Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT íslamskir öfgamenn í Alsír myrða um 60 manns Virðast engu skeyta hvenir fyrir verða Krtt'iv Pnulnt* Algeirsborg. Reuter. AÐ minnsta kosti 23 menn létu lífið og á annað hundrað slasaðist þegar öflug sprengja sprakk í bíl í Algeirsborg í fyrradag. Fyrr um daginn réðust skæruliðar bók- stafstrúarmanna inn í þorp og myrtu þar 36 menn, þar á meðal konur og börn. Eitt alsírsku dag- blaðanna kallaði þessi grimmdar- verk „ramadan-hryðjuverkin“ en ramadan er föstumánuður meðal múslima. „Okkur hefur aðeins tekist að bera kennsl á 10 manns vegna þess hve líkin eru illa farin,“ sagði hjúkrunarkona í Algeirsborg en á fyrstu 10 dögum föstunnar hafa bókstafstrúarmenn myrt um 100 manns og slasað meira en 150. „Grimmd þessara manna þekkir engin takmörk en sýnir um leið örvæntingu þeirra. Þeim stendur orðið á sama hveija þeir myrða og örkumla," sagði í fréttum als- írska sjónvarpsins en sprengjan sprakk í verkamannahverfinu Belouizdad. Dagblaðið Liberte sagði í gær, að skæruliðar hefðu ráðist á þorp- ið Sidi Abdelaziz í bítið á sunnu- dag og skorið 48 manns á háls en talið er, að 12 hafi lifað áverk- ann af. Myrtu skæruliðarnir jafnt konur sem börn. Fréttaskýrendur telja, að með hryðjuverkunum að undanfömu séu skæruliðar að sýna Liamine Zeroual, forseta Alsírs, og almenn- ingi í landinu, að ekkert sé hæft í yfirlýsingum herstjórnarinnar um, að þeir hafi verið brotnir á bak aftur. í Liberte sagði hins vegar, að fyrir skæruliðum virtist ekki vaka neitt annað en að drepa drápanna vegna og það vekur at- hygli, að þeir koma stundum fyrir sprengjum í hverfum þar sem þeir eru taldir njóta nokkurs fylgis. Um 60.000 manns hafa fallið síðan herinn kom í veg fyrir það 1992, að íslamskir bókstafstrúar- menn næðu völdum í fijálsum kosningum. Forseti S-Kóreu gefur eftir Fellst á viðræður við stjómarandstöðu Seoul. Reuter. Varar Arafat við Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, varaði í gær Yasser Arafat, forseta sjálfstjórn- ar Palestínumanna, við því að lýsa yfir stofnun palestínsks ríkis á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu. Sagði Netanyahu það brot á friðarsamkomulagi þjóðanna að ræða. Arafat var tekið sem þjóðhetju er hann kom til Hebron á sunnu- dag. Þúsundir Palestínumanna fögnuðu honum er hann lýsti því yfír að samkomulagið við ísraela um framtíð Hebrons væri „stökk- pallur í átt að því sem koma skal... að við getum stofnað sjálfstætt ríki.“ Samkomulag þjóðanna að batna Arafat sagðist á sunnudag vona að niðurstaða friðarsamn- inga við ísraela yrði sú, að Palest- ínumenn gætu stofnað sjálfstætt ríki með Jerúsalem sem höfuð- borg. Þykir það til marks um að samkomulag þjóðanna sé að batna að Netanyahu sagði nýjan og jákvæðari tón hafa verið í yfir- Iýsingum Arafats. KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, samþykkti í gær að ræða við stjórnarandstöðuna til að freista þess að leysa deiluna um nýja vinnulöggjöf sem hefur valdið verkföllum í bflaverksmiðjum og skipasmíðastöðvum landsins. Sak- sóknarar frestuðu því að handtaka sjö leiðtoga verkfallsmannanna, sem hafa leitað skjóls í