Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Verslanakort koma í stað bankakorta í Svíþjóð
Verslanir greiða
5 % vexti á innstæður
Kaupmannahöfn. Morgunblaðid.
ÞROUNIN í Danmörku undanfarin
ár hefur verið sú að æ fleiri nota
svokallað „Dankort", sem er sam-
eiginlegt debetkort dönsku bank-
anna. En ef stórar verslanakeðjur
ráða ferðinni gæti framtíðin orðið
sú að fólk borgaði fyrir vörukaup
með debetkortum verslunarinnar,
eftir að hafa lagt þar inn peningana
sína og fengið mun hærri vexti en
bankarnir veita. En í Svíþjóð er
þetta engin framtíðarsýn, heldur
nútíðarsýn og þar hefur Göran
Persson, forsætisráðherra og fyrr-
um fjármálaráðherra, verið öflug-
asti auglýsandi þessara verslunar-
hátta.
FDB er verslanakeðja dönsku
samvinnuhreyfmgarinnar. í stað
þess að leggja eingöngu áherslu á
tilboðsverð og fast afsláttarverð i
samkeppninni við ódýrustu keðjurn-
ar eins og Netto hefur keðjan tekið
upp meðlimskort, sem kostar í
fyrstu ekkert að fá. Þetta plastkort
sýnir viðskiptavinurinn þegar hann
borgar og um leið er skráður af-
sláttur sem hann getur fengið. Síð-
an á að borga afsláttinn með því
að senda fólki ávísanir.
Hugmyndin er að gera neytendur
trúa keðjunum, svo þeir kaupi alltaf
inn á sama stað, en flakki ekki á
milli. Þetta hefur þó ekki haft þau
áhrif sem ætlast var til. Og Netto,
sem leggur áherslu á lágt verð,
hefur ekki gleypt við kortahug-
myndinni, heldur lagt áherslu á að
auka vöruúrvalið og vera með fjöl-
breytt úrval tilboðsvara, bæði mat-
vöru, húsbúnaður, föt og smávörur.
Olíufélagið Statoil hefur lengi
verið með neytendakort, sem skráir
bensínkaup og annað sem keypt er
í verslun þess, sem eru eins og vel
búnar sjoppur, með matvöru, sæl-
gæti, gos og vín, bílavörur og smá-
vöru. Af öllu þessu er síðan reiknað-
ur afsláttur og viðskiptavininum
send ávísun, ef upphæðin fer yfir
rúmlega 200 íslenskar krónur, en
annars geymist hún þar til næst.
Sænska fyrirmyndin:
fimmfaldir bankavextir
Nú eru báðar þessar keðjur að
hugleiða að gefa viðskiptavinum
möguleika á að leggja inn fé á
reikninga, rétt eins og í banka og
hugsanlega að veita einhver neyslu-
lán líka. Bankamenn hafa augun á
þessum mögulegu keppinautum, en
segjast ókvíðnir, því keðjumar muni
örugglega reka sig á að bankarekst-
ur sé dýr og flókinn og geti ekki
boðið betur en þeir. Neytendasam-
tökum líst illa á áætlanirnar, því
þegar allt komi til alls muni neyt-
endur borga brúsann og neytenda-
vænna sé að stefna að lágu verði.
í Svíþjóð hefur þessi leið þegar
verið farin. Sænska verslunarkeðj-
an ICA, sem hefur 34 prósent mark-
aðshlutdeild á matvörumarkaðnum,
fór að gefa út viðskiptamannakort
1990 og þau hafa náð slíkum vin-
sældum að 2,2 af um sjö milljónum
Svía hafa kortið, debet- eða kredit-
kort. Með kortinu geta viðskiptavin-
ir lagt inn fé í búðunum, sem búð-
irnar greiða fimm prósent í vexti
fyrir, meðan venjulegir bankavextir
eru um eitt prósent.
Bestu viðskiptin fyrir keðjuna eru
að þeir 700 þúsund viðskiptavinirn-
ir, sem hafa kreditkort hennar,
noti það, en þar sem kreditkortavið-
skipti eru ekki vel séð af sænskum
stjórnmálamönnum er aðaláherslan
lögð á debetkort keðjunnar. Og
besti auglýsandi viðskiptakortanna
var Göran Persson, sem í fjármála-
ráðherratíð sinni sagði bankavexti
fyrir neðan allar hellur og nær
væri fyrir fólk að leggja fé sitt inn
hjá ICA. Velgengni ICA á þessu
sviði hefur ýtt undir kortahugleið-
ingar Konsum, sænsku samvinnu-
keðjunnar og það er samkeppni,
sem ICA gæti fundið fyrir, þar sem
tuttugu prósent sænskra heimila
eru í Konsum.
Reynslan á eftir að sýna hvort
Danir taka nýju viðskiptakortunum
tveimur höndum. Þar gætir þó
kortaþreytu og fólk er ekki endilega
sælt að bæta kortum í budduna.
En fimm prósent vextir gætu hugs-
anlega fengið fólk til að skipta á
launareikningi bankans og verslun-
arkorti.
