Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
i
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 31
jlforgmiÞlafetfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SERSTAÐA
BANKAMANNA
BANKAMENN hafa veitt stjórn Sambands íslenzkra
bankamanna heimild til boðunar vinnustöðvunar,
fyrstir allra starfsstétta. Samband íslenzkra bankamanna
hefur þá sérstöðu meðal stéttarfélaga að hvorki lögin um
stéttarfélög og vinnudeilur né um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna ná til þeirra, heldur eru í gildi lög frá
1977 um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkis-
ins. Samkvæmt þeim lögum þarf ekki að viðhafa almenna
atkvæðagreiðslu meðal bankamanna til þess að ákveða
boðun verkfalls eins og hjá öðrum launþegum, bæði á
almenna vinnumarkaðinum og hinum opinbera.
Samkvæmt lögunum er ákvörðun um verkfallsboðun í
höndum stjórnar, samninganefndar og formanna og er
boðunarfrestur 15 dagar og í framhaldi af því ber sátta-
semjara hins vegar að leggja fram sáttatillögu og um
hana þarf að fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla áður
en til verkfalls kemur.
Þegar lögum um stéttarfélög og vinnudeilur var breytt
á síðastliðnu ári og verkfallsboðun samræmd hjá stéttarfé-
lögunum, var Samband íslenzkra bankamanna skilið eftir.
Samræmingin fólst í því, að þegar félag atvinnurekenda
eða stéttarfélag, ætli að boða til vinnustöðvunar, sé hún
því aðeins heimil, að ákvörðunin hafi verið tekin við al-
menna leynilega atkvæðagreiðslu með þátttöku a.m.k.
fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna. Töldu ýmsir, að
þar sem sérstök lög giltu um starfsmenn ríkisbanka og að
þar væri lögákveðinn sérstakur samningaferill, ætti ekki
að breyta þeim. Einnig heyrðist, að ríkisbankar væru á
útleið. Engu að síður ná þessi lög yfir einkabankana einnig.
Eftir stendur nú, að samræming hefur átt sér stað á
vinnumarkaði um boðun vinnustöðvunar, að bankarnir og
Samband íslenzkra bankamanna búa við mun rýmri lög-
gjöf í þessum efnum, sem eru ekkert annað en eftirhreyt-
ur fyrra og gamals skipulags. Þess vegna er eðlilegt að
samræma þau lagaákvæði, sem ná til bankamanna, öðrum
lögum um þessi efni.
NÝTT NATO
- NÝ VIÐHORF
UMMÆLI Anneli Taina, varnarmálaráðherra Finn-
lands, um að Finnar kunni að þurfa að endurskoða
afstöðu sína til Atlantshafsbandalagsins (NATO) og gera
upp við sig hvort þeir eigi jafnvel að sækja um aðild,
hefðu verið óhugsandi fyrir fáeinum árum. Það er raunar
ekki lengra síðan en hálft annað misseri að Taina sagði
í viðtali við Morgunblaðið að Finnar teldu sig ekki þurfa
á NATO-aðild að halda.
Varnarmálaráðherrann telur jafnframt að þróunin í
öryggismálum Evrópu kunni að leiða til þess að „allt hern-
aðaröryggi í Evrópu reiði sig á NATO“.
Svipaðar raddir hafa heyrzt að undanförnu í nágranna-
ríki Finnlands, þar sem NATO-aðild er ekki síður við-
kvæmt mál; í Svíþjóð. Stutt er síðan Carl Bildt, fyrrver-
andi forsætisráðherra og formaður stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins, sagðist vona að NATO þróaðist í „þá ör-
yggistryggingu fyrir Evrópu í heild, sem einnig Svíþjóð
finnst sjálfsagt að eiga aðild að“.
