Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 60
z/í/. qnœrmL qrein MBmHHAW 0BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS JieWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kjaraviðræður á afar viðkvæmu stigi Hvítu inn- siglingar- ljósin dóu Grindavík. Morgunblaðið. í GÆR slógu út hvítu innsiglingar- ljósin í Grindavíkurhöfn og þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt var enn ekki búið að koma þeim í lag, en talið var að rafmagnskapall hefði farið í sundur. Hvítu innsigl- ingarljósin eru þau ljós sem skipin koma fyrst inn í. Það að hvítu inn- siglingarljósin detta út þýðir að stærri skip eins og loðnuskipin, sem núna eru að fara inn og út úr höfn- inni, komast ekki leiðar sinnar. Minni bátar, sérstaklega heimabát- arnir, gátu farið innsiglinguna í gærkvöldi vegna þekkingar skip- stjóranna. Reiknað var með að ljós- in yrðu komin á með morgninum. VIÐRÆÐUR milli samninganefnda einstakra landssambanda ASÍ og vinnuveitenda héldu áfram í allan gærdag hjá ríkissáttasemjara. Enginn áþreifanlegur árangur varð af viðræð- unum, en skv. heimildum Morgun- blaðsins vörpuðu vinnuveitendur þó fram nýjum hugmyndum í gær, sem farið verður nánar yfir á fundum deiluaðila í dag. Staðan í kjaramál- unum er sögð mjög viðkvæm nú. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segist eiga von á að í ljós komi í dag hvort grunnur sé að skapast að viðræðum sem geti miðað í samkomulagsátt. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, vildi ekki ann- að segja um stöðu mála í gærkvöldi en að viðræður héldu áfram í dag. Aðgerðir undirbúnar Næstkomandi þriðjudag rennur út sá frestur sem landssambandsfor- mennirnir settu þegar kröfugerðin var kynnt en þá munu þeir taka sam- eiginlega ákvörðun um undirbúning aðgerða til að fylgja kjarastefnunni eftir ef ekkert hefur miðað í sam- komulagsátt. Undirbúningur fyrir ákvarðanir um hugsanlegar verk- fallsaðgerðir er þegar hafinn, m.a. með útgáfu fréttabréfs til aðiidarfé- laga ASÍ, þar sem íjallað er um frá- gang kjörskráa og tilhögun atkvæða- greiðslna um vinnustöðvanir. Þá ætla formenn landssambandanna að fara yfir stöðu kjaraviðræðnanna og ræða undirbúning hugsanlegra aðgerða á formannafundi sem haldinn verður fyrir hádegi í dag. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, segir að annað hljóð hafí verið í fulltrúum vinnuveitenda á fundunum í gær og nokkur hreyfing komist á viðræðurn- ar og því hafi verið ákveðið að hitt- ast á ný í dag. Öm Friðriksson, formaður Sam- iðnar, sagði að búast mætti við að svör bærust frá ríkisstjórninni öðru hvorum megin við helgina. Borgin íliugar að kæra ESA ALFREÐ Þorsteinsson, for- maður stjórnar veitustofnana, sagði á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi að borgaryfirvöld íhuguðu að kæra vinnubrögð Eftirlitsstofnunar EFTA og áskilja sér rétt til skaðabóta vegna athugasemda frá stofn- uninni um að ákvæði um ígildisviðskipti í útboðsgögnum Hitaveitu Reykjavíkur í útboði á hverfilssamstæðu fyrir Nesjavallavirkjun stæðist ekki ákvæði EES-samningsins. Alfreð sagði að allt frá því að eftirlitsnefndin gerði fyrst athugasemd við fyrirhugað útboð hefðu ekki fengist skýr svör um það á hvern hátt ákvæði um ígildisviðskipti gengju gegn EES-samningn- um. Sagði hann að horfið hefði verið frá því að hafa ígildis- þáttinn í útboðinu, að ráði fjármálaráðuneytisins, en tal- ið hefði verið of áhættusamt að fella þann þátt inn í útboð- ið vegna tilmæla ESA. Hagsmunir skertir Að mati Alfreðs hafa hags- munir Reykjavíkurborgar ver- ið skertir vegna atbeina ESA í málinu og sökum tímaskorts hafi borgin neyðst til að taka ígildisþátt útboðsins út. Alfreð skýrði frá því að stofnunin hygðist senda for- sendur