Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 41 1 I I i I J J J I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ( 4 i 4 notuðum sem dúkku þegar við vor- um nýgift og barnlaus. Síðast fædd- ist langþráði strákurinn þeirra, hann Hjörtur, sem mér finnst ég bera heilmikla ábyrgð á sem skírn- arvottur. Börnin mín löðuðust einn- ig að heimilinu í Klyfjaseli og stolt var ég þegar ég gat endurgoldið Heiðu afmælisgjöfina og gefið henni Davíð Inga son minn í afmæl- isgjöf. Heiða var einstök kona, hæglát, ótrúlega dugleg og ósérhlífin. Alltaf til staðar, hugsunarsöm og ábyggi- leg. Hún gat einnig verið hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Okkur Valda er afar dýrmæt vin- átta hennar og Valgeirs undanfarin ár og minnust við margra góðra stunda. í Sigtúninu, Klyijaselinu, Borgargerðinu, í hesthúsinu, ríð- andi um landið okkar, í Hamborg, Wittenberg, Prag og svona gæti ég haldið áfram. Við ætluðum að gera svo margt fleira saman, en nú er komið að kveðjustundinni. Ég kveð kæra mágkonu mína með virðingu og sárum söknuði. Þakklát fyrir allt sem við áttum saman, vitandi það að nú hefur hún „gengið inn til fagnaðar Herra síns“. Fyrir meira en þtjátíu árum skrifaði Heiða grein í Kristilegt skólablað sem hófst á eftirfarandi: „Já, ég er kristin og vil það vera uns vegferð minni hér lokið er.“ Það tókst henni svo sannarlega. Guð blessi minningu hennar og gefí Valgeir, börnunum, tengdasonum, bamabörnunum, foreldrum mínum, bræðrum hennar og okkur öllum, sem syrgjum hana svo sárt, þann styrk sem hann ejnn getur veitt. Herdís Ástráðsdóttir. Heiða er dáin. Nei, það getur ekki verið. Mér finnst eins og eigi eftir að hitta hana aftur glaða og káta eins og hún var ævinlega. Ég er alltaf að vona að ég vakni og þetta hafi allt saman verið hræðileg martröð, þó ég viti að svo er ekki. Guð hefur kallað Heiðu til sín, ég veit að núna er hún glöð og ánægð á himnum, þar sem hún fær nú að dvelja með Guði. Þegar ég hugsa til baka kemur alltaf upp sama myndin af henni í höfðinu á mér, sitjandi upp í kaffi- stofu í hesthúsinu skellihlæjandi, hún var alltaf svo góð og frábær við alla. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja hana og hlakka til að hitta hana aftur á himnum. Elsku Valgeir, Guðný, Ingibjörg, Jóhanna og Hjörtur, ég votta ykkur öllum dýpstu samúð mína. „Sælir eru sorgbitnir, því þeir munu huggaðir verða“ (Matt 5,4.) Theódóra Þorvaldsdóttir. Elsku besta frænka mín er dáin. Af hveiju hún? Ég geri mér grein fyrir því núna hvað mér þótti vænt um hana og hversu mikilvæg hún var mér. Þegar ég hugsa til baka minnist ég allra yndislegu stundanna sem við áttum saman í Klyfjaseli. Þær voru ófáar því Heiða var sérstak- lega dugleg við að bjóða fjölskyld- unni heim. Þar var oft glatt á hjalla og ég gleymi aldrei páskadags- morgnunum sem við eyddum þar eftir að hafa verið í kirkju hjá Val- geir. Ég spyr sjálfa mig af hvetju Guð hafi tekið hana til sín, en hugga mig við það að ég veit að hún er á góðum stað. Heiða er farin heim og ég veit að henni líður vel á himn- um hjá Guði þar sem við eigum eftir að hittast síðar. „Hinir dánu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á und- an.