Þessi nýju viðhorf í ríkjum, sem lengi lögðu ofur-
áherzlu á hlutleysi, eru ekki sízt til komin vegna þeirra
breytinga, sem orðið hafa á Atlantshafsbandalaginu eftir
að kalda stríðinu lauk. Megintilgangur bandalagsins er
ekki lengur að verjast árás úr austri, heldur að tryggja
frið, frelsi og stöðugleika í Evrópu allri. Því hlutverki sinnir
NATO ekki sízt með aukinni þátttöku í friðargæzlu og
víðtækri samvinnu og samráði við flestöll ríki Evrópu,
einnig þau sem standa utan bandalagsins, í Friðarsam-
starfinu svonefnda.
Svíþjóð og Finnland gera það auðvitað sjálf upp við sig
hvort þau eiga samleið með bandalaginu — bæði ríkin
eiga nú þegar við það náið samstarf á mörgum sviðum.
Eflaust þurfa ýtarlegar umræður að eiga sér stað í báðum
ríkjum áður en slík ákvörðun yrði tekin. En fari svo, verða
þessi grónu vestrænu lýðræðisríki boðin sérstaklega vel-
komin í félagsskap, sem staðið hefur vörð um frið og lýð-
ræði í Evrópu í bráðum hálfa öld og hyggst enn efla það
hlutverk sitt í framtíðinni.
Nærri tíundi hver sjómaður á íslandsmiðum á það á hættu að slasast við störf sín á hveiju ári
N
'ÆRRI lætur að_ tíundi
hver sjómaður á íslands-
miðum eigi það á hættu
að slasast við störf sín
árlega í ljósi þess að milli 500 og
600 sjómenn verða fyrir slysum um
borð í íslenskum skipum á ári
hveiju. Þrátt fyrir þarft forvarnar-
starf í landi sem leitt hefur af sér
fækkun slysa þar, virðast sjó-
mannaslys skera sig úr enda hefur
alvarlegum slysum til sjós ekki
fækkað. Dánartíðni hefur lækkað
undanfarin ár, aðallega vegna
skjótra björgunaraðgerða. Að mati
þeirra, sem best þekkja, má í lang-
flestum tilfellum rekja sjóslys til
mannlegra mistaka og því gætu
forvarnir m.a. falist í bættri stjórn-
endakennslu til yfirmanna skipa
svo og bættri nýliðafræðslu um
borð.
Alþjóða kannanir sýna að 85%
slysa til sjós eru vegna mannlegra
mistaka. Helstu ástæður sjóslysa
má m.a. rekja til þreytu og svefn-
leysis vegna of mikils vinnuálags,
en til marks um það má nefna að
12% skipsstranda sem urðu hér við
land á árunum 1986-1991, urðu
vegna þess að skipstjórnendur sofn-
uðu á verðinum. Aðrar algengar
ástæður má rekja til þess að skip-
stjórnendur sinna fleiri störfum í
brúnni en skipstjórn sem bannað
er með lögum, rangrar notkunar
staðsetningartækja, skorts á nauð-
synlegum sjókortum, ófullnægjandi
skipulags vakta og starfa í brú,
kæruleysis, vanrækslu, vanþekk-
ingar og ónógra réttinda þeirra, sem
standa í brúnni.
