Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 13 texta í mörgum söngva- og nótna- heftum. Magnús segir að lögin dragi dám af því hvernig honum líður þegar lagið verður til. „Ef þú ert ástfang- inn af konunni þinni og þér líður vel þá koma lög í þeim anda. Ef þú ert búinn að vera að skemmta grenjandi fyllibyttum og ert á svo- litlum blús sjálfur, þá bera lögin þess merki. Maður er undir áhrifum frá umhverfinu, það er óhjákvæmi- legt.“ Magnús semur til skiptis á gítar og hljómborð og geymir tón- smíðarnar yfirleitt á segulbandi. Honum finnst hann heyra blæ- brigðamun á lögunum eftir því á hvaða hljóðfæri þau eru samin. Textarnir eru erfiðir Magnús hefur litlar áhyggjur af því að uppspretta laganna þorni einn góðan veðurdag. „Ef ég ákveð að gera eitthvað, þá kemur lag. Nema ég get þurft að hafa mikið fyrir textunum. Stundum getur maður gengið lengi með lag án þess að fá farsæla lausn, líkt og þegar lykilorðið vantar í kross- gátu.“ Yfirleitt semur Magnús sjálfur texta við lög sín. „Núorðið reyni ég að hafa beinagrindina að textan- um tilbúna, því ég veit hvað það getur verið erfitt að reka þetta sam- an eftirá. Mér finnst mikið erfiðara að gera textann en lagið,“ segir Magnús. Hann byrjar stundum með vinnuorð sem honum finnst passa við laglínuna og þau geta þróast í að verða texti. Stundum skiptir Magnús alveg um yrkisefni ef hon- um finnst textinn geta orðið þreytt- ur eða leiðinlegur. Textaleysið get- ur orðið svo slæmt að hann leggi lag alveg til hliðar. Hann nefnir til dæmis lagið Gleði- og friðatjól sem Pálmi Gunnarsson söng á sam- nefndri jólaplötu. „Þetta lag átti einhvem tíma að lenda á Mannakornsplötu, en þá kom enginn texti og lagið fór út í horn. Pálmi mundi svo eftir laginu þegar hann fór að gera plötuna og spurði hvort ég væri ekki til í að gera við það jólatexta. Þetta var rétt fyrir jól, maður vel innstilltur og í jólaskapi, þá kom textinn." Magnús kann almenna bragfræði en segist ekki standa fast á stuðlum og höfuðstöfum ef honum finnst ljóðstafaorðin ekki syngjast vel. Hann telur að textinn geti haft af- gerandi áhrif á velgengni dægur- lags. Magnús nefnir sem dæmi eig- ið lag, Eg er á leiðinni, einhvern mesta smell íslenskrar poppsögu. „Þetta er ekki sterkt lag. Milli- kaflinn með þessum krók, Ég er á leiðinni, gerir lagið. Sama er með Heim í Búðardal eftir Gunnar Þórð- arson. Ekki sterkt lag en textinn er hallærislegur og fyndinn, passar fyrir þjóðina.“ Magnús hefur gert lög sem hon- um finnst hafa sterkar laglínur en ekki náð vinsældum, hann nefnir til dæmis Kallinn kominn í land. „Það er svo spurning hvort vinsæld- ir eru það besta sem lög geta orðið fyrir, ef þau eru ofspiluð eins og sumt af þessu Suðurríkjapoppi sem verið er að pína okkur til að hlusta á í útvarpinu," segir Magnús. Yrkisefni úr öllum áttum Magnús hefur ort texta um draugasögur, þjóðsagnapersónur, ástina, sjómennsku, umhverfið, gamlar minningar og útigangs- menn, svo nokkuð sé nefnt. Hvern- ig datt honum í hug að gera texta um Sólon íslandus - Sölva Helga- son? „Ég var að riíja upp gömlu stemmninguna í Tjarnarbúð, stig- ann fræga þar