Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. JANLIAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margrét opnaði ÞETTA er ekkert silikon. Þettakemuralltfrámínueiginbrjósti, Sighvatur minn . . . Kostnaður vegna tómstundaiðkunar barna 145 þúsund krónur á ári fyrir tvö börn Vegur mun þyngra en áður í framfærslu barna Kostnaður við tómstundaiðkun tveggja systkina Anna, 10 ára Krónur Handbolti (allur veturinn) 16.000 Fótboltanámskeið (1 vika) 2.000 Píanónám (allur veturinn) 45.000 Samtals: 63.000 Jón, 12ára Fótbolti (allt árið) 18.000 Sumarbúðir (1 vika) 15.770 Gítarnám (allur veturinn) 45.000 Hljóðfæraleiga 3.700 Samtaís: 82.470 Samtals kostnaður: 145.470 kr. FORSVARSMENN ASÍ hafa látið í ljósi áhyggjur yfir kostnaði vegna tómstundaiðkunar bama og ungl- inga á undanförnum árum og benda á að sá liður vegi orðið mun þyngra en áður í framfærslu bamafjölskyldna. Á vegum ASÍ er nú unnið að úttekt á þróun greiðslna fyrir tómstundastarf og kannað hvort ástæða sé til að gera þær að sérstökum lið í vísi- tölu neysluverðs. Til þess að gefa hugmynd um þann kostnað sem meðalfjölskylda ber af tómstundastarfi barna á ári hvetju, hefur hér verið sett upp tilbúið dæmi af fjölskyldu með tvö börn. Upplýsingar um verð eru fengnar hjá Breiðabliki í Kópa- vogi, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og KFUM. Tekið skal fram að hér eru aðeins nefnd dæmi. Handbolti, fótbolti, tónlist og sumarbúðir Dóttirin Anna er tíu ára og sonurinn Jón er tólf ára. Anna æfir handbolta þrisvar í viku allan veturinn. Fyrir það þarf að greiða 16.000 kr. æfingagjald. Innifalinn í því er allur ferða- og keppnis- kostnaður, íþróttabuxur og sokk- ar. í sumar fer hún á vikunám- skeið í fótbolta, sem kostar um 2.000 kr. Þar að auki er Anna að læra á píanó og fyrir hveija önn eru greiddar kr. 22.500, sem gerir 45.000 kr. fyrir allan vetur- inn. Æfingagjald í fótbolta 18 þúsund krónur Jón sparkar fótbolta þrisvar í viku á vetuma og fjómm til fimm sinnum í viku yfír sumartímann. Æfingagjaldið þar er 18.000 kr. og innifalinn í því er mótakostnað- ur að hluta til, auk svokallaðrar sparktryggingar. Auk þess nemur hann gítarleik í tónlistarskóla og greiðir fyrir það 45.000 kr. líkt og systir hans. Hann er með gítar- inn í láni hjá skólanum og greiðir fyrir það 3.700 kr. í hljóðfæraleigu á ári. Á sumrin er Jón vanur að fara í sumarbúðir KFUM í Vatna- skógi. Vikudvöl þar kostar 14.900 kr., auk rútuferðarinnar sem kost- ar 870 kr. Samtals er kostnaður vegna sumarbúðavikunnar því kr. 15.770. Sé dæmið reiknað kemur í ljós að kostnaður vegna tómstunda- iðkunar Önnu er alls kr. 63.000 á ári og Jóns kr. 82.470. Samtals gerir þetta því 145.470 krónur. Algengt að systkini fái afslátt Þess ber að síðustu að geta að víða er gefínn systkinaafsláttur þar sem tvö systkini eða fleiri em á námskeiðum eða við æfíngar á sama stað. Afslátturinn er þó nokkuð mismunandi milli staða, þannig að hann er ekki tekinn inn í útreikningana hér, aðeins nefnd dæmi. Sem dæmi um systkinaafslátt í tónlistarskóla má nefna þá tilhög- un að veita 10% afslátt af heildar- útgjöldum. Dæmi um afslátt hjá íþróttafélagi er að fyrsta systkinið greiði fullt gjald, annað fái 20% afslátt og að gjald fyrir það þriðja sé fellt niður. ölvudagar íslenskra námsmanna 1997 Tilboð á tölvum fyrir námsmenn Einar Gunnar Guðmundsson SAMTÖK stúdenta og framhaldsskólanema á íslandi standa að Tölvudegi íslenskra náms- manna í Háskólabíói laugar- daginn 8. febrúar, þar sem ýmsar nýjungar á sviði tölva og tækni verða kynntar bæði á sýningu og á ráð- stefnu. Hugmyndin að deginum kemur frá Stúdentaráði Háskóla íslands sem síðan fékk aðrar námsmanna- hreyfíngar í landinu í lið með sér. Til þess að und- irbúa og skipuleggja daginn var Einar Gunnar Guð- mundsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Tölvudaga ís- lenskra námsmanna 1997. -Hver er tilgangurinn með Tölvudegi íslenskra námsmanna? „Tilgangurinn með deg- inum er að gefa nemendum tækifæri á að kynnast því hvað er í boði á tölvumarkaðnum í dag og að eignast tölvur og fylgibúnað á sem hagstæðustum kjörum. Við fáum því fyrirtækin til þess að koma og kynna fyrir okkur hvað þau hafa upp á að bjóða á þessu sviði.