sínar skriflega að nokkrum vikum liðnum. Sagði hann að ef svörin sem fengj- ust þá yrðu jafnloðin og þau sem þegar hefðu verið send væri einsýnt að Reykjavíkur- borg myndi kæra vinnubrögð ESA og áskilja sér rétt til skaðabóta. Tveir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndu meirihluta R-lista fyrir að hafa við undirbúning útboðs fullyrt að kannað hafi verið til hlítar að ekkert stæði í vegi fyrir ígildisviðskiptum. Sögðu þeir að fljótt hafi vaknað sterkar efasemdir um ígildisþáttinn sem meirihlutinn hafi látið sem vind um eyru þjóta. Morgunblaðið/Golli ÆTTINGJAR og vinir Halldórs brostu breitt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og Halldór var einnig kátur. * Halldór B. Oskarsson hjarta- og lungnaþegi kominn til Islands Gott að vera loks kominn heim HALLDÓR B. Óskarsson, iijarta- og lungnaþegi, kom heim frá Gautaborg í gær eftir 15 mánaða og 10 daga útiveru. Hann fékk höfðinglegar móttökur frá ætt- ingjum og vinum. Halldór var ánægður með móttökurnar og sagði að það væri gott að vera kominn heim. Halldór fór í aðgerð í október eftir að hafa beðið ytra í 11 mán- uði. Hann sagði að þessi biðtími hefði verið erfiður. Aðgerðin hefði gengið vel og batinn hefði verið jafn og góður. „Eg hef farið reglulega í próf þar sem m.a. er athugað hvort eitthvað beri á höfnun í lungum eða hjarta. Höfnunin er mæld á kvarða sem er frá 0-4. Ég hef allt- af mælst með núll höfnun, þannig að það gæti ekki verið betra.“ Halldór sagði að nú tæki við að byggja upp þrek svo hann gæti tekist á við þau verkefni sem biðu hans. Hann sagðist staðráð- inn í að fara í skóla í haust, en nám hefur orðið að sitja á hakan- um. Halldór, sem er frá Krossi í Lundarreykjadal, fæddist með hjartagalla og var sendur á fyrsta ári í hjartaaðgerð til London. Aðgerðin tókst vel, en hún var hins vegar gerð fullseint, því hjartagallinn náði að vinna skemmdir á lungunum, sem ágerð- ust eftir því sem árin liðu. Hæstiréttur dæmir stúlku bætur vegna slyss í leikfimitíma Mismunun eftir kyn- ferði brot á stjórnarskrá HÆSTIRÉTTUR dæmdi ríkið í gær bótaskylt gagnvart stúlku, sem hlaut 10% örorku eftir að hún fótbrotnaði í leikfimitíma í grunn- skóla Njarðvíkur árið 1985, þegar hún var 13 ára. Samkvæmt dómin- um á að meta bætur til hennar á sama grunni og ef hún hefði verið piltur og er það breyting frá þeirri venju sem tíðkast hefur í dóms- málum hér á landi. í dóminum kemur fram að yfir- völd skólans hafi ekki uppfyllt skyldur sínar um upplýsingaöflun vegna slyssins og að leikfimikenn- ari hefði átt að vera nærstaddur og koma í veg fyrir að slys yrði. „Mismunun um áætlun fram- tíðartekna, þegar engar skýrar vísbendingar liggja fyrir um tjón- þola sjálfan, verður ekki réttlætt með skírskotun til meðaltals- reikninga.“ Konur og karlar njóti jafns réttar í hvívetna „í 65. grein stjórnarskrárinnar er boðið, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og konur og karlar njóta jafns réttar í hvívetna,“ seg- ir í dóminum. Síðar segir að þótt útreikningar sýni að meðaltekjur kvenna hafi almennt verið lægri en karla, geti það ekki ráðið úr- slitum, þegar til framtíðar er litið. Hæstiréttur telur að yfirvöld skólans hafi ekki hlutast til um að halda til haga glöggum upplýs- ingum um aðstæður þegar slysið varð og vitneskju um það, sem gerst hafði og lætur Hæstiréttur ríkið bera halla af skorti á upplýs- ingum. „Leiðir það af þeirri ríku ábyrgð, sem hvílir á stjórnendum grunnskóla, en þeim ber að hyggja sérstaklega að velferð nemenda í einu og öllu,“ segir í dóminum, Stúlkunni, sem nú er 24 ára, voru dæmdar 1.539 þúsund krónur í bætur með vöxtum frá árinu 1990. ■ Nærvera kennara/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.