Morgunblaðið - 31.01.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 47
BREF TIL BLAÐSINS
Með hvaða hugarfari um-
göngumst við þroskahefta?
Frá Guðvarði Jónssyni:
ÁÐUR FYRR var það talið sjálfsagt
að þeir þroskaheftu tækju við því
sem að þeim væri rétt, möglunar-
laust, og þeir sem mest voru fatlað-
ir, jafnvel vistaðir með húsdýrunum.
Meðan Magnús Magnússon var
skólastjóri Öskjuhlíðarskólans var
margt gert til að bæta hag þeirra
þroskaheftu og vekja athygli á sér
og þörfum þeirra. En síðari árin er
eins og málefni þeirra hafi drukkn-
aði í umræðunni um málefni fólks
með sjálfskapaða fötlun. Rétt er þó
að hafa það í huga að þeir sem eru
fæddir fatlaðir hafa aldrei átt annan
valkost, en þeir sem eru með sjálf-
skapaða fötlun áttu annan valkost,
en fórnuðu honum af fijálsum vilja.
Stofnaðar hafa verið svæðisskrif-
stofur málefna fatlaðra. Hlutverk
þessara skrifstofa er að aðstoða fatl-
aða við útvegun húsnæðis. Þegar
fatlaður aðili hefur fengið húsnæði
í gegnum svæðisskrifstofu er honum
útvegaður stuðningsaðili, sem kall-
ast svæðisstjóri. Honum er ætlað að
veita þeim fatlaða aðstoð í fjármál-
um, atvinnumálum, heimilishaldi,
ásamt ýmsu öðru sem sá fatlaði
þarf að fá aðstoð við. Undir þessar
skrifstofur falla málefni fatlaðra.
Samskiptum ábótavant
Mér hefur fundist sumt í sam-
skiptum stuðningsaðilanna við þá
þroskaheftu vera öðruvísi en það
ætti að vera. Svæðisstjóri fer yfir-
leitt með fjármál þess þroskahefta
og tekur beint út af bankareikningi
fyrir þeirri þjónustu, sem svæðis-
skrifstofan veitir. Ekki gefur svæð-
isskrifstofan út reikning fyrir því
sem út er tekið, heldur er bent á
að þeir þroskaheftu eða foreldrar
þeirra geti komið á svæðisskrifstof-
una og fengið að sjá bókhald skrif-
stofunnar. Eða fengið bankayfirlit
yfir úttekt af reikningi. Það yfirlit
sýnir þó bara úttekt, en ekki fyrir
hveiju var tekið út. Þetta getur tæp-
lega talist viðunandi aðstaða, því
fyrst og fremst er hæpið að sá
þroskahefti skilji það sem í bókhald-
inu stendur. Svo er það varla eðli-
legt að sá þroskahefti eða aðstand-
andi hans þurfi að fá frí frá vinnu,
til þess að skoða bókhald á svæðis-
skrifstofu. Mér finnst eðlilegra að
svæðisskrifstofan gæfi út yfirlit
mánaðarlega yfir það sem út var
tekið af reikningi viðkomandi.
Komist sá þroskahefti í skuld við
svæðisskrifstofu, er áríðandi að gerð-
ur sé samningur um skuldina sem
heldur. Það er t.d. óeðlilegt að gerður
sé samningur til fimm mánaða, en
strax eftir undirritun samningsins sé
skuldin öll tekin út af bankareikningi
viðkomandi, með yfirdráttarheimild
og reikningseigandi settur í þá að-
stöðu að hafa ekki fyrir mat eða fari
til og frá vinnu og verði að fara gang-
andi fleiri kílómetra til og frá vinnu
í hvaða veðri sem er.
Þegar tveir aðilar eru um sömu
íbúð er óeðlilegt að annar aðilinn sé
reglumaður, en hinn algjör óreglu-
maður. Það er hreinlega óheiðarlegt
gagnvart þeim reglusama, það getur
valdið því að sá reglusami verði að
flýja heimilið í frístundum sínum.
Svæðisstjórar hlusta lítt á kvartanir
undan slíku. Það þarf líka að bera
virðingu fyrir vinnu þess þroska-
hefta, það getur verið hættulegt
starfsöryggi hans að vera sífellt að
Iáta hann biðja um frí frá vinnu til
þess að tala við svæðisstjóra.
Komandi aldamót
Frá Jóni Egilssyni:
NOKKUÐ hefur verið um það rætt
á síðum Morgunblaðsins hvenær
væntanleg aldamót verði í raun.
