Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÓSKAR GUIDO
BERNHÖFT
+ Óskar Guido
Bernhöft var
fæddur í Kirkju-
hvoli við Kirkjutorg
16. júlí 1901. Hann
lést í Reykjavík 23.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 30.
janúar.
Ljúfar minningar
fóru um hugann, er
mér barst fregnin um,
að minn kæri vinur og
Reglu-bróðir, Guido
Bernhöft, væri látinn, minningar
þrungnar þakklæti fyrir samfylgd-
ina hér á jörð. Það er eins og að
líta bjarta heiðskíru á annars skýj-
uðum himni að rifja upp öll þau
kynni frá fyrsta degi til hins síð-
asta. Þar bar aldrei skugga á.
Guido Bernhöft var í mínum huga
einn þeirra örfáu manna, sem voru
„sannir aðalsmenn“ í öllu fari sínu
og umgengni við aðra menn. Hann
var rúmlega meðalmaður á hæð,
^ höfðinglegur í öllu fasi og ljúf-
' mennskan skein úr andliti hans og
öllu viðmóti. Hann var einstakt
snyrtimenni, ætíð vel klæddur svo
af bar, svo hvorki sá hrukku né
blett nokkru sinni, enda var fram-
koma hans og fas ávallt í sama
mótið steypt.
Mín fyrstu kynni af Guido Bem-
höft vom frá bemskuárum mínum,
er faðir minn átti við hann nokkur
viðskipti eins og fleiri kaupmenn á
þeim ámm, en hann skar sig alveg
úr þeim hópi fyrir einstaka lipurð,
^orðheldni og sanngimi í hvívetna.
Faðir minn þreyttist aldrei á að end-
urtaka: „Hann Bernhöft er alveg
einstakur. Sögð orð í síma em meira
virði frá hans vömm en stimplaðir
pappírar frá mörgum öðmm. Hjá
honum bregst aldrei neitt, hvorki
vömsending eða tími, hvorki stafur
né komma, honum má alveg treysta,
honum skeikar aldrei, enda em
skiptin við hann alltaf jafn ljúf.“
Þessi orð föður míns
vildi ég gera að mínum,
því reynsla mín af hon-
um er sú sama og ekki
síðri, því að mannkostir
hans nutu sín aldrei
betur en í félagi, þar
sem dyggðir og dreng-
skapur, kærleikur og
góðvild skipa öndvegi.
Hann gekk í frímúrara-
stúkuna Eddu 27 ára
og batt órofa tryggð
við frímúrarastarfið og
hugsjónir frá því, enda
voru honum fljótlega
falin vandasöm og
tímafrek trúnaðarstörf fyrir stúku
sína og síðan fyrir Frímúrararegl-
una á íslandi, er hún var stofnuð
1951. Störfin og ábyrgðin jukust
ár frá ári og var honum loks falið
eitt umsvifamesta embættið innan
Reglunnar um fjölda ára og meðan
starfskraftar entust.
Ekki veit ég hvort mannkostir
hans vom mótaðir af uppeldi hans
eða eðli eða þá af áhrifunum frá
Frímúrarareglunni og hugsjónum
hennar, sennilega af öllu saman-
lögðu. Kristin trú var grundvöllur
allrar iðju hans, allra áforma hans
og verka og birtist bæði í orðum
hans og athöfnum. Hann vann öll
sín störf, bæði utan Reglunnar og
innan, af árvekni, kostgæfni og
samviskusemi og leysti þau af hendi
fljótt og vel. Drenglyndi, réttsýni
og orðheldni einkenndi skipti hans
við aðra menn.
Seint verða fulltaldir mannkostir
hans. Þó langar mig til að minnast
þess, hversu hann bar mótlæti með
þolinmæði og auðmýkt. Það kom
best fram, þegar hann missti hjart-
kæra eiginkonu sína fyrir níu árum.
