Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 21 ERLENT Ríkissátta- semjari í Finnlandi rekinn Helsinki. Morgnnblaðið. JORMA Reini, ríkissáttasemj- ara Finna, var sagt upp störf- um á föstudaginn í kjölfar þess að hann hafði verið sekur fund- inn í sakamáli í undirrétti. Reini var dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að láta ófriðlega eftir veitingahúsa- ferð. Reini var dæmdur á fimmtu- daginn og bjuggust menn við því að hann myndi láta af embætti ríkissáttasemjara að eigin frumkvæði. Þegar svo varð ekki tók ríkisstjórnin af skarið í málinu. Reini var á 8. og 9. áratugnum kunnur baráttumaður innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þegar hann gerðist ríkissáttasemjari fyrir nokkrum árum var eins og hann hefði snúið við blaðinu. í tíð Reinis í embættinu voru örfá meiriháttar verkföll því oftast tókst honum að þreyta viðsemjendur og þvinga þá þannig til samkomulags. Tvö sprengju- tilræði á N or ður-Ir landi Belfast. Reuter. SPRENGJUM var kastað á lög- reglustöð í Belfast í gær og lögregl- an taldi árásina sýna að Irski lýð- veldisherinn (IRA) væri staðráðinn í að drepa lögreglumenn á Norður- Irlandi. Sprengja sprakk einnig undir bíl hjóna með fimm mánaða barn í Larne, sjávarbæ nálægt Belf- ast, en þau sluppu öll ómeidd. Sprengjum var kastað á vegg lögreglustöðvar í austurhluta Belf- ast. Kona í grenndinni var flutt á sjúkrahús vegna hjartaáfalls en aðra sakaði ekki. „Ég hélt að húsið myndi hrynja yfir okkur,“ sagði kona sem býr í grennd við lögreglustöðina. Rúður brotnuðu í nálægum húsum þegar sprengjurnar sprungu. Þriðja árásin á þremur dögum Þetta er þriðja árás IRA á norð- ur-írsku lögregluna á þremur dög- um. Tveimur sprengjum var varpað á lögregluvarðstöð í Downpatrick á laugardagskvöld og lögreglan fann einnig sprengjugildru, sem ætluð var lögreglubíl nálægt London- derry. Engan sakaði í árásunum um helgina en Ronnie Flanagan, lög- reglustjóri Norður-írlands, sagði að írski lýðveldisherinn virtist staðráð- inn í að drepa norður-írska lög- reglumenn. Óttast var að tilræðin yrðu til þess að skæruliðar, sem vilja að Norður-írland verði áfram hluti af Bretlandi, ijúfi vopnahléið sem þeir lýstu yfir í október 1994. Lögreglan telur nánast öruggt að IRA takist fyrr eða síðar að drepa lögreglumenn og óttast að það verði til þess að skæruliðar úr röðum mótmælenda hefni árásanna og þar með hefjist nýr vítahringur hermdarverka og ofbeldis á Norður- írlandi. Frelsisher Ulster, ein af bönnuðum hreyfingum sambands- sinna, sagðist í síðasta mánuði ætla að tjúfa vopnahléið ef einhver félli í árásum IRA. Bandaríkjamaðurinn Steve Fossett slær öll met á Anda einsemdar Flaug hálfa leið umhverf- isjörðina st. / touls, _ . , / / ■ þriðjudag V I 14-=J?n>'/tý'L4Af: 'S- Ubýa Árrah^f HAF ■ Varanasi, /Inarándr \ mánudag 2. j jan. \ \ \ mr \ m \ \ \ W. \ \ Loftsigling „Anda einsemdar Reuter „NEI, ég er ekki vonsvikinn í raun og veru. Þetta var talsvert afrek í sjálfu sér og allt gekk vel. Ferða- lagið staðfestir að við erum skammt frá því að geta flogið loft- belg umhverfis jörðina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Steve Foss- ett skömmu eftir að hafa lent belgfari sínu, Anda einsemdar, í Indlandi í gærmorgun. Afráðið var að lenda í Asíu þar sem ella var mikil