Talað fyrir
daufum eyrum
Ólafur Ólafsson landlæknir
nefnir fyrirhyggjuleysi og skort á
fræðslu til nýliða sem frumorsakir
slysa á sjó. Einnig væri það opin-
bert leyndarmál að vinnuharka
hafi aukist mjög um borð. Vökulög-
in væru víða brotin, sérstaklega á
minni skipum flotans, en sóknin í
þann gula mætti ekki verða á
kostnað öryggis starfsmanna. „Ég
hygg að þessi óheillaþróun hafi
komið í kjölfar minnkandi fisk-
gengdar, menn sækja sjóinn fastar
en áður, róa í öllum veðrum og
toga í lengstu lög. Alvarleg slys
eru ekkert einkamái sjómanna og
útgerðarmanna. Það kemur til
kasta allra skattborgara að greiða
kostnað vegna slysa.“
í nokkur ár hefur Slysavarnaráð
íslands ásamt landlæknisembættinu
gefið vinnuslysum á sjó aukið vægi
og m.a. hefur verið fjallað um þau
á sérstökum landsfundum, síðast í
nóvember sl. í einni af tilskipunum
Evrópusambandsins frá 1992 eru
fyrirmæli um að ráðstafanir skuli
gerðar til að tryggja sjómönnum
viðunandi læknisþjónustu og tóku
reglur þessar víðast hvar gildi á
árinu 1995. Nefnd, sem samgöngu-
ráðherra skipaði í apríl 1995, sam-
þykkti einróma að leggja til að hér
á landi yrði komið á fót Heilbrigðis-
stofnun sjómanna og fjarskipta-
lækningum með svipuðu sniði og
gert hefur verið í ná- __________
grannalöndunum. Að
mati landlæknis yrði það
stórt skref í átt að bættum
slysaforvörnum á hafi úti,
en fyrstu tillögur komu
fram á landsfundi fyrir
árum.
Slík stofnun yrði rekin í beinum
tengslum við slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, en að sögn landlækn-
is, hafa áhugamenn um þetta þjóð-
þrifamál talað fyrir næstum daufum
eyrum ráðamanna jafnt sem sjó-
manna hingað til. Það sé því mjög
seigt í taumi þó ótrúlegt sé. Land-
læknir segist ekki gera sér almenni-
lega grein fyrir orsökum áhugaleys-
isins, eins og hann orðar það, „en
ætli ástæðan geti ekki legið í því
að við erum öll ókrýndar hetjur og
erum ekkert að væla út af einu eða
neinu, heldur viljum við bara deyja
í stígvélunum.“
Mannleg mistök ástæða
85% allra slysa til sjós
Eins og allur
ríkiskassinn
frjósi
þremur sem
Hrein og klár sölumennska
Að sögn Ólafs er gert ráð fyrir
að stofnkostnaður við Heilbrigðis-
stofnun sjómanna sé á bilinu 10-15
milljónir kr. og að reksturinn verði
í höndum slysadeildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur, en þeir Brynjólfur
Mogensen og Sigurður Kristinsson,
læknar á slysadeildinni, hafa sýnt
þessu máli mikinn áhuga. Farið
hefur verið þess á leit við helstu
hagsmunasamtök sjómanna og út-
gerðarmanna að þau standi að ein-
hveiju leyti undir kostnaðinum. „Ef
þau hafa virt okkur viðlits, hafa þau
lítið viljað gera nema forstöðumaður
Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Is-
lands, dr. Guðrún Pétursdóttir. Við
þurfum hinsvegar á öllum stuðningi
að halda til að koma málinu heilu
í höfn og í gegnum þingið. Persónu-
lega finnst mér ekkert óeðlilegt við
það að svona stór samtök styrki
þetta eitthvað því hér á landi er
rannsóknum á öryggisbúnaði og
slysatilvikum sjómanna verulega
ábótavant auk þess sem koma þarf
upp möguleikum á slysaskráningu,"
segir Ólafur og bætir við að ákvarð-
anir um öryggisútbúnað sjómanna
hafi um of verið háðar hreinni og
klárri sölumennsku. Dæmi væru um
að gleypt hafi verið við búnaði, sem
síðar hafi beinlínis reynst hættuleg-
ur eða gagnslaus.
Að sögn landlæknis er ljóst að
kostnaður þjóðfélagsins vegna slysa
hefur stórlega verið vanmetinn til
þessa. í því sambandi nefnir hann
að talið hefur verið að kostnaður
vegna umferðarslysa væri 5-7 millj-
arðar króna á ári, en skv. nýlegum
athugunum Hagfræðistofnunar HI,
nemur kostnaður við umferðarslys
að minnsta kosti 12-14 milljörðum
kr. á ári, sé allt tekið með í reikning-
inn. Að sama skapi hefur
Slysavarnaráð uppi áætlanir um að
fá Hagfræðistofnun til að reikna
út heildarkostnað ríkisins vegna sjó-
slysa. Að sögn Ólafs má ætla að
sá kostnaður hlaupi á milljörðum.
