Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 60

Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 60
z/í/. qnœrmL qrein MBmHHAW 0BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS JieWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kjaraviðræður á afar viðkvæmu stigi Hvítu inn- siglingar- ljósin dóu Grindavík. Morgunblaðið. í GÆR slógu út hvítu innsiglingar- ljósin í Grindavíkurhöfn og þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt var enn ekki búið að koma þeim í lag, en talið var að rafmagnskapall hefði farið í sundur. Hvítu innsigl- ingarljósin eru þau ljós sem skipin koma fyrst inn í. Það að hvítu inn- siglingarljósin detta út þýðir að stærri skip eins og loðnuskipin, sem núna eru að fara inn og út úr höfn- inni, komast ekki leiðar sinnar. Minni bátar, sérstaklega heimabát- arnir, gátu farið innsiglinguna í gærkvöldi vegna þekkingar skip- stjóranna. Reiknað var með að ljós- in yrðu komin á með morgninum. VIÐRÆÐUR milli samninganefnda einstakra landssambanda ASÍ og vinnuveitenda héldu áfram í allan gærdag hjá ríkissáttasemjara. Enginn áþreifanlegur árangur varð af viðræð- unum, en skv. heimildum Morgun- blaðsins vörpuðu vinnuveitendur þó fram nýjum hugmyndum í gær, sem farið verður nánar yfir á fundum deiluaðila í dag. Staðan í kjaramál- unum er sögð mjög viðkvæm nú. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segist eiga von á að í ljós komi í dag hvort grunnur sé að skapast að viðræðum sem geti miðað í samkomulagsátt. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, vildi ekki ann- að segja um stöðu mála í gærkvöldi en að viðræður héldu áfram í dag. Aðgerðir undirbúnar Næstkomandi þriðjudag rennur út sá frestur sem landssambandsfor- mennirnir settu þegar kröfugerðin var kynnt en þá munu þeir taka sam- eiginlega ákvörðun um undirbúning aðgerða til að fylgja kjarastefnunni eftir ef ekkert hefur miðað í sam- komulagsátt. Undirbúningur fyrir ákvarðanir um hugsanlegar verk- fallsaðgerðir er þegar hafinn, m.a. með útgáfu fréttabréfs til aðiidarfé- laga ASÍ, þar sem íjallað er um frá- gang kjörskráa og tilhögun atkvæða- greiðslna um vinnustöðvanir. Þá ætla formenn landssambandanna að fara yfir stöðu kjaraviðræðnanna og ræða undirbúning hugsanlegra aðgerða á formannafundi sem haldinn verður fyrir hádegi í dag. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, segir að annað hljóð hafí verið í fulltrúum vinnuveitenda á fundunum í gær og nokkur hreyfing komist á viðræðurn- ar og því hafi verið ákveðið að hitt- ast á ný í dag. Öm Friðriksson, formaður Sam- iðnar, sagði að búast mætti við að svör bærust frá ríkisstjórninni öðru hvorum megin við helgina. Borgin íliugar að kæra ESA ALFREÐ Þorsteinsson, for- maður stjórnar veitustofnana, sagði á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi að borgaryfirvöld íhuguðu að kæra vinnubrögð Eftirlitsstofnunar EFTA og áskilja sér rétt til skaðabóta vegna athugasemda frá stofn- uninni um að ákvæði um ígildisviðskipti í útboðsgögnum Hitaveitu Reykjavíkur í útboði á hverfilssamstæðu fyrir Nesjavallavirkjun stæðist ekki ákvæði EES-samningsins. Alfreð sagði að allt frá því að eftirlitsnefndin gerði fyrst athugasemd við fyrirhugað útboð hefðu ekki fengist skýr svör um það á hvern hátt ákvæði um ígildisviðskipti gengju gegn EES-samningn- um. Sagði hann að horfið hefði verið frá því að hafa ígildis- þáttinn í útboðinu, að ráði fjármálaráðuneytisins, en tal- ið hefði verið of áhættusamt að fella þann þátt inn í útboð- ið vegna tilmæla ESA. Hagsmunir skertir Að mati Alfreðs hafa hags- munir Reykjavíkurborgar ver- ið skertir vegna atbeina ESA í málinu og sökum tímaskorts hafi borgin neyðst til að taka ígildisþátt útboðsins út. Alfreð skýrði frá því að