Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 35

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Tvær samanburðarrann sóknir og sjálfheldan Á ÚTMÁNUÐUM sl. ár birtist leiðari í Morgunblaðinu: „Lesskiln- ingi ábótavant." Þar er lýst niður- stöðum úr rannsókn á lesskilningi í ensku meðal íslenskra og hollenskra nemenda. Þá kom í ljós að lesskiln- ingur íslenskra nemenda var ákaf- lega bágborinn. í lok leiðarans er því beint til fræðsluyfirvalda að leggja sambærilegt próf fyrir há- skólanema í íslensku. í nóvember sl. birtist alþjóðleg fræði og náttúrufræði er forsendan að nemandinn eða lesandinn skilji hugtökin, þá dugar ekki að lesa hugtakið - orðið, skilningslaust. Ef „grunnfærni" nemenda í kennslufræðum og greinum þeim, sem ætlaðar eru kennaraefnum Kennaraháskóla íslands er þeirrar gerðar að kennarar séu haldnir „grunnfærniskorti" við próflok úr þeirri stofnun, þá er ekki við miklum árangri að búast í þeim rúmlega 200 grunnskólum sem starfandi eru á landinu. Mikil afturför í grunngreinum nemenda bendir ótvírætt til slakrar kennslu. Slakur árangur í grunn- skólum virðist vera samferða út- þenslu og fjöldaaukningu útskrif- aðra kennslukrafta frá Kennarahá- skóla íslands. Það er því auðrakið hvaðan niðurkoðnun kennslunnnar er upprunnin. Eins og alþjóð er kunnugt er talsverðum tíma varið í þeirri stofnun til kennslu í „kennslu- fræðum“ og eru nú uppi háværar kröfur um að sú grein verði efld sem mest og þar með aukin áhersla á þann félagslega þátt, sem mun vera þýðingarmikill þáttur í kennslu- fræðilegri innrætingu. Þessu fylgir krafan um „fagleg vinnubrögð og viðmiðanir". Á þennan hátt hyggjast hugmyndafræðingar nýskólastefn- unnar skapa verðandi kennaraefnum þá „grunnfærni“ sem biýn er talin innan stofnunarinnar. Aðstandendur Kennaraháskólans hafa uppi ýmsar útskýringar á léleg- um árangri íslenskra nemenda í al- þjóðakönnunum í raungreinum og í undirbúningi virðist vera endurhæf- ing kennara í greinunum, en að því er virðist undir eftirliti og í forsjá þeirra sömu aðila, sem hafa hvað mesta áherslu lagt á „grunnfærn- ina“ undanfarin 20 ár. Útkoman verður líkast til og sú sem varð úr síðustu endurhæfingarherferð. Allt þetta ágæta fólk berst sem sagt áfram um í sjálfheldunni og heldur áfram „að villa um fyrir skólanem- um“ og hyggst fórna annarri kyn- slóð á altari „grunnfærni" Kennara- háskóla íslands. Hugmyndafræðing- ar og faglið nýskóiastefnunnar ásamt samkyns liði innan Kennara- háskólans hefur nú lokast af í sjálf- heldunni og virðist mjög ánægt með það. En sá eða þeir sem lenda í sjálf- heldu losast aldrei af eigin rammleik. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson Á að fórna annarri kyn- slóð, spyr Siglaugnr Brynleifsson, á altari „grunnfærni“ Kennara- háskóla Islands. könnun um „grunnfærni“ - orðið er notað af semínaristum, kennslu- liði Kennaraháskóla íslands í merk- ingunni lágmarkskunnátta - grunn- kunnátta - en eins og allir vita þýð- ir orðið grunnfær - grunnfæmi, yfírborðskenndur, grunnhygginn. (Hér skal vísað til bréfs frá Val- garði Egilssyni lækni í Morgunblað- inu 31. desember sl.) Þessi alþjóðlega könnun náði yfír námsárangur íslenskra nemenda í stærðfræði og náttúrufræði og varð útkoman einstaklega slök meðal ís- lenskra nemenda. Greinar þessar eru oft nefndar í sama orðinu - raun- greinar og hefur nokkuð verið fjallað um þessi efni í blaðaskrifum. Lesskilningur í ensku er eins og gefur að skilja grundvöllur skilnings á tungumálinu, hvað þá í íslensku. Nemendur geta lært að lesa og stundum virðist sem skilningur á orðum og hugtökum sé oft óskýr þótt nemandinn geti lesið orðið eða orðin. Lesskilningur er því upphaf skiln- ings á námsgreinum. Til þess að geta tileinkað sér skilning á stærð- FERMmGAjVn'TVDUZ iQjósnujnilastofa Qtmnars Ungimarssonar Suðurveri, simi 553 4852 Biddu um Banana Boat eff þú vilt spara 40-60% Halló! Líttu mn a laugardaginn og kynntu þer heimasíðugerð! Lse*’! DACSKRA 01.02 Tæknival Skeifunni kl. 10.30-11.30: Heimasiöugerð, sýnikennsla. áög^ \aug@r Tæknival Hafnarfiröi kl. 12.30-13.30: Heimasíðugerð, sýnikennsla. ,að s\ Sýnikennsla á laugardögum í Tæknivali Viltu kynna þér heimasíðugerð, Internetið, ritvinnslu, töflureikna, gagnagrunna eða teikniforrit? Tæknival í Skeifunni og Háfnarfirði býður þértil skemmtilegrar og fróðlegrar sýnikennslu á hvers kyns hugbunaði og öðru tölvutengdu efni. Á laugardögum mæta sérfræðingar hver á sinu sviði. Þessa nýju þjónustu köllum við „Lært á laugardögum" og hefur hver laugardagur sitt viðfangsefni. Við byrjum á morgun og lærum þá sitthvað um heimasíðugerð. „Lært á laugardögum" erfyrir byrjendursem lengra komna. Veriö öll velkomin! Tm Tæknival Skeifunni 17 108 Reykjavík Sími 550 4000 Netfang: mottaka@taeknival.is Reykjavíkurvegi 64 220 Hafnarfirði Sími 550 4020 Netfang: fjordur@taeknival.is < r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.