hætta á að Fossett kæmist ekki nema inn á mitt Kyrrahaf í hnattflugstilraun sinni. Fossett sagðist hafa misreiknað það eldsneyti sem hann hefði þurft til ferðarinnar, til þess að hita upp loftbelginn. Fóru rúmlega sólar- hrings byrgðir forgörðum er hann varð að leggja lykkju á leið sína til þess að komast fram hjá Líbýu. Þarlend stjórnvöld synjuðu honum um heimild til yfirflugs og gerðu þar með út um hnattflugstilraun hans. Þar sem Fossett hafði ekki heimild til að lenda í Kína ákvað að lenda í Indlandi fremur en halda áfram. Loftstraumar hefðu líkast til borið hann að Himalajafjöllum og yfir til Kína. Lagði belgfarið að baki rúmlega 16.000 kílómetra og hafði farið rúmlega hálfa leið umhverfis jörðina frá flugtaks- staðnum í St. Louis í Missouriríki er það lenti við þorpið Nonkhar, 550 km suðaustur af Nýju Delhí. Gekk lendingin að óskum þó stinn- ingskaldi væri en rétt á eftir kræktist belgurinn í tré og rifnaði. Fossett sló tvö belgflugsmet. Annars vegar eigið langflugsmet, sem var 8.747 kílómetrar, sett í flugi frá Seoul í Suður-Kóreu til Kaliforníu. Hins vegar met fyrir að vera lengur á lofti en nokkur annar, eða 6 sólarhringa, 2 stund- ir og 54 mínútur. Eldra metið, sem var frá 1981 og í eigu Banda- ríkjamannanna Ben Abruzzo og Troy Bradley, bætti hann um tvær stundir og 38 mínútur. Eftir lendinguna bar Fossett sig vel þrátt fyrir þrönga og kalda vist í belgfarinu en klefi hans var aðeins röskir tveir fermetrar og 1,7 metrar á hæð. Kvaðst hann þreyttur enda átti hann erfitt með svefn og svaf aðeins í um tvær klukkustundir á sólarhring. Að- spurður um það hvort hann myndi reyna aftur, sagðist hann ekki hafa haft tíma til að íhuga það. Bo Kemper, stjórnandi í höfuð- stöðvum hnattflugstilraunarinnar, sagðist hins vegar ekki gera ráð fyrir öðru en Fossett gerði aðra tilraun að ári. Segist hættur pólferðum NORÐMAÐURINN Borge Ous- land varð um helgina fyrstur manna til að ganga yfír Suður- skautslandið einn og án aðstoð- ar. Hann kom á laugardag að Scotts-stöð á Rosseyju en hann lagði upp frá Berknereyju í Weddelhafí, 64 dögum fyrr. Þetta var önnur tilraun Ouslands til að komast yfir Suðurpólinn en hann hefur farið yfir Norður- pólinn og yfir Grænlandsjökul á skíðum. Ferðin reyndist enginn barnaleikur, frostið fór allt niður í 40° og Ousland dró um 160 kg með sér á sleða. Hann notaðist við segl þegar meðvindur var og komst allt að 200 km dagleið þegar mest var. Var Ousland mun skemur á leiðinni en hann ætlaði, hafði talið að ferðin tæki allt að 90 daga. Hann segir erfitt að beita seglinu, það reyni mjög á kraft- ana. Ousland telur að þetta verði sín síðasta pólferð, segist ekki hafa þörf fyrir að ganga enda- laust fram af sjálfum sér. A ÞÍNUM EIGIN BÍL MÉÐ NORRÆNU A VIT ÆVINTÝRANNA! Á síðasta ári fóru um 2.000 manns á eigin bíl til Evrópu meb Norrænu . Varst þú einn af þeim ? SUMARBÆKLIXGURINN ER KOMINN ÚT ! FAÐU HAW SEXDAX HEIM ! GERIÐ VERÐSAMANBURÐ ÖLL ALMENN FERÐAÞJONUSTA Á PERSONULEGAN HATT ! - 2BÍLPAKKA TILBOÐ • FLUG OG FERJA ÓDÝRIR GISTIMÖGULEIKAR Ódýrar ferðir í janúar og febrúar til Glasgow, Amsterdam og London. Q os £ Q BS PO '< as pí u. co EVRÓPA Á ESGIN BÍL NDRRÆNA (— t -AM * FERÐASKRIFSTOFAN LAUEAVEGUR 3 • SÍMIS 562 6362 AUSTFAR HF 472 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.