Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Áróður hálaunahópanna í Vinnuveitendasambandinu VINNUVEITENDUR með stuðningi forsætisráðherra hervæð- ast nú hvað þeir geta gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Því er fullum fetum haldið fram að verið sé að fara fram á 30-150% hækkun á launatöxtum, sem leiða muni til 38% verðbólgu og kollsteypu í efna- hags- og atvinnulífinu. Þannig er með skipulegum áróðri og blekkingu vinnuveitenda verið að gera kröfur verkalýðshreyfing- arinnar tortryggilegar og draga kjarkinn úr launafólki til að sækja sinn réttláta hlut af efnahagsbatan- um. Hógværar kröfur Þegar grannt er skoðað eru kröf- ur verkalýðshreyfingarinnar mjög hógværar. Eins og fram kom í við- tali Mbl. við Grétar Þorsteinsson forseta ASÍ hafa öll landssambönd- in innan ASÍ lagt áherslu á að færa umsamda kauptaxta nær raunverulega greiddu kaupi í dag. Þannig hefur VMSÍ t.d. lagt eftir- farandi kröfur fram: * Kauptaxtar verði hækkaðir mið- að við 70 þús. kr. lágmarkslaun á samningstímanum (upphafs- hækkun lágmarkslauna í 65 þús- und kr. og 5 þúsund kr. síðari hluta samningstímans) * Yfirborganir og hluti kaup- auka/bónus falli inní þennan nýja taxtagrunn * 10 þúsund króna launahækkun í tveimur áföngum fyrir þá sem eru með laun yfir ofangreindum mörkum. Áhrifin á laun, kaupmátt og verðbólgu Hagdeild ASÍ hefur metið áhrif þessarar kröfugerðar á launakostn- að atvinnurekenda, verðbólgu og kaup- mátt. Miðað við dreif- ingu raunverulegra greiddra dagvinnu- launa á 1. ársfjórðungi 1996 eru um 11% fé- lagsmanna ASÍ undir 65 þúsund kr. á mánuði og um 13% verkafólks. Launakostnaðar- áhrifin af hækkun lág- markslauna umfram almenna launahækkun yrði því aðeins um 0,3% og heildarhækkun um 5,7% á fyrra árinu og 5,1% á seinna árinu, en í lok samningstímans bætast 5 þúsund krónur við lág- markslaunin, sem þá verða 70 þús- Verið er að gera kröfur verkalýðshreyfingarinn- ar tortryggilegar, segir Jóhanna Sigurðardótt- ir, o g kjarkurinn dreg- inn úr launafólki með skipulögðum áróðri. und krónur. Ef miðað er við að erlend verðbólga sé um 2% og fram- leiðniaukning atvinnulífsins um 2% myndi verðbólga í kjölfar slíkra samninga verða á bilinu 2,3-2,5%. Kaupmáttur meðallauna myndi hækka á bilinu 2-4% og enn meira fyrir þá lægst launuðu. Hér er um að ræða meðaltöl, en við hækkun lágmarkslauna í heild í 70 þúsund krónur á mánuði munu þeir sem í dag eru á strípuðum kauptöxt- um sem eru á bilinu 50-60 þúsund krónur fá verulega hækkun. Hér er aðallega um að ræða konur. Þannig eru t.d. 54% af- greiðslukvenna og 31% verkakvenna með laun undir 70 þúsund krónum á mánuði og munu því njóta veru- legrar kjarabótar. Með þessum aðgerðum næðist fram að hækka verulega laun hinna lægst launuðu, auk þess sem draga myndi verulega úr launamun kynjanna, sem er tilkominn vegna yfirborgana atvinnurekenda. Vara þarf launafólk við blekkingum vinnuveitenda Það er hrein blekking og óskammfeilni af hálfu hálaunahóp- anna í Vinnuveitendasambandinu og stjórnvalda að halda því fram að þessar hógværu kröfur leiði til óðaverðbólgu og sigli þjóðarskút- unni á kaf. Það er full ástæða til að vara fólk við þessum áróðri og hvetja það til að snúa bökum saman við verkalýðshreyfinguna til að knýja fram réttmætar launabreyt- ingar. Ef ekki tekst að lyfta veru- lega lágmarkslaununum í þessum kjarasamningum, sem eru orðin hrein þjóðarskömm, verður Alþingi að grípa í taumana og lögfesta verulega hækkun lágmarkslauna, eins og við jafnaðarmenn höfum lagt til. Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir Upplýsingalögin og leiðréttingarskylda FYRIR fáeinum kvöldum var umræða í Kastljósi hjá sjónvarp- inu um nýju upplýs- ingalögin. Mjög svo þörf lög en í þau vant- ar ákvæði um skyldu stjórnvalda að leiðrétta eigin missagnir eða fréttatilkynningar, ef þær reynast rangar eða á misskilningi byggðar. Ég segi þetta að gefnu tilefni. í Morgunblaðinu 28. ágúst birtist á baksíðu frétt um að ljúka ætti við nýbyggingu við Héraðsspítalann á Blönduósi. Vafalítið hefir starfs- mönnum blaðsins fundist það furðu- leg ráðstöfun að eyða peningum nú í viðbótarhúsnæði, þegar deildir á mörgum sjúkrahúsum eru lokaðar vegna íjárskorts heilbrigðisþjón- ustunnar. Því var haft viðtal við ráðherrann daginn eftir, 29. ág. og eftir honum haft: „Við erum ekki að auka reksturinn. Við erum að flytja sjúklinga úr ófullnægjandi húsnæði í nýtt, sem hefir verið til- búið undir tréverk síðan 1986. í upphafi var byggt heldur stórt og djarflega. Þarna áttu að vera mikl- ar skurð- og rannsóknarstofur en þau áform heyra sögunni til.“ Ég var ekki sáttur við þessar skýringar, að þarna hafi verið „byggt heldur stórt og djarflega" og að þarna hafí átt að vera „mikl- ar skurð- og rannsóknarstofur". Mér kemur málið við vegna þess, að allar framkvæmdir í heilbrigðis- málum í Austur-Húnavatnssýslu voru í höndum sýslu- nefndar og ég sem sýslumaður var oddviti hennar og því fram- kvæmdastjóri sýslunn- ar sem og formaður stjórnar héraðsspítal- ans. Ég ber ráðherran- um ekki á brýn, að hann hafi farið vísvit- andi rangt með heldur að hann hafi fengið rangar upplýsingar og sjúkrahúsinu hér sé ruglað saman við ann- að sjúkrahús hér á Norðurlandi. Þess vegna fór ég fram á að ráðherrann léti leið- rétta þessa missögn í Morgunblað- inu, svo við, ég, þávarandi stjórn sjúkrahússins og sýslunefnd Aust- ur-Húnavatnssýsiu, verðum ekki álitin algjörir gapuxar haldin mikil- mennskubijálæði, sem birtist í því að byggja stórt til þess að sýna umheiminum. Ég skrifaði ráðherra bréf og bað um leiðréttingu og rakti lítillega sögu málsins og sögu sjúkrahúss- mála hér í héraði. Upp úr 1920 keypti sýslunefnd A-Hún. íbúðar- hús fráfarandi héraðslæknis ásamt viðbyggingu, sjúkraskýli. Um miðj- an fimmta áratuginn kom fram til- laga í sýslunefnd um að byggja elli- heimili, sem varð til þess að byggt var saman sjúkrahús og elliheimili, sem tekið var í notkun 1955. Þá þurftu heimamenn að greiða 40% kostnaðar við bygginguna. í þess- ari byggingu var skurðstofa, sem fyllilega stóð undir nafni enda var Páll Kolka, þáverandi héraðslæknir, Ég ber ráðherranum ekki á brýn, segir Jón Isberg, að hann hafi vísvitandi farið rangt með. góður og heppinn skuðlæknir. Á sjöunda áratugnum urðum við að huga að stækkun byggingarinn- ar bæði var, að allir staðlar höfðu breyst svo og krafðist aukin heilsu- gæsla meira húsnæðis. Það gekk ekki átakalaust, en leyfi fengum við til þess að láta teikna viðbygg- ingu. Árkitektarnir urðu að fara í einu og öllu eftir fyrirsögn stjórn- valda „fyrir sunnan" enda átti ríkissjóður að greiða 