Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 17

Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 17 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján KYNNINGARAÐILAR CT á Akureyri ræða málin. F.v. Erlendur Pálsson, Agnes Skúladóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, María Jónsdóttir, Guðrún Harpa Bjarna- dóttir, Ruth Jakobsdóttir og Huld Aðalbjarnardóttir. Clean Trend á tslandi til Akureyrar Býður umhverfisvænar hreingerningarvörur CLEAN Trend á íslandi ehf. opnaði nýlega skrifstofu í Kaupangi á Akureyri sem þjóna mun Norður- og Austurlandi. Kynningaraðilar CT á Akureyri eru 9 talsins og bjóða umhverf- isvænar hreingerningarvörur frá ENJO í Aust- urríki, fyrir heimilið, bílinn, stofnanir og iðnað. Við notkun örtrefjanna frá ENJO sparast sápunotkun um 90% og þar með minnkar magn mismengandi efna sem dælt er frá heim- ilum og fyrirtækjum. Þar sem vörurnar krefj- ast breyttrar hugsunar og aðferðar við þrif, er mikilvægt að kynna þær á réttan hátt. Þess vegna eru þær seldar með persónulegri ráðgjöf með kynningum á heimilum og í fyrir- tækjum. Með því að nýta sér þessa aðferð er mögu- leiki á að verða virkur þátttakandi í öflugu umhverfisátaki Akureyrarbæjar. Frekari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofunni í Kaup- angi, sími 461-3787, faxnúmer 461-3742. Þorsteinn Jónsson tamningamaður áttræður Sæmdur heið- ursfélagan- afnbót Léttis ÞORSTEINN Jónsson tamningamaður á Akureyri var sæmdur heiðursfélaganafn- bót Hestamannafélagsins Léttis á 80 ára afmæli sínu sl. sunnudag. Þorsteinn hefur verið félagsmaður í Létti frá endurreisn félagsins árið 1944. Tveimur árum áður hafði hann sjálfur unnið að endurreisn Léttis, en starfsemi félagsins hafði þá legið niðri um nokkurra ára skeið. Þorsteinn hefur verið einn fremsti tamn- ingamaður landsins um áratuga skeið og leitt fjölda kynbótahrossa fyrir dóm í gegn- um tíðina og m.a. sýnt á 8 landsmótum, síðast á Þingvöllum 1978. Þorsteinn hefur tekið við fjölda verðlauna vegna kynbóta- hrossa, á landsmótum, fjórðungsmótum og héraðssýningum. Mörg af frægustu hrossum landsins hef- ur Þorsteinn tamið og sýnt og má þar nefna hross Sveins Guðmundssonar á Sauðár- króki, Sörla 653 og Hrafnhettu 3791. Einn- ig Náttfara 776 frá Ytra Dalsgerði, Báru 3114 frá Akureyri, Perlu 3251 frá Svert- ingsstöðum, Fjöður 3107 frá Sandhólum auk fjölda af öðrum frægum hrossum. Þor- steinn er enn að, hann er búinn að taka ÞORSTEINN Jónsson tamningamaður var sæmdur heiðursfélaganafnbót Hestamannafélagsins Léttis á áttræð- isafmæli sínu. Sigfús Helgason formað- ur afhenti, skjöld því til staðfestingar. nokkur hross á hús og lætur ekki deigan síga þrátt fyrir árin 80. Þorsteinn hefur verið virkur í félags- starfi Léttis auk þess sem hann starfaði í nokkur ár sem hirðir við félagshesthúsið sem stóð á Eyrarlandsholti og veitti tamn- ingastöð félagsins forstöðu. Þá starfaði hann lengi við reiðskóla Léttis og íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar. Þorsteinn rak tamningastöð fyrir Hesta- mannafélagið Funa og var í 8 ár við tamn- ingar þjá Sigurði Snæbjörnssyni bónda á Höskuldsstöðum. Hann hefur verið aukafé- lagi í Funa um langt skeið og var gerður að heiðursfélaga þess félags fyrir nokkrum árum. vMmŒW' r 1 W 4* * p WLé:. % IÍR.4: fj* ■ ■ með bragðið í huga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.