Hann bar aldrei djúpa sorg sína
utan á sér, því enginn sá það á
honum utan heimilisins, þótt allir
fyndu hvað honum leið. Á sama
hátt sýndi hann ávallt hógværð í
meðlæti.
Af ofanskráðu er augljóst, að
Guido Bernhöft var einstaklega já-
t
Systir mín,
HERBORG EINARSDÓTTIR,
Meðalholti 2,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 21. janúar. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð.
Jófrfður Einarsdóttir.
*■
t
Föðurbróðir okkar,
JÓHANNES EGILSSON
frá Laxamýri,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
27. janúar.
Fyrir hönd ættingja og vina.
Gunnar Sigurðsson,
Jóhann Sigurðsson.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
HERMANN BJÖRNSSON,
Bakkahlfð 15,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 30. janúar.
Lfsa Björk Sigurðardóttir,
Hulda Sif og Berglind Hermannsdætur.
kvæður og glaðvær í hvívetna, en
þó var gaman hans ávallt græsku-
laust. Eg man ekki eftir neinum
jafn umtalsgóðum manni og hann
var, því aldrei minnist ég þess
nokkru sinni, að hann hafi sagt
neitt annað en gott um aðra, hvort
sem þeir voru nær eða fjær.
Kannski er það einmitt þetta lífsvið-
horf, sem hjálpar mönnum til að
vera ungum til 95 ára aldurs.
Um leið og ég, fyrir hönd Frímúr-
arareglunnar á íslandi, votta börn-
um hans og fjölskyldum þeirra ein-
læga samúð mína, er ég þess full-
viss, að það er ómetanleg huggun
í harmi að eiga eftir minninguna
um einstæðan föður. Á sama hátt
og hann var stoltur af forfeðrum
sínum og ætt, þótt aldrei bæri hann
það á torg, þá getið þið svo sannar-
lega verið stolt af að eiga þau
Maju og Guido Bernhöft að foreldr-
um.
Guð veri með ykkur öllum.
Karl Guðmundsson.
Það var á sólrikum sunnudegi í
maí 1957 að við Guido urðum sam-
ferða vestur á Hagamel 12 til að
heimsækja Karl Þorsteins, ræðis-
mann, en hann hafði boðið okkur í
eftirmiðdagskaffi þann dag.
Allir vorum við frímerkjasafnarar
og var því ekki að sökum að spyija
um hvað okkar umræða myndi snú-
ast.
Guido minntist þess að faðir sinn
hefði safnað frímerkjum sem við
reyndar vissum, en þeir gömlu
mennirnir í hans tíð hefðu oft kom-
ið saman til að rabba um þetta
áhugaefni sitt. Vorum við sammála
um að leitt væri að enginn félags-
skapur frímerkjasafnara væri til
hér.
Við Guido urðum samferða eftir
að hafa kvatt Karl og héldum þá
umræðunni áfram og að því kom
að við ákváðum að aðhafast eitt-
hvað í málinu.
Höfðum við hvor um sig sam-
band við nokkra menn sem við viss-
um að hefðu áhuga á frímerkjum
og boðuðum þá til fundar í Þjóð-
leikhúskjallaranum þann 28. maí
1957.
Niðurstaða þessa fundar var já-
kvæð á þá leið að ákveðið var að
boða til stofnfundar um félag frí-
merkjasafnara í Oddfellowhúsinu
nokkrum dögum seinna.
Sá fundur var fjölsóttur og var
Guido kosinn fyrsti formaður fé-
lagsins, sem fékk nafnið Félag frí-
merkjasafnara.
Vinátta okkar hélst allar götur
síðan. Skapmildi hans var einstök
og háttvís var hann svo af bar.
Far vel, kæri vinur.
Við Halla sendum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur._
Guðmundur Árnason.
