Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ að leggja áherslu á eitthvert eitt atriði eins og að gefa spjald fyrir smáatriði í fyrstu leikjum og sjá síðan að sér þegar menn fara að tínast í bann. Ruud Gullit kom inn á þetta atriði í Evrópukeppninni í fyrra þegar Tékk- ar misstu marga leikmenn í bann. Hann benti á að aðeins einn dómari, Skoti, hefði dæmt sómasamlega í keppninni vegna þess að hann var að dæma í síðasta skipti og lét ekki aðra segja sér fyrir verkum. Allir hinir voru svo hræddir við nefnd eldri manna hjá Evrópusambandinu sem sagði að þeir ættu að túlka lögin á ákveðinn hátt og því fór sem fór. Dómarar KSI eiga ekki að hlusta á þessa nefnd heldur dæma eftir lögunum og brjóst- vitinu. Eins er fáránlegt að dómarar skulu vera dæmdir af eftirlitsmönnum, sem sumir hafa sáralitla eða enga þekkingu á málinu. Þetta kerfi bíður hættunni heim og skemmir heilu leikina og jafnvel mótin eins og dæmi eru um. Enginn veit hverju hann á von á og það tekur á taugarnar. Hvað sem þessu líður höfum við átt láni að fagna og því stöndum við jafnfætis erlendum liðum hvað aðbúnað leikmanna varðar. Strákamir þurfa aðeins að mæta með raktöskuna á æfir.gu eða í leik því félagið sér um allt annað. Þetta var markmið okkar Haraldar á sínum tíma og takmarkinu hefur verið náð að þessu leyti en við ráðum ekki við rokið eða rigninguna." Erfiðast að selja leikmenn Margir af bestu knatt- spyrnumönnum landsins hafa komið frá Akranesi og ófá- ir þeirra hafa farið í atvinnumennsku er- lendis. „Erfiðast í þessu starfi hefur verið að selja leikmenn til útlanda, einkum vegna þess að sú skoðun er algeng að félagið eigi ekki að fá neitt fyrir leikmann sinn og eins er erfitt að finna út hvað sanngjamt sé að félagið fái og hvað leikmaðurinn fái, en í allra síðustu leikmannasamningum er þessi skipting ákveðin ef til sölu kemur. Því vona ég að þetta vandamál sé úr sögunni en í litlu bæjarfélagi eins og okkar em öll svona mál mjög erfið. Það er til dæmis mjög sárt að ekki skuli hafa tekist að afgreiða félagaskipti Sigurðar Jónssonar til Svíþjóðar á eðlfiegan hátt án þess að þau hafi orðið að blaðamáli en við Siggi höfum verið vinir í áratugi og verð- um það vonandi áfram. Hins vegar vom fé- lagaskipti Þórðar Guðjónssonar til Bochum í Þýskalandi til fyrirmyndar. Eins hafa þjálf- aramálin oft verið erfið og í raun má segja að þessi tvö atriði, félagaskipti og þjálfaramál, hafi tekið mest á mig. Þetta em þau atriði sem ég hefði helst viljað hafa sloppið við, því þama hefur verið um að ræða vini mína til margra ára, jafnvel menn í fjölskyldunni. í öðra lagi er erfitt að taka ákvörðun í svo mikilvægum málum og vera viss um að verið sé að gera rétt. í svona starfi verður maður að hugsa hvað félaginu er fyrir bestu en ekki um eigin hag. Því hef ég ávallt haft að leiðar- ljósi að taka ákvörðun með hag félagsins fyr- ir brjósti þótt ég viðurkenni að tilfelli hafa komið upp þar sem ég hef ekki verið fyllilega sáttur við gang mála. Ég er frekur og vil ganga í verkin en ég hef ekki verið einráður heldur hefur meiri hluti stjórnar ráðið. Ég var til dæmis ekki alveg sáttur þegar félagið sagði Guðjóni Þórðarsyni þjálfara upp störf- um en ég hafði ekkert val.“ Er það ástæðan íyrir því að þú gafst ekki áfrajn kost á þér? „Ég held ekki. Eftir leikinn við KR í haust sagði ég að tími minn væri kominn, að gott væri fyrir fótboltann og sjálfan mig að ég hætti. Ég lofaði að halda áfram ef við fyndum ekki formann sem menn gætu sætt sig við og ég er feginn að komin er stjórn sem er al- menn og góð sátt um. Ég ber mikið traust til stjómarmannanna og þeirra er framtíðin. Engu að síður er ég ánægður með hvað margir hafa komið til mín undanfarna daga og þakkað mér fyrir liðin ár.