Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Bangbang, þú erl dauður ZHANG Yimou og Gong Li - konan sem tákn kínversku þjóðarinnar? KÍIMVERJIIMN KEMUR I sérflokki þessa helgina ________________________| - er sýning Stöðvar 2 á Rauða lampanum sunnudagur ►22.40). Þeir kvikmyndaáhorfendur, sem flýta sér að skipta um rás þegar kínversk mynd kemur á skjáinn, ættu að kanna málið betur áður. Ef auglýstur leikstjóri heitir til dæmis Zhang Yimou væri óðs manns æði að horfa ekki áfram. Yimou, sem nú er 46 ára að aldri og af svokallaðri fimmtu kynslóð kínverskra kvikmynda- gerðarmanna, er ósköp einfaldlega einn af bestu leik- stjórum samtímans, mikill sagnameistari með glæsi- legan myndstíl. Viðfangsefni hans eru ijölbreytt á yfirborðinu þótt undir niðri fjalli flestar myndir um baráttu kvenna fyrir frelsi og reisn og gegn öldunga- veldi og karlveldi. Enginn vafi er á því að þar eru kvenpersónur Yimous tákn fyrir hlutskipti kínversku þjóðarinnar. í fyrstu mynd Yimous Blóðakrar lék Gong Li, fyrrum eiginkona hans og enn aðalleikkona, óhamingjusama brúði auðugs vínbónda, í Ju Dou leik- ur hún óhamingjusama brúði aldraðs verksmiðjueig- anda, í Rauða lampanum leikur hún óhamingjusama brúði auðmanns sem á þrjár konur fyrir, í Sögunni af Qui Ju leikur hún eiginkonu sem berst fyrir rétt- læti til handa eiginmanni sínum og í nýjustu mynd- inni Shanghaigenginu leikur Gong Li viðhald gamals mafíuforingja í Shanghai sem heldur að hún sé sterk- ari en hann. Ailar þessar konur gera uppreisn gegn umhverfi sínu og svo óttaslegin hafa kínversk yfir- völd verið við áhrif þessa dramatíska táknmáls að Zhang Yimou hefur að mestu verið settur út af sakra- mentinu í heimalandi sínu. Horfíð á Rauða lampann - ef ekki út af pólitísku tákngildi hins áhrifamikla melódrama þá vegna skemmtigildisins og fegurðarinnar í stílnum, leiknum og forminu. Rauði lampinn ★ ★ ★ ★ OFBELDI í kvikmyndum, sem verið hefur til umræðu hérlendis undanfarið eins og þjóðfélagslegt ofbeldi yfirleitt, var fyrir þremur áratugum eða svo frekar kurteisleg hnefahögg og blóð- laust bangbang. Vissulega hrundu hermenn niður í stríðsmyndum og indí- ánar í vestrum en sjaldan sást á mönn- um, hvað þá að tjald eða skjár væri löðrandi í blóð- og heilaslettum og sundursprengdum líkamspörtum. Menn drápust í bíó jafnt í pólitískum sem dramatískum tilgangi, eins og til að skilja þá sem sigra frá þeim sem tapa og þá vondu frá hinum góðu. Hvernig þeir drápust var ekki aðalatr- iði. En með þeim leysingum sem urðu í öllu mannlífí á 7. áratugnum hættu kvikmyndir að draga fjöður yfír of- beldi og afleiðingar þess, rétt eins og þær hættu að fela nekt og kynlíf. Blóðsúthellingar sáust fyrst að marki í Bonnie and Clyde (1967) og síðan gjörbylti Sam Peckinpah allri ofbeldisbirtingu bíómynda tveimur .». árum síðar í vestranum The Wild Bunch, þar sem bijóst manna splundr- uðust og þeir stigu einhvers konar dauðaballett í hægagangi (slow-moti- on). Báðar myndirnar vildu sýna of- beldi af raunsæi; þær vildu túlka við- bjóð þess, óhugnað og tilgangsleysi. En ofbeldisádeila 7. áratugarins varð að ofbeldisdýrkun þess 9. og 10. Holly- wood uppgötvaði að tæknilegar of- beldissýningar voru gróðavænleg markaðsvara. Raunsæið breyttist í skemmtiatriði sem tæknibrellumeist- arar hafa verið að þróa eftir æ öfga- «- fyllri leiðum. Tæknin sem átti að vekja athygli á eðli ofbeldis hefur nú gert áhorfendur dofna fyrir því. Því miður. Fáar myndir eru skýrara dæmi um þessa hörmulegu þróun en Fæddir morðingjar á Stöð 2 á föstudags- kvöld. Föstudagur Sjónvarpið ►21.55 Ságeðþekki silfurrefur John Thaw hefur haft grímuskipti; farinn er Morse og