dómkirkju í Seoul, og það benti einnig til þess að stjórnvöld hygðust leita friðsamlegra lausna á deilunni. Forsetinn hafði ítrekað hafnað kröfum stjómarandstöðunnar um viðræður um vinnulöggjöfína, sem auðveldar fyrirtækjum að segja starfsmönnum upp og framlengir bann við fijálsum verkalýðsfélög- um til ársins 2000. Kim hefur hing- að til sagt að ekki komi til greina að afnema lögin eða breyta þeim þar sem þau séu nauðsynleg til að bæta samkeppnisstöðu suður-kóre- skra fyrirtækja. Harðlínumenn í stjórnarflokknum höfðu lagt hart að honum að kveða mótmælin nið- ur með valdi. Forsetinn sneri við blaðinu eftir að Samtök suður-kóreskra verka- lýðsfélaga, sem stjórnin hefur ekki viðurkennt, ákváðu að aflýsa verkföllum sem þau höfðu efnt til í mótmælaskyni vegna vinnulög- gjafarinnar. Forseti samtakanna, Kwon Young-kil, sagði á laugar- dag að vinnustöðvanirnar yrðu hér eftir einskorðaðar við miðviku- daga. Starfsemi verksmiðja komst því í eðlilegt horf í gær í fyrsta sinn frá því nýju lögin voru knúin fram á þinginu 26. desember. Stjórnarandstöðuflokkarnir, sem hafa stutt verkalýðssamtökin, fögnuðu tilboði forsetans um við- ræður. Dagblöð í Suður-Kóreu sögðu að stjórnarflokkurinn kynni að vilja taka löggin fyrir á þinginu að nýju. Talið var að Kim myndi reyna að koma til móts við kröfur verkalýðssamtakanna, til að mynda gæti hann fallist á að breyta lögunum til að auka at- vinnuöryggi launþega og lofað að viðurkenna fijálsu verkalýðssam- tökin á næsta ári. Reuter PETAR Stojanov veifar til stuðningsmanna sinna á mótmæla- fundi gegn sósíalistum i Sofíu eftir að hann sór embættiseið forseta Búlgaríu á sunnudag. Petar Stojanov sver embættiseið Hvetur til kosn- inga í Búlgaríu Sofíu. Reuter. PETAR Stojanov sór embættiseið forseta Búlgaríu á sunnudag og sagði af því tilefni að efna bæri til nýrra þingkosninga í landinu. „Búlgarir vilja kosningar sem allra fyrst. Búlgarir verða að fá þær kosningar," sagði Stojanov í ávarpi á þinginu. Valdalítill Stojanov tekur formlega við embættinu á morgun af Zhelyu Zhelev, sem var kjörinn forseti landsins í ágúst 1990 eftir að Todor Zhívkov, leiðtoga kommún- ista, var steypt af stóli árið 1989. Stojanov var lítt þekktur lögfræð- ingur þar til hann bar sigurorð af Zhelev í forkosningum, sem andstæðingar sósíalista efndu til í júní í fyrra. Hann vann síðan stórsigur á forsetaefni sósíalista, ívan Marazov, og fékk 60% at- kvæðanna í forsetakosningunum í nóvember. Samkvæmt stjórnar- skránni hefur forsetinn ekki mik- il völd en þessi mikli sigur Stoj- anovs varð til þess að Zhan Víd- enov, forsætisráðherra stjórnar sósíalista, sá sig knúinn til að segja af sér á flokksþingi 21. | desember. Zhelev neitaði að veita sósíal- istum umboð til að mynda nýja stjórn og Stojanov segist vilja að sósíalistar og andstæðingar þeirra á þinginu semji um myndun bráðabirgðastjórnar. Nái þeir ekki samkomulagi verður forset- inn að veita sósíalistum stjórnar- i myndunarumboðið. Verkföllum hótað | Talið er að auðveldara verði fyrir sósíalista að starfa með Stoj- anov en Zhelev. Þeir hafa lagt til að efnt verði til þingkosninga í lok ársins en stjórnarandstaðan