“ Mikilvæg samskipti Gunnar hefur komið víða á löngum ferli, kynnst mönnum og málefnum og verið heiðr- aður á margvíslegan hátt fyrir störf sín, m.a. fengið gull- og silfurmerki KSÍ, gullmerki ISI og var sæmdur gullkrossi ISI á 50 ára af- mæli sinu á liðnu vori. „Það er ómetanlegt að hafa fengið tæki- færi til að kynnast öllu þessu fólki en fyrir vikið hef ég náð góðu sambandi við^ menn víða um heim. Samstarf við fólk á íslandi Á HÁTÍÐARSTUND GUNNAR með börnum sínum, Emi og Ellu Maríu, í 50 ára afmæli sínu. UPPALENDUR ÞAU Iögðu gmnninn. Til vinstri em foreldrar Gunnars, Sigurður B. Sigurðsson og Guð- finna Svavarsdóttir en til hægri Sesselía Svavarsdóttir og Grímur Gíslason sem ólu hann upp í sveitinni í sex sumur. VEIÐIMAÐURINN FEÐGARNIR renna fyrir lax en veiði er helsta áhugamál Gunnars auk knattspyrnunnar. vegna knattspyrnunnar hefur líka gefið mér mikið. Eitt af síðustu verkum mínum fyrir IA var að gera samning til fjögurra ára við bankastjórana Sólon R. Sigurðsson og Jón Adolf Guðjónsson vegna auglýsinga Búnað- arbankans á búningum Skagamanna, annan til jafn langs tíma við hjónin Elías Gíslason og Guðrúnu Ólafsdóttur hjá Lotto varðandi búningamál og þann þriðja á sömu nótum við Einar Benediktsson í Olís vegna auglýsinga. Sennilega hefði ég ekki kynnst þessu fólki ef ég hefði ekki verið í knattspyrnuforystunni og þá þefði ég misst af miklu. Ég kynntist Þórði Asgeirssyni vegna knattspyrnunnar og seinna réð hann mig til Olís. Svo má lengi telja en öll þessi samskipti innan lands sem utan og innan sem utan íþróttahreyfingar- innar hafa gefið lífinu aukið gildi. Ekki síst samskiptin við bæjarbúa hér á Akranesi." Ógleymanlegar ferðir Þegar rætt er við miðaldra Skagamenn um það sem á knattspymudaga þeirra hefur drifið ber æfingaferðin til Indónesíu vorið 1979 ávallt á góma. „Þetta var sannkölluð ævintýraferð, sem var hluti af samningum við söluna á Pétri til F eyenoord haustið áður og ég hef ekki trú á að íslensk lið eigi eftir að komast í annað eins. Þetta var þriggja vikna boðsferð þar sem allt var borgað auk þess sem allir fengu drjúga dagpeninga. Menn komu ekki fátækir heim úr þessari ferð.“ Skagamenn hafa leikið 48 Evrópuleiki og hefur Gunnar staðið í ströngu vegna flestra þeirra. „Þegar ÍA byrjaði í Evrópukeppni vissu menn ekki hvað var verið að fara út í. Leik- irnir við Spörtu urðu okkur víti til varnaðar og þegar við drógumst á móti Sliema Wand- eres á Möltu árið eftir seldum við heimaleik- inn út og tryggðum að við töpuðum ekki á þátttökunni. Fyrsti sigurinn í Évrópukeppni er eftirminnilegur og ferðin til Barcelona haustið 1979 er einnig ógleymanleg að ekki sé talað um leikinn á móti Feyenoord 1993 þegar um 500 manns fylgdu okkur til Rotter- dam auk þess sem nokkur hundrað íslend- inga komu á leikinn víðs vegar að úr Evrópu eftir að við höfðum unnið 1:0 heima. Yfirleitt hafa móttökur verið mjög góðar en ekki stóð steinn yfir steini hjá Brann í Noregi 1977. Fyrir heimaleik okkar var settur upp mikill og stór borði hér í bænum sem á stóð Akra- nes Brann. Við töpuðum leiknum á miklum rigningardegi og síðan hefur ekki verið sett- ur upp borði fyrir Evrópuleik og verður ekki gert.“ Uppgangur og mistök Nær allir þjálfarar ÍA hafa náð árangri með liðið sem segir margt um alla sem hlut eiga að máli. „Englending- urinn George Kirby kom fyrst til okkar 1974 og var meira eða minna með liðið til 1982. Þetta tímabil var mjög skemmtilegt og bylting varð hjá okkur í knattspyrnumálum. Hann innleiddi ný vinnubrögð og kom því að hjá mönnum að agi væri framskilyrði til að ná árangri en að þessu búum við enn þann dag í dag. Menn áttuðu sig á því að þeir urðu að gegna og enginn komst upp með það lengur að mæta of seint á æfingar. Ríkharður Jónsson og Haraldur Sturlaugsson sömdu við Kirby og við fengum hann á hárréttum tíma. Hann kom fótboltanum hjá okkur á hærra plan. Hörður Helgason hefur skilað góðu þjálf- arastarfi hjá okkur en hann lærði mikið af Kirby og Þjóðverjanum Klaus Jörgen Hil- bert og nýtti það besta í þeirra fari. Liðið varð tvöfaldur meistari undir hans stjórn tvö ár í röð og það met verður seint slegið. Hil- bert er án efa einhver snjallasti þjálfari sem hefur komið til landsins. Hann kom með nýj- ar hugmyndir úr þýsku knattspyrnunni og var réttur maður til að taka við Kirby á sín- um tíma. _ Hóparnir í kringum Kirby, Klaus og Hörð N leikmenn, stjórnarmenn, eiginkonur, kærastur og börn N vom einstaklega skemmtilegir. Allir vora svo samhentir og gerðu margt skemmtilegt saman. Þetta var á þeim tíma sem hægt var að hafa fjölskylduna með í öllu en með auknu álagi, fleiri leikjum og harðari keppni hefur þetta breyst. Þá höfðu menn tíma til að gera eitthvað saman.“ Knattspyi-nufélag ÍA var stofnað 1986 og Gunnar dró sig í hlé en fljótlega var hann kallaður aftur til starfa. „Askoran vina og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.