85% kostnað- ar í stað 60% áður. Endanlegar teikningar voru samþykktar í góðu samkomulagi við yfirvöld og arki- tekta. Viðbyggingin fyrirhugaða var á þremur hæðum og kjallari, sem næstum allur var niðurgraf- inn. Á fyrstu og annarri hæð átti heilsugæslan að vera til húsa og er og önnur þjónusta, svo sem rönt- genherbergi og rannsóknarstofa, sem flytja átti úr gamla húsinu vegna þrengsla. Einnig fæðingar- stofa og „skurðstofa", sem við vilj- um kalla aðgerðarstofu, þ.e. sæmi- lega búin stofa til þess að sinna bráðatilfellum eða hlynna að sjúkl- ingum, ef ekki var hægt að flytja suður eða norður vegna veðurs og færðar eða bara að þeir þyldu ekki flutninginn. Og á þriðju hæð tveggja manna stofur fyrir sjúkl- inga, en í sjúkrarúmum „gamla“ Jón ísberg Tráarbragöa- fræöin - gleymda fræðigreinin? TRÚARBRAGÐA- FRÆÐI heitir sú fræði- grein sem íjaliar um trúarbrögð hvers konar eins og nafnið bendir til. Innan trúarbragða- fræðinnar eru trúar- brögð rannsökuð og greind í frumþætti sína og borin saman við ann- an átrúnað. Markmið trúarbragðafræðinnar er að komast til botns í því hvers vegna átrúnaður er til, hvað átrúnaður er og hvaða áhrif átrúnaður hefur á samfélagið í fortíð, nú- tíð og framtíð. Eins og sést af þessu er trúar- bragðafræðin mjög yfírgripsmikil fræðigrein og lætur sér fátt mann- legt óviðkomandi. Átrúnaður varpar ljósi á menningu, sögu, siði og sam- félagsgerð þjóðfélagsins. Segja má að ómögulegt sé að skilja framvindu sögunnar og þau félagslegu öfl sem skapa hana og móta, án þess að skilja átrúnaðinn sem að baki býr. Til þess að ná þessum markmið- um sínum fær trúarbragðafræðin aðstoð frá öðrum fræðigreinum: fé- lagsfræði, mannfræði, sálarfræði, dulsálarfræði, heimspeki, guðfræði, fornleifafræði og sagnfræði, allt eru þetta hjálpartæki trúarbragðafræð- innar. Um allan hinn vestræna heim rík- ir um þessar mundir mikill áhugi fyrir trúarbragðafræði og trúarleg- um rannsóknum hvers konar. Enda gera menn sér grein fyrir því að erfítt ef ekki ómögulegt er að eiga samskipti við framandi þjóðir í sí- spítalans voru langlegusjúklingar, aldraðir og öryrkjar. Við töldum og teljum að fæðandi konur, bráð- veikir sjúklingar eða slasað fólk eigi ekki að þurfa að liggja innan um örvasa gamalmenni, sum kom- in út úr heiminum, en samviska okkur býður að hlynna að á meðan þau draga lífsandann. En þá kom babb í bátinn. Við máttum ekki byggja þriðju hæðina, en okkur var sagt að það yrði leyft síðar að byggja ofan á húsið þegar um hægðist. Á það féllumst við ekki og hörð átök urðu um málið, sem lyktaði með því að þáverandi fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, hjó á hnútinn og veitti byggingar- leyfið í samvinnu við heilbrigðisráð- herrann, Svavar Gestsson. Þessum samningi var svo lítillega breytt síðar í góðu samkomulagi við Ragn- hildi Helgadóttur, þáverandi heil- brigðisráðherra. Þetta gerðist ekki átakalaust og ef til vill eru sárindi hjá einhvetjum í heilbrigðisráðu- neytinu. Ég merki það á því, að þegar gassagangurinn byrjaði í sambandi við niðurskurð í heilbrigð- ismálunum fyrir nokkrum árum var eitt af því fyrsta, sem gera átti til sparnaðar að leggja niður skurð- stofuna á sjúkrahúsinu á Blöndu- ósi, sem ekki var til sem slík. En það er lítill sparnaður í því að leggja það niður, sem