Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 36

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR x Slegið á nýja strengi NÝAFSTAÐINN aðalfundur miðstjórn- ar Alþýðubandlagsins var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þetta var fundur æðstu valdastofnunar sem komið hefur sam- an í flokknum frá því Margrét Frímanns- dóttir var kjörin for- maður seinni hluta árs 1995. Setningar- ræða Margrétar vakti verðskuldaða athygli. Með ræðu sinni sýndi Margrét að hún er til- búin til að nálgast öll helstu mál íslenskra stjórnmála með opnum og for- dómalausum hætti og hvetur flokksmenn til að gera slíkt og hið sama. Það þýðir hins vegar ekki að formaðurinn hafi kastað stefnu flokksins fyrir róða. Athygli fjöl- miðla beindist eðlilega að því sem Margrét sagði um Evrópu og utan- ríkismál. í þeim efnum voru skila- boðin til flokksmanna Alþýðu- bandalagsins þessi: „Við þurfum að meta þá stöðu sem sem upp er komin, kanna valkostina og taka ákvörðun í framhaldi af því. Það er engin lausn að segja að málið sé ekki á dagskrá. Þeir sem fara þá leið sætta sig við þá metnað- arlausu stöðu sem ísland er í gagn- vart Evrópusambandinu.“ Þessi staða vegur að sjálfstæði þjóðarinn- ar. Alþýðubandalagið er og hefur verið á móti aðild Islands að Evr- ópusambandinu (ESB) og formað- urinn dró enga dul á það. Hún benti aftur á móti á þá staðreynd að ís- lendingar hefðu verið aðilar að samningnum um Evrópska efnahags- svæðið (EES) í tæp fimm ár. Þó Alþýðu- bandalagið hafi á sínum tíma verið á móti aðild- inni að EES breytir það ekki því að það þarf að ræða þau margvíslegu áhrif sem samningur- inn hefur haft á íslenskt þjóðfélag. í ræðu sinni var Margrét óhrædd að viðurkenna að EES- samningurinn hefði haft ýmislegt jákvætt í för með sér. Þar nefndi hún lög um mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda og margvísleg lög á sviði neytenda- mála, mengunareftirlits, matvæla- eftirlits, öryggis- og hollustuhátta á vinnustöðum og vinnutíma. Þá hafi samningurinn líka tryggt ís- lensku launafólki frjálsan aðgang að vinnumarkaði ESB að ógleymdu ýmsu hagræði fyrir íslenskt at- vinnulíf. Metnaðarlaus staða íslands En EES-samningurinn er líka meingallaður. Margrét benti á að íslendingar þyrftu að laga löggjöf sína að löggjöf ESB að verulegu leyti án þess að hafa teljandi áhrif á mótun þessara laga, sem dregur úr sjálfsforræði þjóðarinnar. Þá fengju íslendingar enga fjárhags- lega aðstoð við að framfylgja lög- um sem sett væru í Brussel, Is- lenskt atvinnulíf þyrfti að keppa við fyrirtæki á Evrópumarkaði sem nytu fyrirgreiðslu og íjárhagslegr- Heimir Már Pétursson ar aðstoðar og fleira. Að öllu þessu samanlögðu er eðlilegt að formað- ur Alþýðubandalagsins segi íslend- inga í metnaðarlausri stöðu og hvetji flokksmenn sína til að taka Evrópumálin til gagngerrar skoð- unar. Með því er hún að segja að það sé ekki nóg að vísa til þess að flokkurinn hafi verið á móti EES-samningnum, heldur verði hann að koma með svör við því hvað eigi að gera til að tryggja stöðu íslands eftir að samningur- inn er orðinn að veruleika. í álykt- un miðstjórnar er tekið undir þessi sjónarmið og því beint til allra stofnana flokksins að taka þessi mál fyrir. í þessu felast pólitísk tíðindi, því þeir sem ekki sætta sig við ástand- ið eins og það er í dag í samskipt- Formaður Alþýðubanda- lagsins hefur margítrek- að, segir Heimir Már Pétursson, að flokkur- inn er á móti veru hers á Miðnesheiði. um íslands og Evrópu, standa frammi fyrir þremur kostum. Einn kosturinn er að beina öllum sínum pólitísku kröftum að því að EES- samningnum verði sagt upp og farið í tvíhliða viðræður