“ -Hver hafa verið viðbrögð tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækja við Tölvudegi íslenskra náms- manna? „Viðbrögð fyrirtækjanna hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og ætla öll helstu tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki landsins að taka þátt og bjóða nemendum upp á tilboð af ýmsu tagi. Það er mjög jákvæð þróun hvað fyrirtæki eru farin að sýna náms- mönnum mikinn áhuga. Því þekk- ing og notkun á tölvu- og tækni- búnaði er forsenda fyrir því að íslendingar verði samkeppnisfær- ir á erlendum vettvangi. Við lítum svo á að námsmenn séu með TÍN að snúa samskiptum námsmanna og tölvufyrirtækja við. Þennan dag eru það ekki fyrirtækin sem leita uppi viðskiptavinina heldur segja námsmenn; hér erum við, hvað getið þið gert fyrir okkur?“ -Hvað verður um að vera í Háskólabíói 8. febrúar? „Þar kynna eins og áður sagði stærstu tölvu- og hugbúnaðarfyr- irtæki landsins starfsemi sína. Auk þess mun Háskóli íslands kynna nokkur verkefni þar sem tölvur eru notaðar við vinnslu og úrlausnir verkefna. Tölvunar- fræðinemar og nemendur í tölv- unar- og rafmagnsverkfræði verða með námskynningu og ráð- leggja gestum við val á tölvum og tengdum búnaði. Kerfísverk- fræðistofan mun sýna flughermi sem er hannaður af þeim og er notaður af Flugmálastjóm og var m.a. seldur tii Tékklands síðast- liðið sumar. Magnús S. Magnússon atferlis- sálfræðingur ætlar að kynna hvernig hægt er að nota myndbands- upptökuvélar og tölvur saman til að kortleggja atferli og hreyfíngar manna. Auk þess verður ráðstefna í sal 2 frá kl. 13 til 16 og mun forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, flytja ávarp við setningu hennar. Meðal fyrirlesara verða Hallgrím- ur Óskarsson, deildarstjóri á markaðssviði Flugleiða, Snorri Bergmann, sölustjóri Informix hjá Streng, Kjartan Pierre Emils- son, tæknistjóri hjá OZ hf., og Hallgrímur Thorsteinsson fjölm- iðlafræðingur.“ ►Einar Gunnar Guðmundsson er fæddur 29. mars 1972 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1991 og er á síðasta ári í líffræði við Háskóla íslands. Einar Gunnar sat í Stúdentaráði HÍ fyrir Röskvu 1993-95 og hefur unnið að ýmsum sérverkefnum með náminu. Einar Gunnar er einn eigenda fyrirtækisins Hafeyjar hf. Sambýliskona Einars er Arna Hauksdóttir, B.A. í sál- fræði. -Nú eiga ekki allir námsmenn heimangengt á sýninguna. Verð- ur eitthvað í boði fyrir námsmenn utan af landi? „Þrátt fyrir að Tölvudagar ís- lenskra námsmanna séu í umsjón Stúdentaráðs HÍ, Bandalags ís- lenskra námsmanna, Félags framhaldsskólanema og Iðn- nemasambandssins, er sýningin opin öllum sem áhuga hafa á að kynna sér allt það nýjasta á þessu sviði. Það kostar ekkert að mæta og við viljum sjá sem flesta í Háskólabíói þennan dag, hvort sem þeir eru námsmenn eða ekki. Við gerum okkur grein fyrir því að margir tölvuáhugamenn eiga ekki hægt um vik með að mæta til Reykjavíkur á þessa sýningu. Því verður sett upp heimasíða TÍN svo auðveldara verði fyrir fólk utan af landi að nálgast þau tilboð sem verða á sýningunni. Þau fyrirtæki sem kynna starf- semi sína verða einnig tengd inn á heimasíðuna en slóðin er www.hi.is/pub/tolvudagar. Eins gefum við út sérstakt blað í tilefni sýningarinnar og verður það sent til allra náms- manna landsins, 16 ára og eldri, alls um þrjátíu þúsund manns, auk allra Hollvina Háskóla ís- lands. í blaðinu verða meðal annars viðtöl við Ólaf Jóhann Ólafs- son, rithöfund og hlut- hafa í nokkrum bandarískum marg- miðlunarfyrirtækjum, Vilhjálm Þorsteinsson, einn af stofnendum íslenskrar forritaþróunar, og Stefán Hrafn Hagalín, ritstjóra eina íslenska tölvutímaritsins, Tölvuheims. Blaðinu verður dreift með Stúdentablaðinu í næstu viku og eins verður TÍN 1997 kynnt með ýmsum hætti, bæði í fjölmiðlum og á veggjum skólanna. Ég hvet því alla til þess að koma í Háskólabíó þann 8. febrúar og sjá fróðlega og áhugaverða sýningu." Góð viðbrögð hjá tölvufyrir- tækjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.