vill að þær fari fram á næstu mánuð- um. Stjórnarandstaðan hefur stað- ið fyrir mótmælum gegn stjórninni f í hálfan mánuð og hótar harðari mótmælaaðgerðum og verkföllum myndi sósíalistar nýja stjóm. Reuter Ráðherrar funda í Brussel DICK Spring, utanríkisráðherra írlands, og Tarja Halonen, finnsk starfssystir hans, ræðast við í upp- hafi fyrsta fundar utanríkisráð- herra Evrópusambandsríkjanna (ESB) á þessu ári. Á fundinum, sem haldinn var í Brussel, ræddu ráðherramir með- al annars undirbúning tveggja mikilvægra funda Evrópusam- bandsins og samtaka Asíuríkja, sem nú standa fyrir dyrum. Þá ákváðu þeir að gera sendinefnd út af örkinni til Hvítarússlands til að athuga ástand mannréttinda- mála og lýðræðis í landinu og tii að leggja mat á hvort þjóðarat- kvæðagreiðslan í nóvember, sem færði Lúkasjenkó forseta stórauk in völd, hefði farið löglega fram. Sænska stjórnin tvístíg*- andi gagnvart EMU Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ERIK Ásbrink fjármálaráðherra Svía hefur nú í fyrsta skiptið tekið undir að Svíar þurfí að gerast aðil- ar að Gengissamstarfi Evrópu, ERM, ef þeir ákveði að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu, EMU. En á heimaslóðum ráð- herrans eru ýmsir stuðningsmenn myntsambandsins orðnir langeygð- ir eftir að heyra afgerandi rödd í sænsku stjóminni til stuðnings sænskri myntsambandsaðild. Einn þeirra óþolinmóðu er Göran Johns- son formaður sænska málmiðn- aðarsambandsins, næststærsta fé- lagsins í sænska Alþýðusamband- inu, en hann segir nauðsynlegt að heyra ákveðna jákvæða rödd í stjórninni, því nóg sé af þeim nei- kvæðu. Þó ESB-ríki eins og Þýskaland hafí túlkað Maastricht-ákvæðin um myntbandalagið þannig að tveggja ára ERM-aðild væri nauðsynlegt skilyrði fyrir þátttöku, hefur Ás- EVRÓPA^. Maastricht-sáttmálinn kveður á brink hafnað þeim skilningi hingað til. Á fundi með austurrískum starfsbróður sínum í síðustu viku tók hann þó undir að ef Svíþjóð ákveddi að sækja um aðild að mynt- bandalaginu um leið og það færi af stað, þá yrði krónan tengd ERM. Hann nefndi hins vegar ekki að ef myntbandalagið tekur gildi í ársbyijun 1999, eins og stefnt er að, og sænska stjórnin ákveður ekki fyrr en að afloknu flokksþingi jafnaðarmanna í haust hvort sótt verður um EMU-aðild, þá næst ekki sú tveggja ára ERM-aðild, sem um. Stuðningsmenn EMU í Jafnaðar- mannaflokknum hafa hingað til ekki látið mikið fyrir sér fara, en nú hefur Göran Johnsson formaður málmiðnaðarsambandsins hvatt Ás- brink fjármálaráðherra til að tala hiklaust fyrir myntbandalagsaðild, rétt eins og forveri hans Göran Persson forsætisráðherra gerði í fíármálaráðherratíð sinni. Nauðsyn- legt sé að heyra slíka rödd þaðan og þá sé eðlilegast að það sé fjár- málaráðherrann, sem taki af skarið. Sænska stjómin hefur ákveðið að taka ekki afstöðu til EMU-aðild- ar fyrr en að loknu flokksþinginu og Persson forsætisráðherra kýs að láta sem minnst heyra í sér um málið fyrr en flokksþingið hefur tekið afstöðu. Þessi afstaða hans vekur ergelsi margra stuðnings- manna aðildar, því róðurinn fyrir henni verði örugglega þungur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.