Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 6

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ W- FRETTIR Framtíðarsýn sljórnar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins ÚR SKOÐANAKÖNNUN UM ÁFENGISSÖLU Rekstur vín- búða boðinn út og verð lækkað Stjóm ÁTVR telur að stefna skuli að því að lækka verð á léttvínum og bjór og að Rekstrarlegur hvati til starfsmanna vínbúða áfengi verði fáanlegt innan matvömversl- ana. Trúnaðarmenn Starfsmannafélags rík- isins telja að stjómin vinni leynt og ljóst að því að leggja fyrirtækið niður. STJÓRN Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins hefur kynnt Friðriki Sophussyni fjármála- ráðherra framtíðarsýn fyrir fyrirtæk- ið. Stjórn ÁTVR leggur til að þegar til lengri tíma er litið verði með laga- breytingu aukið ftjálsræði í smásölu áfengis þannig að fyrst verði dregið úr hömlum á sölu bjórs og léttra vína. í framhaldi af því verði metið hvort æskilegt sé að draga úr hömlum á smásölu sterkra vína. í stefnumótuninni er gert ráð fyr- ir verðlækkun á léttvínum og bjór, afgreiðslutími vínbúða verði lengdur, vínbúðum verði fjölgað og rekstur þeirra boðinn út. Gert er ráð fyrir því að áfengisverslanir verði í nálægð við matvöruverslanir og jafnvel sem sérstakar verslanir innan þeirra. Fjármálaráðherra segir að tillögur stjórnarinnar séu í þeim anda sem hann vilji starfa eftir en málið hefur ekki verið rætt innan ríkisstjórnar- innar. Fundur trúnaðarmanna Starfs- mannafélags ríkisstofnana hjá ÁTVR lýsir yfir furðu sinni á vinnu- brögðum stjómar ÁTVR og telur að hún hafi unnið leynt og ljóst að því að leggja fyrirtækið niður frá því hún var skipuð. Fjármálaráðherra hefur falið stjórninni að undirbúa gerð frum- varpa tii nauðsynlegra breytinga á lögum, þar á meðal breytinga á áfengislögum og lögum um áfengis- gjald. Samhliða stefnu stjómar ATVR voru kynntar niðurstöður í viðhorfskönnun sem Gailup g;erði fyrir ÁTVR í nóvember. Heildarfjöldi svarenda var 786 á aldrinum 20-75 ára. tíðkast í nágrannalöndum. Tæp 52% neytenda telja að með verðlækkun yrði um tilfærslu á neyslu að ræða en 28% að það leiddi til neysluaukn- ingar. 20% töldu verðlækkun ekki hafa mikil áhrif. Stjóm ÁTVR telur að gera megi ráð fyrir aukinni neyslu erlendra ferðamanna ef verð á létt- víni og bjór lækkaði og að verðlækk- un dragi um leið úr neyslu áfengari drykkja. Þá telur stjórnin að verðlækkunin geti stuðlað að bættri vínmenningu og dregið úr sölu og drykkju á landa og heimabruggi, en samkvæmt nið- urstöðum viðhorfskönnunar Gallups neytir allt að fjórðungur þeirra 716 sem tóku afstöðu, heimabruggaðs áfengis. í könnuninni kom fram að 54% svarenda eru fylgjandi því að verð á léttvíni og bjór verði lækkað. 26% voru andvíg slíkri breytingu. Hildur Petersen, formaður stjórnar ÁTVR, sagði að verið væri að tala um 10% verðlækkun í fyrstu at- rennu. Ekki er ætlunin að tekjur rík- isins skerðist þegar á heildina er litið. Stefnt er að því að afgreiðslutími ÁTVR fylgi betur afgreiðslutíma annarra verslana, að opnað verði síð- ar á deginum og opið verði lengur. Þetta er þó ekki í samræmi við niður- stöður viðhorfskönnunar Gallups þar sem fram kom að_ 77% aðspurðra töldu opnunartíma ÁTVR hæfilegan. Stefnt er að því að vínbúðir ÁTVR verði sjálfstæðar rekstrareiningar