upp árið 1982, þegar 183 kíló af marijúana fundust í send- ingu frá Bandaríkjunum. Lögregla fylgist með sendingunni í nokkra daga, í þeirri von að eigandi hennar hér á landi gæfi sig fram, en áður en til þess kom birti dagblað frétt um sendinguna og var eftir það fullvíst að enginn reyndi að nálgast hana. Ekki var hægt að full- yrða að nokkur hér á landi hafi átt sendinguna og töldu sumir að ísland hefði aðeins verið umskipunarhöfn fíkniefnisins, sem væri á leið til meginlands Evr- ópu. Aðrir töldu þessa sendingu fyrstu tilraun erlends glæpahrings til að sölsa fíkniefnamarkaðinn á Is- landi undir sig. Með því að flytja inn gífurlegt magn í einu myndi verðið hrynja, aðrir sölumenn gefast upp, en erlendi hringurinn verða einráður á íslenska markaðinum þaðan í frá. Verðið myndi því strax hækka á ný og þar með væru erlendu glæpamenn- imir á grænni grein, því hér á landi væri marijúana selt dýrum dómum og hagnaðarvonin umtalsvert meiri en á meginlandinu. Þrátt fyrir að þessi 183 kíló af marijúana færu aldrei inn á íslenskan markað virtist framboðið nóg. Árið 1982 var maður dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á tæpum 25 kílóum af hassi, auk 100 gramma af hassolíu. Héraðsdómur og Hæstiréttur voru sammála um lengd fangelsisvistar. 65 kiló í málningu Árið 1993 felldi Hæstiréttur svo dóm yfír tveimur mönnum, vegna innflutnings á 65,5 kílóum af hassi. Hassinu smygluðu þeir til landsins með því að pakka því í lofttæmdar umbúðir og sökkva í málningarfötur. Mennirnir voru dæmdir í íjögurra ára fangelsi í héraði og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Dómar í málum, þar sem svokölluð hörð fíkniefni koma við sögu, hafa verið til muna þyngri en í kannabis- málum. Árið 1988 var Brasilíumaður dæmdur í héraðsdómi til fjögurra ára fangelsisvistar. í fórum hans höfðu fundist tæp 450 grömm af kókaíni og taldi dómari inn- flutning hans á efninu til landsins alvarlegan, þrátt fyrir að hann hefði ekki selt efni hér á landi eða ætlað það til sölu hér. Mað- urinn undi dóminum og kom hann því ekki til kasta Hæstaréttar. Hæstiréttur dæmdi hins vegar í máli íslendings þremur árum síðar. Sá var sakfelldur fyrir innflutning á tæplega einu kílói af kókaíni og var efnið tiltölulega hreint. Þegar hann var handtekinn hafði honum tekist að selja helming efnisins. Hæstiréttur taldi rétt að dæma manninn í fjög- urra ára fangelsi, eða til sömu refs- ingar og Brasilíumanninn. Með dómi sínum mildaði Hæstiréttur dóm und- irréttar, sem taldi hæfílegt að mað- urinn sæti inni í 4 'h ár. Áður en þetta mál kom upp hafði þyngsti dómur í fíkniefnamáli verið 5 ára fangelsi, árið 1986. Það mál snerist um innflutning á 1.600 skömmtum af LSD og sagði í dómi undirréttar að fordæmi vantaði við refsiákvörðun enda hafði svo stórt LSD mál aldrei komið til kasta dóm- stóla. Undirréttur taldi hins vegar 5 ára fangelsi hæfilegt og kvaðst taka tillit til „hinna gríðarlega miklu hættueiginleika sem neysla ofskynj- unarefnisins LSD hefur í för með sér og dóminum eru kunnir og sem dóm- urinn telur að almennt séu þekktir.“ Hæstiréttur tók ekki þann pól í hæð- ina og mildaði refsinguna; taldi hana hæfilega 2 'h ár. Hámarksrefsing 10 ára fangelsi I lögum er kveðið á um að refsing vegna fíkniefnabrota geti verið allt að 10 ára fangelsi, en svo þungir dómar hafa aldrei fallið. Það sjónar- mið, sem birtist í dómi undirréttar í LSD-málinu, er þó ríkjandi í dómum í fíkniefnamálum. Harðari efni þýða harðari dóma. Dómarar bregðast líka ókvæða við nýjum efnum, eins og E-pillunni. Fyrir réttum mánuði féll þyngsti dómurinn í fíkniefnamáli hér á landi, þegar Hollendingur á