Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MAGNÚS ÖRNÓLFUR
JÓHANNSSON
+ Magnús Örnólf-
ur Jóhannsson
var fæddur í
Smiðjugötu 1 á
Isafirði 28. septem-
ber 1916. Hann and-
aðist 27. janúar síð-
astliðinn í Sjúkra-
húsi ísafjarðar.
Magnús var einka-
sonur hjónanna
Salóme Salómons-
dóttur og Jóhanns
Magnússonar.
Arið 1943 kvænt-
ist hann Margréti
Sigríði Jónasdóttur,
ættaðri úr Fijótum í Skagafirði
og varð þeim fjögurra barna
auðið. 1) Erna, f. 7.6. 1938, gift
Helga Geirmundssyni og eiga
þau sex börn. 2) Edda, f. 5.10.
1943, gift Stefáni Jónssyni og
eiga þau fjögur börn. 3) Jó-
hann, f. 22.4. 1945, kvæntur
Halldóru Jóhannsdóttur og eiga
þau fjögur börn, en
fyrir átti Jóhann
eina dóttur. 4) Lilja,
f. 28.2. 1947, gift
Þórði Sveinbjörns-
syni og eiga þau tvö
börn. Barnabörnin
eru átján og barna-
barnabörnin tutt-
ugu og sex.
A yngri árum
starfaði Magnús
sem sjómaður hjá
föður sínum, en síð-
an hóf hann störf
hjá Smjörlíkisgerð
Isafjarðar þar sem
hann starfaði í 18 ár. Um ára-
bil vann Magnús við húsamálun,
en á seinni árum vann hann hjá
Ishúsfélagi ísfirðinga þar til
hann lét af störfum í ágúst á
síðasta ári.
Utför Magnúsar Örnólfs fer
fram frá ísafjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Sorgarfregn berst að morgni 27.
janúar. Hann Magnús tengdapabbi
lést í nótt. í upphafi grípur sorg og
söknuður hugann og maður skynjar
4- mikið tómarúm sem mjmdast hefur
við fráfali þessa öðlingsmanns. En
brátt sefast sorgin og tómarúmið
minnkar þegar allar góðu minning-
amar riíjast upp. Ég hef átt því láni
að fagna að hafa þekkt Magnús í
rúmlega 30 ár. Það var í ágúst 1965
þegar ég kom í fyrsta skipti í heim-
sókn á heimili Magnúsar og eigin-
konu hans Margrétar Jónasdóttur í
Smiðjugötu 6 á Isafirði. Sú heimsókn
er mér enn í fersku minni, því þar
kynntist ég heimili sem einkenndist
^ af hlýhug, umhyggju og gestrisni.
Og heimsóknimar í Smiðjugötunni
áttu eftir að verða margar og alltaf
vom þær tillhlökkunarefni, ekki bara
fyrir mig heldur alla íjölskylduna.
Magnús var afar léttur í lund og
glaðvær svo eftir var tekið. Að vera
í návist hans jók manni bjartsýni og
kjark. Magnús var kvikur á fæti og
naut þess að fara í góða göngutúra.
í slíkum ferðum var oft slegið á létta
strengi og gérðar athugasemdir við
það sem fyrir augu bar. Snyrti-
mennskan var Magnúsi í blóð borin
og fór það mjög fyrir brjóstið á hon-
um þegar hann sá slæma um-
gengni, einkum ef í hlut áttu ómáluð
og illa hirt hús. Magnús var sérlega
iðjusamur maður svo aldrei féll hon-
'o um verk úr hendi. Að loknum vinnu-
degi var hver stund notuð til hins
ýtrasta við að laga til og fága allt
jafnt utanhúss sem innan, jafnvel
var matarhléð notað til að slá garð-
inn og raka. Að taka á móti gestum
var líklega toppurinn á tilverunni og
ef þeir sem framhjá gengu mönnuðu
sig ekki upp í að banka á dyrnar
var þeim bara kippt af götunni og
þeir settir við kaffiborðið. Öll mann-
leg samskipti voru Magnúsi hugleik-
in og átti hann afar auðvelt mað að
stofna til viðræðna og kynna við
ókunnugt fólk. Að gleðjast í góðra
vina hópi kunni hann vel og var
hann þá jafnan hrókur alls fagnað-
ar. Ballskák spilaði Magnús af mik-
illi prýði og náði langt í þeirri íþrótt.
Magnús hafði afskaplega gaman af
ferðalögum og ferðaðist oft, bæði
erlendis og innanlands.
Minningamar hrannast upp í hug-
ann svo lengi mætti halda áfram,
en hér skal staðar numið. Það var
fyrir réttum mánuði að leiðir okkar
Magnúsar lágu saman í síðasta sinn
í þessu lífí. Enn var ég í heimsókn
í Smiðjugötunni. 0g þarna var hann
Magnús ennþá síungur og glaður og
þannig mun ég ávallt geyma minn-
inguna um hann í mínum huga.