kom- inn er Kavanagh lögmaður sem í Kav- anagh lögmanni (Kavanagh Q.C.: True Commitment, 1995) tekur að sér að veija mann sakaðan um morð á nýfasista. Thaw er ávallt góður félags- skapur og fyrri Sýnishom úr þessari sjónvarpsmyndasyrpu hafa verið ágæt •> afþreying - en ekki framúrskarandi eins og Morse. Sjónvarpið ►23.55 Hæfni Japana í viðskiptum er almennt kunnari en hæfni þeirra í svefnherberginu en hvoru tveggja skoðar þýski leikstjór- inn Philipp Winges í gamanmyndinni Japanar eru elskhuga bestir (Japan- ersind die bessere Liebhaber, 1995). Engar umsagnir liggja fyrir en óneit- anlega forvitnilegt viðfangsefni. Stöð2 ► 13.00 og 0.40 Breski leik- stjórinn Bryan Forbes gerði eitt og annað allgott en aldrei algott; hann hafði tilhneigingu til að verða dálítið tilfinningabólginn. Þetta gildir um fangabúðamyndina Rottukóngurinn (KingRat, 1965), sem að ýmsu öðru leyti er grípandi lýsing á innbyrðis taugastríði, hetjudáðum og málamiðl- unum stríðsfanga í haidi Japana í Sin- gapore undir lok seinni heimsstyijaid- ar. George Segal, Tom Courteney, James Fox og Denholm Elliott eru í ágætum leikhópnum. Byggð á sögu James Clavell. ★ ★ ★ Stöð 2 ^21.00 Chris Farley hefur tekið við af John heitnum Candy sem eftirlætis hrakfallafitubolla Amerík- ana og eru það ekki nógu góð skipti. Farley er þó stundum fyndinn í Sprelligosar (TommyBoy, 1995)\>ar sem hann leikur merkilegt nokk hrak- fallafítubollu sem snýr heim úr skóla og fer að vinna í fýrirtæki föður síns sem fellur frá og þá kemur til skjal- anna nýbökuð brúður hans, Bo Derek, sem reynist flagð undir fögru skinni. Leikstjórinn Peter Segal ber ábyrgð á linnulausri aulafyndni. ★ ‘A Stöð 2 ►22.40 Quentin Tarantino handritshöfundur og Oliver Stone leik- stjóri ættu að skammast sín fyrir of- beldismyndina Fæddir morðingjar (Natural Bom Kiliers, 1994), því hún gerist sek um að velta sér upp úr því sem hún þykist deila á. I stað þess að varpa ljósi á fársjúkt þjóðfélag, ofurselt heimskulegum og siðlausum myndmiðlum og fólki sem er orðið dofíð fyrir þjáningum annarra verður myndin sjálf eitt af sjúkdómseinkenn- unum. Woody Harrelson og Juliette Lewis fara ekki illa með hlutverk ungs pars sem gerist fjöldamorðingjar en Stone fellur í allar hugsanlegar ógeð- felldar gryfjur. Myndmálið illþolandi stílsamsull. Fæddir morðingjar er hins vegar rakið rifrildisefni og rétt að taka fram að sumir eru stórhrifnir af henni. Dæmið sjálf. ★ ★ Stöð 3 ►21.05,22.35 og 0.05 Því miður fínnast engar umsagnir um dramatísku myndina Andlit á fernu (The Face On The Milk Carton), um leit stúlku að kynforeldrum sínum, þroskasöguna Forboðnar minningar (Forbidden Memories) með Mary Tyler Moore, og dramanu Náðargáfa (The Gifted One) um mann með yfimátt- úrulega hæfíleika. Sýn ►21.00AmoldSchwartzenegg- er var það skásta við hasarmyndina Rándýrið 1 svo menn geta ímyndað sér hvemig Rándýrið 2 (Predator 2, 1990) er án hans. í staðinn er kominn Danny Glover sem lögga í Los Angel- es framtíðarinnar að slást við eitur- lyfjakónga og skerst veran dularfulla úr fyrri myndinni í leikinn. Stephen Hopkins leikstjóri ekur hratt en tekst ekki að hrista delluna af sér. ★ ★ Sýn ►23.25 William Friedkin, leik- stjóri jafnágætra spennumynda og The French Connection I og The Ex- orcist I, hefur ekki náð sér á strik lengi og sjónvarpsmyndin Stroku- fanginn (Jailbreakers, 1994), sem fy'allar um háskalegt samband ungrar klappstým og glæpons fær miðlungs- einkunn hjá Maltin. Shannon Doherty og Antonio Sabato jr. era í aðalhlut- verkum. Laugardagur Sjónvarpið ►22.00 Engar umsagnir fínnast um bandarísku sjónvarpsmynd- ina Föst í fönn (Snowbound, 1994) en ljóst má