Morgunblaðið - 31.01.1997, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Bankamenn hafa ákveðna sérstöðu
Andlát
Geta veitt samninga-
nefnd verkfallsheimild
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra segir að ekki hafi komið til
alvarlegrar umræðu að breyta lög-
um um kjarasamninga banka-
manna í tengslum við breytingar
á vinnulöggjöfinni sem gerðar voru
á síðasta ári. Meginsjónarmiðið við
breytingamar hafi verið að færa
löggjöfina nær þeim lögum sem
opinberir starfsmenn hafa búið við.
Sérstök lög frá árinu 1977 gilda
um kjarasamninga starfsmanna
bankanna. Þau gera ráð fyrir að
bankamenn geti veitt samninga-
nefnd sinni heimild til að boða
verkfall. Lögin gera ráð fyrir að
boða verði verkfall með 15 sólar-
hringa fyrirvara. Hafi ekki náðst
samningar fimm dögum áður en
boðað verkfall á að koma til fram-
kvæmda ber sáttasemjara að
leggja fram sáttatillögu. Sátta-
semjari hefur jafnframt heimild til
að fresta verkfalli í allt að 15 daga.
Önnur lög um opinbera
starfsmenn
Lög um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna og breytta
vinnulöggjöf gera ráð fyrir að
leggja þurfí tillögu um verkfall
undir atkvæði félagsmanna í við-
komandi stéttarfélagi. í henni þarf
að koma fram hvaða dag verkfall
á að hefjast. Ef tillagan er sam-
þykkt tekur verkfall gildi með sjö
sólarhringa fyrirvara. Félögin geta
ekki lengur veitt samninganefnd
heimild til að boða verkfall. Það
er alfarið í höndum félagsmanna
hvort og hvenær verkfall er boðað.
Félagsmálaráðherra sagði að
lög um kjarasamning bankamanna
heyrðu ekki undir sitt ráðuneyti
heldur viðskiptaráðuneytið. Þegar
breytingar á vinnulöggjöfinni voru
gerðar á síðasta ári hefði sérstaða
bankamanna verið rædd, en ekki
hefði verið gerð tillaga um að
breyta þeim lögum sem um þá
gilda.
ÁGÚST BÖÐVARSSON
ÁGÚST Böðvarsson,
fyrrverandi forstjóri
Landmælinga íslands,
andaðist 27. janúar sl.
á dvalarheimilinu
Hrafnistu í Hafnarfirði,
91 árs að aldri.
Sigfús Ágúst, eins og
hann hét fullu nafni, var
fæddur 3. janúar 1906
á Hrafnseyri við Amar-
fjörð. Foreldrar hans
vöru Böðvar Böðvars-
son prestur þar og fyrri
kona hans Ragnhildur
Teitsdóttir.
Ágúst kynntist landmælingum
fyrst þegar danskir mælinga- og
kortagerðarmenn mældu og kort-
lögðu ísland á fyrri hluta aldarinnar.
Hann var ráðinn fylgdarmaður Dan-
anna árið 1930 og tók síðan þátt í
ferðum þeirra og mælingastarfí. Á
árunum 1937 og 1938 lærði hann
landmælingar og kortagerð hjá
dönsku landmælingastofnuninni Ge-
odætisk Institut í Kaupmannahöfn.
Eftir heimkomuna frá Danmörku tók
hann til óspilltra málanna og sem
starfsmaður Vegamálaskrifstofunn-
ar við verkefni á sínu
sviði sem starfsmaður
Landmælinga íslands
þegar þær urðu sjálf-
stæð stofnun sem tók
við verkinu árið 1956.
Ágúst varð forstjóri
Landmælinga íslands
árið 1959 og gengdi því
starfi til ársins 1976 að
hann lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir.
Eftir Ágúst liggur
m.a. bókin Landmæl-
ingar og kortagerð
Dana á íslandi - Upp-
haf Landmælinga íslands sem gefin
var út af Landmælingum íslands á
síðasta ári.
Fyrir störf sín var Ágúst sæmdur
hinni íslensku Fálkaorðu. Hann var
heiðursfélagi Ferðafélags íslands.
Ágúst var kvæntur Sigríði Svein-
bjömsdóttur, en hún lést árið 1977.