Hafa sumir haldið því fram að alda-
mótin verði þegar árið 1999 líður
undir lok, en aðrir halda því fram
að árið 2000 þurfi að renna sitt
skeið á enda áður en hægt sé að
tala um að tuttugustu öldinni sé lok-
ið.
Röksemdir þeirra sem aðhyllast
fyrri kostinn hafa einkum byggst á
því að fyrsta árið eftir Krists burð
hafi verið árið „núll“, síðan hafi árið
„eitt“ tekið við og svo koll af kolli.
Miðað við þá forsendu að fyrsta árið
hafi verið árið „núll“ þá er augljóst
að árið 1999 er síðasta ár þeirrar
aldar sem nú er að líða.
Röksemdir þeirra sem aðhyllast
síðari kostinn byggjast á því að
fyrsta árið eftir Krists burð hafi
verið árið „eitt“, síðan hafi árið „tvö“
tekið við og svo koll af kolli. Miðað
við þá forsendu að fyrsta árið hafi
verið árið „eitt“ þá er augljóst að
árið 2000 er síðasta ár þeirrar aldar
sem nú er að líða.
Greinilegt er að umræður um það
hvenær aldamótin verða geta ekki
leitt til neinnar niðurstöðu á meðan
málflutningur er byggður á þessum
ólíku grundvallarforsendum. Ljóst
er einnig að ef eitthvert vit á að
vera í tímatali okkar þá er ótækt
að aldamót séu á eins árs fresti, eins
og allt stefnir í! Því er þessi grein
rituð til þess að gera nokkra grein
fyrir því hvenær aldamótin muni
eiga sér stað.
Nú er það svo að tímatal okkar
er miðað við fæðingu predikara
nokkurs að nafni Jesús sem gekk
um rómverska sanda Palestínu og
flutti trúarboðskap þann sem síðan
hefur sett svip sinn á menningu ver-
aldarinnar. Óljóst er og hefur alltaf
verið, hvenær Jesús Kristur fæddist.
Á það bæði við um hvaða ár hann
kom í heiminn og einnig er óljóst
hvenær ársins sá merki atburður
Stuðningsaðilar
með rétt hugarfar
Einstaka þroskaheftir aðilar geta
verið mjög erfiðir í samskiptum og
þá er mikilvægt að stuðningsaðilinn
hafi góða stjórn á eigin skapi, því
við lausn slíkra mála verður skyn-
semin ein að ráða án geðhrifa, þó
erfitt geti verið stundum. Það er t.d.
alveg óafsakanlegt að fleygja þeim
þroskahefta út að næturlagi og Iáta
hann fara gangandi langa leið í
gaddfrosti heim til foreldra sinna.
Ekki síst er þetta alvarlegt ef um
flogaveikan aðila er að ræða, því
mikil geðshræring eykur að mun lík-
ur á flogaveikikasti eftir mestu geðs-
hræringuna. Stuðningsaðilinn þarf
líka að þekkja áhrif flogaveikilyfja,
því sumar lyfjategundir geta vaidið
mjög sterkum geðsveiflum sem
nauðsynlegt er að bregðast rétt við.
Til þess að breyta því sem ég hef
nefnt hér á undan þarf ekki aukna
peninga heldur rétt hugarfar gagn-
vart þeim þroskaheftu. Rétt er að
hafa það í huga að þroskaheftir
hafa full mannréttindi, en eiga erfitt
með að verja rétt sinn, en það er
líka hlutverk svæðisstjórans að gæta
réttar þess þroskahefta í hvívetna.
í Morgunblaðinu laugardaginn
25. janúar er umfjöllun um spurn-
ingalista um persónulega hegðan
þroskaheftra. Er slíkur listi lagður
fram af fólki með heilbrigða skyn-
semi?
GUÐVARÐURJÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjávík.
Sólin ekki sýnileg
Frá Svanbjörgu Sigurðardóttur:
ÞAR sem nær dregur kyndilmessu
finnst mér ég mega til með að koma
með smá athugasemd vegna greinar
sem birtist í Morgunblaðinu 14. febr-
úar 1996 og er eftir Kristínu Gests-
dóttur. Tilefnið er að Borgþór veður-
fræðingur tók upp úr bók Áma
Björnssonar „Saga daganna" hve-
nær við á Hánefsstöðum drekkum
sólarkaffi þ.e. á kyndilmessu. Um
þetta segir Kristín: „Að morgni
kyndilmessu 2. febrúar heyrði ég í
útvarpinu að sólarkaffi væri drukkið
á Seyðisfirði þann dag, ég sem Seyð-
firðingur kom alveg af fjöllum, þetta
er bara alls ekki rétt. Síðan í veður-
fregnum sjónvarps kl._ 8.30 áréttaði
veðurfræðingurinn: „I dag kyndil-
messu er sólarkaffi drukkið á Seyðis-
firði og þar hefur verið bjart veður
í dag og áreiðanlega sést til sólar.“
Þetta er áreiðanlega bara ekki rétt.