Deutsche Bank segir
upp sjóðsstjóra íLondon
Frankfurt. Reuter.
DEUTSCHE BANK reynir að gera
lítið úr uppsögn sjóðsstjóra í London
og segir að uppsögnin muni ekki
spilla fyrir tilraunum til að gera
bankann að alþjóðlegum fjárfesting-
arbanka.
Sjóðsstjórinn, Nicola Horlick,
lstarfaði hjá alþjóðlegum fjárfesting-
ararmi Deutsche í London, Deutsche
Morgan Grenfell, og var rekin vegna
ásakana um að hún hefði reynt að
fá samstarfsmenn til að ganga til
liðs við keppinauta fyrirtækisins.
Sjóðsstjórinn neitaði ásökununum
og fór til Frankfurt til að ræða við
stjórn Deutsche.
Bankinn sagði að stjórn hans
mundi neita að ræða við Horlick,
gerði lítið úr brottvikningu hennar
og kvað algengt að fólki væri sagt
upp í hörðum heimi alþjóðlegra fjár-
festinga.
Skömmu áður en Horlick var rek-
in var skýt frá því að Deutsche yrði
að greiða 200 milljóna dollara met-
bætur vegna óreiðu hjá Morgan
Grenfell Asset Management
(MGAM) í London.
Þannig hefur stærsti banki Evr-
ópu beðið álitshnekki í alþjóðavið-
skiptum tvisvar sinnum með stuttu
millibili, en sérfræðingar telja slík
áföll óhjákvæmileg þegar reynt sé
að færa út kvíarnar á markaði þar
sem samkeppni sé miskunnarlaus.
Neikvæð umfjöllun kann að leiða
til þess að MGAM missi af einhvetj-
um viðskiptum að sögn sérfræðing-
anna. Málið bendi þó alls ekki til
þess að útþensla sú sem Deutsche
hafi lagt mikið kapp á borgi sig
ekki.
News Corp kemur a fót
alnetsþjónustu íKína
Peking. Reuter.
BARÁTTA Ruperts Murdochs fyrir
því að vinna hylli Kínveija hefur
borið þann árangur að sameignar-
fyrirtæki News Corp-fyrirtækis hans
og Dagblaðs alþýðunnar í Peking
hefur komið á fót alnetsþjónustu að
sögn embættismanna.
Alnetsþjónustan mun koma frétt-
um og gögnum um upplýsingatækni
áleiðis til vaxandi fjölda kínverskra
notenda alnetsins að sögn talsmanna
sameignarfyrirtækisins, PDN Xinr-
en Information Technology Co.
fjónustan er fyrsti árangur 20
ára sameiginlegs framtaks upp á 5.4
milljónir dollara, sem News Corp og
málgagn kinverska kommúnista-
flokksins sömdu um 1995 og talið
var liður í tilraunum fjölmiðlakóngs-
ins til að sækja inn á kínverskan
markað.
News Corp leggur 2.5 milljónir
dollara í þjónustuna, ChinaByte, og
verður tekna aflað með auglýsing-
um.
Tilgangur þjónustunnar verður að
draga úr töfum, sem kínverskir not-
endur verða fyrir þegar þeir reyna
að fylgjast með breytingum á upp-
lýsingatækni á netinu, og tryggja
að þeir standi jafnfætis vestrænum
notendum að sögn embættismanna.
ChinaByte veitir meðal annars
aðgang að gagnabanka tölvufyrir-
tækja í Kína og að tæknifréttum og
hugbúnaði frá bandaríska tölvu-
ritaútgefandanum Ziff-Davis Publ-
ishing Co, sem er í eigu Softbank
Corp í Japan.
Efnið verður rannsakað gaum-
gæfilega til að tryggja að það brjóti
ekki í bága við almennt velsæmi að
sögn forstjóra Asíudeildar Ziff-
Davis.
Liður í stórri áætlun
Sérfræðingar segja að samvinna
við kínverska embættismenn sé
mikivægur liður í þeirri stefnu News
Corp að nýta sér möguleika á hinum
geysistóra markaði í Kína.
Murdoch reitti Kínveija til reiði
1993 þegar hann sagði að gervi-
hnattasjónvarp og fjarskipti væru
„ótvíræð ógnun við allar alræðis-
stjórnir,“ en síðan hefur honum að
mestu tekizt að vinna hylli Kínverja.
Árið 1994 varð Murdoch við opin-
berum tilmælum frá Peking um að
hætta sendingum frá BBC til Kína
um STAR gervihnatta sjónvarps-
kerfið og Harper Coliins deild hans
samþykkti að gefa út ævisögu
kommúnistaleiðtogans Deng Xiaop-
ing á ensku.
Stofnun sameignarfyrirtækisins
PDN Xinren í júní 1995 ásamt dótt-
urfyrirtæki Dagblaðs alþýðunnar
var talin mikilvægur þáttur í tilraun-
um News Corp að auka sig í áliti í
Kína, þótt embættismenn viðurkenni
að tekið hafí lengri tíma en búizt
hafi verið við að koma rekstrinum í
gang.