Ekki þurfti alltaf
að kalla til þyrlu
Að mati Guðjóns Ármanns Ey-
jólfssonar, skólameistara Stýri-
mannaskólans í Reykjavík, myndi
sparast mikið, bæði mannslíf og
peningar, með sérstakri Heilbrigðis-
stofnun sjómanna þar sem hvert
útkall björgunarþyrlu kostaði mikið
og fróðlegar upplýsingar frá Þyrlu-
vakt lækna leiddu í ljós að ekki
hafi ætíð verið nauðsynlegt að
senda þyrlu af stað þegar hún var
send, oft í tvísýnu veðri.
_________ Guðjón Ármann telur
nauðsynlegt að stórefla
nýliðafræðslu um borð í
hveiju skipi og segist
hann hampa mjög 8. grein
Sjómannalaga við kennslu
segir: „Við ráðningu nýliða
Þrátt fyrir þá staðreynd að slysatíðni
meðal íslenskra sjómanna sé með því hæsta
sem þekkist á Norðurlöndum, hefur vinnuslys-
um til sjós lítill gaumur verið gefínn
í almennri þjóðfélagsumræðu og engin alhliða
stefnumörkun af hálfu hins opinbera
hefur átt sér stað um öryggismál sjómanna.
Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér málið
frá ýmsum hliðum.
Slys á sjómönnum sem tilkynnt voru til
Tryggingastofnunar ríkisins árin 1984-1993
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993
Skipting slysa eftir veiðiskap
Togveiðar
Netaveiðar ■ 6%
Línuveiðar ■ 8%
Nótaveiðar 16%
Skelfiskveiðar ■ 6%
Aðrar veiðar 14%
Skipting eftir stöðu slasaðra
Skipstj./stýrim. 1
Vélstjórar |
Undirmenn |
Skipting slysa eftir
störfum sem unnið var við
Viðhald veiðarfæra
Viðhald og þrif á skipi
Aðgerð og fiskvinnsla
Taka og slökun veiðarf.
Hífingar, lestun, löndun ■ 6%
Vinna í eldhúsi 13%
Á leið að og frá skipi ■ 6%
Frysting afla 13%
Annað ■■ 10%
114%
112%
Samanburður á slysatíðni og aldri sjómanna
Arið
1992
15
KUL
yngri
en 15
15-19 20-24
ára ára
25-29
ára
■ Tíðni slysa
□ Aldursdreifing
UnBd
40-44 45-49
ára ára
50-54 55-59
ára ára
60-64
Bm
65 og
eldri
skal skipstjóri sjá til þess að nýliðan-
um sé leiðbeint um störf þau sem
hann á að sinna. Ennfremur skal
honum sýndur björgunarbúnaður sá
og viðvörunarbúnaður, sem á skip-
inu er, og leiðbeint um grundvallar-
atriði við notkun þeirra.“
Hann er sannfærður um að heil-
brigðisstofnun sjómanna muni stór-
auka öryggi allra sæfarenda og efla
rannsóknir og þekkingu íslenskra
lækna á sjúkdómum og slysum sjó-
manna. Sömuleiðis ætti slík stofnun
einnig að geta náð til sálgæslu og
félagslegrar þjónustu við sjómenn
með tilliti til lengri og erfiðari veiði-
ferða.