við ESB eins og Alþýðubandalagið hefur ályktað um, annar kostur er að reyna að koma á úrbótum á EES- samningnum og þriðji kosturinn er að kanna aðild að bandalaginu. Það að nefna þessa kosti felur ekki í sér stórkostlega stefnubreyt- ingu, heldur það að horft er á stað- reyndir opnum og fordómalausum augum í síbreytilegum heimi stjómmálanna. Þessum leiðum, þar sem kostir og gallar EES-samn- ingsins eru skoðaðir með yfírveg- un, er velt upp með það í huga að tryggja hagsmuni, sjálfstæði og sjálfsforræði þjóðarinnar sem best, ekki hvað síst menningarlegt sjálfstæði hennar. Breyttur heimur Og þá að hemum á Miðnesheiði og aðild íslands að NATO. Það hefur engum dulist að heimurinn er allur annar eftir að taugastríði vestur- og austurblokkarinnar lauk með hrani Berlínarmúrsins, Var- sjárbandalagsins og síðar Sovétríkj- anna. Formaður í flokki, sem hvað harðast hefur barist gegn aðildinni að NATO og vera Bandaríkjahers á íslandi, spyr eðlilega hvort að- stæðumar kalli á nýja stefnu í þess- um málum. Margrét spurði í setn- ingarræðu sinni „hvort einhver von væri til þess að hemaðarbandalagið NATO lagaði sig að breyttum tím- um og legði áherslu á afvopnun, friðargæslu, baráttu gegn sölu vopna og gegn miðlun tækniþekk- ingar á sviði efnavopna og kjarn- orkuvopna?" Jafnframt varaði Mar- grét við útþenslu NATO til austurs sem gæti virkað sem vatn á myllu harðlínuafla í Rússlandi. Þetta era allt eðlilegar spurning- ar, líka hvort það sé líklegra til árangurs fyrir flokk sem hefur friðarmál á stefnuskrá sinni að senda fulltrúa sína á þingmanna- fundi NATO til að koma stefnu sinni með afgerandi hætti á fram- færi þar eða ekki. Margrét lét þess- um spurningum ósvarað en beindi þeim til flokksmanna sinna þannig að um þessi mál gætu hafist fijóar umræður án þess að niðurstaðan væri gefin fyrirfram. Margrét hef- ur hins vegar marg ítrekað það í opinberri umræðu og nú síðast á Stöð 2 hinn 26. janúar, að hún er á móti vera hersins á Miðnesheiði og hún lýsti vanþóknun sinni á þeirri stefnu íslenskra stjómvalda að kasta sér á fætur Bandaríkja- manna þegar þeir vilja í raun og vera sjálfir fara burtu með her sinn. Það er einmitt vegna þessarar stöðu sem Alþýðubandalagið verður að svara kalli tímans og þróa stefnu sína til þess að auka líkumar á að hún nái fram að ganga. Það er stefna friðar og öryggis, sem Mar- grét harmaði í ræðu sinni að ekki hefði fengið nægjanlegt vægi innan ÖSE, ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Eðlilegt hefði verið að ÖSE yrði það bandalag friðar og öryggis sem útlit er fyrir að menn ætli NATO. Róttækur umbótaflokkur í fréttaflutningi af miðstjórnar- fundi Alþýðubandlagsins fór ekki mikið fyrir því sem fundurinn sam- þykkti í fjölskyldu-, kjara- og um- hverfismálum. En fundurinn var haldinn undir yfirskriftinni Fjöl- skyldan - kjörin - umhverfi. í ályktunum sínum þar undirstrikar Alþýðubandalagið að flokkurinn er róttækur umbótaflokkur i þess- um málaflokkum og helsti pólitíski bakhj arl verkalýðshreyfingarinn- ar. Blinda íslenskra ráðamanna, með forsætisráðherrann í farar- broddi, sem segir þá menn fara með fleipur sem vekja athygli á fátækt í landinu, er fordæmd af miðstjóm Alþýðubandalagsins. Miðstjórnin bendir á fjölmargar leiðir til úrbóta, meðal annars í gegnum tekjuskattskerfið og tekur heilshugar undir kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar um verulega hækkun lægstu launa. Enda væri með því verið að standa við loforð sem launafólki var gefið þegar þjóðarsáttasamningarnir voru gerðir. Það er launafólkið sem tryggt hefur lága verðbólgu og bættan hag fyrirtækja á íslandi. Miðstjórn