Þau eignuðust soninn Gunnar Hrafn
Ágústsson verkfræðing sem einnig
er látinn. _
Útför Ágústs fer fram miðviku-
daginn 5. febrúar kl. 15 frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík.
HALLDÓR Ásgrímsson afhendir Ragnari Magnússyni formanni
Blindrafélagsins skjal sem staðfestir styrkinn. Við hlið þeirra
situr Helgi Hjörvar.
Morgunblaðið/Þorkell
Andlát
PETUR BJARNASON
PÉTUR Bjamason
teiknari lést í Röstánga
í Svíþjóð 6. janúar sl.
Hann var fimmtugur að
aldri, fæddur 28. des-
ember 1946. Banamein
hans var heilablóðfall.
Pétur var sonur hjón-
anna Hjördísar Péturs-
dóttur sem lifir son sinn
og Bjama Hallmunds-
sonar gullsmiðs sem er
látinn. Hann nam í
Handíða- og myndlist-
arskólanum í Reykja-
vík, en fluttist 1970 til
Svíþjóðar.
I Svíþjóð vann hann að list sinni,
teiknaði m. a. fyrir dagblöð eins og
Dagens Nyheter og blaðið Svenska
Serier. Hann vakti fyrst verulega
athygli með myndasögunni „MIX
1009“ í síðarnefnda blaðinu. Mynda-
saga Péturs, „Regina",
birtist daglega í Dagens
Nyheter frá 1986-90. í
sögunni sameinar hann
samfélagsádeilu og sí-
gilda orðaleiki að sögn
greinarhöfundar Dag-
ens Nyheter sem minn-
ist Péturs í blaðinu 15.
janúar.
I framhaldi af „Reg-
inu“ kom myndasagan
„Drottning Drusilla" í
Dagens Nyheter. Eftir
nokkurt hlé hafði hann
nýlokið verkefnum,
meðai þeirra „Jackson“ og „Kids“
sem eru gamansamar myndasögur
handa börnum á öllum aldri.
Pétur lætur eftir sig eiginkonu,
Sophie, og synina Olof og Gustaf.
Útför hans fór fram í Svíþjóð 17.
janúar.
Botnfiskvinnslu hætt hjá Þormóði ramma á Siglufirði
Blindrafélagið styrkir systra-
samtök í Bosníu
Aukin áhersla
Ríkisstjórnin veitir fé
til verkefnisins
á vinnslu rækiu
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðherra afhenti Blindrafélag-
inu, samtökum blindra og sjón-
skertra á íslandi, 1,5 milljóna
króna styrk við formlega athöfn
í húsakynnum Blindrafélagsins
í gær. Styrknum er ætlað að
hjálpa Blindrafélaginu að hefja
samvinnu við systrafélög sín í
Bosníu og Hersegóvínu, til dæm-
is um söfnum sjóntækja hérlend-
is._
í máli Halldórs kom fram við
þetta tækifæri að ríkisstjórnin
hefði samþykkt á fundi sínum
hinn 19. júlí síðastliðinn að veita
um 100 milljónir króna til upp-
byggingar í Bosníu og
Hersegóvínu. Jafnframt hefði
verið ákveðið að veita aðstoðina
I samvinnu við frjáls félagasam-
tök hér á landi sem hefðu sýnt
þéssum málefnum áhuga. „Oll
okkar aðstoð miðast að því að
bæta heilsu fórnarlamba styrj-
aldarinnar með einum eða öðr-
um hætti og með aðstoð samtaka
eins og Blindrafélagsins erum
við að ná mun meiri árangri en
við ella hefðum," segir Halldór.
Helgi Hjörvar framkvæmda-
stjóri Blindrafélagsins segir að
blindir í Bosníu hafi ekki farið
varhluta af eyðileggingu styrj-
aldarinnar; skrifstofur þeirra,
bókasafn og blindraskóli hafi
orðið fyrir sprengjuárás og
blind börn hafi einangrast inni
á heimilum sínum öll stríðsárin.
Þá sé sjónskaði ein algengasta
afleiðing stríðsátakanna hvað
sjúkdóma varðar. „Við hjá
Blindrafélaginu stefnum að því
að senda margvíslegan búnað
til blindra í Bosníu og má þar
nefna talandi hjálpartæki,
blindraleturspappír, hvíta stafi,
snældur og sjónhjálpartæki,"
segir Helgi.