“ Elsku Valgeir, Guðný, Inga, Jóa og Hjörtur, Guð veri með ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir. Það er mikil sorg sem hvílir á heimilinu í Klyfjaseli 20 þegar hús- móðirin Heiða er tekin frá þeim, svona snöggt eins og raun ber vitni. Heimilið og fjölskyldan var Heiðu allt. Að koma til þeirra hjóna Heiðu og Valgeirs var svo hlýlegt. Þar voru reidd fram veisluföng og setið og spjallað. Maður fann hvað maður var velkominn. Ég kynntist Heiðu þegar Þorvaldur Ingi sonur minn giftist elstu dóttur þeirra Guðnýju og var honum sérstaklega vel tekið af þeim hjónum. Þorvaldi þótti mjög vænt um tengdamóður sína og bar mikla virðingu fyrir henni, enda ekki annað hægt. Þegar Heiða greindist með þann sjúkdóm sem dró hana að lokum til dauða, voru Þorvaldur og Guðný flutt til Dan- merkur til frekara náms, og var það því mikið reiðarslag fyrir þau og þó sérstaklega Guðnýju sem var rétt að koma sér fyrir í nýju landi. Þau áttu jafnvel von á að Heiða og Valgeir kæmu í heimsókn fljótlega. Valgeir Þór litli var búinn að kaupa koju svo amma gæti sofið inni hjá honum. Heiða var hógvær kona, það voru ekki mörg orð sem hún hafði um hlutina og kvartaði ekki þó hún væri sárþjáð. Ég minnist þess þegar þau Guðný og Þorvaldur fluttu í ágúst sl. og við mömmurnar vorum að hjálpa þeim að bera búslóðina út í bíl. Ekki gat mér dottið í hug þá að fjórum mánuðum seinna væri hún dáin. Elsku Guðný, Þorvaldur og Val- geir Þór, Guð styrki ykkur í ykkar miklu sorg. Munið það sem henni var svo mikið í mun á dánarbeði sínum að þið hélduð saman öll fjöl- skyldan og ræktuð sambandið. Kæri Valgeir, Ingibjörg, Jóhanna, Hjörtur, Siggi og Pétur litli, innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar og einnig til tengdaforeldra Heiðu, Ingibjargar og Ástráðs, sem sjá á eftir tengdadóttur sinni sem var þeim svo mikið. Að lokum var ég beðin fyrir sam- úðarkveðjur frá Guðjóni og Olmu í Bandaríkjunum. Ragna Magnúsdóttir. Það eru aðeins rúmlega sex ár síðan ég hitti hana Heiðu í fyrsta skipti, en stundum finnst mér eins og ég hafi þekkt hana mestalla okkar ævi. Sigga hafði sagt mér frá prestshjónunum Aðalheiði og Valgeiri, en áralöng vinátta var með fjölskyldu hennar og Valgeirs og gekk ég inn í þá vináttu. Um Heiðu vissi ég minna. Sigga hafði hitt Jóhönnu móður hennar í kristi- legu starfi sem var sameiginlegt áhugamál þeirra og hafði hún hrif- ist mjög af þekkingu hennar og fórnfýsi í starfi sínu fyrir Krist. Líklegt er af þeirri lýsingu að Heiða hafí sótt marga af sínum fágætu kostum til móður sinnar. Lengst af bar landshluta á milli okkar hjóna, en kunningsskapur og síðar hjónaband barna okkar 1992 leiddi til kynna sem á stuttum tíma þróuðust í trausta vináttu. Við Heiða tókum að okkur að ráðskast svolítið í brúðkaupsundirbúningi unga fólksins og náði stýringin allt frá standsetningu íbúðar, matseld og skreytingurn að svaramennsku í brúðkaupinu. Á þeim tíma kynnt- umst við vel og sá ég glöggt hversu mikil mannkostakona hún var. Hæglát og skipulögð gekk hún að hverju verki, vandvirk og alltaf til- búin að gera meira, gæti það á ein- hvern hátt glatt eða létt undir með öðrum. Heilsa Siggu var orðin mjög skert á þessum tíma og var ógleym- anlegt að sjá og finna hversu mikla nærgætni Heiða sýndi henni þá og síðar. Það bar ekki sérlega mikið á henni Heiðu svona dags daglega en þar sem hún kom að, munaði um. Þrátt fyrir vinnu utan heimilis og félagsmálastörf held ég að hún hafi fyrst og seinast litið á sjálfa sig sem heimiliskonu. Akkerið, sem sá um, verndaði og studdi eigin- mann, börn og barnabörn til sinnar síðustu stundar. Ég og fjölskylda mín þökkum allt sem hún gerði fyrir okkur á erfiðum tíma. Ánægjustundirnar með fjölskyld- unni allri í Klyfjaseli og aðrar góð- ar minningar frá liðnum árum munu aldrei gleymast. Valgeir minn, börn, barnabörn, foreldrar þínir, systkini ykkar beggja og fjölskyldur, þið hafið misst mikið og söknuðurinn verður