Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 1

Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 1
72 SIÐUR B/C/D 47. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBIAÐSINS Forseti S-Kóreu biðst af- sökunar á spillingarmáli Seoul. Reuter. KIM Young-sam, forseti Suður-Kóreu, reyndi í gær að styrkja stöðu sína með áhrifamiklu sjón- varpsávarpi þar sem hann baðst afsökunar á spiil- ingarmáli sem hefur tröllriðið stjórnmálum iands- ins síðustu vikur. Hann kvaðst skammast sín fyrir að sonur hans skyldi vera viðriðinn málið og ætla að banna honum að gegna opinberum embættum. Forsetinn flutti 18 mínútna ávarp í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því hann tók við forseta- embættinu. Hann kvaðst hafa liðið „sálarkvalir" vegna spillingarmálsins sem snýst um vafasamar lánveitingar til stórfyrirtækisins Hanbo Steel er safnaði geysimiklum skuldum þar til það varð gjaldþrota 23. janúar. Þrír af nánustu samstarfs- mönnum forsetans hafa verið handteknir vegna málsins og sakaðir um að hafa þegið mútur. Bannar syni sínum að gegna embættum „Sem forseti landsins biðst ég innilega afsökun- ar vegna þessa máls,“ sagði Kim og virtist iðrun- in og auðmýktin uppmáluð. Formaður stjórnarflokksins, Lee Hong-koo, og fleiri aldnir áhrifamenn í flokknum sögðu af sér í gær. Búist var við að allir ráðherrarnir myndu einnig bjóðast til að segja af sér til að forsetinn fengi frjálsar hendur við uppstokkun á stjórninni. Kim, sem barðist áður gegn herforingjastjórn- unum í Suður-Kóreu, lofaði að stemma stigu við spiliingu í stjórnkerfinu þegar hann komst til valda en hvert spillingarmálið á fætur öðru hefur grafið undan stjórn hans. Viðbrögð almennings við auðmjúkri afsökunarbeiðni hans voru blendin. Nokkrir sögðust hafa samúð með Kim en aðrir sögðust ekki geta fyrirgefið honum. Stjórnarandstaðan var einnig óánægð. Hún hefur sakað stjórnina um að hafa hylmt yfir með spilltum stjórnmálamönnum og krafðist þess í gær að óháðum lögmönnum yrði falið að rannsaka málið. Saksóknarar yfirheyrðu næstelsta son forset- ans, Hyun-chul, sem er 38 ára, um helgina og hreinsuðu hann af ásökunum um mútuþægni. Kim kvaðst þó ætla að banna syni sínum að gegna opinberum embættum þar til kjörtímabilinu lýkur í febrúar á næsta ári. Hyun-chul sagði síðar að hann myndi segja af sér öllum embættunum og fregnir hermdu að hann hygðist dvelja í útlöndum næstu mánuðina. Frjálsar veiðar Ósló. Morgunblaðið. NORSKA sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær að auka hámarks- þorskkvóta fyrir báta og skip undir 28 metrum að lengd um helming. { því felst að bátaveiðar við strendur Noregs verða gefnar fijálsar það sem eftir er kvótaársins. Kvóti báta eykst um 50% Ástæða þess að skipakvótinn er aukinn um 50% er að mikið er eftir óveitt af leyfilegum heildarkvóta veiðiársins. Nýju kvótarnir hljóða upp á 54,6 tonn fyrir báta undir 7 metrum, upp í 796,7 tonn fyrir skip sem eru 27-28 metrar. Aukningin þýðir að kvóti 14 metra báts eykst úr 188 tonnum í 282,3 tonn og kvóti 24 metra skips eykst úr 512,3 tonnum í 769,4 tonn af þorski. Vilja einkavæða neðanjarðar- lestir Lundúna Lundúnum. Reuter. BRESKA stjórnin kvaðst í gær vilja einkavæða neðanjarðarlestakerfi Lundúna, sem er hið elsta í heimin- um. George Young samgönguráð- herra sagði í viðtali við BBC-útvarp- ið að hann myndi kynna áform stjórnarinnar í ræðu á þinginu en bætti við að hann teldi að framtíð lestakerfisins yrði í „einkageiran- um“. Tillagan um sölu lestakerfisins verður mikilvægur liður í stefnuskrá íhaldsflokksins vegna komandi þingkosninga, sem eiga að fara fram ekki síðar en 