Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 14

Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mosfellshei&i Sooslína 1» \\ ^—^HRengiH lofllínur jarðstrengir Leiðbeiningar um meðferð ofkælingar Forða ber sjúklingi frá frekari kælingu FJÖGURRA síðna leiðbeiningabækl- ingur um fyrscu meðferð ofkælingar hefur verið gefínn út af Landlæknis- embættinu og Almannavörnum rík- isins og að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis eru leiðbeiningarnar gerðar til stuðnings því björgunar- fólki sem fæst við fyrstu meðferð og flutning ofkældra sjúklinga utan sjúkrahúsa. Leiðbeiningunum er skipt í tvo megin kafla og fjallar sá fyrri um almenn atriði ofkælingar þar sem segir til dæmis að ofkæling sé það ástand þegar líkamshiti falli niður fyrir 35°C og verði oftast vegna ytri umhverfísaðstæðna eða sjúk- dóma. Seinni kaflinn fjallar um mat á því hvort ofkælingin sé væg eða alvarleg og um fyrstu hjálp og með- ferð við ofkælingu. Hópur lækna auk lífeðlisfræðings vann að leiðbeiningunum og var lögð áhersla á að gera þær eins einfaldar og kostur var á, að sögn Arnalds Valgarðssonar læknis, eins þeirra sem var í þessum hópi. „Við gerð leiðbeininganna var aðallega stuðst við heimildir frá Alaska og Svíþjóð, en í þessum löndum er til mikil þekk- ing og reynsla um þessi fræði,“ seg- ir hann og leggur ennfremur áherslu á að árlega séu alltaf einhveijir sjúk- lingar lagðir inn á sjúkrahús hér á landi með alvarlega ofkælingu, en það bendi á nauðsyn þess að leiðbein- ingar sem þessar séu fyrir hendi. Ofkældum manni má alls ekki gefa áfengi Arnaldur segir að við fyrstu hjálp við ofkælingu sé fyrst og fremst mikilvægt að forða sjúklingi frá frekari kælingu með því til dæmis að skýla honum fyrir vindi og taka hann úr blautum fötum. Þá eigi hvorki að nudda útlimi né gefa alkó- hól. „Og sé ofkælingin alvarleg er varað við því að setja sjúklinginn í heita sturtu eða heitt bað því það getur verið hættulegt að hita of- kældan mann upp á of skömmum tíma„“ segir hann og bætir því við, að sé rétt brugðist við á vettvangi sé hægt að koma í veg fyrir alvar- lega ofkælingu eða bjarga þeim sem ofkælist. Þá segir í leiðbeiningunum að ákvörðun um flutning og meðferð ofkældra sjúklinga geti verið vanda- söm. En ef aðstæður leyfa skal flytja sjúkling sem fyrst á sjúkrahús í lá- rettri stöðu með hátt undin fótum. Leiðbeiningum þessum verður dreift til björgunar- og hjálparsveita, slökkviliðs- og lögreglustöðva, Rauða krossins og heilsugæslu- stöðva. Raflínur Mosfellsheiði Kollafjöröur íbúar í Mosfellsdal mótmæla fyrirhugaðri Nesjavallalínu Vilja fækka línum ofan- jarðar en ekki fjölga I BREFI til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra frá aðai- fundi íbúasamtakanna Víghóls í Mosfellsdal í síðustu viku mótmæla íbúarnir harðlega fyrirhugaðri há- spennulínu á vegum Reykjavíkur- borgar frá Nesjavöllum yfir Mos- fellsheiði og um Mosfellsdal. Borgar- stjóri segir ekki koma til greina að línan verði öll lögð í jörðu, eins og farið er fram á, en að málið þurfí að leysa þríhliða milli Rafmagnsveit- unnar, Landsvirkjunar og Mosfells- bæjar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ kynningu Leiðbeininganna um fyrstu meðferð við ofkælingu. F.v: Arnaldur Valgarðsson lækn- ir, Ólafur Ólafsson