Alþýðubandalagsins segir að nú sé komið að skuldadög- um, nú eigi að greiða fyrir gífurleg- ar fórnir launafólks á undanförn- um sex árum og hálaunamenn verði einfaldlega að sýna þessum staðreyndum þá virðingu að sitja á sér hvað þá varðar. Höfundur er frnmkvæmdastjórí Alþýðubandalagins. > *» Fjármál Borgarleikhússins • • Svar til Ornólfs Thorssonar ÖRNÓLFUR Thors- son, fulltrúi borgar- stjóra í leikhúsráði Leikfélags Reykjavik- ur, sendir félaginu af- mæliskveðju í upphafí 100 ára afmælisárs félagsins með grein í Morgunblaðinu 25. janúar undir fyrirsögn- inni Af ástum sam- lyndra hjóna. Við þessa grein er nauðsynlegt að gera nokkrar at- hugasemdir. Tilefni greinar ÖT er afmælishátíð Leik- félagsins og ræður sem þar voru fluttar. Hann segir að „í málflutningi leikfélags- manna var áberandi umfjöllun um brýna fjárþörf leikfélagsins" sem hann telur „nauðsynlegt að leið- rétta; hið rétta er að framlög til félagsins hafa hækkað umtalsvert í tíð núverandi meirihluta eftir fjög- urra ára kyrrstöðu". Eg hlýt að taka þessa sendingu til mín því að ég sá mig tilknúinn að fjalla um fjármál Leikfélagsins í ræðu minni á afmælishátíðinni og síðan hefur ÖT gagnrýnt þá ræðu mína fyrir að ég skyldi ekki geta sérstaklega um hækkanir framlaga „í tíð núver- andi meirihluta“. Vissulega ber að þakka þær hækkanir sem orðið hafa í tíð nú- verandi meirihluta, en á afmælishá- tíðinni var ég að fjalla um fjárveit- ingar þau sjö ár sem Leikfélag Reykjavíkur hefur starfað í Borgar- leikhúsinu og flokkaði ekki framlög eftir því hver var í meirihluta borg- arstjórnar á hvetjum tíma. En það vill ÖT gera og þá er líka nauðsynlegt að aðstoða hann við það. Skv. töflu yfir fram- lög til Leikfélagsins sem ÖT birtir með grein sinni má sjá að árin 1990 og 1991, undir meirihluta sjálf- stæðismanna og í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, hækka framlögin um 48% og 25% að raunvirði. Árin 1992 til 1994, undir sama meirihluta, en í borgarstjóratíð Markúsar Amar Ant- onsonar, standa fram- lögin í stað eða lækka að raunvirði. Árin 1995 til 1997, í tíð núver- andi meirihluta, hefur þróun fram- laga borgarinnar verið þessi: Árið 1995 varð 8% hækkun og 3% hækk- un 1996. Á yfirstandandi ári er framlagið, að meðtöldu 5 mkr. af- mælisframlagi borgarráðs, sama krónutala og 1996 þannig að raun- lækkun milli ára er 1%. Af þessu má sjá að ef ég hefði gert hækkanir núverandi meirihluta að sérstöku umræðuefni, í því sam- hengi sem ræða mín var, hefði það verið sögufölsun að geta ekki sér- staklega um hækkanirnar 1990 og 1991. Og raunar óviðeigandi á þeirri stundu að flokka framlögin eftir póltískum valdahlutföllum í borginni. En að gefnu tilefni geri ég það hér. Þá nefnir ÖT að frá því „Borgar- leikhúsið var tekið í notkun í byrj- un(!) októbermánaðar árið 1989“ og til ársloka 1991 hafí LR ekki greitt I Sigurður Karlsson orkukostnað og fasteignagjöld. Hvers vegna hann gerir orku- og fasteignakostnað að umtalsefni er mér ekki ljóst en hann sleppir því að draga af þessari staðreynd þá einu ályktun sem við blasir: Með því að borgin greiddi þennan kostnað var framlag borgarinnar í raun tals- vert hærra 1989-1991 en fram kem- ur í töflunni sem fylgir grein ÖT. Síðan endurtekur OT gamla meinloku sína þegar hann segir að í stofnskrá fyrir Borgarleikhús „virðist gengið út frá því að starf- semi LR í Borgarleikhúsi yrði rekin Og einnig má minna á að við opnum Borgar- leikhúss, segir Sigurður Karlsson, taldi þáver- andi borgarstjóri, Davíð Oddsson, eðlilegt að framlög til Leikfélagsins tvöfölduðust - en ekki að þau féllu niður. án styrkja" og „Fallið var frá þeirri stefnu í samkomulaginu frá 1992.