Morgunblaðið - 31.01.1997, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRi
Skólanefnd leggnr til breytingar á skólaskipan sunnan Glerár
Skólarnir verði hverfisskólar
Morgunblaðið/Kristján
SKÓLANEFND leggur til að Gagnfræðaskólinn og Barnaskólinn sameinist í eina stofnun, Brekku-
skóla, en lóðir skólanna eru samliggjandi. Nær á myndinni sést Gagnfræðaskólinn en Barnaskólinn fjær.
Barna- og Gagn-
fræðaskólar verði
að Brekkuskóla
SKÓLANEFND Akureyrar leggur
til við bæjarráð að skólaskipan
grunnskólanna sunnan Glerár taki
breytingum i þá veru að þar verði
þrír hverfisskólar með 1. til 10.
bekk en mörk skólahverfa verði þau
sömu og gilda nú fyrir 1. til 7. bekk.
Þessi breyting felur í sér að fyrir
næsta skólaár verði Bamaskóli Ak-
ureyrar og Gagnfræðaskóli Akur-
eyrar sameinaðir í eina stofnun,
Brekkuskóla. Starf skólanna mun
fara fram í tveimur skólahúsum og
leggur nefndin því til að aðstoðar-
skólastjórar verði tveir. Nemendur
úr Barnaskólanum, Oddeyrarskóla
og Lundarskóla hafa fram til þessa
farið í Gagnfræðaskólann þegar upp
í 8. bekk er komið.
Tillagan gagnrýnd
Miklar umræður urðu um þessar
breytingar á fundi skólanefndar og
var m.a. lagt fram bréf stjórnar
Foreldrarfélags Gagnfræðaskólans
þar sem mótmælt er að skólanefnd
taki ákvarðanir um málið án frek-
ari kynningar og umfjöllunar. Þá
var gagnrýni starfshóps þess sem
fjallaði um málið í GA lögð fram
sem og ályktun frá kennarafundi
GA sem mótmælti harðlega óvönd-
uðum vinnubrögðum skólanefndar
vegna málsins.
Tillaga Magnúsar Aðalbjörnsson-
ar, aðstoðarskólastjóra GA, um að
gerð verði viðhorfskönnun á vilja
foreldra sunnan Glerár til breyttrar
skólaskipunar. í viðbótartillögu
hans var lagt til að skólanum yrði
gefinn þriggja ára aðlögunartími
Vélsmiðjan
Vík í nýtt
húsnæði
Grýtubakkahreppur
VÉLSMIÐJAN VÍK á Grenivík
flutti um síðustu áramót hluta
starfsemi sinnar í nýtt hús, við-
byggingu við eldra húsnæði
smiðjunnar.
Vélsmiðjan Vík hefur verið
starfrækt á Grenivík síðustu tíu
ár og búið við þröngan húsa-
kost, verið í 200 fermetra hús-
næði þar sem áður var verkaður
saltfiskur. Ný húsakynni eru
helmingi stærri, um 400 fermetr-
ar.
Seinni hluta síðasta árs var
hlutafé í fyrirtækinu aukið um
5,5 milljónir króna og komu þá
m.a. hlutafélagið Sænes og
Grenivík og Búnaðarfélag Grýtu-
bakkahrepps inn í félagið og eru
tveir stærstu hluthafamir. Áður
var félagið að mestu í eigu út-
gerða á Grenivík ásamt smærri
aðilum.
Nauðsyn þótti að bæta hús-
næði fyrirtækisins, en þrengslin
voru farin að standa starfseminni
fyrir þrifum, en Jakob Þórðarson
meðan verið væri að gera Oddeyr-
ar- og Lundarskóla hæfa til að
gegna nýju hlutverki. Flaustursleg-
ar ákvarðanir geti gert skaða sem
ekki verði bættur.
Tillaga Magnúsar var felld á
fundi skólanefndar. Tillaga skóla-
nefndar um áðumefndar breytingar
var samþykkti með fjórum atkvæð-
um, en einn fulltrúanna, Valgerður
Hrólfsdóttir, vildi virða ósk foreldra
um að málinu yrði frestað.
Ingólfur Ármannsson skólafull-
trúi sagði að frá því í haust hefðu
verið starfandi vinnuhópar innan
framkvæmdastjóri sagði fyrir-
hugað að auka umsvif þess í járn-
iðnaði.
Snjóblásarinn Barði hefur ver-
ið framleiddur hjá Vélsmiðjuni
Vík á Grenivík og er framleiðsla
hvers skóla sunnan Glerár sem í
áttu sæti fulltrúi foreldra, skóla-
stjóri, starfsmaður frá skólanum og
skólanefndarmaður sem fjölluðu um
málið. Niðurstaða allra hópa utan
vinnuhóps við Gagnfræðaskólann
hefðu verið einróma, koma ætti á
hverfisskólum. Samkvæmt við-
horfskönnun sem gerð var fyrir
rúmum tveimur árum er það einnig
vilji meirihluta foreldra að börn
stundi nám í hverfísskólum og þá
vitnaði skólafulltrúi til þess að
meirihluti þess fagfólks sem leitað
hefði verið til eða hefði tjáð sig um
hans stór liður í starfsemi henn-
ar. Alls hafa verið smíðaðir ellefu
blásarar á undanförnum árum,
en vélsmiðjan hefur einnig þjón-
að útgerðum á staðnum og sinnt
margs konar járnsmíði.
málið teldu hverfísskóla betri kost.