sem menn stóðu gjarnan gufuruglaðir og reyktu sín- ar pípur og stauta í friði. Texti lags- ins átti að fjalla um þetta tímabil og hét Út um rauðu augun mín. Þegar við fórum að skoða lagið gagnrýnum augum sáum við að þessi texti gæti aldrei gengið, senni- lega myndi enginn nenna að syngja um eða hlusta á kvæði um þokulýð- inn í stiganum. Þá hafði konan mín verið að lesa Sólon íslandus eftir Davíð Stefánsson og ráðlagði mér Hann segist ekkert nenna að gera í þvílíku. „Einu sinni hringdi í mig maður frá Grindavík, vel við skál, og sagð- ist þykja það undarlegt að heyra lagið Reyndu aftur spilað í útvarp- inu. Hann hefði samið það fyrir ári við svipaðan texta. Ég ræddi þetta nánar og þá kom upp úr kafinu að Mannakom höfðu hljóðritað lagið tveimur árum áður en maðurinn sagðist hafa samið það. Þar missti hann þann spóninn!" Enginn lager Um næstu helgi verður frumflutt sérstök hátíðarsýning á Hótel íslandi í tilefni af 10 ára afmæli hótelsins. Sýningin byggist á um 30 þekktum lögum og textum Magnúsar Eiríks- sonar og hefur fengið heitið Braggablús. Magnús kemur fram sem gestur og leikur og syngur í nokkrum lögum. Magnús segir að í tilefni sýningar- innar verði dustað rykið af nokkrum lögum sem ekki hafa heyrst lengi. Ekki stendur til að frumflytja efni, en nýjustu lögin eru frá síðasta ári og komu út á plötu Magnúsar og KK, Ómissandi fólki. Magnús segist ekki eiga lager af óbirtum lögum og textum. Oftast er hann með nokkur lög í smíðum en veit ekkert hvað úr þeim verður fyrr en upp er staðið. Um þessar mundir eru þijú lög og textar í geij- un. Magnús vill lítið um þau tala, enda ómögulegt að segja fyrir um það á þessu stigi málsins hvort þau lenda úti í homi eða hefjast til vin- sælda. Magnús hefur um árabil verið umfangsmikill hljóðfærakaupmaður og oft kenndur við Hljóðfæraversl- unina Rín. Hefur hann ekki sankað að sér hljóðfærum 1 áranna rás? „Nei, nú á ég ekki aðra gítara en þá sem ég nota. Það eru bara Mart- in-kassagítar og Gibson ES-335 rafgítar í ellinni." að lesa bókina. Ég hafði lesið ein- hveija aðra bók um Sölva en Davíð nálgaðist hann á lifandi og skemmtilegan hátt. Ég tíndi saman nokkra punkta um þennan flakkara og gerði textann. Þegar lagið fór svo að heyrast á öldum ljósvakans hringdi í mig öldruð frænka mín, sem nú er dáin, og hún þekkti Sölva Helgason. Hún spurði hvort ég hefði virkilega ekki getað fundið göfugri persónu að gera texta um en þenn- an flæking sem hefði hrætt líftór- una úr frómu kvenfólki um allt land!“ Það kemur fyrir að fólk hringir í Magnús og vill tala um lögin sem hann hefur samið. „Það hringdi í mig kona sem bjó í Camp Knox og sagðist hafa þekkt Möggu í bragg- anum sem ég orti um í Bragga- blús. Þótt ég væri ekki með neina ákveðna Möggu í huga, kannaðist konan vel við hana. Svo kemur fyrir mig líkt og ábyggilega alla sem skrifa eða yrkja, að það er til fólk sem stend- ur í þeirri meiningu að það sé yrkis- efni manns.