bæði sár og langur. Lífíð er víst ekki alltaf sanngjarnt eða tillits- samt, en minnist þess að ykkur var þó mest gefið með henni Heiðu og minningarnar mörgu og fögru munu lifa með ykkur alla tíð. Pétur Sigurðsson. Nú þegar við kveðjum vinkonu okkar, Aðalheiði Hjartardóttur, dveljum við gjarnan við silfurtæra minningu frá öndverðum júlímánuði árið 1965. Veðrið var bjart, óvenju hlýtt og náttúran skartaði sínu feg- ursta. Það bar gesti að garði. Val- geir frændi okkar var kominn ásamt kærustunni, í hennar fyrstu heim- sókn til okkar. Valgeir hafði verið hér sumarstrákur í nokkur sumur og var nú orðinn glæsilegur ungur maður. Það er ekki ofsagt að nokk- urrar eftirvæntingar gætti hjá ung- um og öldnum á bænum eftir að sjá og kynnast þessari ljóshærðu, fallegu stúlku, henni Heiðu. Okkur fannst það skipta máli hvernig konu Valgeir veldi sér, ekki síst Pálínu ömmu, en Valgeir var, að öðrum ólöstuðum, uppáhalds frændi henn- ar og í miklu dálæti hjá okkur öll- um. Þessi unga stúlka hreif okkur strax með prúðmannlegri fram- komu. Unga parið og börnin á bænum fóru í kvöldgöngu upp á Fagurhól í veðurblíðunni. Fegurð þessa yndislega kvölds er táknræn fyrir. þá vináttu sem þarna hófst og hefur vaxið og borið ávöxt þessa þijá áratugi sem liðnir eru. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í gersemun- un þeirra, þeim Guðnýju, Ingi- björgu, Jóhönnu og Hirti, sem öll hafa dvalið hjá okkur um lengri eða skemmri tíma og eru meðal okkar nánustu vina. Heiða og Valgeir hafa sýnt okkur mikið traust með því að trúa okkur fyrir þeim frá unga aldri. Þetta voru skemmtilegir krakkar og hvert á sinn hátt báru þau foreldrum sínum gott vitni. Þau eru traust og efnilegt fólk. Það voru góðir dagar þegar Heiða og Valgeir komu, gistu og dvöldu jafnvel í nokkra daga. Þá var margt spjallað og e.t.v. riðið út, en það var þeim sérstök ánægja. Það var ekki síður gott að sækja þau heim, hvort sem var á Eyrar- bakka eða í Reykjavík. Alltaf var sami glæsileikinn og prúðmennskan sem prýddi Heiðu. Hún var traust sem klettur, ætíð með báða fætur á jörðinni og manni leið svo einstak- lega vel hjá henni. Hún hefur verið okkur dýrmætur vinur. Síðustu mánuðir hafa verið erfið- ir og reynt óendanlega mikið á Heiðu og fjölskylduna, en það hefur verið gott að finna hversu vel þau hafa staðið saman og hve miklu trú og kærleikur fá áorkað. Við söknum Heiðu og kveðjum hana með virðingu og einlægri þökk. Hlýjar kveðjur sendum við öllum hennar ástvinum. Fjölskyldan Eystra-Geldingaholti. Stuttri og erfiðri baráttu er lok- ið. Sjúkdómurinn illvígi, krabba- meinið, sigraði að lokum. Heiða vin- kona mín barðist fyrir lífi sínu með reisn aðeins í nokkra mánuði. Þess- ir mánuðir voru erfiðir fyrir fjöl- skyldu hennar sem stóð sterk sam- an uns yfir lauk. Ekki datt mér í hug þegar við hittumst saman vinahópurinn í byrj- un aðventu að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum þig. Þú varst svo falleg og vongóð, þó svo engum leyndist hve þjáð þú varst. En svo kom reiðarslagið. Þegar ég hugsa til baka í þá nær tvo áratugi sem við höfum þekkst er nú efst í huga mér þakklæti fyrir þá tryggð og vináttu sem þið Valgeir sýnduð mér og fjölskyldu minni og allar skemmtilegu stundimar sem við áttum saman heima og heiman bæði sumarbústaðaferðirnar með börnunum okkar, kvenfélagsfund- ina og matarboðin með vinahópn- um. Þetta eru ógleymanlegar stund- ir. Ekkert verður eins án þín, elsku Heiða mín. En dýrmætast í fjár- sjóði minninganna er símtalið þann 29. desember sl. þegar þú hringdir í mig af veikum mætti og