Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
KAFFIKERLINGARNAR loksins komnar í leitirnar. Með
þeim á mynd eru Jóhanna Jóhannesdóttir
og Ólafur Karlsson.
Kaffíkerl-
ingamar komn-
ar í leitimar
KAFFIKERL-
INGARNAR svo-
kölluðu eða
hreyfanlegu aug-
lýsingabrúðurnar
frá Ó. Johnson &
Kaaber, sem löð-
uðu margan
manninn að
Skemmugluggan-
um í Austurstræti
á stríðsárunum,
eru nú komnar í
leitirnar. En eins
og kom fram í
umfjöllun Dag-
legs lífs, eins sér-
blaðs Morg-
unblaðsins,
skömmu fyrir jól
hafa þær verið
týndar í allmörg
ár og jafnvel talið
að þeim hafi verið
hent.
Nú hefur hins
vegar komið á
daginn að Jó-
hanna Jóhannes-
dóttir gjaldkeri
hjá Glitni hefur
haft Kaffikerling-
arnar í sinni
vörslu undanfarin
ár, en lagermenn
þjá Ó. Johnson & Kaaber gáfu
henni þær fyrir um níu árum
er hún hafði þann starfa að
keyra út samlokur til þeirra í
hádeginu.
„Ég hafði tekið eftir því að
Kaffikerlingarnar stóðu í pakk-
húsinu án þess að nokkur hirti
um þær, en skömmu áður höfðu
þær verið dregnar fram úr ein-
hverri geymslunni. Þær virtust
vera í góðu ástandi nema hvað
þær voru nokkuð skítugar. Ég
spurði lagermennina hvort stæði
til að gera við þær og eftir að
þeir höfðu sagt mér að líklega
yrði þeim hent ákvað ég að
spyija hvort ég mætti ekki frek-
ar eiga þær. Þeir samþykktu það
og ég tók þá á orðinu,“ segir
hún.
Síðan þá hefur Jóhanna haft
kerlingarnar sem stofustáss og
ekki haft hugmynd um að þeirra
væri sárt saknað. „Nýlega átti
ég svo leið framhjá íslenskum
heimilisiðnaði í Hafnarstræti og
sá ljósmynd af Kaffikerlingun-
um í glugganum. í texta fyrir
neðan myndina stóð að því miður
væru brúðurnar glataðar. Ég
fór því inn og lét vita að ég
væri með þær heima. Stuttu síð-
ar var haft samband við mig frá
Ó. Johnson & Kaaber og fannst
mér mjög eðlilegt að þeir fengju
þessar merkilegu brúður aftur,“
segir hún.
Verða dubbaðar upp
Ólafur Karlsson starfsmaður
hjá Ó. Johnson & Kaaber var
að vonum ánægður með að brúð-
urnar skyldu vera komnar í leit-
irnar og segir að
búið sé að ákveða
að dubba þær upp
og laga mótorinn
í þeim svo þær
geti hreyft sig
sjálfkrafa eins og
í gamla daga. „Við
erum líka þakklát-
ir fyrir það að Jó-
hanna skyldi láta
okkur fá kerling-
arnar aftur,“ seg-
ir Ólafur og bætir
því við að þeir
hafi sent henni
kaffi og konfekt í
þakkarskyni.
Voru við hlið
Rafskinnu
Kaffikerling-
arnar eiga sér
langa sögu. Þær
voru keyptar í
Þýskalandi í
kringum 1920 af
Ólafi Þ. Johnson
stofnanda og þá-
verandi forstjóri
Ó.Johnson &
Kaaber og afa nú-
verandi forstjóra;
Friðþjófs Ó. John-
son.
Á stríðsárunum voru Kaffi-
kerlingarnar aðallega hafðar til
sýnis í Skemmuglugganum við
hliðina á annarri hreyfanlegri
auglýsingu, svonefndri Raf-
skinnu, en einnig voru þær oft
hafðar i Málaraglugganum í
Bankastræti þar sem nú er Sólon
íslandus.
Eftir stríð og fram á sjötta
áratuginn voru þær hafðar í
glugga raftækjadeildar Ó. John-
son & Kaaber í Hafnarstræti þar
sem íslenskur heimilisiðnaður
er nú til húsa, en i kringum 1970
var hætt að nota þær til að aug-
lýsa kaffi. Að sögn Ólafs mega
gamlir aðdáendur Kaffikerling-
anna hins vegar eiga von á því
að sjá þær aftur í einhveijum
búðarglugganum i Reykjavík á
næstunni.
Viðræður um vinnustaðasamn- J
inga hafnar að nýju
Rætt um ráðgjöf
stéttarfélaga og \
vinnuveitenda
VIÐRÆÐUR um vinnustaðasamn-
inga hófust aftur í gær milli vinnu-
veitenda og landssambanda Alþýðu-
sambandsins eftir hlé sem varð
vegna svonefndar Helguvíkurdeilu.
Fulltrúar Verkamannasambandsins
og Landssambands iðnaðarmanna
sátu fundinn ekki til enda heldur
fóru í fundarhléi, en að mati fram-
kvæmdastjóra VSÍ þokaðist áfram í
samtölum við fulltrúa verslunar-
manna og iðnaðarmanna. Nýr fundur
hefur verið boðaður á mánudag.