vera að hún fjallar um fólk í vetrarhrakningum. Kanadíski leik- stjórinn Christian Duguay á að baki nokkrar slarkfærar myndir, nú síðast framtíðartryllinn Screamers. . Sjónvarpið ►23.35 Bandarískur her- maður, af rómönsku bergi brotinn, kemurtil Nicaragua til að þjálfa contra- sveitir í stríðinu við sandinista og kemst að því að hann þarf að taka sjálfstæða afstöðu, ekki aðeins til stríðsaðila held- ur einnig til eigin stöðu og upprana. Þetta er viðfangsefni Borgarastríðs (Latino, 1985) eftir þann kunna banda- ríska tökumann Haskell Wexler. Þetta er önnur leikin mynd hans sem leik- stjóra og hér eins og þar (Medium Cool, 1969) er tekin einörð pólitísk - les: vinstri sinnuð - afstaða til mynd- efnisins. Umdeilanleg en athyglisverð mynd. ★ ★ ★ Stöð 2 ^21 .05 Rick Moranis og Ed O’Neill leika bræður, sem ekki hafa notið sömu guðsgjafa ogþegar sá sem stendur hallari fæti (Moranis auðvitað) leggur til atlögu á raðningsvellinum gegn liði bróður síns er fundinn tilgang- urinn í tilvera gamanmyndarinnar Litl- ir risar (Little Giants, 1994). Sæmileg skemmtun fyrir Ameríkana og unga áhorfendur af öðram þjóðernum. ★ ★ Stöð 2 ►22.55 Sú fótafíma hasar- hetja en gaddfreðni leikari Jean-Claude Van Damme sparkar sér leið gegnum Bardagamanninn (Street Fighter, 1994), enn eina hátæknimyndina sem byggð er á tölvuleik. Við þá sem elska Van Damme og tölvuleiki segi ég: Njót- ið heil. Við hina segi ég: Finnið fjarstýr- inguna í hvelli. ★ 'h Stöð 2 ►0.35 Sagan af Guildfordfjór- menningunum svokölluðu í Bretlandi, fangelsun þeirra fyrir rangar sakargift- ir og baráttu fyrir uppreisn æra, er ágætlega rakin í mynd Jims Sheridan í nafni föðurins (In TheName OfThe Father, 1993) en dramatískt er hún ójöfn. Daniel Day Lewis ofleikur vel. ★ ★ ★ Stöð 3 ►20.20 Lávarðurinn (The Lord Of Misrule) er BBC-farsi um póli- tískt fjaðrafok sem fyrirhugaðarendur- minningar yfirstéttarfugls valda í bresku stjómmálalífi. Höfundur er Guy Jenkin en breskir úrvalsleikarar era í aðalhlutverkum. Engar umsagnir en lofar góðu. Stöð3 ►21.50 og 23.20 Umsagnir liggja heldur ekki fyrir um framhjá- haldsdramað Varhugaverð ást (Between Love And Hate) og löggu- myndina Lögreglumaðurinn (The Good Policeman) með Ron Silver. Sýn ►21.00 Einn af forverum Jean- Claudes Van Damme, bardagalista- maðurinn Chuck Norris hefur verið að leika lögguna Walker í syrpu á Sýn og Walker (Walker: Texas Ranger) er lokaþáttur í bíómyndarlengd. Martin og Potter gefa ★ ★ ★ (af fímm mögu- legum) Sunnudagur Sjónvarpið ►16.20 Sá mikli vestra- sagnaþulur John Ford leikstýrir Far- arstjóranum (Wagonmaster; 1950) af alkunnri snilld. Ben Johnson og Harry Carey slást í lið með mormónavagna- lest á leið til Utah árið 1879 og lenda í ýmsum hremmingum. ★ ★ ★ Stöð 2 ►22.40 - Sjá umfjöllun í ramma. Sýn ^21.30 Ég hef ekki séð Frank og Jesse (Frank & Jesse, 1995), enn eina útgáfuna af örlögum útlagabræðr- annafræguFrankogJesseJames, sem : Rob Lowe og Bill Paxton leika hér. Martin og Potter gera athugasemdir við söguskoðun myndarinnar en segja einlægnina í leiknum rétta hana af. Þau gefa ★ ★ ★ 'h (af fímm). Leik- stjóri Robert Boris. Sýn ►23.55 Malcolm McDowell og Madolyn Smith eru einu leikaramir í spennumyndinni Gesturinn (The Call- er, 1987), þar sem karl og kona í af- skekktum skógarkofa heyja sérkenni- legt taugastríð. Hver er hræddur við Virginíu Woolf með dularfullu ívafi. Guðsélof að þau era bara tvö. ★ Árni Þórarinsson Tll kflWIÍMqjVt Jóí Fel! Islandsmeistari í kökuskreytingum er Jóhannes Felixsson höfundur kökubókar Hagkaups. Við óskum honum til hamingju með þennan frábæra árangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.