við töluð- um saman í síðasta sinn og kvödd- umst með þeim orðum að við mynd- um hittast seinna. Ég vil að lokum þakka þér fyrir árin sem við áttum saman og bið Guð að geyma þig. Elsku Valgeir, Guðný, Ingibjörg, Jóhanna og Hjörtur, Þorri, Siggi og litlu sólargeislarnir Valgeir Þór og Pétur, ykkar missir er mestur en minning um góða eiginkonu og móður, tengdamóður og ömmu verð- ur ykkar fjársjóður um ókomin ár. Við Óli og stelpurnar sendum ykkur og öllum sem stóðu henni næst okkar innilegustu samúðar- kveðjur á erfiðri stund. Guð gefi ykkur styrk. Bjarghildur. Því virðist vera þannig farið í tilvist okkar hér að þegar dauðinn knýr dyra hefur hann bæði valið stund og stað, það eitt er víst að enginn fær hann flúið. Við sem stöndum frammi fyrir því að horfa á eftir þeim sem standa okkur næst og eru í blóma lífsins, veltum því flest fyrir okkur hver tilgangur- inn sé með þessari ótímabæru brottkvaðningu og einnig því hvað tekur við. Eitt er víst að það að lenda í lífsreynslu sem þessari kenn- ir okkur að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi. í dag kveðjum við Aðalheiði Hjartardóttur, hjúkrunarfræðing, eða Heiðu eins og við vinir hennar og félagar kölluðum hana. Með ör- fáum fátæklegum orðum langar mig til að kveðja Heiðu og minnast nokkurra atvika. Það var fyrir um tíu árum, þegar ég byijaði að syngja í kirkjukór Seljakirkju, að ég kynntist Heiðu, sem þá hafði verið þar félagi frá stofnun. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur hópurinn bundist þéttum vináttuböndum, sem best hafa komið í Ijós á gleði-. og sorgar- stundum. Það er á engan hallað þó að ég segi að fyrir mér hefur Heiða verið einn af mínum tryggustu og bestu vinum í kórnum. Af mörgu er að taka ef rifja á upp atriði úr kórstarfinu. Vil ég hér aðeins minn- ast á eitt þeirra. Síðastliðið vor rættist sá langþráði draumur Heiðu að fara með kórinn í heimsókn á heimaslóðir sínar, Hellissand, og sungum við við messu í Ingjalds- hólskirkju, þar sem segja má að hún hafi alist upp. Ég veit að þessi ferð var henni afar mikils virði og þá ekki hvað síst það að geta sýnt okkur félögunum æskustöðvarnar. Þó að kynni okkar hafi hafist í kirkjukórnum vissum við alltaf af hvort öðru, enda bæði Snæfellingar og af kirkjuræknu fólki komin, hún uppalin norðan við jökulinn en ég sunnan við. Segja má að það hafi verið þegjandi samkomulag milli okkar Heiðu að viðhalda hinum gamla íslenska hrepparig. Því var það að við höfðum gaman af því þjarka um það hvort norður- eða suðurhlið Snæfellsjökuls væri hin raunverulega framhlið. Að sjálf- sögðu héldu bæði fram fegurð sinn- ar hliðar hins mikla stolts Snæfell- inga sem jökullinn er. Af þessu gátum við á stundum haft hina mestu skemmtun. Ekki treysti ég mér til að rekja feril Heiðu í starfi eða leik. Þó vil ég minnast á að fyrir utan að vera virkur félagi í kirkjukórnum var hún einn af stofnendum Kvenfélags Seljasóknar og var fyrsti formaður þess, auk þess sem hún starfaði víðar að félagsmálum. Þrátt fyrir mikla vinnu og þátt- töku í félagsmálum átti Heiða sínar tómstundir, sem hún kunni svo sannarlega að nýta. Ég tel óhætt að halda því fram að aðaltóm- stundagaman Heiðu hafi verið hestamennska, sem hún stundaði með manni sínum Valgeiri til síð- asta dags. Ánægjulegt er til þess að vita hve vel hún gat stundað þessa ágætu íþrótt síðasta árið. í kaffihléum á kóræfingum kom það oft fyrir að hún sagði frá skemmti- legum atvikum sem hentu hana í útreiðartúrum og var þá oft hlegið dátt, enda hafði Heiða góða kímni- gáfu og sagði skemmtilega frá. Minnisstæður verður alltaf léttur hlátur hennar og oftast var það að spaugilegum atburðum úr eigin lífi. Þrátt fyrir að hestmennskan hafi verið hennar áhugamál varð ég eitt sinn var við að hjá Heiðu blundaði áhugi á fleiru og að ekki var hún laus við íslenska veiðieðlið. Fyrir nokkrum árum buðum við hjónin Heiðu og Valgeiri með okkur í lax- veiði. Heiða varð strax full áhuga þó hún hefði aldrei rennt fyrir lax. Valgeir sagði strax: „Þetta verður fínt, Heiða veiðir og ég get slappað af og skoðað umhverfið.