ekki fyrirfínnst. Byggingin var tilbúin undir tré- verk 1986. Þarna áttu ekki að vera „miklar skurð- og rannsóknarstof- ur“ og ég fór fram á að það yrði leiðrétt. Sendi beiðnina til heilbrigð- isráðuneytisins, fyrst í venjulegu bréfi og síðar í ábyrgðarbréfi. Ég bað um leiðréttingu en fékk ekki. Þess vegna er það ekki að ófyrir- synju að ég segi, að nauðsyn sé að setja ákvæði í lög um að stjórnvöld sýni þá lágmarkskurteisi og svari bréfum borgaranna og leiðrétti a.m.k. eigin rangfærslur, ef um þær er að ræða. Höfundur er fv. sýslumaður. minnkandi heimi, án þess að skilja átrúnað þeirra og þar með siði og venjur. Þetta hefur orðið miklvægara á síð- ustu árum, þar sem flutningar fólks á milli menningarsvæða ger- ast algengari og þar með hættan á árekstr- um og átökum. í þeim löndum sem við á íslandi gjarnan viljum bera okkur sam- an við, er trúarbragða- fræðin sjálfsagður hluti af menntakerfinu. í grunnskólum og fram- haldsskólum er skylda að lesa trúarbragðafræði og á há- skólastigi eru starfandi stórar og öflugar deildir í trúarbragðafræð- Er ekki kominn tími til, spyr Þórhallur Heim- isson, að gera trúar- bragðafræði að sjálf- sögðum hluta af kennslu og uppeldi? um, sem útskrifa kennara til starfa fyrir öll stig skólakerfisins. Þar eru stundaðar rannsóknir á fornum og nýjum trúarbrögðum og tekið á deil- um milli trúarhópa í samtímanum. Hér á landi er trúarbragðafræðin aftur á móti nær óþekkt fræðigrein, þó ýmsir hafi lagt stund á hana erlendis. Að vísu fræðast börn og unglingar grunnskólans um heims- trúarbrögð í samfélagsfræði. En í framhaldsskólum er engin trú- arbragðafræði kennd, nema sem valgrein. Sama máli gegnir um Háskólann. Ekki er hægt að segja að nein trúar- bragðafræði sé kennd við Háskóla íslands, þó svo að guðfræðinemar lesi þar 3 eininga námskeið sem felur í sér yfirreið um gervallan átrúnað mannkynssögunnar frá upphafi, kennt annað hvert ár. Sömuleiðis er innan guðfræðideild- arinnar námskeið í trúarlífsfélags- fræði og annað í trúarlífssálar- fræði. Þar með er það upptalið. Ég er ekki að gera lítið úr þess- ari kennslu í sjálfu sér, en hún er í mýflugumynd og vart annað en stutt kynningarnámskeið. Til sam- anburðar má nefna að um 200 nem- endur stunda nám í trúarbragða- fræðum við háskólann í Árósum í Danmörku í 5 ár, til 150 eininga. Hvers vegna er þetta svona hér á landi? Því er erfitt að svara og væri e.t.v. verðugt rannsóknarefni í sjálfu sér. Hitt er annað að íslenskir nem- endur fara á mis við þekkingu sem jafnaldrar þeirra í nágrannalöndun- um okkar fá. Sá skortur gerir þá vanhæfari til þess að mæta öðrum þjóðum og skilja þær til hlítar. ís- lenskir nemendur kynnast ekki þeirri hugsun og heimspeki sem trú- arkerfin búa yfír. Þar með verða þeir þröngsýnni og einhæfari en jafnaldrar þeirra t.d. á hinum Norð- urlöndunum. Þessi skortur á trúarbragða- fræðslu gerir okkur einnig fátækari sem menningarþjóð og þar með vanhæfari en efni standa til á al- þjóðavettvangi. Trúarbragðafræðin er blindur punktur í menntakerfi okkar, hin gleymda fræðigrein. Er ekki kominn tími til að gera hana að sjálfsögðum hluta af kennslu og uppeldi barnanna okkar? Höfundur er sóknarprestur með framhaldsnám í trúarhragðafrwðum. Þórhallur Heimisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.