Ekkert getur leyst
menn undan ábyrgð
Guðjón Ármann segir að hver
bekkjardeild sé send í eina viku á
Slysavarnaskóla sjómanna sem þýð-
ir að nemandi, sem lýkur fyllstu
réttindum ti! fiskimanna, hefur sótt
þann skóla í tvær vikur og farmað-
urinn í þijárvikur. „En við getum
ekki fullyrt um hvað menn gera svo
þegar skóla sleppir enda landlægt
að verið sé að kenna öðrum um en
þeim, sem ábyrgðina bera. Sjálfur
kenni ég siglingareglur, en önnur
grein þeirra reglna fjallar um
ábyrgð og mælist ég til þess að
nemendur mínir læri þá grein utan-
bókar. Þar segir að ekkert geti leyst
skip, eiganda þess, skipstjóra eða
áhöfn undan ábyrgð, ef reglunum
er ekki fylgt eða vanrækt er að
gæta þeirrar varúðar, sem almenn
sjómennska krefst eða sérstakar
aðstæður kunna að útheimta,“ seg-
ir Guðjón Ármann og bætir við að
þrátt fyrir góð og fullkomin sigl-
ingatæki, þá hafi reynslan sýnt að
góð og örugg vakt í brú og stýris-
húsi sé mesta og besta öryggistæki
skipsins.“
Slysahættan eykst
samfara vinnuálagi
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands, segir erfitt að gera
sér grein fyrir því hvers vegna
slysatíðni meðal íslenskra sjómanna
sé miklu hærri en annars staðar.
„Það er hinsvegar ljóst að slysa-
hættan eykst samfara miklu
vinnuálagi og mikilli þreytu. Það
er þekkt staðreynd í öllu vinnuum-
hverfi manna og ijóst er að íslensk-
ir sjómenn vinna geysilega mikið.
Það er ekkert óalgengt að vinnutími
á íslenskum skipum sé 14 til 16
klukkustundir á sólarhring eða það-
an af meira og sjálfsagt aldrei minni
en 12 tímar.“
„Það liggur líka ljóst fyrir að ís-
lenskir sjómenn eru að afkasta að
meðaltali meira en sjómenn víðast
hvar í löndunum í kringum okkur
auk þess sem við erum að vinna
við verri veðuraðstæður. Afköst ís-
lenskra sjómanna, þ.e. það afla-
magn sem þessi starfsgrein kemst
yfír að veiða og koma með að Iandi,
eru t.d. talin mun meiri en afköst
norskra sjómanna. Ég á aftur á
móti ekki von á því að við séum
að öllu jöfnu með slakari vinnuað-
stæður um borð. Þvert á móti.“
Tekjusamdrætti mætt
með fækkun í áhöfn
Guðjón segir það auðvitað vera
mjög æskilegt ef hægt væri að
draga úr vinnuálagi á sjó, aðspurður
hvaða leiðir hann sæi til að sporna
við tíðum vinnuslysum á sjó. „Ég
vil ekki meina að það viðgangist
þrældómur um borð í íslenskum
fiskiskipum. Þar hefur bara ailtaf
verið mikið vinnuálag og svo er
enn. Því er heldur ekki að neita að
menn hafa verið að reyna að mæta
tekjusamdrætti á undanförnum
árum með því að vera færri um
borð í hveiju skipi sem getur svo
sem átt einhvern þátt í tíðum vinnu-
slysum á sjó. Samfara samdrætti í
aflaheimildum með tilkomu kvóta-
kerfisins hefur verið tilhneiging til
þess að fækka áhafnarmeðlimum.