landlæknir og Sigurður Guðmundsson læknir. segir að verið sé að fjalla um málið í ýmsum nefndum bæjarins og að mótmæli íbúanna sýni glöggt þörfína á því að menn vandi sig vel við af- greiðslu málsins. í bréfi íbúasamtakanna segir að sunnanverð Mosfellsheiðin sé þegar þéttofin rafmagnslínum og óskiljan- legt sé hvers vegna engin áform séu uppi um að koma þeim í jörðu, í stað þess að bæta enn við möstrum. íbúasamtökin krefjast þess að nýja lögnin fari öll í jörðu, a.m.k. í landi Mosfellsbæjar frá Borgarhólum að Korpu og að Sogslína 1, sem legið hefur í gegnum byggðina svo ára- tugum skiptir, verði tekin niður. Auk Sogslínu 1, sem liggur frá Sogsvirkjunum að Korpu, liggja yfír Mosfellsheiði línurnar Sogslína 3 frá Sogsvirkjunum að Geithálsi og Hval- fjarðarlína frá Geithálsi að Grund- artanga. Lega línanna er sýnd á meðfylgjandi korti og er fyrirhuguð Nesjavallalína teiknuð inn með rauðu. Gert er ráð fyrir að Nesjavallalína verði lögð í jarðstreng fyrsta spölinn frá Nesjavallavirkjun, eða um 2,5 km. Síðan muni hún liggja í 19 km langri loftlínu, fyrst samsíða Sogs- línu 3 vestur fyrir Sköflung, þaðan norðvestur yfir Mosfellsheiði í átt að Sogslínu 1 og eftir það samsíða henni niður undir Gljúfrastein, efst í Mosfellsdal. Þaðan verði lagður 11 km jarðstrengur að aðveitustöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Korpu. Að sögn Þorgeirs Einarssonar, yfirverkfræðings verkfræðideildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er u.þ.b. tvöfalt dýrara að leggja jarð- streng en loftlínu. Hver kílómetri loftlínu kostar um 12 milljónir króna en í jörð kostar kílómetrinn 20-25 milljónir og því vegur hver kíló- metri þungt í kostnaði. Þannig myndi það hafa í för með sér um 80-100 milljóna króna aukakostnað ef farið yrði að kröfu íbúa Mosfells- dals. Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að bæjarstjórn hafi ijallað um stöðu málsins og að það sé enn til umræðu í heilbrigð- is-, skipulags- og veitu- og um- hverfisnefnd. Á döfinni sé að kalia nefndirnar saman á sameiginlegan fund þar sem farið verði yfir stöð- una og reynt að komast að sameig- inlegri niðurstöðu. Hann segir málið viðkvæmt og nauðsynlegt sé að menn vandi sig vel við meðferð þess. Fyrirhyggja Landsvirkjun vilji halda línustæð- inu með tilliti til framtíðarþarfarinn- ar á að eiga leið inn á höfuðborgar- svæðið. Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir raforkuþörfína aukast ár frá ári og því þurfí að sýna fyrirhyggju. Bæjar- stjórinn segist vel skilja þá afstöðu Landsvirkjunar en almennt vilji menn í Mosfellsbæ þó frekar fækka línum heldur en fjölga þeim, a.m.k. ofanjarðar. Úrskurður samkeppnisráðs um samning Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur Tryggingastofn- un áfrýjar Læknafélagið hefur sagt upp samningnum FORMAÐUR Félags ungra lækna lítur á úrskurð samkeppnisráðs, þess efnis að aðgangstakmarkanir að sérfræðilæknisþjónustu brjóti gegn samkeppnislögum, sem fulln- aðarsigur fyrir félagið. Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar einnig úrskurðinum en félagið hef- ur sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun frá og með 1. apríl nk. Tryggingastofnun hyggst áfrýja úrskurðinum. Félag ungra lækna sendi fyrir rúmu ári erindi til Samkeppnis- stofnunar, þar sem farið var fram á að ráðið úrskurðaði hvort samn- ingur Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins um sérfræðilæknishjálp frá 7. mars 1996 stangaðist á við samkeppnis- lög. í úrskurðinum segir meðal annars að það geti ekki samrýmst samkeppnislögum að byggja synj- un um aðgang að samningi við Tryggingastofnun um sérfræði- læknishjálp á mati stofnunarinnar á þörfinni fyrir þjónustu í viðkom- andi sérgrein. Ákvæðið um takmörkun á aðgengi dæmt ólöglegt Helgi Hafsteinn Helgason, for- maður Félags ungra lækna, segir mikla ánægju ríkjandi meðal ungra lækna og þó sérstaklega ungra sérfræðinga með úrskurðinn. „Að- gengistakmörkunarákvæðið er dæmt ólöglegt og sömuleiðis sam- ráðsnefndin sem átti að framfylgja takmörkunarákvæðinu. Einnig skiptir það máli fyrir neytendur að geta valið sjálfir milli lækna og losnað þannig við miðstýringu Tryggingastofnunar. Við lítum ekki á Tryggingastofnun sem vinnuveitanda heldur eingöngu millilið milli læknis og sjúklings,“ segir Helgi og bætir við: „Þessi úrskurður er að okkar mati áfellis- dómur yfir störfum Trygginga- stofnunar, sem hefur stöðugt verið að skerða kjör lækna. Stofnunin hefur of oft komist undan án þess að svara fyrir gjörðir sínar.“ Læknafélag Reylqavíkur fagnar úrskurðinum Formaður Læknafélags Reykja- víkur, Gestur Þorgeirsson, kveðst fagna úrskurði samkeppnisráðs. Félagið ákvað í desember sl. að segja samingnum upp fyrir sitt leyti, frá og með 1. apríl nk. „Astæðan er fyrst og fremst óánægja með það hvernig ákvæðið um aðgengi var framkvæmt af hálfu Tryggingastofnunar," segir Gestur. Hann bendir ennfremur á að aðalfundur Læknafélags ís- lands hafí á síðasta ári samþykkt samhljóða að ákvæðið um aðgengi skyldi tekið út úr samningum lækna. Hjá Tryggingastofnun ríkisins eru menn ekki sáttir við úrskurð samkeppnisráðs og hyggjast áfrýja honum, að sögn Kristjáns Guðjóns- sonar, deildarstjóra sjúkratrygg- ingadeildar. „Auðvitað erum við á öndverðum meiði. Hins vegar er þetta með aðgengið okkur ekkert hjartans mál í þessum samningi, enda hefur engum ungum sérfræð- ingi verið hafnað hingað til. Einum hefur raunar verið synjað vegna þess að hann var ekki í réttri sér- grein miðað við það sem hann vildi fara að starfa við, en annars hafa allir verið samþykktir nema tveir, sem eru nú til umsagnar hjá nefnd í ráðuneytinu,“ segir hann og bend- ir jafnframt á að tryggingaráð hafi ályktað gegn takmörkunum á aðgengi eins og það er ákveðið í samningnum. Almannatryggingum og viðskiptum ruglað saman „Það sem er alvarlegast fyrir Tryggingastofnun og við teljum að sé komið út yfir allan þjófabálk er að hér er verið að rugla saman al- mannatryggingum og viðskiptum. Ef meginreglur viðskiptalífsins eiga að fara að gilda um almannatrygg- ingar, þá getum við alveg eins gleymt almannatryggingum strax,“ segir Kristján ennfremur. Aðspurður um viðbrögð heil- brigðisráðuneytisins sagði Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri að þar á bæ hefði enn ekki gefist tækifæri til þess að fara rækilega yfir niðurstöðuna. „Það munum við gera á næstu dögum og hafa sam- ráð við Tryggingastofnun ríkisins um hvaða áhrif þessi niðurstaða muni hugsanlega hafa á samninga- gerð innan heilbrigðiskerfisins,“ segir Davíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.