Um 500 nemendur
Af og til frá árinu 1987 hafa
umræddar breytingar verið til um-
ræðu innan bæjarkerfísins.
Við Gagnfræðaskólann stunda
nú 397 nemendur nám og 338 við
Barnaskólann. Gert er ráð fyrir að
eftir breytingar á skólaskipan verði
nemendur, Brekkuskóla á bilinu
450 til 500 talsins.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu
málsins og óskaði frekari upplýs-
inga fyrir næsta bæjarstjómarfund.
38 skemmtiferðaskip
koma næsta sumar
Von á risa-
skipií
september
SKEMMTIFERÐASKIP verða jafn
fyrirferðarmikil á Pollinum á Akur-
eyri í sumar og síðustu sumur. Alls
hafa verið boðaðar komur 38 slíkra
skipa í sumar, sem er sami fjöldi og
síðustu ár. í september er von á risa-
skemmtiferðaskipi til Akureyrar, alls
um 280 m að lengd og 74.000 tonn.
Umrætt skip er í smíðum í Finn-
landi fyrir bandaríska aðila en stefnt
er að því að það komi við á Akureyri
á leið sinni frá Finnlandi vestur um
haf. Þetta verður stærsta skip sem
til Akureyrar hefur komið.
Gunnar Arason, yfírhafnarvörður
Akureyrarhafnar, segir að fyrsta
skip sumarsins hafi boðað komu sína
hinn 11. júní en flest koma skipin í
júlí eða um 20. Hann segir einnig
að skipakomum sé farið að fjölga í
ágúst en aftur fækka í júní. „Við
getum átt von á að 1-2 skip bætist
í hópinn fyrir sumarið en hins vegar
erum við mjög sáttir við að halda
sama komufjölda og síðustu ár,“ seg-
ir Gunnar.
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
GUNNAR Guðmundsson, Jakob Þórðarson, Sveinn Rúnar Vatns-
dal og Hermann Stefánsson starfsmenn Vélsmiðjunnar Víkur, en
á myndina vantar tvo þeirra, þá Guðjón Þorsteinsson og Jón
Ásgeir Pétursson.
Hádegis-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson,
organisti Akureyrarkirkju,
heldur tónleika í kirkjunni á
morgun, laugardaginn 1.
febrúar kl. 12.
Á efnisskránni verða verk
eftir Bach, Buxtehude og
Petr Eben. Einnig mun Arna
Ýrr Sigurðardóttir guðfræð-
ingur lesa úr ritningunni. Að
tónleikunum loknum er léttur
hádegisverður í boði í Safn-
arðarheimilinu. Aðgangur að
tónleikunum er ókeypis og
allir velkomnir.
Undir berum
himni
Fjórar sýn-
ingar eftir
UPPSELT hefur verið á tvær
síðustu sýningar Leikfélags
Akureyrar á verkinu Undir
berum himni eftir Steve
Tesich á Renniverkstæðinu
við Strandgötu. Nú eru fjórar
sýningar eftir á leikritinu.
Uppselt er á sýninguna 21.
febrúar næstkomandi en mið-
ar til á aðrar sýningar.
Meðal gesta á sýningunni
í kvöld, föstudagskvöldið 31.
janúar, verða forsetahjónin
herra Ólafur Ragnar Gríms-
son og frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir.
Kjartan
kynntur
KYNNING á myndlistarverk-
um eftir Kjartan Guðjónsson
verður opnuð í Galleríi Allra-
Handa í Grófargili á morgun,
laugardaginn 1. febrúar kl.
15.
Nokkur verk eftir Kjartan
hafa verið til sýnis og sölu í
Galleríinu undanfarin tvö ár,
bæði málverk og giafík.
Hann hefur verið kennari við
Myndlista- og handíðaskóla
íslands og er mikilsmetinn
myndlistarmaður.
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Svalbarðs-
kirkju næstkomandi sunnu-
dag kl. 14. Fjölskyldur ferm-
ingarbarna sérstaklega hvatt-
artil þátttöku. Fermingarbörn
mæti í kirkjuna kl. 11. Kyrrð-
ar- og bænastund í Grenivík-
urkirkju 2. febrúar kl. 21.
í Háskólanum á Akureyri
laugardaginn 1. febrúar 1997
Deildir háskólans kynna starfsemi sína í Glerárgötu 36, Þingvallastræti 23 og
Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg. Opið hús stendur frá kl. 11.00 til 17.00.
Allir eru velkomnir.
£__ Opið hús
lÁRKhi tisjrvi A
HÁBKÓLINN
A AKUPEVRI