Okkar samtök hafa ekkert verið
hlynnt því að menn hafi verið að
fækka sér niður úr öllu valdi og að
mínu viti eru önnur sjómannasam-
tök sama sinnis. Þessi þróun hefur
samt sem áður gengið yfir. Sjó-
mennirnir sjá sér hag í auknum
tekjumöguleikum með færri mönn-
um um borð og útgerðir losna við
ákveðnar greiðslur, sem fylgja
hveijum manni.“
Fræðsla
á vettvangi
Formaður FFSÍ segist ekki telja
að ríkjandi sé almennt áhugaleysi
meðal sjómannastéttarinnar gagn-
vart þessum vinnuslysa-
þætti þrátt fyrir að vera
sannfærður um að gera
megi enn betur í því að
fræða menn um skips-
störfin. „Auðvitað er hér
stórkostlegt vandamál á
ég held, því miður,
nýliðum til hliðar við hættulegustu
störfin til að byija með. Ég held
reyndar að það sé almennt gert
enda tel ég að það séu ekkert frek-
ar nýliðarnir, sem verða fyrir slys-
um, umfram þá meira reyndu. Ég
held að þessu sé einmitt þveröfugt
farið, að vönustu mennirnir séu
kannski oft og tíðum að taka mestu
áhættuna við erfiðar aðstæður,“
segir Guðjón. Skipstjórar eru þeir
aðilar um borð sem bera ábyrgð á
öllu því sem gerist um borð í skipum.
Guðjón segist vera mjög hlynntur
þeim hugmyndum er fram hafa
komið um stofnun Heilbrigðisstofn-
unar sjómanna. „Slík stofnun yrði
fyrst og fremst til að bregðast við
því, sem upp á kemur að stórum
hluta, en auðvitað ættu þar að geta
safnast saman upplýsingar og þekk-
ing, sem hægt væri svo síðar að
miðla og nýta í forvarnarskyni. Það
liggur í hlutarins eðli.“
Slys á sjó eru
ekkert sérfyrirbæri
Að mati Guðjóns eru slys á sjó-
mönnum ekkert sérfyrirbæri sem
sjómenn einir eiga að kosta. Sjó-
menn væru bara eins og aðrir
landsmenn að því leytinu til að
þeir ættu rétt á eins miklum for-
vörnum og hægt væri að veita
þeim. „Sjómenn eru sennilega að
greiða upp undir 20% af öllum
tekjuskatti einstaklinga sem
greiddur er í þessu landi þrátt fyr-
ir að njóta sjómannaafsláttar, sem
er þyrnir í augum margra. Við telj-
um að það sé ekki hlutverk sjó-
mannastéttarinnar að fjármagna
forvarnarstarf hennar af sínum
tekjum, heldur eigi að gilda það
sama um sjómenn og aðra þjóðfé-
lagsþegna, það er að þjóðfélagið
sjálft sjái um að greiða fyrir það.
Við teljum hinsvegar að sjómenn
eigi að hafa rétt á heilbrigðisþjón-
ustu, rétt eins og aðrir þegnar þessa
lands, og ekki sé hægt að mismuna
þeim með þessum hætti þó þeim sé
mismunað með öllum öðrum hætti
í samfélagslegri þjónustu, allavega
þegar þeir eru á sjó, sem er að jafn-
aði átta mánuði á ári. Sjómenn eru
örugglega ekki stórir þátttakendur
í þeirri afþreyingu, sem þjóðfélagið
borgar fyrir í gegnum leikhús, sinf-
óníur og fleira, og við sitjum ekki
við sama borð og aðrir landsmenn
í sjónvarps- og útvarpssendingum,
svo dæmi séu tekin. Hér á landi er
verið að halda uppi alls kyns þjón-
ustu, sem við fáum sáralítið notið,
en tökum þátt í að greiða, ábyggi-
lega til jafns við aðra og fyllilega
það.“
Sjómenn eiga sinn
rétt eins og aðrir
„Að okkar mati kemur ekki til
greina að fara að greiða fyrir heil-
brigðisþjónustu sjómanna með ein-
hveijum sérstökum framlögum frá
stéttinni. Ef málið ætlar að fijósa
inni vegna þess, þurfum við auðvit
að að taka það upp á kjarasamn-
ingasviði. Hingað til höfum við nú
talið að öryggismál sjómanna og
slysavarnir þeirra þyrftu ekki endi
---------- lega að tengjast því að
sjómenn settu eitthvað
hnút í verkfallsmálum til
þess að fá lagfæringar,
heldur ættu þeir rétt á
slíkri þjónustu eins og
Kostnaðurinn
hleypur á
milljörðum
ferðinni,
en ég tield, pvi miöur, að engin
„patent“-lausn sé til í þessu efni.