Hafðu þökk og Guð blessi minningu
þína. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu
hans, Margréti Jónasdóttur, og öðr-
um aðstandendum mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Þórður Sveinbjörnsson.
Elsku pabbi minn.
Nú þegar kemur að leiðarlokum
langar mig til að minnast þín í örfá-
um orðum. Þó vitað væri að hveiju
stefndi kemur kallið alltaf á óvart,
þetta kall sem allir verða einhvern
tímann að hlýða. Ég gat ekki kvatt
þig og það þykir mér sárt. Við ætluð-
um að koma til þín um páskana með
böm og barnaböm, sem alltaf hlökk-
uðu til að hitta „besta afa í heimi“
sem alltaf var svo kátur og glaður
og aldrei í vondu skapi eins og þau
sögðu alltaf þegar þau minntust á
þig. Ég kveð þig nú, pabbi minn,
með sámm söknuði og bið algóðan
Guð að gefa móður minni styrk í
hennar miklu sorg. Hún sem er klett-
ur í hafinu í hveiju sem á gengur.
Hafðu þökk fyrir allt og allt, pabbi
minn. Blessuð sé minning þín.
Lilja.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og
í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Um hvern Iátinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt-
ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
töivusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Mig langar með nokkram orðum
að minnast kærs fjölskylduvinar,
Magnúsar Ömólfs Jóhannssonar,
sem er látinn.
Kynni min af þessum góða vini
hófust er hann fór að mála með föð-
ur mínum og vann hann hjá honum
í mörg ár. En þá hófst strax dýrmæt
vinátta fjölskyldu minnar við þau
hjónin Magga og Möggu. Og er ég
byijaði að mála unglingurinn þá urð-
um við vinnufélagar frá fyrsta degi,
og síðan en ekki síst góðir vinir og
áttum við yndislega, einlæga vináttu
og tryggð fram á síðasta kvöldið
hans á sjúkrahúsinu. Maggi var al-
veg einstaklega glaðlyndur og
skemmtilegur persónuleiki, bros-
mildur og sérlega elskulegur og hlýr
í viðmóti. Alltaf var stutt í húmor-
inn, giaðværðina og hláturinn. Og
er við unnum saman voru fleiri hress-
ir karakterar, þar á meðal Daddi
brasi, og var yfirleitt glatt á hjalla
og gáskinn og sögumar flugu og era
orðnar hálfgerðar þjóðsögur hér um
slóðir.
Hann Maggi var kvæntur yndis-
legri konu, henni Margréti Jónas-
dóttur frá Siglufirði, eða Möggu
hans Magga eins og við kölluðum
hana. Þau hafa búið sér sérstaklega
fallegt heimili í Smiðjugötunni og
hafa verið frábærlega samhent við
að gera upp gamla hús foreldra hans
og ber það þeim fagurt vitni hvort
sem er utandyra í garðinum eða inn-
anhúss. En foreldrar Magga, Salome
og Jóhann, eyddu síðan ævikvöldinu
í skjóli þeirra hjóna og við yndislega
aðhlynningu þeirra.
Margar ánægjustundir höfum við
fjölskyldan átt á heimili þeirra hjóna,
og alltaf verið svo innilega velkomin,
og var alltaf eins og við væram að
sækja höfðingja heim. Svoleiðis hef-
ur vináttan og gestrisnin alltaf verið
ræktuð á þeim bæ. Þau hjón hafa
verið alveg sérlega trygg vinum sín-
um, svo ég tali nú ekki um fjölskyldu-
böndin þeirra, en þar hefur sam-
heldnin ráðið ríkjum. Samband þeirra
við börn, tengdaböm og þeirra niðja
hafa þau rækt með miklum og góð-
um samskiptum, og mikilli nálægð
við þau öll, hvort sem var elsta
bamabarnið eða síðasta langafa-
bamið. Ef einhver í flölskyldunni var
í framkvæmdum með húsið sitt, að
byggja, smíða eða mála, var Maggi
mættur með sína starfskrafta og
bros á vör, og var með eindæmum
greiðvikinn við alla, og hafði mikla
ánægju af.
Ahugamálin hans Magga voru
mörg. Hann hafði ómælda ánægju
af því að spila billjard og var alltaf
með þeim bestu hér um slóðir og
víðar.
Þá höfðu þau hjónin mikla ánægju
af því að ferðast og fóru þau vítt
og breytt um landið og seinni árin
fóra þau oft til útlanda með bömum
sínum í sumarfrí og nutu þau þess
út í ystu æsar. Svo fannst honum
alltaf gaman að ræða um lífsins
gagn og nauðsynjar og var ekki
komið að tómum kofanum þar.