Kær vinur minn og samstarfsfé-
lagi, Guido Bemhöft, er látinn eftir
nær heillar aldar gifturíka ævi. Ég
kynntist honum fyrir alvöru þegar
ég kom til starfa hjá H. Ólafsson
& Bernhöft. Í fyrstu kom mér ekki
til hugar að með okkur tækist sá
vinskapur sem raun varð á. Fyrir
það fyrsta var aldursmunurinn tals-
verður - meira en hálf öld skildi
okkur að. Auk þess höfðum við lif-
að á misjöfnum tímum og í ólíku
umhverfi.
Guido var borgarbarn af gamla
skólanum, fæddur í miðbænum og
átti þar heima alla sína ævi. Hann
þekkti þar hvern einasta blett og
tók beint og óbeint þátt í þeirri
byltingu sem átt hefur sér stað í
höfuðborginni á liðnum áratugum.
Hann hafði skoðun á þeim hlutum
og það var hlustað á hann.
Margar samræður áttum við í
gegnum árin og þá fékk ég að njóta
visku hans og reynslu í slíkum
mæli að ég get talað um að hafa
eignast andlegan fjársjóð. Þekking
Guido á mannlífinu frá aldamótum
var ótrúlega mikil og varð ljóslif-
andi fyrir mér í hans frásögn, þeg-
ar hann lýsti vafningalaust manna-
nöfnum, stöðum og atburðum lið-
inna stunda. Fyrst í stað kom fróð-
leikur hans og innsæi mér sífellt á
óvart, en smám saman lærðist mér
að taka það gott og gilt að svona
fólk væri raunverulega til; fólk sem
hefur lifað svo margt og hefur frá
svo mörgu að segja - og gerir það
á einlægan og falslausan hátt. Við-
horf hans til manngildis og siðferð-
is voru á háu plani og stóð hann
þar á sama stalli og annar mikill
andans maður sem ég ber mikla
virðingu fyrir, Sigurbjörn Einarsson
biskup.
Guido var trúaður maður og tók
virkan þátt í starfi sinnar sóknar.
Án efa hefur trúin kennt honum
gildi þess að iðka hófsemd og öfga-
leysi í starfi og leik. Snemma komst
hann til góðra efna, en sóttist aldr-
ei eftir óþarfa hlutum og viðhafði
aldrei bruðl. Hann var ávallt stadd-
ur á hinum gullna meðalvegi og
gætti þess að koma fram af heiðar-
leik og sanngirni. í ofanálag átti
hann mörg áhugamál og Iét sitt
ekki eftir liggja í ýmsum félags-
störfum. Á öllum sviðum nutu menn
orku hans, jákvæðni og ríkulegrar
kímnigáfu.
Það leituðu ótal margir einstakl-
ingar ráða hans og komu ekki að
tómum kofunum - en um leið vildi
hann halda sér baksviðs, forðaðist
sviðsljósið og sóttist ekki eftir viður-
kenningum eða frama á opinberum
vettvangi, svo sem í stjórnmálum.
Miklu fremur vildi hann eiga sínar
stundir við laxveiðar eða golf, eiga
sínar stundir í ró og friði með góð-
um vinum, í guðs grænni náttúr-
unni að anda að sér hreinu íslensku
lofti. Nú þegar efsta þrepi er náð
og hin dularfulla ferð er hafin hjá
Guido sit ég og velti fyrir mér hvað
bíði „fyrir handan". Hann var sann-
trúaður maður og ég hugga mig
við það, að sál hans kemst í örugg-
ar hendur, því á hinn æðsta áfanga-
stað hljóta allir að ná sem hafa til
að bera svona mikla manngæsku
sem Guido óneitanlega hafði til að
bera. Nú þegar ég rita þetta um
Guido er mér efst í huga þakklæti
til hans fyrir allt sem hann var mér.
Ég kveð þig, Guido minn, með
vinsemd og virðingu.
Lárus Valbergsson.