“ Veiðiferð- in var síðan farin og allt fór eins og ætlað var nema lítið var um veiði og hélt ég að nú hefði Heiða fengið nóg af laxveiði. Svo var ekki, því hún ræddi oft um það hvenær við gætum farið í næstu veiðiferð. Síðastliðið haust kom svo að því að ég bauð þeim aftur að koma með, en þá treysti Heiða sér ekki til að fara, þrátt fyrir mikinn áhuga. Endaði sú umræða á því að við lof- uðum okkur því að fara saman að veiða næsta sumar. Nú er nokkuð ljóst að sú ferð verður ekki farin, en hver veit nema Heiða verði samt sem áður með mér í næstu ferð. í það minnsta mun þetta loforð lifa í mínum huga. Eins og vera ber í stórri sókn eru mikil samskipti milli sóknarnefnd- ,, arformanns og sóknarprests. Frá því að égtók við starfi sóknarnefnd- arformanns hefur samstarf okkar Valgeirs verið mikið og gott. Á stundum hvarflar að mér að um sé að ræða sérstakt samstarf að því leyti að með okkur hefur tekist mikil vinátta og gagnkvæm yirðing fyrir störfum hvor annars. Á þess- um vettvangi hafa samskipti og samstarf okkar Heiðu einnig verið mikil, því ekki fer hjá því að sem eiginkona sóknarprests í stórri kirkjusókn tengdist hún mörgum málum og veit ég að oft hefur mik- ið álag hvílt á hennar herðum. Hún hefur staðið við hlið manns síns í gegnum þykkt og þunnt og mun fjölskylda mínu seint gleyma vinar- hug þeirra og hjálp frá þeim hjónum báðum þegar sorgin kvaddi dyra hjá okkur fyrir nokkrum árum. Allt þetta hefur verið mér og mínum mikils virði og fyrir það erum við þakklát. Elsku Valgeir og fjölskylda, á slíkri kveðjustund sem þessari eru orð lítils megnug. Vil ég að síðustu biðja góðan guð að vernda Heiðu og varðveita ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Friðrik Alexandersson. Maður veit aldrei hvað er að þekkjast segir gamall maður í bók Vigdísar Grímsdóttur Z. Þessi setnig kom sífellt fram í huga mér er ég frétti lát Aðalheið- ar Hjartardóttur. í huga mér bjó um sig djúp og mikil sorg við ótíma- bært fráfall þessarar duglegu og velgerðu konu. En setning gamla mannsins úr bókinni lét mig ekki í friði. Var þessi fullyrðing hans sönn? Veit maður aldrei hvað er að þekkjast? Ég hafði kynnst henni Heiðu þegar ég hóf nám í guðfræðideild- inni haustið 1965. Við héldum hóp- inn félagarnir sem hófum guðfræð- ina það haustið. Hún var ein af okkur. Mér fannst hún stundum hlédræg, hlustaði þegar við Valgeir og félagarnir sátum og ræddum líf- ið og tilveruna, guðfræðina og kirkjuna okkar. Og í miðjum vanga- veltunum kippti hún okkur niður á jörðina. Strákar mínir, látið ekki ' svona og svo hló hún sínum innilega og bjarta hlátri. Viljiði ekki meira kaffí? Hún var ættuð að Snæfellsnes- inu. Úr stórum systkinahópi. Faðir hennar látinn, en móðir hennar, Jóhanna, organisti og frammákona í kirkjumálum, bjó af rausn á Hellis- sandi. Þangað leiddi Valgeir stúd- entana í deildarferðalg eitt sinn á úthallandi vetri. Og þrátt fýrir yfir- gripsmikil veisluföng skyldi komið við hjá Jóhönnu. Þar biðu okkar SJÁ NÆSTU SÍÐU r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.