Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 42

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ + Valgerður Ólaf- ía Þórarinsdótt- ir fæddist í Reylga- vík 7. maí 1928. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 24. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarinn Þórðar- son, f. 7.3. 1892 í Hrauntúni, Bisk., d. 24.1. 1969 í Reylga- vík; foreldrar hans voru Þórður Hall- dórsson og Ólafía Þórarinsdóttir; móð- ir Jóhanna Elín Ól- afsdóttir, f. 27.9. 1889 á Kven- hóli í Dalasýslu, d. 20. janúar 1980 í Reylgavík, foreldrar henn- ar Ólafur Pétursson og Guðrún Helga Jóhannesdóttir. Systkini Valgerðar eru Ólafur Þórður, f. 27.7. 1926, d. 27.6. 1987, og Guð- björg Elín, f. 18.9. 1930. Eiginmaður Valgerðar var Gunnþór Bjarnason, f. 25.8. 1925, d. 16.2. 1974, foreldrar Föstudagskvöldið 24. janúar lauk ævi fyrrverandi tengdamóður minnar Valgerðar Þórarinsdóttur. hans voru Bjarni Oddsson, f. 3.10. 1889 á Smyrlafelli í Skeggjastaða- hreppi, d. 18.4.1938, móðir Guðrún Stef- anía Valdemarsdótt- ir, f. 15.10. 1895 á Bakka í Skeggja- staðahreppi. Börn þeirra Valgerðar og Gunnþórs eru: Ingi- björg, maður henn- ar var Jón Kjartans- son frá Pálmholti, þeirra börn Sigrún Lilja og Gunnþór. 2) Kjartan, kona hans Móeiður Sigurðardóttir, sonur þeirra Sigurður Þórarinn. 3) Þórunn Gróa, maður hennar Sigurjón Þorbergsson, synir Þorbergur Pétur og Jóhannes Elías. 4) Már, kona hans Krist- björg Helgadóttir, synir Jökull og Pálmi Þór. Utför Valgerðar fer fram frá Aðventkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún var að ná sér eftir hjartaáfall er kallið kom skyndilega. Hún neit- aði að viðurkenna annað en hún væri enn tengdamóðir mín hvað sem öðru leið, og hafði samband við mig nokkuð reglulega að spyija um bamabörn sín og barnabarna- börnin eftir að þau komu til sög- unnar. Velferð afkomendanna var henni hjartans mál. Hún ræddi oft fleira, ekki síst húsaskjólsleysið eins og hún kallaði það, en hús- næðisvanda þekkti hún af eigin raun. Ung giftist hún Gunnþóri Bjarnasyni verkamanni og átti með honum fjögur börn. Heimili þeirra, meðan það stóð, var í gömlum herbragga. Annað var varla um að tala á þeim tíma fyrir ungt fólk sem ekkert átti. Ýmislegt varð þeim mótdrægt og svo fór að heim- ili þeirra leystist upp og yngsta bamið fór til vandalausra. Val- gerður hlaut þau grimmu örlög að lenda í klóm erfiðra veikinda sem settu mark sitt á líf hennar eftir það. Hún fór því á mis við það æviskeið sem flestum er tími gleði og athafna, þótt reglur samfélags- ins geri sitthvað til að hindra það. Á fullorðinsárum að lokinni langri sjúkrahúsvist náði hún á ný eðlilegum tengslum við lífið og umhverfi sitt og fékk þá inni á elliheimilinu Grund þar sem hún síðan bjó til dauðadags. Hún var lengi ósátt við veruna á Gmnd, fannst að sér þrengt og fjárhagur- inn knappur því bæturnar gengu að mestu til elliheimilisins. Hún vildi lifa sjálfstæðara lífí. Varla var þá um annað að ræða en leigu- markaðinn einsog hann er, því ís- lensk húsnæðisstefna hefur aldrei VALGERÐUR ÓLAFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR miðast við þarfír Valgerðar Þórar- insdóttur. Hún fylgdist vel með baráttunni fyrir manneskjulegra húsnæðiskerfí, ekki síst húsaleigu- bótunum og fáir hvöttu mig meir til þeirrar baráttu en hún. Mér varð líka oft hugsað til hennar þegar rimmurnar voru hvað harð- astar. Að síðustu fékk hún betri aðstöðu á Grund og undi sér bet- ur. Hún tók þátt í ýmsu, ekki síst handavinnu og naut þess að senda afkomendunum listilega gerða gripi til skrauts eða nota. Nú þeg- ar erfiðri vegferð Valgerðar er lok- ið vil ég þakka samfýlgdina þótt ekki væri hún alltaf létt, en hún var lærdómsrík og auðug af reynslu sem vonandi skilar sér. Megi sá guð sem hún treysti taka henni betur og búa henni hlýrri samastað en það samfélag sem hún þó taldist til. Jón Kjartansson frá Pálmholti. Lóukvak og léttfætt iömb á grundum kalla hug minn heim á hljóðum stundum hvislar hjartað: geym þann hreina söknuð. Komið er kvöld um fjöll og kyrrðin vöknuð. (Snorri Hjartarson) Með þessu ljóði kveð ég mágkonu mína og votta ég ástvinum hennar samúð mína. Ester Benediktsdóttir. Frágangur afmælis- ogminning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfín Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallinubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfund- ar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. R AÐ AUGL YSINGAR A TVINNUAUGl ÝSINGAR Menntamálaráðuneytið Laus staða Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir ritara. Ritarastarfið felst í almennum ritarastörfum, svo sem ritvinnslu og undirbúningi funda. Góð íslensku- og tölvukunnátta er nauðsyn- leg. Laun eru í samræmi við launakjör starfs- manna ríkisins. Umsóknir um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir föstudaginn 14. febrúar 1997. Menntamálaráðuneytið, 30.janúar 1997. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Björgum Hvalfirði Stofnfundur samtaka um björgun Hvalfjarðar verður haldinn laugardaginn 1. febrúar kl. 14.00 í Félagsgarði í Kjós. Mætum öll. Undirbúningsnefndin. Klúbbur matreiðslu- meistara býður öllum vinum og velunnurum í afmælis- fagnað í tilefni af 25 ára afmæli klúbbsins. Afmælisveislan ferfram sunnudaginn 2. febrú- ar kl. 14.00-17.00 í Sunnusal, Hótel Sögu. Veitingar, ræður og ávörp. Stjórn Kiúbbs matreiðslumeistara. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Stjörnusteinar 16, Stokkseyri, þingl. eig. ElísabetÁlfheiðurOddsdótt- ir, gerðarbeiðendur Stokkseyrarhreppur og Sýslumaðurinn á Sel- fossi, fimmtudaginn 6. febrúar 1997 kl. 10. Sumarb. á lóð nr. 6 í landi Reykjab. Hrun. (ehl. Sv. Kr.), þingl. eig. Sverrir Kr. Kristinsson, Gestur Hjaltason, Þorbjörg E. Kristinsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir og Ingimar Kristinsson, gerðarbeiðandi Spari- sjóðurinn í Keflavík, fimmtudaginn 6. febrúar 1997 kl. 14. Sýslumaðurínn á Selfossi, 30. janúar 1997. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embsettisins í Hafnarstræti 1, ísafirði, þriðjudaginn 4. febrúar 1997 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Aðalstræti 44a, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (safjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Árvellir 4, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæjar, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðargata 30, 0103, Þingeyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Pollgata 4, 0302, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkmanna. Sætún 10, 0101, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sætún 10, 0102, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sætún 10,0201, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Túngata 15, 0202, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd isafjarðar- bæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Túngata 9, Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd verkamanna, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brautarholt 6, isafirði, þingl. eig. Kristján B. Guömundsson, gerðar- beiðendur bæjarsjóður (safjarðar, Elías Gíslason, Heiðar Sigurðsson, Landsbanki íslands, isafirði, og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, mánu- daginn 3. febrúar 1997, kl. 13.00. Skálavík ytri, Reykjafjarðarhreppi, N-ís., þingl. eig. Geir Baldursson, Herdís Rósa Reynisdóttir og Kristján Garöarsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild og Stofnlánadeild landbúnað- arins, föstudaginn 7. febrúar 1997, kl. 15.00. Sýslumaðurínn á ísafirði, 30. janúar 1997. Leiklistarskóli íslands auglýsir Inntökupróf munu fara fram í mars og apríl nk. vegna náms sem hefst í september 1997. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans á Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík. Opið frá kl. 9-15. Einnig á heimasíðu: http://rvik.ismennt.is/-leiklist Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. Skólastjóri. Garðabær - atvinnumál Fundur um atvinnu- mál í Garðabæ laug- ardaginn 1. febrúar kl. 10.30 í Lyngási 12, Garðabæ. Brynj- ar Haraldsson, for- maður atvinnuþró- unarnefndar, og Laufey Jóhanns- dóttir, bæjarfulltrúi, sitja fyrir svörum. Heitt á könnunni. Sjálfstæðisfélag Garðabæjar. I.O.O.F. 12 = 178131872 = Þb. I.O.O.F. 1 = 1781318'/2 = ltC;Lj íslenskamiðla- sambandið heldur félagsfund laugardaginn 1. febrúar kl. 13.00 í Gaflinum, Hafnarfirði. Félagsmenn ath.: Áríðandi er aö allir mæti. „Kaffigjald". Stjórnin. íslenska miðla- sambandið heldur opinn fund fyrir allt áhugafólk um andleg málefni laugardaginn 1. febrúar frá kl. 15.00-17.00 í Gaflinum, Hafnar- firði. Öllum þeim, sem eru aö feta sig áfram eða byrjaðir að starfa að einhverju leyti á and- lega sviöinu, er velkomið að kynna sig. Eins er öllum velkom- ið að kynnast miðlunum, fá upp- lýsingar og panta tíma. Enginn aðgangseyrir, aðeins kaffigjald. Allir fá heitt kaffi og meðlæti. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.