Við kveðjum nú frænda minn,
félaga og vin Guido Bernhöft á
hans 96. aldursári, en hann lést 23.
þessa mánaðar. Það er ef til vill
dálítið skrítið svona eftirá að
hyggja, en þegar ég horfi til baka
get ég varla sagt að ég hafi þekkt
hann svo nokkru næmi, fyrr en
hann var að verða sjötugur. Hann
var bara Guido frændi, sem átti og
rak H. Ólafsson & Bernhöft með
afa. Frændurnir Guido og afi höfðu
meira og minna alist upp saman
allt frá unga aldri, þeir gengu sömu
menntabrautina og luku verslunar-
skólaprófi, unnu saman hjá Ó. John-
son og Kaaber um 10 ára skeið og
stofnuðu síðan fyrirtækið H. Ólafs-
son & Bernhöft 2. janúar 1929. Þar
unnu þeir síðan saman í nær 40
ár eða þar til afi minn veiktist.
Guido sagði mér seinna, að í öll
þessi ár hefði aldrei fallið styggðar-
yrði á milli þeirra og segir það
meira um þá frændur en margt
annað.
Eins og áður sagði, kynntist ég
Guido að einhverju ráði fyrst um
það leyti, sem hann var að verða
sjötugur, en þá var ég farinn að
vinna hjá H. Ó & B., fyrst í afleys-
ingum á sumrin, en síðar í fullu
starfi að námi loknu 1974. Það eru
þessi góðu kynni og 20 ára sam-
starf, sem ég í dag vil fá að þakka
með þessum fátæklegu línum. Það
er ekki öllum nýútskrifuðum skóla-
piltum gefið, að fá að hefja sam-
starf með jafn ljúfum manni, með
50 ára reynslu í viðskiptum að baki
sér, eins og Guido. Hvað þá heldur
að fá að ganga fram veginn með
honum næstu 20 árin og bergja af
hans reynslu og viskubikar. Það
voru sannkölluð fríðindi að fá að
kynnast hjá honum viðskiptahátt-
um og siðferði fyrri tíma og manni
er stundum spurn, hvort viðskipta-
heimurinn væri ekki mun betri, ef
sjentilmenn eins og Guido legðu þar
enn línurnar. Guido var einn kurt-
eisasti og háttprúðasti maður, sem
ég hef þekkt. Einn viðskiptavinur
okkar tjáði mér einu sinni, að það
væri eiginlega til vandræða hversu
prúður og kurteis hann Guido væri,
því það væri alveg ómögulegt að
draga hann á greiðslu á vöruúttekt-
inni þegar hann innti eftir henni.
Þó að Guido hafi sinnt margvísleg-
um störfum í fyrirtækinu, eins og
forstjórum lítilla fyrirtækja er uppá-
lagt, þá var sölumennskan hans
fag. Eg leyfi mér að fullyrða að
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móð-
ur okkar, tengdamóður og ömmu,
MARGRÉTAR HARALDSDÓTTUR,
Eyjavöllum 13,
Keflavík.
Magnús Kolbeinsson,
Kristin Sigurðardóttir Rose, Brian D. Rose,
Kolbrún Sigurðardóttir, Rúnar Sigurbjartarson,
Magnea Brynja Magnúsdóttir,
Konráð Ingvi Sigurðarson,
Robert Thomas Rose, Patrick Brent Rose.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi, langalangafi og langalangalangafi,
RAGNAR ÁGÚST BJÖRNSSON,
fyrrv. hafnarstjóri,
Skólavegi 2,
Keflavík,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja
aðfaranótt föstudagsins 24. janúar,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Minningarsjóð Krist-
jáns ingibergssonar.
Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir
sérstaka alúð og umhyggju við hinn látna.
Stefanía Ragnarsdóttir, Gunnar Albertsson,
Kolbrún Ragnarsdóttir, Jón Sigurðsson,
Ragnar Marinósson, Ólöf Leifsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.