“ Hann hefur áður haldið því fram að það að ekki er minnst á rekstar- framlag til Leikfélagsins í sam- komulagi um byggingu Borgarleik- húss þýði að fella hafi átt framlag- ið niður. Og nú segir hann ekki aðeins að svo „virðist" heldur talar um það sem „stefnu". Það er varla sæmandi að ætla þeim sem undirrituðu stofnskrána, Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi leikhússtjóra og Birgi ísleifi Gunn- arssyni, þáverandi borgarstjóra, að hafa verið svo skyni skroppin að halda að það eitt að flytja starfsem- ina í stærra hús nægði til þess að hægt yrði að reka atvinnuleikhús á íslandi án opinberra styrkja. Og einnig má minna á að við opnun Borgarleikhúss taldi þáverandi borg- arstjóri, Davíð Oddsson, eðlilegt að framlög til Leikfélagsins tvöfölduð- ust - en ekki að þau féllu niður. Og enn segir ÖT: „Hvergi í ofan- greindum pappíram [stofnskrá og samkomulaginu frá 1992] era ákvæði um að Reykjavíkurborg skuli styrkja starfsemi LR.“ Þetta er alveg rétt. Árið 1963 komst á samkomulag milli félagsins og Geirs Hallgrímssonar, þáverandi borgarstjóra, um að Reykjavíkur- borg legði fram fé til að tryggja rekstur félagsins sem atvinnuleik- húss og um leið var stofnað leikhús- ráð þar sem borgarstjóri skipaði einn fulltrúa af fimm. Um þetta samkomulag var ekki settur stafur á pappír heldur var um að ræða samkomulag heiðursmanna sem töldu orð hver annars jafngilda þinglýstum pappíram. Enda hefur þetta samkomulag haldið í þriðjung aldar og enginn saknað pappíra í því efni fyrr en núverandi fulltrúi borgarstjóra í leikhúsráði þarf allt í einu að rökstyðja það - á aldaraf- mæli félagsins - að Reykjavíkur- borg hafi engar skyldur til að styrkja starfsemi þess. Hér að framan er vitnað í töflu yfir framlög sem ÖT birtir og borg- arhagfræðingur hefur framreiknað miðað við vístölur neysluverðs. En tölur geta verið vandasamar í með- förum eins og sést þegar ÖT ber saman hugmyndir Leikfélags- manna yeturinn 1994/95 um hækkun framlaga og framlög til félagsins nú. Hann ber saman 160-170 mkr. fyrir tveimur árum og 150 mkr. framlög ríkis og borg- ar á þessu ári að viðbættum 10 mkr. afmælisstyrkjum fyrirtækja og stofnana. Síðan lýkur hann grein sinni með þessum orðum: „Félagið virðist þá hafa úr að spila þeirri upphæð sem forráðamenn þess töldu fyrir tveimur árum for- sendu fyrri fullu starfi LR í Borgar- leikhúsi 1997.“ Hér eru bornar saman ósambærilegar tölur og gæti villt um fyrir þeim sem ekki vita betur. ÖT hefði átt að láta borgarhagfræðing framreikna líka fyrir sig tölurnar 160-170 mkr. frá 1994/95 en þá hefði komið í ljós að enn vantar a.m.k. 16-26 mkr. upp á að markmiðinu frá 1994/95 sé náð. Reyndar er þessi munur enn meiri, eða a.m.k. 25-35 mkr, ef reiknað er með launavísitölu, sem væri eðlilegri mælikvarði í ljósi þess að langstærsti útgjaldaliður leikhúsa er launakostnaður. Fyrir þá fjárhæð hefði auðveldlega mátt fjölga verkefnum á afmælisárinu um þrjú til fjögur! Og það veit ÖT sem leikhúsráðsmaður - og sem fulltrúi í afmælisnefnd - að afmæl- isframlögum fyrirtækja og stofn- ana er ætlað að standa straum af skrásetningu sögu Leikfélags Reykjavíkur og til afmælishaldsins en eiga ekki að renna inn í rekstur félagsins. í ljósi þessa ber að skoða frarngreind lokaorð. ÖT fjallar nokkuð um samkomu- lagið um rekstur Borgarleikhúss frá 1992, efni þess, framkvæmd og endurskoðun, en vegna margítrek- aðra tilmæla hans sjálfs um að halda þeirri umræðu utan fjölmiðla ætla ég ekki að fyalla um það mál hér og leiði hjá mér það tilefni sem hann gefur með grein sinni. Höfundur er formaður Leikfélags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.