stofnunin hygðist senda for- sendur sínar skriflega að nokkrum vikum liðnum. Sagði hann að ef svörin sem fengj- ust þá yrðu jafnloðin og þau sem þegar hefðu verið send væri einsýnt að Reykjavíkur- borg myndi kæra vinnubrögð ESA og áskilja sér rétt til skaðabóta. Tveir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndu meirihluta R-lista fyrir að hafa við undirbúning útboðs fullyrt að kannað hafi verið til hlítar að ekkert stæði í vegi fyrir ígildisviðskiptum. Sögðu þeir að fljótt hafi vaknað sterkar efasemdir um ígildisþáttinn sem meirihlutinn hafi látið sem vind um eyru þjóta. Morgunblaðið/Golli ÆTTINGJAR og vinir Halldórs brostu breitt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og Halldór var einnig kátur. * Halldór B. Oskarsson hjarta- og lungnaþegi kominn til Islands Gott að vera loks kominn heim HALLDÓR B. Óskarsson, iijarta- og lungnaþegi, kom heim frá Gautaborg í gær eftir 15 mánaða og 10 daga útiveru. Hann fékk höfðinglegar móttökur frá ætt- ingjum og vinum. Halldór var ánægður með móttökurnar og sagði að það væri gott að vera kominn heim. Halldór fór í aðgerð í október eftir að hafa beðið ytra í 11 mán- uði. Hann sagði að þessi biðtími hefði verið erfiður. Aðgerðin hefði gengið vel og batinn hefði verið jafn og góður. „Eg hef farið reglulega í próf þar sem m.a. er athugað hvort eitthvað beri á höfnun í lungum eða hjarta. Höfnunin er mæld á kvarða sem er frá 0-4. Ég hef allt- af mælst með núll höfnun, þannig að það gæti ekki verið betra.“ Halldór sagði að nú tæki við að byggja upp þrek svo hann gæti tekist á við þau verkefni sem biðu hans. Hann sagðist staðráð- inn í að fara í skóla í haust, en nám hefur orðið að sitja á hakan- um. Halldór, sem er frá Krossi í Lundarreykjadal, fæddist með hjartagalla og var sendur á fyrsta ári í hjartaaðgerð til London. Aðgerðin tókst vel, en hún var hins vegar gerð fullseint, því hjartagallinn náði að vinna skemmdir á lungunum, sem ágerð- ust eftir því sem árin liðu. Hæstiréttur dæmir stúlku bætur vegna slyss í leikfimitíma Mismunun eftir kyn- ferði brot á stjórnarskrá HÆSTIRÉTTUR dæmdi ríkið í gær bótaskylt gagnvart stúlku, sem hlaut 10% örorku eftir að hún fótbrotnaði í leikfimitíma í grunn- skóla Njarðvíkur árið 1985, þegar hún var 13 ára. Samkvæmt dómin- um á að meta bætur til hennar á sama grunni og ef hún hefði verið piltur og er það breyting frá þeirri venju sem tíðkast hefur í dóms- málum hér á landi. í dóminum kemur fram að yfir- völd skólans hafi ekki uppfyllt skyldur sínar um upplýsingaöflun vegna slyssins og að leikfimikenn- ari hefði átt að vera nærstaddur og koma í veg fyrir að slys yrði. „Mismunun um áætlun fram- tíðartekna, þegar engar skýrar vísbendingar liggja fyrir um tjón- þola sjálfan, verður ekki réttlætt með skírskotun til meðaltals- reikninga.“ Konur og karlar njóti jafns réttar í hvívetna „í 65. grein stjórnarskrárinnar er boðið, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og konur og karlar njóta jafns réttar í hvívetna,“ seg- ir í dóminum. Síðar segir að þótt útreikningar sýni að meðaltekjur kvenna hafi almennt verið lægri en karla, geti það ekki ráðið úr- slitum, þegar til framtíðar er litið. Hæstiréttur telur að yfirvöld skólans hafi ekki hlutast til um að halda til haga glöggum upplýs- ingum um aðstæður þegar slysið varð og vitneskju um það, sem gerst hafði og lætur Hæstiréttur ríkið bera halla af skorti á upplýs- ingum. „Leiðir það af þeirri ríku ábyrgð, sem hvílir á stjórnendum grunnskóla, en þeim ber að hyggja sérstaklega að velferð nemenda í einu og öllu,“ segir í dóminum, Stúlkunni, sem nú er 24 ára, voru dæmdar 1.539 þúsund krónur í bætur með vöxtum frá árinu 1990. ■ Nærvera kennara/4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.