Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 19 íþróttakennarar Laugabakkaskóli í Miðfirði í V-Húnavatns- sýslu auglýsir eftir íþróttakennara til að kenna sund á námskeiðsformi. Æskilegur tími væri í mars eða apríl 1997. Umsóknum skal skilað til Jóhanns Alberts- sonar skólastjóra sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 451 2901. Lagerstarf Heildverslun með matvöru óskar að ráða starfskraft til lagerstarfa. Aðeins duglegur og reglusamur maður kem- ur til greina. Umsóknir, sem tiltaka aldur og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 7. febrúar merktar: „M - 609“. Heilsugæslustöð Fáskrúðsfjarðar Staða læknis við Heilsugæslustöð Fáskrúðs- fjarðar er laus til umsóknar. Helst er óskað eftir sérfræðingi í heimilis- lækningum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1997. Upplýsingar í síma 475 1225. Einnig er laus til umsóknar staða hjúkrunar- forstjóra á sama stað. Sú staða er laus frá 9. mars 1997. Upplýsingar í síma 475 1225. Langholtskirkja Óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um starf með öldruðum og jafnvel sinna fleiri verkefnum á vegum safnaðarins. Djákna- menntun eða hliðstæð menntun og/eða reynsla af svipuðum störfum er æskileg. Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur, Jón Helgi Þórarinsson, í síma 553 5750. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Sóknarnefnd AKRANESVEITA Laust starf Akranesveita óskar að ráða járniðnaðarmann (vélvirkja eða pípulagningarmann) til starfa við hita- og vatnsveitusvið. Launakjör samkvæmt samningum STAK. Upplýsingar veita verkstjóri hita- og vatns- veitusviðs í.síma 431 4300 (hs. 431 1378) og forstöðumaður tæknisviðs í síma 431 5213. Umsóknir skulu berast á skrifstofu Akrane- sveitu, Dalbraut 8, fyrir 8. feb. nk., merktar: „Starfsumsókn - 5607“. Hafrannsóknir - efnafræði Hafrannsóknastofnunin vill ráða vandvirkan starfsmann, efnafræðing eða mann með reynslu í efnagreiningum, til starfa á efna- rannsóknastofu sinni. Starfið felst í efna- greiningum, gagnameðhöndlun og gagna- söfnun á sjó. Reynsla í notkun á tölvum er æskileg. Umsóknarfrestur er til 11. febrúar nk. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. Atvinna óskast 24 ára vélstjóranemi sem hefur lokið 2. stigi óskar eftir starfsþjálfunarnámi á námssamn- ingi hjá viðurkenndu málmiðnaðarfyrirtæki sem fyrst (helst á Rvk.svæðinu). Upplýsingar í s: 568 1617. Matreiðslumeistari Duglegur og metnaðarfullur matreiðslu- meistari með 10 ára reynslu óskar eftirfram- tíðarstarfi. Góð meðmæli. Upplýsingar í síma 565 1458. 10 ára starfsreynsla Þrítugur karlmaður óskar eftir vinnu sem kokkur. Ófaglærður. Hefur verið kokkur á sjó og á veitingastað. Búinn með 1. bekk í hótel- og veitingaskóla í Kaupmannahöfn og árssamning á íslandi. Reyklaus. Upplýsingar í síma 0045 31582809. Atvinna Félagsmálaráð Vestmannaeyja leitar eftir þroskaþjálfa eða uppeldismenntuðum starfs- manni með sérþekkingu eða reynslu á sviði málefna fatlaðra í 100% starf. Starfið felur m.a. í sér ráðgjöf til foreldra fatlaðra barna og starfsmanna sem þjónusta fötluð börn og fjölskyldur þeirra, umsjón með stoðþjón- ustu við fatlaða ásamt forstöðu leikfanga- safns Vestmannaeyja. Hóll fasteignasala óskar eftir jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni til að annast móttöku viðskiptamanna og sím- svörun. Reyklausir umsækjendur ganga fyrir. Vinnutími er kl. 9-18. Upplýsingar ekki veittar á skrifstofu, heldur sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Hóll - 1220“ sem fyrst. Vinna á Grænlandi Vegna verkefnis á Grænlandi óskum við að ráða: 1. Vanan bormann. 2. Nokkra vana gröfumenn. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson í símum 562 2700 og 567 4002 á skrifstofutíma. ÍSTAK Knattspyrnuþjálfari Knattspyrnudeild Hattar, Egilsstöðum, óskar að ráða þjálfara fyrir 3., 4. og 5. flokk drengja. Upplýsingar gefa Ágústa, sími 471 1771 og Hrafnhildur, sími 471 1578. Bátsmaður Bátsmaður óskast á frystitogara frá Suð- Vesturlandi. Þarf að geta leyst af sem annar stýrimaður. Aðeins vanur maður kemur til greina. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 404“, fyrir 5. febrúar. Strax Stöður lausar fyrir fólk sem hefur áhuga á: Fullu sölustarfi, góðum tekjumöguleikum og tækifæri til framfara. Umsækjendur þurfa að vera snyrtilegir og koma vel fyrir. Reynsla ekki nauðsynleg. Bíll skilyrði. Pantaðu viðtal í síma 565 5965. Matráður Leikskólinn Norðurberg. Matráður óskast í 70% starf sem fyrst. Upplýsingar gefur Steina Erlendsdóttir leik- skólastjóri í s. 555 3484. Ennfremur veitir leikskólafulltrui upplýsingar um starfið í s. 555 2340. Skólafulltrúinn íHafnarfirði. Bjórkjallarinn (áður Amma Lú) Óskum etir að ráða vaktsjóra ekki yngri en 24 ára. Óskum eftir þjónum ífullt starf og hlutastarf. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára og eldri. Umsækjendur þurfa að hafa örugga og skemmtilega framkomu, vera ábyrgðarfullir og metnaðargjarnir. Umsækjendur hafa tækifæri til að vinna á vinnustað þar sem hress og skemmtilegur starfsandi er í hávegum hafður. Tekið verður á móti umsóknum í Bjórkjallar- anum milli kl. 15 og 17.30 mánudag og þriðju- dag. Starf húsvarðar MIÐBORGAR REYKJAVÍKUR Skúlatúni 4. Meinatæknir/ líffræðingur eða einstaklingur með sambærilega mennt- un óskast til starfa á rannsóknastofu okkar. Vinnutími 8.00-16.00. Um framtíðarstarf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Skriflegar umsóknir óskast sendar fyrir 4. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Reykjavíkurvegi 78, pósthólf420, 222 Hafnarfirði, sími 555 3044. Laust er til umsóknar starf húsvarðar miðborgarinnar. Um er að ræða 60% starf frá kl. 12.30 - 17.00 alla virka daga. Reynsla af öryggis- og eftirlitsstörfum kemur sér vel. Umsóknarfrestur er til 14 febrúar 1997. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík merkt „Húsvörður miðborgarinnar". Þróunafélag Reykjavíkur Húsvörður miðborginnar fer daglega um miðborgina, gerir viðvart um það sem betur má fara, fylgist með ástandi eigna í miðborginni, skráir breytingar í atvinnurekstri ásamt ýmsum öðrum verkum. :

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.