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ sagði að í gær
hefði m.a. verið rætt hvort gefa eigi
starfsmönnum fyrirtækja möguleika
á að kalla fulltrúa stéttarfélaga að
vinnustaðasamningum til ráðgjafar.
Jafnframt gæti fulltrúi vinnuveit-
enda komið sem ráðunautur að
samningsgerðinni en þessir aðilar
geti ekki tekið völdin af starfsfólki
eða stjómendum.
„Það er mjög mikilvægt að þetta
séu samskipti á vinnustaðnum, en
jafnframt verður að viðurkennast að
ekki er hefð fyrir svona formlegum
samskiptum á vinnustöðum. Og með-
an verið er að byggja það upp þá
má vera að þörf sé á að starfsmenn,
og fyrirtækið einnig, geti kallað til
ráðunauta,“ sagði Þórarinn.
Aðild verkalýðsfélaga skilyrði
Bjöm Grétar Sveinsson formaður
Verkamannasambandsins sagði að
það hefði verið afstaða sambandsins
frá upphafi að einstakir efnisþættir
hans yrðu ekki ræddir ef ekki yrði
fryggt á öllum stigum að samtök
fólksins á vinnustöðunum, verka-
lýðsfélögin, hefðu aðild að honum.
Því hefði hann hætt fundarsetu í í
gær.
„Við teljum einfaldlega, að þótt |
vísað sé í önnur lönd og vel unnar
greinar í Morgunblaðinu um vinnu- !
staðasamninga í Danmörku, þá er fe
menntun trúnaðarmanna þar mun
lengra á veg komin en hér. Við höfum
viljað að í fyrstu samningum um þetta
hefðu verkalýðsfélögin aðgang að
þessu, en einhverra hluta vegna hafa
atvinnurekendasamböndin þá sýn að
þama þurfí að stöðva aðkomu stéttar-
félaganna. Þama er því verulegur
ágreiningur," sagði Bjöm Grétar.
Verður að brúa bilið
Magnús L. Sveinsson formaður |
Verslunarmannafélags Reykjavíkur ■
sagðist binda vonir við, að hægt yrði
að brúa bilið, sem væri milli afstöðu
verslunarmanna og vinnuveitenda
gagnvart vinnustaðasamningum,
enda legði hann mjög mikið uppúr
því að menn fetuðu sig inn á þetta
samningsform.
Um afstöðu til aðildar stéttarfé-
laga til slíkra samninga, sagði !
Magnús grundvallaratriði að ef |
starfsfólk vinnustaða óskaði eftir |
aðstoð eða aðild stéttarfélaga að "
vinnustaðasamningum kæmi ekki til
greina að útiloka það. „Við erum
að feta okkur inn á þessa braut,
báðir aðilar þurfa að gefa eitthvað
eftir og sjá svo til hver reynslan
verður og betrumbæta þá í öðrum
leik,“ sagði Magnús.
Niðurstaða Hæstaréttar að Vífilfelli hafi verið óheimilt
að færa sér í nyt uppsafnað rekstrartap NT
f
S
i
211 milljóna
fjámám
staðfest
Óður maður
yfirbugaður
með gasi
LÖGREGLAN þurfí að beita svoköll-
uðu maze-gasi til að yfírbuga óðan
mann í fyrradag sem gekk berserks-
gang á gistiheimili í miðborginni.
Maðurinn, sem er tæplega fertug-
ur að aldri, ærðist innandyra, henti
stóli gegnum rúðu, sparkaði í for-
stöðumann gistiheimilisins og ógnaði
lögreglumönnum með hnífí þegar
þeir komu á vettvang.
Mikið gekk á og neyddist lögregl-
an til að nota fyrrnefnt gas til að
yfirbuga manninn. Hann var að því
loknu fluttur í fangageymslur lög-
reglu ásamt vinkonu sinni, nokkru
yngri, en sfðan voru þau flutt á
geðdeild Landspítala, en bæði hafa
átt við geðræn vandamál að stríða
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu.
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
fjárnám sem sýslumaðurinn í
Reykjavík hefur gert í fasteign
Verksmiðjunnar Vífílfells hf., fram-
leiðanda Coca-Cola á íslandi, til
tryggingar 221 milljónar króna
skattskuld.
Þar með staðfestir dómurinn nið-
urstöðu yfirskattanefndar um að
verksmiðjunni Vífilfelli hafi m.a.
verið óheimilt að færa sér í nyt
uppsafnað rekstrartap Fengs hf.,
útgáfufélags dagsblaðsins NT, sem
verksmiðjan hafði keypt af Fram-
sóknarflokknum, og Gamla Álafoss
hf., sem verksmiðjan hafði keypt
af Framkvæmdasjóði íslands og
nýtt til frádráttar á tekjuárunum
1988, 1989, 1990, 1991 og 1992.