Sólin er hvergi sýnileg fyrr en um
2 vikum síðar.“
Ég hef alltaf talið mig vera Seyð-
firðing þótt ég eigi heima utan við
Borgartanga og ef Kristín vildi fletta
upp í áðurnefndri bók þá getur hún
verið viss um að það sem er á bls.
431 er allt alveg hárrétt, að minnsta
kosti hvað þetta varðar. Raunar sést
sólin enn fyrr eða 24. janúar á Sels-
stöðum svo ég verð að láta mér
nægja að horfa á hana norðan fjarð-
ar í rúma viku áður en hún skín á
mig. Hitt er svo jafn rétt að inni í
kaupstaðnum sést hún ekki fyrr en
14. febrúar þar sem hún sést fyrst.
Mér finnst nauðsynlegt að Seyðfirð-
ingar viti, bæði heimamenn og brott-
fluttir að Seyðisfjörður endar ekki
við Borgartanga heldur við Orminn
í Skálanesbjargi.
SVANBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Hánefsstöðum, Seyðisfirði.
JEvintýri í VíkíMýrdal
Ævintýraferð til Vífeur í
Mýrdal.
Gisting í tvær nætur á
Hótel Vífe,
morgunverður,
þrírétta bvöldverður,
varðeldur, gönguferð
og ógleymanleg ferð á
Sfeeiðarársand.
Grunnverð: gisting og matur aðeins 5900.-
Upplýsingar í síma 487 1230, fax 487 1418.
gerðist. Meintur fæðingardagur
Krists á jóladag var til dæmis ákveð-
inn af kirkjunnar mönnum nokkur
hundruð árum eftir daga hans og
er úr lausu lofti gripinn. Við skulum
leiða hjá okkur þá staðreynd að óljóst
er hvenær Kristur fæddist. Tímatal
okkar er í föstum skorðum og miðað
við meinta fæðingu Krists, við það
situr.
Það að tímatalið sé miðað við
fæðingu Krists felur í sér að tíminn
sé talinn frá fæðingunni. Augljóst?
Já, en það felur í sér að þegar Krist-
ur varð eins árs þá var eitt ár liðið
frá fæðingu hans. Augljóst? Já, en
það felur aftur í sér, að ef honum
hefði enst aldur og heilsa til og lifað
fram á okkar daga, þá myndi hann
hafa orðið 2000 ára þegar 2000 ár
væru liðin frá fæðingu hans. En það
er einmitt á því augnabliki þegar
árið 2000 gengur í garð.
Fæðing Krists er núllpunkturinn.
Það var aldrei neitt ár sem hét árið
„núll“ og fyrsta árið eftir fæðingu
hans var ekki árið „eitt“. Árin heita
í rauninni ekkert. Um hver áramót
fagnar fólk því að svo og svo mörg
ár séu liðin frá fæðingu Krists. Það
er aftur annað mál að í daglegu
tali hefur þótt heppilegt að kenna
árin við þann fjölda heilla ára sem
liðinn er frá fæðingu Krists. Af því
er misskilningurinn sprottinn og öll
sú ringulreiðarumfjöllun sem átt
hefur sér stað á síðum Morgunblaðs-
ins.
Af framansögðu er augljóst að
næstu aldamót munu eiga sér stað
í hinu tímalausa andartaki eftir að
árið 1999 hefur liðið og áður en
árið 2000 gengur í garð. Þá verða
2000 ár liðin frá meintri fæðingu
Krists, tvöhundruð tugir ára og tutt-
ugu hundruð ára sem er það sama
og tuttugu aldir. Vonandi er öllum
nú ljóst hvenær næstu aldamót
verða.
JÓN EGILSSON,
stúdent,
Njálsgötu 69, Reykjavík.
25. jan.-10. feb.
Allt að
' Álít
35% afskrr
^tAllt að Allt að
iSHn Fisléttir raðgreiðslusamningar
■|ÍJS
Suðurlandsbraut 16 • 108 Ruk • Simi 588 0500 • fax 588 0504