Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ stutt Heimsókn frá Afríku ESHETU Abate frá Afríku heim- sækir Hafnarfjarðarkirkju og Kjalarnesprófastsdæmi nú í byijun febrúar. Hann er doktor í guð- fræði og rektor prestaskólans í Addis Abeba í Eþíópíu. Dr. Eshetu mun predika við messu í Hafnar- fjarðarkirkju og sr. Þórhildur Ólafs leiða altarisþjónustu sunnudaginn 2. febrúar kl. 14 sem er Biblíudag- ur Þjóðkirkjunnar. Dr. Eshetu svarar fyrirspurnum í messukaffi í Strandbergi eftir messuna. Hann mælir á ensku en sr. Kjartan Jónsson er starfað hefur sem kristniboði í Afríku mun túlka orð hans. „Dr. Eshetu mun einnig flytja fyrirlestur í Strandbergi á mánu- dagskvöldið 3. febrúar. Hefst hann kl. 20.30. Fulltrúar nokkurra sókna úr prófastsdæminu hitta hann þá á fundi en fundurinn er opinn öllu áhugafólki um kristni- boð og Afríku. Kristin trú hefur verið iðkuð í Eþíópíu frá árdögum kristni og hefur dr. Eshetu Abate víðtæka þekkingu á málefnum og menn- ingu síns heimalands og heimsálfu og stöðu, áhrifum og þýðingu kristinnar trúar á þessu svæði. Ánægjulegt væri að margir hittu þennan góða gest og hlýddu á mál hans og erindi," segir í frétta- tilkynningu frá Hafnarfjarðar- kirkju. ftcvV' \úísvlbe'L Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þær í giuggann þinn. JÉáL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Vinningaskrá 36. útdráttur 30. jan. 1997 Bifreiðarvinningur Kr, 2.000.000________Kr. 4.000.000 (tvðfaldur) 46013 Kr. 100.000 Ferðavinningar Kr, 200.000 (tvðfaldur) 1036 1431 19756 23096 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 00 (tvöfaldur) 6289 15339 34923 47451 58573 70777 9664 26764 43811 53747 67408 77578 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur 57 10863 22090 31167 38774 48182 56845 70478 320 11029 22305 31183 39469 48651 56972 70698 435 11037 22399 31491 40297 48685 57129 71035 623 11742 23141 31601 40519 48789 57941 71341 773 12071 23330 32113 40704 49714 57955 71427 1682 12122 23717 32157 41147 50227 58921 71817 1912 12273 23974 32270 41603 50369 60417 71852 2479 13156 24202 32891 42598 50708 61144 71897 2495 13282 24210 33182 42757 51241 61512 72602 2776 13365 24242 33250 43326 51505 63058 72716 2804 13530 24465 33809 43559 51755 63083 74061 3060 13672 24700 34008 44329 51869 63120 74147 3662 14063 24731 34107 44607 51990 63952 74185 4627 14123 25430 34119 44618 52041 63973 74495 4704 14302 25854 34909 44791 52330 64223 74761 4919 14667 26022 35032 45145 52422 64567 75409 5396 14845 26186 35054 45365 52650 64731 75504 5870 15128 26811 35076 45375 53289 64808 75819 5992 17285 27014 35333 45537 54524 64913 76160 6163 18206 27034 35501 45716 54608 65439 76461 6339 19143 27278 35823 45759 54792 66338 76979 6461 19620 27624 36418 46465 55156 66750 77119 6466 20069 28088 36567 46762 55416 67103 77164 7132 20174 28422 36570 46913 55553 68020 77432 7674 20472 28600 36644 46928 55715 68190 77650 7986 20744 28628 36741 47156 56004 68606 78059 8595 21199 28659 37118 47219 56276 69010 78109 9404 21212 28942 37174 47381 56283 69499 78862 10063 21568 30607 37628 47671 56512 69895 10507 21846 30978 37857 47857 56666 70135 Heimajfða á Interneti: http//www.itn.is/das/ I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Hvers eiga knattspyrnu- menn að gjalda? í MORGUNBLAÐINU þann 23. janúar sl. var fjallað um fyrsta Reykja- víkurmótið í listdansi á skautum. Gott framtak en það var eitt í þessari um- fjöllun sem stakk mig svo- lítið og eru það ummæli forseta ÍSÍ, Ellerts B. Schram. „Aðstæður eru vissulega erfiðar og æf- ingatími takmarkaður. Það breytist þegar byggt hefur verið yfir svellið og þessi íþróttagrein á fram- tíð fyrir sér.“ Halló! Er einhver heima? Hvers eiga knattspyrnumenn þessa lands að gjalda. Eins og allir vita eru iðkendur íþrótta á íslandi langflest- ir í knattspyrnu (rúmlega 15 þúsund) en iðkendur skautaíþrótta tæplega þúsund. En samt sem áður hafa þessi tæplega þúsund forgang þegar kemur að því að byggja hús. Hvern- ig væri nú að forystumenn ÍSÍ myndu vakna af þess- um væra blundi. Fjölnota knattspyrnuhús kæmi fleirum til góða en knatt- spyrnuiðkendum. Hættum að senda bestu knatt- spyrnumenn landsins upp í hesthús á æfingar, og byggjum handa þeim al- vöru hús. Reynir Þorvaldsson, áhugamaður um aðstöðumisrétti. Viðhaldsþjón- usta við fjölbýlishús? KONA hringdi og vildi for- vitnast um hvort ekki væru einhveijir smiðir sem sæju um viðhaldsþjónustu við fjölbýlishús, eins og t.d. lagfæringar á hurðum, dyrahúnum o.s.frv. Enn um lyfjaverð EINS og sofandi sauður fór ég beint frá lækninum í Heilsugæslustöð Kópa- vogs og í næsta apótek eftir lyfjum. Heim komin fékk ég bakþanka og kannaði verð á lyfjunum í apótekinu á Smiðjuvegi. Verðmunurinn á sömu vörumerkjum var 870 kr. Mig munar um minna og veit nú hvert ég leita næst og hvet fólk til að kanna lyflaverð. Guðrún. Fyrirspum til Gatnamálastj óra ÓLAFUR hringdi og vildi beina þeirri fyrirspum til Gatnamálastjóra hvort ekki séu á döfinni fram- kvæmdir á Hofsvallagötu fyrir ofan Hringbrautina að Túngötu, t.d. hraða- hindranir eða eitthvað því um líkt. Umferðin hafi aukist mikið og ástandið sé orðið óviðunandi og bjóði heim slysahættu. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust SILFURLITUÐ karl- mannagleraugu, Air Titanium, töpuðust rétt fyrir áramót. Skilvís fínnandi vinsamlegast hafí samband í síma 587-1041 eða 587-0287. Vindbuxur töpuðust BLÁAR Airway-vindbux- ur töpuðust 23. janúar á leiðinni frá torgi upp Skólavörðustíg að Baróns- stíg. Skilvís finnandi vin- samlega hafí samband í síma 568-9819. Gleraugu töpuðust SJÓNGLERAUGU í brúnu leðurhulstri töpuð- ust á leiðinni frá Hverfis- götu 6 í Reykjavík, upp Ingólfsstræti, inn á Laugaveg og upp frá Hlemmi að Brautarholti. Þaðan var farið um Ein- holt og upp með Mikla- túni. Þetta var fyrir rúmri viku. Hafi einhver fundið gleraugun er hann beðinn að hringja í síma 553-9934. SKÁK Umsjön Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í síðustu umferð á „Anibal open“ mótinu í Linares á Spáni sem lauk í síðustu viku. Króatinn Bogdan Lalic (2.585) var með hvítt, en Rússinn Alexander Khal- ifman (2.650) hafði svart og átti ieik. Svartur hefur fórnað drottningunni fyrir hrók og mann og hann hélt áfram á sömu braut: 25. - Hxa2! 