“ Ýmis atvik hafa orðið Magnúsi að yrkisefni. Lagið Gálgablús á sér til dæmis fyrirmynd í atviki sem gerðist úti á landi. „Það var maður sem eiginlega framdi misheppnað sjálfsmorð," segir Magnús. „Það var verið að múra hús og maðurinn fór upp á aðra hæð á vinnupöllun- um. Þar var gálgi sem var notaður til að draga upp steypufötur. Mað- urinn ákvað að nota gálgann í öðr- um tilgangi en til var ætlast. Hon- um tókst ekki betur en svo að þeg- ar hann kastaði sér framaf með snöruna um hálsinn brotnaði gálg- inn og datt ofan á manninn sem lenti í sandbing undir vinnupallin- um. í stað þess að deyja sviplega varð maðurinn aðhlátursefni sam- borgara sinna.“ Að eyðileggja með ofspilun Magnús segir að sér þyki skemmtilegt að flytja eigin lög, ekki síst eftir að hafa varið mörgum árum í að spila lög eftir aðra. Þeg- ar spurt er um hvort eitthvert lag sé í sérstöku uppáhaldi þá segir hann það síbreytilegt. ÁÞREIFANLEGT YFIRBURÐA VERÐ! 1997 ATV 28" SJÓNVÖRPIN KOMIN Á FRÁBÆRU VERÐI 28" ATV Á AÐEINS KR. 59.900* *SUPER PLANAR BLACK LINE MYNDLAMPI *ÍSLENSKT TEXTAVARP *GÓÐIR HÁTALARAR AÐ FRAMAN *STEREO HEYRNARTÓLATENGI *FULLKOMIN GÓÐ FJÁRSTÝRING *ALLAR AÐGERÐIR A SKJA *N1CAM STEREO MAGNARl *SJÁLFVIRK STÖÐVALEITUN *S-VHS INNGANGUR *2 EURO SCART TENGI *STAÐGREIÐSLUVERÐ RADIOBÆR VISAÆURO RAÐGREIÐSLUR ÁRMÚLA 38 SÍMI5531133 BLÚSKOMPANÍIÐ á tónleikum í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði. F.v. Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson og Guðmundur Ingólfs- son. Á neðri myndinni Karl Sighvatsson og Guðmundur Ingólfsson. „Ég hef lent í því að spila þessi vinsælustu lög dálítið mikið í gegn- um árin. Það er eins og vinur minn KK segir, ef maður fer að spila of mikið lög sem manni þykir vænt um, þá er eins og þau deyi pínulít- ið. Þá er ágætt að hvíla bæði sjálf- an sig og lögin.“ En er enginn ótti við að lögin séu fengin að láni frá öðrum? „Þegar maður er búinn að spila svona lengi lög eftir aðra þá er eins og hugurinn sé búinn að vinna ákveðna safnvinnu. Þú veist hvort þetta er þitt eigið eða hvort það er fengið einhvers staðar frá, með öðrum orðum stolið. Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt að menn fái nokkra tóna lánaða héðan og það- an. En ég hef hent lögum miskunn- arlaust ef þetta pirrar mig eitt- hvað.“ Einu sinni var Magnús búinn að semja lag sem honum fannst óvenju vel heppnað. Meðgöngutíminn hafði verið langur og hann var kominn vel af stað með textann. Um þetta leyti fór Magnús til New York og fékk þar flensu. Hann lá veikur á hótelherbergi og hlustaði á endur- flutning á verðlaunalögum úr göml- um útvarpsþáttum frá árunum 1936-40. „Þar sem ég mókti milli svefns og vöku með 40 stiga hita heyrði ég nýja lagið mitt spilað! Þá hafði það verið samið, nokkum veg- inn nákvæmlega eins og ég hafði hugsað það, á árunum 1938-39. Meira að segja lausnin sem ég hafði lengst glímt við, endatónarnir, var nokkurn veginn eins og ég hafði hugsað mér. Ég gat ekki notað lag- ið eftir þetta, þótt ég hefði líklega komist upp með það. Þetta var of líkt.“ En hefur Magnús orðið var við að menn fái lánað hjá honum? „Já, ég hef heyrt það. Það er bara hrós fyrir mig sem lagahöf- und, að menn skuli nenna að stela frá mér,“ segir Magnús og hlær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.