Við höfum verið að reyna að stuðla
að endurmenntun, þjálfun manna
og börðumst m.a. annars fyrir því
á sínum tíma að Slysavarnaskóli
sjómanna var settur á laggirnar.
Öll nýliðafræðsla ætti að vera í
höndum þeirra skóla, sem eru að
mennta fólk í sjómannsstörf, og
gæti sú fræðsla t.d. farið fram með
lifandi kennslu á vettvangi. Síðan
eiga náttúrulega allir sjómenn að
fara í gegnum Slysavarnaskóla sjó-
manna auk þess sem það er skylda
skipstjórnarmanna að fræða nýliða,
sem koma um borð, og eins að halda
aðrir landsmenn, á kostnað samfé-
lagsins alls, eins og heilbrigðisþjón-
usta annarra.
Hitt er alveg rétt að það þarf að
ná einhverri hreyfingu á þessi ör-
yggismál, en þegar um þau er farið
að ræða, er eins og allur rikiskass-
inn fijósi,“ segir formaður FFSÍ og
bætir við að lokum: „Auðvitað
myndum við reyna að leggja þessu
þjóðþrifaverkefni lið á einhvern hátt
með einhveijum smápeningafram-
lögum ef það væri það sem riði al-
gjörlega baggamuninn, en við ætl
um ekki að fara að ganga á undan
með því að fara að fjármagna þetta
fyrir ríkið. Það eru alveg hreinar
línur.“
Bankalán
Námslán
Greiðslukort
Bílalán
Lífeyrissjóðslán
Börn
Systkini
Vini/kunningja
Foreldra
Aðra ættingja
Maka
Fyrirtæki
Starfsfélaga
Vini/kunningja
Börn
Aðra ættingja
Fyrirtæki
Systkini
Maka
Foreldra
Starfsfélaga
Litlar sem engar
Lántaka
Sala eigna
Gjaldþrot
Aðrar
179,1%
Hver eða hverjar eru
tegundir þeirra
fjárskuldbindinga sem
ábyrgðin stendur fyrir?
38,7%
37,1%
Fyrir hvern eða
hverja ertu í ábyrgð?
Fyrir hvern hefur
þú greitt skuld
vegna ábyrgðar?
I 2,7%
I 2,7%
32,5%
Hvejar eru fjárhags-
legar afleiðingar
þess að þú varst
krafinn um greiðslu?
(þ.e. fyrir utan það að hafa
þurft að greiða skuldina)
Stjórnvöld o g bankakerfið boða aðgerðir
til að fækka ábyrgðarmönnum
Um 90 þúsund
í ábyrgð
fyrir lánum
AÆTLAÐ er að um 90 þús-
und einstaklingar yfir 18
ára að aldri séu í ábyrgð
fyrir fjárskuldbindingum
annarra. Þetta er tæplega helmingur
íslendinga á þessum aldri og bendir
flest til að ábyrgðir séu mun algeng-
ari hér á landi en á öðrum Norður-
löndum. Þá er talið að um 18 þúsund
manns hafi greitt skuld vegna
ábyrgðar á síðustu fimm árum.
Þeir Finnur Ingólfsson viðskipta-
ráðherra og Páll Pétursson félags-
málaráðherra kynntu í gær aðgerðir
sem ætlað er að draga úr notkun sjálf-
skuldaraðila og bankar og sparisjóðir
hafa einnig kynnt áform um ýmsar
breytingar sem miða að því sama.