26. Hxf5 - Rb4! (Nú verður hvítur að láta drottninguna tii að forða máti. Þetta er miklu sterkara en 26. — Ba3+ 27. Kbl - c2+ 28. Kxa2 — cl=D 29. e6! og hvítur hefur náð að klóra í bakkann) 27. Da5 — g6! og hvítur gafst upp. Takið eftir því hversu lúmskur leikur 27. — g6 var. Svartur er ekki fyrst og fremst að hóta 28. — gxf5 heldur miklu frekar 28. — Bh6+. G. Giorgadze frá Georgíu sigraði á þessu öfluga opna móti. Hann hlaut 8 v. af 10 mögulegum. Þeir Tony Miles, Englandi, Wojtk- iewicz og Filippov, Póllandi, Khalifman, Rússlandi, Delchev, Búlgaríu og Tal Shaked, 18 ára Bandaríkja- maður. Sá síðastnefndi náði stórmeistaraáfanga og vann Júsupov óvænt í síð- ustu umferð. Með morgunkaffinu ÉG hef oft velt því fyrir mér hvernig stæði á að hann væri alltaf svona rólegur einn allan daginn. ÉG veit að þú ert að passa línurnar, en smábiti ætti ekki að saka. PRÓFAÐU! AF hverju spyrðu ekki pabba þinn. Hann hefur alltaf verið miklu heppn- ari í ástarmálum en ég. Víkveiji skrifar... KUNNINGI Víkveija lendir í ýmsu. Fyrir skömmu þurfti hann að koma ungri stúlku til Bandaríkjanna, þar sem henni var ætlað að gæta barna. Hann fór að kanna hve hátt fargjaldið væri og var þá með í huga fargjald fram og tii baka, til dæmis til þriggja mánaða dvalar. Honum þóttu Flug- leiðir setja dálítið hátt verð upp og ræddi það við vini sína í Banda- ríkjunum. Þeir fóru á stúfana og komust á snoðir um að það var meira en tvöfalt dýrara að fljúga með Flugleiðum frá íslandi til Bandaríkjanna og til baka, en frá Bandaríkjunum til íslands og til baka. Þá var það spurningin hvort ekki mætti kaupa farseðilinn á lága verðinu vestan hafs og senda stúlk- unni til íslands og hún nýtti hann svo til fararinnar. Það reyndist ekki hægt og þótti kunningja Vík- veija fargjaldafrumskógurinn margumtalaði vera orðinn anzi vandrataður. „Það er einkennilegt," sagði hann, „að við skulum vera að reka flugfélag hér á íslandi til þess að mismuna okkur sjálfum á kostnað útlendinga. Einhverjir myndu lík- lega frekar okra á útlendingunum en sjálfum sér. Þetta dæmi lítur einfaldlega þannig út að við séum að greiða niður fjargjöldin fyrir útlendingana,“ sagði hann. xxx VÍKVERJI getur vel tekið undir þessar athugasemdir kunn- ingja síns. Staðreyndin er sú, að við íslendingar búum nánast við einokun, þegar við þurfum að kom- ast úr landi, en útlendingar, sem ætla sér að fljúga milli Bandaríkj- anna og Evrópu hafa marga kosti og geta nýtt sér samkeppni flugfé- laganna á þessari íjölförnu leið. Þess vegna bjóða Flugleiðir líklega útlendingum lægri fargjöld og svo er millilending og dvöl á íslandi bara nokkurs konar kaupauki ofan á lágt fargjald. Það er erfitt fyrir okkur íslend- inga að nýta okkur þessa stöðu, en Víkveiji hefur heyrt af fólki, sem flýgur oft á milli landa, sem hefur fundið leiðina. Fyrsta skrefið er að koma sér úr landi, með því að kaupa miða fram og til baka. Ytra er svo keyptur annar miði, einnig fram og til baka, á vildarkjörum, og þó hluti miðans, sem fyrst var keyptur, nýt- ist ekki, bætir lægra verð á miðun- um, sem keyptir eru ytra það marg- falt upp, þegar ferðirnar eru kannski komnar í tug á ári. Eftir stendur, að þeir sem aðeins leyfa sér eina utanlands ferð á ári, jafn- vel nokkurra ára fresti, borga ætíð hæsta verðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.