Morgunblaðið/Þorsteinn G. Kristjánsson
SKIPVERJAR á Jóni Sigurðssyni GK taka inn trollið en þeir
hafa nú skipt yfir á loðnunót.
Síldveiðum í nót
hefur verið hætt
SÍLDVEIÐUM í nót hefur nú ver-
ið hætt en Húnaröst SF og Arney
KE skiptu yfir á troll um helgina en
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins gengu veiðarnar treglega í gær
vegna veðurs. Auk Húnarastarinnar
og Arneynnar eru Heimaey VE,
Antares VE og og Jóna Eðvalds SF
einnig á trollveiðum og landaði Jóna
Eðvalds SF um 150 tonnum af síld
á Hornafirði í gærmorgun en síldin
fékkst í Litladýpi á sunnudag í þrem-
ur holum.
Síldin verður öll unnin til manneld-
is hjá Skinney hf., að mestu flökuð
fyrir niðurlagningu í dósir á Dan-
mörku en hluti af henni frystur. Á
vertíðinnni hefur verið tekið á móti
um sjö þúsund tonnum af síld hjá
Skinney hf. og hefur langstærsti
hluti síldarinnar farið til manneldis-
vinnslu, aðeins um "5-6% hafa farið
til bræðslu.
Bræla á loðnumiðum
Allur loðnuskipaflotinn var í landi
í gær vegna brælu á miðunum en
langflest skipin komu til hafnar í
fyrrakvöld með hálffermi eða minna,
þegar veðrið fór að versna. Jón Kjart-
ansson SU og Elliði GK lönduðu
slöttum á Eskifirði í gærmorgun og
fór loðnan að mestu til frystingar.
Hólmaborg SU landaði einnig 1.600
tonnum af loðnu þar í gærmorgun
og fór aflinn allur til bræðslu. Frá
áramótum hafa borist 10.432 tonn
af loðnu til Eskifjarðar en alls hefur
verið landað um 29 þúsund tonnum
á landinu frá áramótum. Alls veidd-
ust 473.964 tonn af loðnu á sumar-
og haustvertíðinni og eru því um 714
þúsund tonn eftir af upphafskvóta
ásamt 480 þúsund tonna viðbótar-
kvóta.
Þróunarsjóður sjávarútvegsins
Þijú fiskverkunar-
hús úrelt í fyrra
ALLS LAGÐI Þróunarsjóður sjávar-
útvegsins fram um 7,6 milljónir
króna vegna úreldingar þriggja fisk-
verkunarhúsa á síðasta ári. Kaupverð
húsanna var um 31,1 milljón króna
en söluverð um 23,5 milljónir króna.
Fiskverkunarhúsin þijú sem úrelt
voru á síðasta ári og Þróunarsjóður
keypti voru fiskverkunarhúsið Bás-
vegi 8 í Keflavík sem sjóðurinn keypti
á tæpar fimm milljónir króna en seldi
á þijár milljónir króna. Fiskverkun-
arhúsið að Óslandi á Höfn í Homa-
firði var keypt á 22,9 milljónir króna
en selt á um 18 milljónir króna og
fiskverkunarhúsið Hafnargötu 29 á
Fáskrúðsfirði var keypt á um 3,2
milljónir króna en selt á um 2,5 millj-
ónir króna.
Nokkrar umsóknir liggja fyrir
Þar að auki liggja fyrir nokkrar
umsóknir um úreldingu fiskverkun-
arhúsa sem Þróunarsjóður hefur þeg-
ar samþykkt en ekki hefur verið
gengið endanlega frá. Þá hefur sjóð-
urinn ennþá til meðferðar nokkrar
umsóknir sem bárust fyrir áramót
en hafa ekki verið samþykktar.
Frá árinu 1994 hefur Þrónunar-
sjóður úrelt níu fískverkunarhús.
Framlag sjóðsins hefur á þessum
tveimur árum verið um 24,2 milljón-
ir króna en kaupverð húsanna var
um 101 milljón króna og söluverðið
76,9 milljónir króna.
190 skip úrelt
Á síðasta ári greiddi Þróunarsjóð-
ur út um 447 milljónir króna í úreld-
ingarstyrki til skipa. Þá höfðu alls
verið greiddir úreldingarstyrkir til
190 skipa frá upphafi, alls um 463
milljónir króna. Þar af voru úreltir
161 krókabátur og 29 aflamarksskip,
alls um 824 rúmlestir. Um áramót
höfðu þar að auki 74 krókabátar og
5 aflamarksskip fengið samþykkt
styrkloforð upp á um 259 milljónir
króna. Þróunarsjóðurinn hefur því
þegar ráðstafað um 722 milljónum
króna í úreldingarstyrki, en umsókn-
ir 15 krókabáta og 3 aflamarksskipa
bíða enn afgreiðslu.
Samkvæmt upplýsingum frá Þró-
unarsjóði hefur sjóðurinn fest kaup
á um 50 skipum en ekkert þeirra
hefur ennþá verið selt.