þar sem verslunarstjórar hafa yfirsýn yfir kostnað og rekstrarafkomu. Skoðaðar verði leiðir til að koma á rekstrarlegum hvata fyrir starfs- menn og stjómendur verslana. Rekstur nýrra vínbúða verði boðinn út og stefnt skuli að því að bjóða út rekstur núverandi vínbúða. Stjóm ÁTVR ætlar að skoða leiðir til að koma á rekstrarlegum hvata fyrir starfsmenn og stjómendur verslana og sagði Hildur að þar kæmi einkum til greina hvati í formi hærri launa. Þá telur stjórnin hugsanlegt að í sumum vínbúðum verði Iögð sérstök áhersla á sölu á léttu víni og ráðgjöf þeim tengdum en forsenda þeirrar stefnu er að í stað fastrar smásöluá- lagingar komi Iágmarksálagning. Stjóm ÁTVR vill að rekstur áfeng- is- og tóbakssölu verði aðgreindur og í framhaldi af því verði stefnt að því að ÁTVR hætti innflutningi, heildsölu og dreifíngu á tóbaki án þess að til tekjuskerðingar komi fyr- ir ríkissjóð, enda verði tóbaksgjald sett á með tolli. Einnig vill stjórnin SPURT VAR: ÞEIR SEM TOKU AFSTOÐU: Núverandi fyrirkomulag áfengissölu á íslandi er með þeim hætti að ÁTVR hefur einkarétt á rekstri vínbúða hérlendis. Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyfður verði rekstur á einkareknum vínbúðum á íslandi sem eingöngu seldu vín? I 763 tóku afstöðu (97,1%) en 23 ekki (2,9%) \ Hvorki né SPURT VAR: ÞEIR SEM TOKU AFSTÖÐU Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja létt- vín og bjórí öðrum verslunum en sérstökum vínbúðum, til dæmis í matvöruverslunum, en þó þannig að það sé aðskilið frá öðrum vörum? \ 776 tóku afstöðu (98,7%) en 10 ekki (1,3%) I Endanlegt úrtak 1057, heiltlarfjöltli svarenda 786, nettósvörun 74,4%. 178 neituBu aö svara, ekki náðist í 93. Hvorki ná aðgreina rekstur aðfangadeildar, þ.e. innflutning og birgðahald, frá öðrum rekstri ÁTVR, til samræmi við það sem gerist hjá sjálfstæðum umboðs- aðilum áfengis. Stjóm ÁTVR telur að breytingar þessar leiði af sér bætta og aukna þjónustu við viðskiptavini með tilliti til fjölda útsölustaða og rekstrar- forms þeirra. Einkasala áfengis í smásölu verði þannig afnumin í áföngum, a.m.k. hvað varðar bjór og létt vín. í lokaorðum skýrslu stjórnarinnar segir: „Stjóm ÁTVR telur að fyrr- nefndar breytingar á fyrirkomulagi smásölu muni draga úr mikilvægi ÁTVR sem heildsölu- og dreifingar- fyrirtækis. Reynslan af auknu frjáls- ræði í smásölu mun leiða í Ijós hvert hlutverk ÁTVR verður í framtíðinni en samhliða auknu fijálsræði eykst þörf fyrir eftirlit opinbers aðila með sölu og dreifíngu áfengis." Starfsmenn mótmæla hugmyndum stjórnarinnar í ályktun fundar trúnaðarmanna Starfsmannafélags ríkisstofnana hjá ÁTVR segir að tillögur stjómar fyrir- tækisins um umbyltingu á sölu og dreifíngu áfengis og tóbaks á Islandi séu órökstuddar og ábyrgðarlausar. „Stjórn ÁTVR áformar að setja sí- 10% verðlækkun í fyrstu Stjórn ÁTVR telur að hlutfallsleg verðlækkun á léttum vínum og bjór sé í samræmi við óskir meirihluta viðskiptavina ef marka megi niður- stöður viðhorfskönnunarinnar og sé eðlileg breyting í átt til þess sem Morgunblaðið/Kristinn HILDUR Petersen, formaður stjórnar ÁTVR, kynnir framtíðarsýn fyrirtækisins á blaðamannafundi. ú færöu Fagleg ráögjöf. Góö þjónusta. UNSAIM A ð a I s t r t í Austurstræti endurnýjað GATNAMÁLASTJÓRI í Reykja- vík hefur óskað eftir