Komið verður á samstarfshóp
stjórnvalda, fjármálastofnana og
Neytendasamtakanna sem hafi eft-
irlit með breyttum vinnubrögðum un
notkun ábyrgða með það að markm-
iði að lánastofnanir láni fyrst og
fremst út á greiðslugetu lántakans
en ekki ábyrgðarmenn. Er þetta gert
að að norrænni fyrirmynd en í Dan-
mörku og Svíþjóð hafa neytendasam-
tök og fjármálastofnanir gert sam-
komulag um notkun ábyrgða, þar sem
kveðið er á um ýmis atriði sem
tryggja vernd ábyrgðarmanna.
Jafnframt verður skipuð nefnd sem
kanni hvernig lánveitendum verður
gert auðveldara að afla upplýsinga
um skulda- og vanskilastöðu lántaka.
Loks verður í samráði við mennta-
málaráðuneytið kannað hvort ekki sé
unnt að koma fræðslu um fjármál
heimila inn í námsskrá grunn- og
framhaldsskóla.
Ábyrgðarmannakröfur
hertar
Þetta er í samræmi við markmið
sem Samband íslenskra viðskipta-
banka, Samband íslenskra sparisjóða
og greiðslukortafyrirtækin hafa kynnt
viðskiptaráðherra um að draga úr
sjálfskuldarábyrgðum. Meðal annars
er fyrirhugað að lánveitingar verði í
auknum mæli eingöngu miðaðar við
greiðslugetu lántakenda og eigin
tryggingar hans. Að úttektarheimildir
greiðslukorta taki í auknum mæli mið
af greiðslugetu korthafa og erlendar
úttektarheimildir lækki, sérstaklega
hjá ungu fólki. Þá verða endurskoðað-
ar vinnureglur og venjur sem gilda
um samskipti við ábyrgðarmenn þegar
kemur til vanskila og hver stofnun
mun setja sér reglur um val á ábyrgð-
armönnum, þar sem m.a. verður kveð-
ið á um að einstaklingar yngri en 20
ára eða eldri en 75 ára verði almennt
ekki samþykktir sem ábyrgðarmenn.
Þeir Finnur og Páll sögðu að verði
aðgerðir til að fækka ábyrgðarmönn-
um ekki farnar að skila sýnilegum
árangri þegar líður á vorið sé ekki
útilokað að sett verði löggjöf sem
banni lánastofnunum að nota ábyrgð-
armenn. Slíkt sé þó annmörkum háð,
og geti m.a. útilokað ákveðna hópa
sem ekki hefðu langa bankaviðskipta-
sögu að baki. Og bankakerfíð og
greiðslukortafyrirtækin leggjast al-
farið gegn hugmyndum um að banna
eða takmarka verulega notkun sjálf-
skuldarábyrgða.
Algengara hér en
á Norðurlöndum
Þessar aðgerðir stjórnvalda koma
í kjölfar skýrslu, sem nefnd á vegum
viðskiptaráðherra hefur skilað um
framkvæmd ábyrgðarveitinga. Til að
afla upplýsinga um umfang ábyrgða
var gerð skoðanakönnun. Niðurstöður
hennar sýndu að um 90 þúsund ein-
staklingar eru í ábyrgð fyrir fjár-
skuldbindingum þriðja aðila. Flest
bendir til þess að ábyrgðarskuldbind-
ingar hér á landi séu mun algengari
en annars staðar á Norðurlöndum,
og hafa norrænar skýrslur áætlað að
ábyrgðarmenn sé að fínna á um 10%
heimila á Norðurlöndum.
Tvö bankalán af hveijum þremur
eru með sjálfskuldarábyrgð og eru
ábyrgðarmenn í bankakerfínu að
meðaltali í ábyrgð fyrir tæplega 1
milljón króna. Þá hefur tíundi hver
íslendingur 18 ára og eldri, eða um
18 þúsund manns, greitt skuld vegna
ábyrgðar á síðustu fimm árum og
má áætla að um 4% hafi orðið gjaid-
þrota í kjölfarið.