Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT íslamskir öfgamenn í Alsír myrða um 60 manns Virðast engu skeyta hvenir fyrir verða Krtt'iv Pnulnt* Algeirsborg. Reuter. AÐ minnsta kosti 23 menn létu lífið og á annað hundrað slasaðist þegar öflug sprengja sprakk í bíl í Algeirsborg í fyrradag. Fyrr um daginn réðust skæruliðar bók- stafstrúarmanna inn í þorp og myrtu þar 36 menn, þar á meðal konur og börn. Eitt alsírsku dag- blaðanna kallaði þessi grimmdar- verk „ramadan-hryðjuverkin“ en ramadan er föstumánuður meðal múslima. „Okkur hefur aðeins tekist að bera kennsl á 10 manns vegna þess hve líkin eru illa farin,“ sagði hjúkrunarkona í Algeirsborg en á fyrstu 10 dögum föstunnar hafa bókstafstrúarmenn myrt um 100 manns og slasað meira en 150. „Grimmd þessara manna þekkir engin takmörk en sýnir um leið örvæntingu þeirra. Þeim stendur orðið á sama hveija þeir myrða og örkumla," sagði í fréttum als- írska sjónvarpsins en sprengjan sprakk í verkamannahverfinu Belouizdad. Dagblaðið Liberte sagði í gær, að skæruliðar hefðu ráðist á þorp- ið Sidi Abdelaziz í bítið á sunnu- dag og skorið 48 manns á háls en talið er, að 12 hafi lifað áverk- ann af. Myrtu skæruliðarnir jafnt konur sem börn. Fréttaskýrendur telja, að með hryðjuverkunum að undanfömu séu skæruliðar að sýna Liamine Zeroual, forseta Alsírs, og almenn- ingi í landinu, að ekkert sé hæft í yfirlýsingum herstjórnarinnar um, að þeir hafi verið brotnir á bak aftur. í Liberte sagði hins vegar, að fyrir skæruliðum virtist ekki vaka neitt annað en að drepa drápanna vegna og það vekur at- hygli, að þeir koma stundum fyrir sprengjum í hverfum þar sem þeir eru taldir njóta nokkurs fylgis. Um 60.000 manns hafa fallið síðan herinn kom í veg fyrir það 1992, að íslamskir bókstafstrúar- menn næðu völdum í fijálsum kosningum. Forseti S-Kóreu gefur eftir Fellst á viðræður við stjómarandstöðu Seoul. Reuter. Varar Arafat við Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, varaði í gær Yasser Arafat, forseta sjálfstjórn- ar Palestínumanna, við því að lýsa yfir stofnun palestínsks ríkis á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu. Sagði Netanyahu það brot á friðarsamkomulagi þjóðanna að ræða. Arafat var tekið sem þjóðhetju er hann kom til Hebron á sunnu- dag. Þúsundir Palestínumanna fögnuðu honum er hann lýsti því yfír að samkomulagið við ísraela um framtíð Hebrons væri „stökk- pallur í átt að því sem koma skal... að við getum stofnað sjálfstætt ríki.“ Samkomulag þjóðanna að batna Arafat sagðist á sunnudag vona að niðurstaða friðarsamn- inga við ísraela yrði sú, að Palest- ínumenn gætu stofnað sjálfstætt ríki með Jerúsalem sem höfuð- borg. Þykir það til marks um að samkomulag þjóðanna sé að batna að Netanyahu sagði nýjan og jákvæðari tón hafa verið í yfir- Iýsingum Arafats. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, samþykkti í gær að ræða við stjórnarandstöðuna til að freista þess að leysa deiluna um nýja vinnulöggjöf sem hefur valdið verkföllum í bflaverksmiðjum og skipasmíðastöðvum landsins. Sak- sóknarar frestuðu því að handtaka sjö leiðtoga verkfallsmannanna, sem hafa leitað skjóls í dómkirkju í Seoul, og það benti einnig til þess að stjórnvöld hygðust leita friðsamlegra lausna á deilunni. Forsetinn hafði ítrekað hafnað kröfum stjómarandstöðunnar um viðræður um vinnulöggjöfína, sem auðveldar fyrirtækjum að segja starfsmönnum upp og framlengir bann við fijálsum verkalýðsfélög- um til ársins 2000. Kim hefur hing- að til sagt að ekki komi til greina að afnema lögin eða breyta þeim þar sem þau séu nauðsynleg til að bæta samkeppnisstöðu suður-kóre- skra fyrirtækja. Harðlínumenn í stjórnarflokknum höfðu lagt hart að honum að kveða mótmælin nið- ur með valdi. Forsetinn sneri við blaðinu eftir að Samtök suður-kóreskra verka- lýðsfélaga, sem stjórnin hefur ekki viðurkennt, ákváðu að aflýsa verkföllum sem þau höfðu efnt til í mótmælaskyni vegna vinnulög- gjafarinnar. Forseti samtakanna, Kwon Young-kil, sagði á laugar- dag að vinnustöðvanirnar yrðu hér eftir einskorðaðar við miðviku- daga. Starfsemi verksmiðja komst því í eðlilegt horf í gær í fyrsta sinn frá því nýju lögin voru knúin fram á þinginu 26. desember. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem hafa stutt verkalýðssamtökin, fögnuðu tilboði forsetans um við- ræður. Dagblöð í Suður-Kóreu sögðu að stjórnarflokkurinn kynni að vilja taka löggin fyrir á þinginu að nýju. Talið var að Kim myndi reyna að koma til móts við kröfur verkalýðssamtakanna, til að mynda gæti hann fallist á að breyta lögunum til að auka at- vinnuöryggi launþega og lofað að viðurkenna fijálsu verkalýðssam- tökin á næsta ári. Reuter PETAR Stojanov veifar til stuðningsmanna sinna á mótmæla- fundi gegn sósíalistum i Sofíu eftir að hann sór embættiseið forseta Búlgaríu á sunnudag. Petar Stojanov sver embættiseið Hvetur til kosn- inga í Búlgaríu Sofíu. Reuter. PETAR Stojanov sór embættiseið forseta Búlgaríu á sunnudag og sagði af því tilefni að efna bæri til nýrra þingkosninga í landinu. „Búlgarir vilja kosningar sem allra fyrst. Búlgarir verða að fá þær kosningar," sagði Stojanov í ávarpi á þinginu. Valdalítill Stojanov tekur formlega við embættinu á morgun af Zhelyu Zhelev, sem var kjörinn forseti landsins í ágúst 1990 eftir að Todor Zhívkov, leiðtoga kommún- ista, var steypt af stóli árið 1989. Stojanov var lítt þekktur lögfræð- ingur þar til hann bar sigurorð af Zhelev í forkosningum, sem andstæðingar sósíalista efndu til í júní í fyrra. Hann vann síðan stórsigur á forsetaefni sósíalista, ívan Marazov, og fékk 60% at- kvæðanna í forsetakosningunum í nóvember. Samkvæmt stjórnar- skránni hefur forsetinn ekki mik- il völd en þessi mikli sigur Stoj- anovs varð til þess að Zhan Víd- enov, forsætisráðherra stjórnar sósíalista, sá sig knúinn til að segja af sér á flokksþingi 21. | desember. Zhelev neitaði að veita sósíal- istum umboð til að mynda nýja stjórn og Stojanov segist vilja að sósíalistar og andstæðingar þeirra á þinginu semji um myndun bráðabirgðastjórnar. Nái þeir ekki samkomulagi verður forset- inn að veita sósíalistum stjórnar- i myndunarumboðið. Verkföllum hótað | Talið er að auðveldara verði fyrir sósíalista að starfa með Stoj- anov en Zhelev. Þeir hafa lagt til að efnt verði til þingkosninga í lok ársins en