þrí- tugsaldri var dæmdur í 6 ára fang- elsi og til greiðslu tveggja milljóna króna í sekt vegna innflutnings á 964 E-pilIum og rúmum 58 grömm- um af kókaíni. í nóvember voru fjórir íslendingar dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir stórfelldan innflutning og sölu á al- sælutöflum á árinu 1995. Stöðva sókn útlendinga Þótt ekki sé sú stefna opinber segja þeir sem til þekkja að útlend- ingar fái vísvitandi harðari dóma en Islendingar, þar sem dómarar vilji með þeim hætti sporna við til- raunum erlendra glæpa- samtaka til að hasla sér völl hér. Tilraunir í þá átt- ina hafa verið gerðar, að því er menn telja og vísa þar til stóru marijúana- sendingarinnar. Þá er skemmst að minnast heimsóknar lögregluforingja hjá Interpol, sem varaði íslensk stjórnvöld við að ísland gæti orðið viðkomustaður fíkniefna sem smygl- að er frá Bandaríkjunum til Evrópu, þar á meðal heróíns. Reynslan sýni að hluti efnanna verði eftir í viðkomu- landinu og þannig gæti heróín náð fótfestu hér. Það hefur aldrei komið við sögu íslenskra dómstóla. ANN 1. janúar síðastliðinn tóku Norðmenn við for- ystu í samstarfi norrænu ríkisstjórnanna. Við tók- um við blómlegu búi af Finnum sem stýrt höfðu samstarfinu allt árið 1996. Þetta ár berum við ábyrgð á því að ýta áfram baráttu- málum okkar og tækifærið verður vissulega ekki látið ónotað. Mikilvægur tími er framundan í norrænu samstarfi. Við Norðurlönd- um blasa nýjar áskoranir og ný tækifæri bjóðast í samskiptunum við ESB eftir að Finnland og Svíþjóð gengu til liðs við bandalagið til við- bótar Danmörku. Norðurlöndin hafa axlað nýja ábyrgð í tengslum við nágrannasvæði okkar, einkum og sér í lagi hvað varðar Rússland og Eystrasaltsríkin. Á þessum tímum stöðugra tæknibyltinga og fjölmiðl- unar eru Norðurlöndin verkfæri sem við getum beitt til þess að slá vamar- hring um sameiginlegan tungumála- og menningararf þjóðanna. Norræna samstarfinu má lýsa sem samskiptaneti og stikkorðið fyr- ir norsku forystuna er uppbygging nýrra samskiptaneta. Náin tengsl norrænu þjóðanna byggjast upp frá grunni og fram og aftur á milli ein- staklinga, fjölskyldna, samtaka, at- vinnulífs og stjórnmálaflokka. Við ferðumst milli Norðurlandanna án vegabréfs og löndin eru með sameig- inlegan atvinnumarkað. Þegar við heimsækjum annað norrænt land erum við nær því að vera heima en annars í útlöndum. Er þetta í raun ekki sama hugsýn- in og um hina nýju Evrópu sem nú er að vaxa úr grasi? Bæði NATO og ESB ætla að bæta við sig aðildar- ríkjum. Þá verður mjög mikilvægt að koma í veg fyrir skörp skil á milli þeirra ríkja sem ganga í banda- lögin og þeirra sem áfram munu standa utan við þau. Við getum komið okkur upp öryggisneti og samstarfsleiðum sem byggjast á margbreytni. Norrænt samstarf hefur gengið út frá þessu undanfama áratugi. Öll ríkin fimm eru aðilar að Samein- uðu þjóðunum, Öryggisstofnun Evr- ópu (ÖSE), og Evrópuráðinu. Þijú ríkjanna eru í NATO, tvö þeirra eiga samstarf við NATO í Samtökum um frið, þijú landanna eru í ESB, tvö þeirra eru í EFTA og öll eiga þau aðild að sameiginlegum Evrópu- markaði í gegnum EES. Þessi mynd gæti breyst. Fleiri norræn ríki gætu gengið í bæði NATO og ESB. Lykilatriðið er að sú nýja Evrópa sem smám saman er að koma í ljós líkist um margt Norðurlöndunum. Meginmarkmiðið hlýtur að vera það að tengsl á milli landa, þjóða og þjóðarbrota geti þró- ast með jafn friðsömum hætti og raun hefur orðið á á Norðurlöndum. Við viljum stunda virka upplýs- ingamiðlun varðandi það hvernig samstarf okkar er byggt upp, eink- um með tilliti til svæðanna í Mið- og Austur-Evrópu sem nú eru að mynda sín samskiptanet. Hér gefast