22. maí. Áður hefur stjórn flokksins selt ýmis rík- isfyrirtæki, svo sem síma-, kola- og stálfyrirtæki og raf-, gas- og vatns- veitur. Kvartað yfir fjárskorti Hluti neðanjarðarlestakerfisins í Lundúnum er frá árinu 1865. I því eru 248 stöðvar og lestarnar flytja um 2,7 milljónir manna á dag. Young sagði að með einkavæð- ingunni fengist meira fé í lestakerf- ið og því yrði hægt að skipuleggja uppbyggingu þess til lengri tíma. Lestakerfið þyrfti þá ekki að keppa um fé við aðrar greinar eins og heilbrigðisþjónustuna og skólana. Stjórnendur lestakerfisins kvört- uðu yfir því í vikunni sem leið að það hefði ekki fengið nægilegt fé frá ríkinu og nefndu hundruð við- gerða- og uppbyggingarverkefna sem þurft hefði að fresta af þeim sökum. Þeir sögðu framlag ríkisins á næstu þremur árum verða 700 milljónum punda, jafnvirði 30 millj- arða króna, minna en þeir hefðu búist við. Young neitaði því hins vegar að framlögin til lestakerfisins hefðu verið pinnkuð í fjárlögum næsta árs. „Ég tel að það sem við höfum í huga verði mjög vinsælt meðal kjósenda og farþeganna þar sem það bætir almenningssamgöngurn- ar hér í Lundúnum," sagði hann. Mótmæli í Frakklandi ÓLÖGLEGIR franskir innflylj- endur héldu áfram mótmæla- svelti í borginni Lille í norður- hluta landsins í gær. Krefjast þeir áframhaldandi landvistar- leyfis og notuðu jafnframt tæki- færið og mótmæltu umdeildu lagafrumvarpi um útlendingaeft- irlit, sem kom til lokaumræðu á franska þinginu í gær. Um 30.000 manns mótmæltu daglangt við þinghúsið og þingmönnum voru afhentar undirskriftir 55.000 manna sem vilja frumvarpið dregið til baka. ■ Hvetur til baráttu/18 Reutcr JIANG Zemin þerrar tárin við lestur lofgjarðar um Deng Xiaoping í Peking í gær. Reuter Jiang heitir áfram- haldandi umbótum Pcking. Reutcr. JIANG Zemin, forseti Kína, sagði að áframhaldandi efnahagsumbætur í anda Dengs Xiaopings, drottnara Kína, myndu móta framtíð landsins. Komst hann svo að orði í ræðu, sem hann flutti við minningarathöfn um Deng í Höll alþýðunnar í Peking í gær. Grét hann oft með leikrænum tilþrifum við lestur lofgjarðar um leiðtogann látna. „Kínverska þjóðin ann félaga Deng Xiaoping, hún er honum þakk- lát, syrgir hann og varðveitir minn- ingu hans,“ sagði Jiang. Hann ítrek- aði að stjórnvöld myndu starfa áfram í anda Dengs og koma á sósíalískri endurnýjun með áframhaldandi efnahagsumbótum. Utan hallarveggja reyndi almúga- fólk að leggja blóm að minnisvarða um alþýðuhetjur Kína á Torgi hins himneska friðar en gífurlega öflugur lögregluvörður við torgið hindraði það. Var Torgið rýmt í dögun í gær og hafður við það strangur vörður en staðurinn er táknrænn fyrir sorg og gremju vegna harðræðis komm- únistastjórnarinnar, ekki síst í fram- haldi af atburðunum í júní 1989 er yfirvöld, með Deng í fararbroddi, siguðu alþýðuhernum á friðsöm mótmæli lýðræðissinna svo að mikið blóðbað hlaust af. Jiang notaði minningarathöfnina til að minna þjóð sína á hver væri forseti, formaður kommúnista- flokksins og yfirmaður heraflans. Á stórum borða sem hékk framan á svölum alþýðuhallarinnar stóð: „Lát- ið óuppfyiltar óskir Dengs rætast undir leiðsögn flokksins með Jiang Zemin við stýrið." Sprengj utilræði Einn maður beið bana og að minnsta kosti 60 særðust í sprengju- tilræðum í kínversku borginni Ur- umqi í gær. Urumqi er höfuðstaður héraðsins Xinjiang, þar sem múslim- ar eru í meirihluta. Embættismenn sögðu að klofningshópur úr röðum aðskilnaðarsinna í héraðinu hefðu verið að verki til að varpa skugga á minningarathöfnina um Deng Xiao- ping í Peking í gær. ■ Deng Xiaoping/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.