stjórnarandstaðan vill að þær fari fram á næstu mánuð- um. Stjórnarandstaðan hefur stað- ið fyrir mótmælum gegn stjórninni f í hálfan mánuð og hótar harðari mótmælaaðgerðum og verkföllum myndi sósíalistar nýja stjóm. Reuter Ráðherrar funda í Brussel DICK Spring, utanríkisráðherra írlands, og Tarja Halonen, finnsk starfssystir hans, ræðast við í upp- hafi fyrsta fundar utanríkisráð- herra Evrópusambandsríkjanna (ESB) á þessu ári. Á fundinum, sem haldinn var í Brussel, ræddu ráðherramir með- al annars undirbúning tveggja mikilvægra funda Evrópusam- bandsins og samtaka Asíuríkja, sem nú standa fyrir dyrum. Þá ákváðu þeir að gera sendinefnd út af örkinni til Hvítarússlands til að athuga ástand mannréttinda- mála og lýðræðis í landinu og tii að leggja mat á hvort þjóðarat- kvæðagreiðslan í nóvember, sem færði Lúkasjenkó forseta stórauk in völd, hefði farið löglega fram. Sænska stjórnin tvístíg*- andi gagnvart EMU Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ERIK Ásbrink fjármálaráðherra Svía hefur nú í fyrsta skiptið tekið undir að Svíar þurfí að gerast aðil- ar að Gengissamstarfi Evrópu, ERM, ef þeir ákveði að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. En á heimaslóðum ráð- herrans eru ýmsir stuðningsmenn myntsambandsins orðnir langeygð- ir eftir að heyra afgerandi rödd í sænsku stjóminni til stuðnings sænskri myntsambandsaðild. Einn þeirra óþolinmóðu er Göran Johns- son formaður sænska málmiðn- aðarsambandsins, næststærsta fé- lagsins í sænska Alþýðusamband- inu, en hann segir nauðsynlegt að heyra ákveðna jákvæða rödd í stjórninni, því nóg sé af þeim nei- kvæðu. Þó ESB-ríki eins og Þýskaland hafí túlkað Maastricht-ákvæðin um myntbandalagið þannig að tveggja ára ERM-aðild væri nauðsynlegt skilyrði fyrir þátttöku, hefur Ás- EVRÓPA^. Maastricht-sáttmálinn kveður á brink hafnað þeim skilningi hingað til. Á fundi með austurrískum starfsbróður sínum í síðustu viku tók hann þó undir að ef Svíþjóð ákveddi að sækja um aðild að mynt- bandalaginu um leið og það færi af stað, þá yrði krónan tengd ERM. Hann nefndi hins vegar ekki að ef myntbandalagið tekur gildi í ársbyijun 1999, eins og stefnt er að, og sænska stjórnin ákveður ekki fyrr en að afloknu flokksþingi jafnaðarmanna í haust hvort sótt verður um EMU-aðild, þá næst ekki sú tveggja ára ERM-aðild, sem um. Stuðningsmenn EMU í Jafnaðar- mannaflokknum hafa hingað til ekki látið mikið fyrir sér fara, en nú hefur Göran Johnsson formaður málmiðnaðarsambandsins hvatt Ás- brink fjármálaráðherra til að tala hiklaust fyrir myntbandalagsaðild, rétt eins og forveri hans Göran Persson forsætisráðherra gerði í fíármálaráðherratíð sinni. Nauðsyn- legt sé að heyra slíka rödd þaðan og þá sé eðlilegast að það sé fjár- málaráðherrann, sem taki af skarið. Sænska stjómin hefur ákveðið að taka ekki afstöðu til EMU-aðild- ar fyrr en að loknu flokksþinginu og Persson forsætisráðherra kýs að láta sem minnst heyra í sér um málið fyrr en flokksþingið hefur tekið afstöðu. Þessi afstaða hans vekur ergelsi margra stuðnings- manna aðildar, því róðurinn fyrir henni verði örugglega þungur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.