tilboðum í endurnýjun Austurstrætis milli Pósthússtrætis og Lækjargötu. Ráðgert er að endurnýja hellu- lögn og skipta um jarðveg í yfir- borðinu. Einnig þarf að end- urnýja snjóbræðslukerfið. Guð- bjartur Sigfússon hjá skrifstofu Gatnamálastjóra segir að ástand götunnar sé orðið afar lélegt enda eru 22 ár frá því gatan var hellulögð. Þá var ekki gert ráð fyrir að ekið væri á götunni. Guðbjartur segir að tíglamynstur verði á hellulögninni og útliti götunnar verði breytt að verulegu leyti. Notaðar verða þykkari hellur en áður. í útboðinu er óskað eftir til- boðum í upprif á hellulögn og snjóbræðslukerfi, alls um 1.700 fermetrar, jarðvegsskipti, alls um 500 rúmmetrar, 6.600 metra af snjóbræðsluslöngum, 1.600 fermetrar af hellu- og steinlögn og 100 metrar af granítlögn. Ólafur Stefánsson hjá Gatna- málastjóra hefur umsjón með útboðinu. Hann segir að tilboð verði opnuð miðvikudaginn 5. febrúar en lokaskiladagur verks- ins er 7. júní nk. Kostnaðaráætl- un verksins verður ekki birt fyrr en við opnun tilboða en fjárveit- ing til þess nemur 45 milljónum króna. fellt fleiri þætti sölu og dreifingar áfengis og tóbaks í hendur á einkaað- ilum þar sem félagsleg ábyrgð þykir ekki skipta máli. Tillögur stjórnar- innar eru í sumum atriðum þvert á gildandi lög og reglur og þær ganga í berhögg við þau verndarsjónarmið sem mjög hafa sótt í sig veðrið á alþjóðavettvangi síðustu misseri, þar sem m.a. er reynt að takmarka neyslu tóbaks. Hugmyndir stjómar- innar ganga þvert á þá heilbrigðis- stefnu sem hefur verið í gildi hér á landi og víða annars staðar og þær stangast á við hugsjónir fjölmargra félagasamtaka og stjórnmálasam- taka. Trúnaðarmenn SFR hjá ÁTVR skora á stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir kunna að vera, að standa vörð um æsku landsins og óbreytt fyrirkomulag á starfsemi ÁTVR,“ segir m.a. í ályktun fundarins. Verslunarráð íslands fagnar nýrri stefnumótun stjórnar ÁTVR. „Versl- unarráð er fylgjandi fullkominni að- greiningu á rekstri áfengis- og tób- akssölu sem boðuð er í stefnumótun- arskýrslu stjómarinnar, og aðgrein- ingu milli aðfangadeildar og annarrar starfsemi. í því sambandi dugar ekk- ert minna en fullur fjárhagslegur aðskilnaður milli þeirrar starfsemi fyrirtækisins sem nýtur einkaleyfís og þeirrar sem er í samkeppni. Versl- unarráð hefur raunar þegar farið þess á leit við samkeppnisráð að það hlutist til um slíkan aðskilnað," segir í fréttatilkynningu frá Verslunarráði. Þar segir ennfremur að eðlilegu og heilbrigðu viðskiptaumhverfi verði ekki komið á fyrr en einkaréttur rík- isins til að reka smásöluverslanir með áfengi hefur verið afnuminn og eignir ÁTVR seldar. Rekstur versl- ana af þessu tagi sé betur kominn í höndum einkaaðila en ríkisins og núverandi skipan mála sé arfur frá löngu liðnum haftatíma sem beri að afnema. Það sé hins vegar ekki á valdi stjómar ÁTVR að stíga mikil- vægustu skrefín í framfaraátt á þessu sviði heldur verði þar að koma til kasta ríkisstjórnar og Alþingis. „Skorar Verslunarráð á fjármála- ráðherra að hafa hið fyrsta forgöngu um að nauðsynlegar lagabreytingar verði undirbúnar með það að mark- miði að draga ríkið alfarið út úr þess- um verslunarrekstri." I I I I I I i t I í I I i I I i.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.