SIGRÍÐUR
ÞÓRARINSDÓTTIR
+ Sigríður Þór-
arinsdóttir
fæddist í Krossdal
í Kelduhverfi 3.
júní 1929. Hún lést
19. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
Sigríðar: Þórarinn
Jóhannesson,
Krossdal, og Ing-
veldur Guðný Þór-
arinsdóttir frá
Kílakoti. Systkini
Sigríðar: Jóhann-
es, Ingveldur Vil-
borg og Þórarinn, látin, og
Sveinn. Hinn 29. ágúst 1959
giftist Sigríður eftirlifandi eig-
inmanni sínum Gunnari Valdi-
marssyni. Þau eiga þijú börn,
sem eru: 1) Aðalsteinn Rúnar,
f. 1960, maki Rannveig Jóns-
dóttir, búsett á Húsavík. 2) Þór-
hildur, f. 1961,
maki Jón Ingi
Björnsson, búsett
í Reykjadal. 3)
Guðrún, f. 1968,
maki Haukur Þór-
hallsson, búsett á
Kambsstöðum í
Hálshreppi. Áður
átti Sigríður tvær
dætur, sem eru:
Gunnþórunn
Guðný Sigurðar-
dóttir, f. 1951,
maki Viðar Ei-
kríksson, búsett á Húsavík, og
Kolbrún Kúld Pétursdóttir, f.
1954, maki Guðmundur Valdi-
marsson, búsett í Hafnarfirði.
Barnabörn Sigríðar eru fimmt-
án og barnabarnabörnin tvö.
Útför Sigríðar fór fram frá
Húsavíkurkirkju 25. janúar.
Fyrir hönd okkar skólasystra úr
Ljósmæðraskóla íslands, langar mig
til að minnast Sigríðar Þórarinsdótt-
ur með nokkram orðum.
Við voram tólf sem hófum nám í
skólanum. Ein varð að fresta námi
um eitt ár vegna veikinda, svo við
vorum ellefu sem þreyttum prófin
og útskrifuðumst 30. september
1953. Þetta var samstilltur hópur,
sem tók námið alvarlega, og allar
höfum við síðan unnið við Ijós-
mæðra- og hjúkranarstörf um lengri
eða skemmri tíma.
Við erum þó búnar að missa aðra
úr hópnum, hana Ingibjörgu sem
lést fyrir mörgum áram, langt um
aldur fram.
Sigríður, eða Sissa eins og við
kölluðum hana alltaf, hóf sín ljós-
móðurstörf í sinni heimasveit strax
að loknu námi. Hún starfaði sem
umdæmisljósmóðir í Keldunes-
hreppsumdæmi á sjötta ár. Frá
hausti 1959 hefur hún starfað sem
ljósmóðir á sjúkrahúsinu á Húsavík,
allt til 1. apríl 1986, en þá sagði hún
upp störfum af heilsufarsástæðum.
Fyrstu árin á Húsavík þjónaði hún
einnig umdæmum í nágrenni Húsa-
víkur. Ég get ekki sagt um hvernig
vinnuskipting ljósmæðra á sjúkra-
húsinu á Húsavík er núna, en oft
skiptu þijár ljósmæður með sér tveim
heilum stöðum. Þar var ekki um
venjuleg vaktaskipti að ræða heldur
sólarhringsskipti. Oft var Sissa boðin
og búin að skipta við sér yngri ljós-
mæður ef hún vissi til að þær lang-
aði til að fara á ball, eða þá að vera
heima hjá sér um jólin, svo eitthvað
sé nefnt.
Um vorið 1986 fékk Sissa hjarta-
áfall og má segja að árin þar á eftir
hafi verið nær samfelldur sjúkdóms-
ferill. Sykursýki, skjaldkirtilssjúk-
dómur, hryggbrot og síðan lærbrot
ásamt fleira. Þetta urðu því margar
sjúkrahúsferðir og oft löng lega.
Oftast var hún á sjúkrahúsinu á
Húsavík og var þar samfellt frá 15.
maí 1995. Oft þurfti hún þó að fara
á önnur sjúkrahús, t.d. Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, en þar lést
hún á gjörgæsludeild um kl. hálf
fimm, seinni hluta sunnudagsins 19.
janúar eftir tveggja sólarhringa legu
þar. Efalaust hefur hún fundið að
hveiju stefndi, því hún bað manninn
sinn endilega að koma með sér og
vera hjá sér, en í önnur þau skipti
sem hún þurfti á sjúkrahúsvist að
halda, taldi hún enga þörf á fylgd.
Ég er bara að fara á sjúkrahús, sagði
hún.
Það vildi svo einkennilega til að
eitt bamabamið hennar Sissu, Her-
mann Þór Hauksson á Kambsstöð-
um, var að halda upp á 9 ára afmæl-
ið sitt á sama tíma og Sissa kvaddi.