Hann bendir ennfremur á að
Blindrafélagið hafi hafið söfnun
hér á landi til hjálpar blindum
í Bosníu og óskað sé eftir því
að almenningur gefi búnað sem
komið geti blindum til góða svo
sem segulbandstæki, snældur og
tölvur svo eitthvað sé nefnt.
Þessu sé hægt að koma á skrif-
stofu félagsins í Hamrahlíð 17 í
Reykjavík.
VEGNA langvinns taprekstrar á
botnfiskvinnslu hefur Þormóður
rammi hf. á Siglufírði sagt land-
verkafólki í frystihúsi fyrirtækisins
upp störfum. Úm er að ræða 35 til
37 heilsdagsstörf og snerta upp-
sagnirnar 56 manns. Um helmingur
þeirra er í fullu starfi. Fyrirtækið
leggur nú kapp á að skapa þessu
fólki ný störf og hyggst auka rækju-
vinnslu sína um 60%.
I fréttatilkynningu frá Þormóði
ramma hf. segir að frá árinu 1993
hafí ekki verið nægilegur grundvöll-
ur hér á landi fyrir rekstri frysti-
húsa. Síðan þá hafí hallað undan
fæti jafnt og þétt og sé nú svo kom-
ið að ekki verði haldið áfram á sömu
braut. Frystihús Þormóðs ramma hf.
er byggt fyrir 10.000 tonna ársaf-
köst en 1996 voru aðeins unnin þar
um 2.000 tonn af fiski.
Reisa fullkomna
pökkunarverksmiðju
Þormóður rammi hf. hefur ákveð-
ið að reisa fullkomna pökkunarverk-
smiðju fyrir rækjuafurðir svo hægt
verði að seija beint til verslunark-
eðja. Afköst rækjuverksmiðjunnar
verða einnig aukin um 60% og verið
56 manns sagt
upp störfum -
30-40 ný störf í
staðinn
er að kanna hvort fiskvinnsla í
sinærri stíl sé vænlegur kostur.
í lok ágúst á síðasta ári var fyrir-
hugaður samdráttur kynntur fyrir
starfsfólki í frystihúsi Þormóðs
ramma hf. og Vinnumiðlun Siglu-
fjarðar. Jafnframt var greint frá því
að ekki kæmi til uppsagna að svo
stöddu en tíminn til áramóta yrði
notaður til að leita leiða til að við-
halda starfsemi frystihússins. At-
huganir leiddu í ljós að ekki reynd-
ist unnt að halda henni áfram.
Skipta á þorski fyrir rækju
Ólafur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma hf.,
segir að stefnt sé að því að reisa
pökkunarstöðina I hluta þess hús-
næðis þar sem nú er frystihús. „Við
erum einnig að kanna hvort mögu-
leiki er á að halda áfram fískvinnslu
í smærri stíl en ef það reynist ekki
hagkvæmt munum við að öllum lík-
indum skipta á þeim þorski sem við
eigum fyrir rækju. Við höfum fram
að þessu skipt öðrum aflaheimildum
fyrir rækju, aðallega karfa,“ segir
Olafur.
Skapa
30-40 ný störf
Ólafur segir að fyrirhugaðar séu
viðræður við starfsfólk og verka-
lýðsfélagið á Siglufírði um breyting-
ar á vaktafyrirkomulagi í rækju-
vinnslunni sem leiði til betri nýting-
ar á verksmiðjunni og fjölgunar
starfa. „Þegar til uppsagnanna
kemur eftir fjóra mánuði verðum
við búnir að skapa hér á bilinu 30
til 40 ný störf sem verða betur
grunduð en þau störf sem verið er
að leggja niður í dag,“ segir Ólafur.
Þormóður rammi hf. gerir út tvo
ísfísktogara, tvo rækjufrystitogara,
rekur rækjuverksmiðju, saltfisk-
verkun og reykhús. Megináhersla
hefur verið lögð á uppbyggingu í
rækjuveiðum og vinnslu á undan-
förnum árum. Velta frystihússins
var 16% af veltu félagsins. Eftir
uppsagnirnar starfa um 170 manns
hjá fyrirtækinu.