Norðurlöndum viðbótar- færi með því að Danir eru í ár I forsæti fyrir ÖSE. Á árinu 1997 mun norska forystan einkum leggja áherslu á sex svið: I fyrsta lagi munum við leggja megináherslu á samstarf um evrópsk og alþjóðleg málefni. Stærsta áskorunin er sú að gefa hvergi eftir norræna sérstöðu þótt tvö ríki til viðbótar hafi nú gengið í ESB. Þessi staðreynd gerir til okk- ar kröfur. Möguleikar okkar tengj- ast einkum því að EES-sáttmálinn tengir okkur saman og færir Norð- urlöndunum sameiginlegan heima- markað. Við samþykkjum mikið af sameiginlegum reglum fyrir milli- ríkjaverslun og förum því nýjar leið- ir til þess að halda áfram langri hefð varðandi norrænt samstarf á sviði löggjafar. Við stefnum einnig að því að þróa norrænt viðvörunarkerfi („Early Warning") varðandi ESB/EES-mál- efni þar sem við gætum haft áhuga á að samræma afstöðu okkar. Við höfum einnig þörf fyrir sameiginlegar umræður um hvaða áhrif samevr- ópskur gjaldmiðill myndi hafa á Norður- löndin sem heild. í fyrra tryggðum við norrænt vegabréfafrelsi með því að Norðurlönd öll munu eiga aðild að Schengen-samstarfinu. Ef Noregur og ísland hefðu ekki náð sam- komulagi hefði afleið- ingin getað orðið landa- mæravarsla á fínnsk/norsku og sænsk/norsku landa- mærunum ásamt vega- bréfaeftirliti með feiju- farþegum. Nú breiðist vegabréfa- frelsið út og undir lok áratugarins munu fleiri Evrópulönd taka þátt í þessu samstarfi. Um leið eykst fjöl- þjóðlegt samstarf lögreglu í barátt- unni gegn eiturlyíjum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Á einu mikilvægu sviði mun sam- starfið taka skref fram á við. Við viljum stuðla að ákveðnari norrænni samvinnu um friðargæslu. Við vilj- um að komið verði á laggirnar nor- rænu liði sem gæti unnið að þannig aðgerðum á þeim svæðum sem við höf- um aflað okkur víðtækrar reynslu, nú síðast með samnorrænni framgöngu í Bosníu. I fyrsta sinni í sögu Norðurlandaráðs mun norskur varnarmálaráðherra mæta til þess að gera grein fyrir þessari samvinnu. I öðru lagi leggjum við áherslu á samvinnu varðandi þau nágranna- ríki þar sem Norðurlönd eiga að leggja sitt af mörkum hvað varðar stöðugleika, lýðræði og sjálfbæra þróun. Samstarfíð um Barentshaf og Eystrasalt er mjög áhugavert og vænlegt dæmi um svæðisbundið samstarf í Evrópu. Norðurlöndin binda þessi tvö svæði saman. Við viljum vinna að því að aðgerðir í Barentshafi og á Eystrasalti verði í auknum mæli álitnar einn og sami hluturinn. Við viljum koma á nýjum tengsl- um fram og aftur yfír landamæri á sama hátt og gerst hefur á Norður- löndum. Jafnt staðbundnum stjórn- völdum sem ríkisstjórn- um í Rússlandi og Eyst- rasaltsríkjunum verður boðið til norrænna funda. Samvinnan við Eystrasaltsríkin, sem stundum er kölluð 5+3 samvinnan, mun einnig halda áfram. Við ætlum okkur að koma í gang samstarfi á sviði samskipta og gagnkvæmra skipta ungs fólks á Norður- löndum og á nálægum svæðum. Við ætlum að vinna áfram að hinum lífsnauðsynlegu um- hverfismálum á norður- slóð. Við ætlum okkur að bæta við nýjum sviðum, svo sem heilbrigðismálum, en þau eru á sama hátt og ógnir gegn umhverfinu sam- eiginleg verkefni allra þjóðanna. I þriðja lagi munum við veita börnum og unglingum forgang. Á Norðurlöndum og í Evrópu allri er búið að þróa nýtt skipulag á náms- mannaskiptum. Við höfum áhuga á að beina kröftum okkar að ungu fólki áður en það hefur langskóla- nám og að styrkja þróunaráætlanir einnig hvað varðar nálæg svæði. Það er ódýr leið til þess að skapa samskipti og koma á traustvekjandi starfsemi að láta ungt fólk ferðast á milli landa og kynnast. Norðurlönd hafa verið í farar- broddi hvað varðar baráttuna gegn vinnu barna og kynferðislegum mis- þyrmingum barna. Við munum fylgja eftir norrænum áherslum á þessum sviðum, meðal annars í tengslum við undirbúning hinnar miklu ráðstefnu gegn vinnu barna sem Norðmenn og UNICEF halda í Osló í október á þessu ári. í fjórða lagi ætlum við að virkja frjáls félagasamtök. Við munum hvetja til aukinnar samvinnu nor- rænna stofnana og frjálsra félaga- samtaka á Norðurlöndum, einkum hvað varðar samskipti við nálæg svæði. Fijáls félagasamtök er for- senda virks borgarasamfélags. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að koma þeim á laggirnar á nágrannasvæðum okkar. Það tekur sinn tíma en norrænu ríkin geta stuðlað að því að þetta ferli hefjist. Þess vegna er það ögrandi verkefni fyrir norræn samtök að koma með hugmyndir og tillögur um hvernig hægt er að koma þessu samstarfi í ga ng. I fimmta lagi ætlum við að veðja á upplýsingatæknina. Upplýsinga- tæknin mótar samfélög okkar en hún er einnig lykillinn að því að byggja upp ný samskiptanet til að flytja þekkingu milli fólks. Við vilj- um efla norræn tengsl til þess að vernda norræn séreinkenni, tungu- mál og menningu. Við ætlum okkur að bjóða til fyrsta norræna fundar ráðherra sem ábyrgð bera á upplýs- ingatækni og við viljum vinna að því að koma á fót norrænni miðstöð um upplýsingatækni til þess að þróa ný samskiptanet á Norðurlöndum, einkum á menntunar- og rannsókn- arsviðum. í sjötta lagi viljum setja viðfangs- efni velferðarsamfélagsins á dag- skrá. Þjóðfélög okkar byggjast að miklu leyti á sömu fyrirmynd og nú blasa við ný verkefni á sviði heil- brigðismála, menntunar og öldr- unarstefnu. Við höfum reynslu af efnahagslegum kúvendingum. Á öll- um þessum sviðum ætlum við okkur að auka samnorrænar viðræður og íhugun, líka stjórnmálaflokka á milli. Velferðarsamfélag morgun- dagsins er þemað á fundi hinna fjög- urra norrænu sósíaldemókratísku forsætisráðherra í Ósló að loknum ársfundi SAMAKs dagana 16. og 17. janúar. í öllum norrænu ríkjunum er að finna fjölbreytta menningu. Saman munum við leggja áherslu á sam- hljóm og umburðarlyndi og vinna gegn ótta við framandi þjóðir og kynþáttahatri. Þetta er eitt það mik- ilvægasta sem við getum lagt til málanna í friðsamlegri þróun hinnar nýju Evrópu. Þetta er helstu verkefni okkar. Þar að auki má nefna stöðuga sam- vinnu á íjölda sviða. Samskiptanetin innan Norðurlandanna eru marg- þætt. Við ætlum okkur að styðja við bakið á þeim sem fyrir eru og koma nýjum á fót. Við munum vinna að frekari upp- byggingu orkunetanna til þess að við getum betur nýtt okkur þessar auðlindir. Einn góðan veðurdag mun kannski blasa við sjónum sameigin- legt net gasleiðslna um Skandinavíu alla sem einnig teygir anga sína yfir Eystrasalt til Eystrasaltsríkj- anna. Við munum vinna að frekari upp- byggingu norrænnar þekkingarm- iðlunar til að gera Norðurlöndin að heildstæðu þekkingarsvæði þar sem námsfólk og aðrir þeir sem vinna með þekkingu geta starfað að sameiginlegum þekkingargrunni. Við munum vinna að áframhaldandi uppbygg- ingu samskiptanetsins á milli ungs fólks og almennra sam- taka. Við viljum styrkja stöðu Norð- urlandanna sem alþýðlegra Norður- landa. Verið því velkomin til að kynnast norskri forystu á Norðurlöndum. í þessari viku verður opnaður aðgang- ur að heimasíðu norsku forystunnar. Ég býð ykkur velkomin á http://od- in.dep.no/ud/nordisk Höfundur er forsætisráðherra Noregs. Þyngstu refsingu aldrei verið beitt Mjög stórt fíkniefnamál er nú rann- sakað Mikilvægur tími framund- an í norrænu samstarfi Thorbjörn Jagland Áhersla á samhljóm og umburðar- lyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.