í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson
hæstaréttarlögmaður, lögmaður
Vífilfells, sendi frá sér í gær segir
að það veki athygli að niðurstaða
Hæstaréttar sé algerlega án rök-
stuðnings. „Naumast er því unnt að
treysta því að ítarlegur málatilbún-
aður Vífilfells hafí fengið efnislega
umfjöllun." Þá segir að það tap sem
dómurinn banni Vífilfelli að nýta til
frádráttar frá tekjum hafi að stærst-
um hluta verið keypt af sjóði í eigu
ríkisins. „Sú framkvæmd var í fullu
samræmi við það sem tíðkaðist á
þeim tíma.“ Hreinn segir að fulltrú-
ar fyrirtækisins muni ekki tjá sig
að svö stöddu um niðurstöðu Hæsta-
réttar en greinargerðar þeirra sé að
vænta á næstunni.
442,6 m.kr. tap yfirfært
„Skattskyldir aðilar sem hafa
tekjur af atvinnurekstri eða sjálf-
stæðri starfsemi taka ekki að lögum
lokaákvörðun um það hvaða útgjöld
þeirra skuli falla undir frádráttar-
bæran rekstrarkostnað samkvæmt
31. grein laga nr. 75/1981 um tekju-
skatt og eignarskatt. Skattyfírvöld
eiga fullt mat um það eftir á og
innan lögákveðinna marka hvað telj-
ast skuli rekstrarkostnaður í skatta-
legu tilliti. Það mat verður að öllu
leyti borið undir dómstóla," segir í
dómi Hæstaréttar.
AIls hafði skattstjóri óskað eftir
því að Vífilfell gerði grein fyrir frá-
drætti rekstrartapa ársins 1989
samtals að fjárhæð 442,6 milljónir
króna sem yfirfærð höfðu verið frá
hlutafélögunum Akra, Fargi og
Gamla Alafossi vegna samruna
þeirra við Vífílfell og að sýnt yrði
fram á það að skilyrði laga um yfír-
færslu skattalegra skyldna og rétt-
inda hefðu verið uppfyllt.
Hluthafar í Vífilfelli, en ekki fyr-
irtækið sjálft, keyptu öll hlutabréf
í Gamla Álafossi af Framkvæmda-
sjóði 30. desember 1988, 2 dögum
áður en ný lög með þrengdum heim-
ildum til að nýta ójafnað tap komu
til framkvæmda, og ábyrgðust
óskipt greiðslu yfírtekinna skulda
Gamla Alafoss við Framkvæmdasjóð
íslands. Greitt var með skuldabréfi
til Framkvæmdasjóðs að fjárhæð
25,8 m.kr.
Samruni Vífílfells og Fargs, út-
gáfufélags NT, fór þannig fram að
Framsóknarflokkurinn seldi í byijun
desember 1988 hluthöfum í Víf-
ilfelli, en ekki fyrirtækinu sjálfu,
hlutabréfín í félaginu. Ekki kom
sérstök greiðsla fyrir bréfin en
kaupendur ábyrgðust greiðslu
skulda Fargs hf. við Framsóknar-
flokkinn, samtals kr. 22,9 milljónir,
og gaf Vífilfell út skuldabréf fyrir
þeirri skuld.
Málamyndagerníngar
„Engir fjármunir voru látnir af g
hendi við kaup hluthafanna í Verk- '
smiðjunni Vífilfelli á Fargi hf. og
Gamla Álafossi hf. enda var eigin- ■
fjárstaða þessara félaga neikvæð
um tugi milljóna króna, heldur
ábyrgðust kaupendur skuldir hinna
keyptu félaga við Framsóknarflokk-
inn og Framkvæmdasjóð íslands.
Hins vegar greiddi Verksmiðjan Víf-
ilfell hf. en ekki hluthafarnir þessar
skuldir svo sem áður greinir. Verður
því að telja að kaup hluthafanna í .
Verksmiðjunni Vífilfelli hf. á um- >
ræddum félögum hafi verið hreinir
málamyndagerningar gerðir í því ■
skyni að formlega yrði uppfyllt '
gagngjaldsskilyrði 1. mgr. 56. gr.
laga nr. 75/1981,“ segir í úrskurði
Héraðsdóms Reykjavíkur frá 9. des-
ember sl., sem Hæstiréttur staðfesti
með tilvísun til forsendna úrskurðar-
ins.
Þá segir þar að hvorki Framsókn-
arflokkurinn né Framkvæmdasjóður
fslands hafí fengið hlutabréf í Verk- \
smiðjunni Vífilfelli hf. sem gagn- I
gjald fyrir hlutafé sitt í hinum yfir- ■
teknu hlutafélögum. Hafi samrun- '
inn samkvæmt því ekki verið á þann
hátt sem krafist sé í ákvæðum laga
um tekju- og eignarskatt. Því sé
fallist á niðurstöðu yfírskattanefnd-
ar um endurákvörðun álagningar
opinberra gjalda á hendur Vífilfelli
á grundvelli ónotaðra rekstrartapa
frá Fargi og Gamla Álafossi hf.
Fram kemur i dóminum að Verk- |
smiðjan Vífilfell hafí þegar greitt I
með fyrirvara 100 m.kr. inn á skuld >
sína í því skyni að fá fullnustuað- "
gerðum vegna kröfunnar frestað. J