Þar vora því saman komnir margir
af afkomendum hennar þegar þeim
barst þessi sorgarfregn.
Þó svo að Sissa ætti við mörg
heilsuvandamál að stríða, æðraðist
hún ekki og oft komu góðir dagar
inn á milli. Gunnar, eiginmaður
hennar, er líka alveg einstakur. Hann
Maggi varð áttræður síðastliðið
haust en það bar hann nú ekki með
sér, þessi vinur. Hann hélt sér alveg
einstaklega vel og leit út fyrir að
vera mun yngri en árin sögðu, og
allt að því strákslegur, enda dugleg-
ur að ganga og hreyfa sig alla tíð.
Hann Maggi var einn af sonum
ísafjarðar og setti svo sannarlega
svip á bæinn sinn. Hann hafði unnið
í Smjörlíkisgerð ísafjarðar í fjölda
ára áður en hann fór að vinna hjá
föður mínum, og er hann hætti í
málningunni fór hann að vinna hjá
íshúsfélagi ísfírðinga hf. og vann
þar þangað til í vetur.
Heilsan hafði alla tíð verið góð,
svo það átti ekki við hann að hætta
að vinna, enda átti hann góða og
hressa vinnufélaga í íshúsinu og
naut þess í ríkum mæli að vera inn-
an um fólk.
Fyrir tveimur áram veiktist hann
en náði sér mjög vel, og var heilsan
þokkaleg þar til fyrir tíu dögum að
hann veiktist og var lagður inn á
Sjúkrahús ísafjarðar þar sem hann
lést.
Það var yndislegt að eiga hann
Magga fyrir vin, og vil ég að leiðar-
lokum þakka honum vináttu og
tryggð, og alla umhyggjuna fyrir
föður mínum og okkur ljölskyldunni
alla tíð. Megi guð geyma hann í
nýjum heimkynnum. Elsku Magga,
við sendum þér og fjölskyldu þinni
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Bjarndís og fjölskylda.
var óþreytandi að styðja við Sissu í
veikindum hennar á allan hátt, sem
hægt var. Hann aðstoðaði hana ef
hún var heima, heimsótti hana á
sjúkrahúsið þegar hún var þar og
tók hana heim hvenær sem færi
gafst á þeim tíma. Eftir að þau seldu
húsið á Uppsalaveginum og fluttu
að Skálabrekku 19 gat Gunnar ekið
henni þangað heim í hjólastól flesta
daga og um helgar. Þau urðu æ
samrýndari eftir því sem árin liðu
og fundu sér ýmislegt til að vinna
saman að þessar stundir. Síðasti
dagurinn hennar heima var þriðju-
dagurinn 14. janúar. Eftir það fór
að halla undan fæti. Það er þakkar-
vert að Sissa virtist oft ekki finna
mikið til og oftar en ekki var stutt
í brosið.
Ég minnist Sissu sem brosandi
konu og mikillar handavinnukonu. Á
meðan við voram í skólanum var hún
alltaf að sauma út eða með aðrar
hannyrðir þegar færi gafst frá námi
og vinnu. Ég sé enn fyrir mér falleg-
an kjól sem hún saumaði á dóttur
sína. Mér er einnig minnisstætt þeg-
ar ég, mörgum árum seinna, kom í
heimsókn á Uppsalaveg 12 til þeirra
hjóna að sjá alla þá hluti sem Sissa
hafði unnið af mikilli vandvirkni og
piýddu veggi og aðra staði í húsinu.
Og blómin, hvílík natni. Ennþá sé
ég fyrir mér klifuijurtina sem fékk
að teygja sig út um allt í stofunni
og fékk meir að segja sérsmíðaðan
grindarvegg til að feta sig áfram í.
Eins og áður sagði var hópurinn
okkar í Ljósmæðraskólanum mjög
samstilltur og höfum við reynt að
halda sambandi áfram með þvi að
koma saman á ýmsum tímamótum
eða réttara sagt skólaafmælum.
Aldrei hefur þó tekist að ná öllum
saman í einu. Sissa og Gunnar náðu
því að vera með í glöðum hópi bæði
á Akureyri og í Reykjavík. Haustið
1993, þegar 40 ár voru liðin frá út-
skriftinni, fórum við nokkrar til út-
landa. Sissa var þá ekki ferðafær
eftir lærbrotið og sagðist ekki geta
lagt á okkur að hafa meðferðis stirða
konu á hækjum, en bætti hlæjandi
við, hver veit nema ég geti komið
með næst.
Nú er hún lögð af stað í lengra
ferðalag og viljum við gera orð Valdi-
mars Briem að okkar:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Gunnari, öllum börnunum
og fjölskyldurn þeirra.
Ása.