Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný lyfjameðferð við alnæmi hefur borið mjög góðan árangur Meðferðin gefur von um endanlega lækningu Morgunblaðið/Ásdfs ÓLAFUR Ólafsson landlæknir leggnr áherslu á að forvarna- starfi gegn alnæmi verði haldið áfram. Honum á hægri hönd situr Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalæknir, en til vinstri við landlækni sitja Sigurður Guðmundsson aðstoðarlandlæknir og Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. NÝR lyfjahópur sem notaður hefur verið í meðferð við alnæmi undan- farin tvö ár ásamt eldri lyfjahópi hefur gefið mjög góðan árangur og telja læknar það gefa ákveðna von um að endanleg lækning hafí feng- ist gegn alnæmi. Lyfin í þessum nýja lyfjahópi bera heitið proteasa- hemlar og verða til þess að alnæm- isveiran hættir að fjölga sér. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi hjá Landlæknisembættinu í gær þegar hin nýja lyfjameðferð var kynnt. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar, smitsjúkdómalæknis og aðstoð- arlandlæknis, hefur þessi nýja með- ferð borið mun meiri árangur en fyrri meðferðir og í þeim tilvikum sem árangur hennar hefur verið hvað mestur hefur ekki lengur ver- ið hægt að mæla ónæmisveiruna í blóði sjúklingsins. „Þetta þýðir að ónæmiskerfi sjúklingsins nær sér að einhveiju leyti og að einkenni sjúkdómsins hverfa,“ sagði hann. „Dæmi eru um það hér á landi að menn sem lágu mjög veikir á sjúkrahúsi hafi orðið einkennalausir, hressir og vinnufærir eftir að þeir fóru að taka inn þessa nýju lyfja- blöndu,“ sagði hann, en um þijátíu til íjörutíu alnæmissjúklingar á ís- landi hafa verið í þessari meðferð undanfama 13 til 14 mánuði. Sigurður benti hins vegar á að hætti sjúklingar að taka inn lyfin í einhvem tíma komi alnæmisveiran venjulega í ljós aftur. En það gefi til kynna að veiran liggi í láginni í öðrum vefjum líkamans þótt ekki hafi tekist að finna hana. „Aðeins eitt dæmi er mögulega til um það að veiran hafi ekki komið í ljós eft- ir að meðferðinni var hætt, en það var í átján mánaða gömlu bami sem smitaðist af alnæmisveirunni í móð- urkviði." Haraldur Briem smitsjúkdóma- læknir benti þó á að þegar væri farið að bera á ónæmi gegn þessum nýja lyfjahópi, „en líkurnar á því að ónæmi komi fram minnka samt verulega ef hægt er að halda veir- unni algerlega í skefjum," sagði hann. Þá kom fram að verið væri að vinna að frekari meðferð við alnæmi og væri enn einn lyfjahópurinn í sjónmáli. „Ef hann kemur fram á sjónarsviðið verða líkumar á því að hægt verði að drepa alnæmisveiruna enn meiri en nú,“ sagði Sigurður. Tímamótatilraun í Bandaríkjunum Erlendar tilraunir m.a. í Frakklandi og Bandaríkjunum hafa einnig gef- ið sömu niðurstöður til kynna. Má sem dæmi nefna nýja og víðtæka rannsókn styrkta af Bandarísku heilbrigðisstofnuninni, en að sögn bandarískra vísindamanna var ár- angurinn svo góður að tilraunum var hætt fyrr en áætlað var, til að hægt væri að gefa fleirum kost á því_ að fá lyfjablönduna. í niðurstöðum kemur fram að lyfin hafa ekki áhrif á alla alnæmis- sjúklinga en margir þeirra sýna þó ótvíræð batamerki og hjá öðrum hægir á framgangi sjúkdómsins. Það hefur mest áhrif á þá sem em nýlega orðnir veikir. í hópi sem var á venjubundinni lyfjameðferð létust átján sjúklingar á tilraunatímanum, hálfu öðm ári, en í samanburðar- hópnum, sem fékk nýju lyfjablönd- una, létust átta sjúklingar. Forstjóri ofnæmis- og smitsjúk- dómadeildar Bandarísku heilbrigð- isstofnunarinnar segir að um tíma- mótatilraun sé að ræða, vegna þess hversu umfangsmikil hún sé og hversu ótvíræður árangur hennar hafi verið. Leiðtoga minnst DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra vottaði kínversku þjóðinni samúð í gær vegna fráfalls Dengs Xiaoping leiðtoga Kin- verja með því að rita nafn sitt í sérstaka bók sem legið hefur frammi í kínverska sendiráðinu undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum sendiráðsins höfðu fjölmargir komið í sendiráðið síð- ustu daga til að votta samúð sína, stjórnmálamenn, embættismenn og almennir borgarar en í gær var síðasti dagurinn sem bókin lá frammi. Morgunblaðið/Kristinn Lögregla vaktaði fíkniefnahús LÖGREGLAN í Reykjavík hefur haft sólarhringsvakt um hús á Vest- urgötu þar sem talið er víst að fíkni- efni séu höfð um hönd og grunur leikur á að fíkniefnaviðskipti fari fram. Lögreglan réðst til inngöngu í húsið á mánudagskvöld að fengnum húsleitarúrskurði, lagði hald á lítil- ræði af fíkniefnum og handtók hús- ráðanda. Frá þeim tíma og þar til í gærkvöldi var hafður vörður um húsið en í gær var þeirri vakt af- létt, að sögn aðalvarðstjóra. Tilboð í gerð Hágöngumiðlunar opnuð hjá Landsvirkjun í gær Héraðsverk átti lægsta tilboð HÉRAÐSVERK hf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í vinnu við gerð Hágöngumiðlunar þegar þau voru opnuð í stjómstöð Landsvirkjunar í gær. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á tæpar 490,3 milljónir, sem er 62,5% af kostnaðaráætlun Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen upp á 784,1 milljón. Fjögur tilboð bárust í verkið og áttu Völur hf. í Reykjavík og Lava sf. á Keflavíkurflugvelli næstlægsta tilboð, eða 540 milljónir króna sem eru 68,9% af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta tilboð átti Suðurverk hf. í Reykjavík, 674,3 milljónir, eða 86% af kostnaðaráætlun og hið fjórða kom frá ístaki hf. í Reykja- vík, 794,8 milljónir, eða 1,4 pró- sentustigum yfir kostnaðaráætlun. Tilboð verða metin og yfírfarin áður en stjórn Landsvirkjunar tekur ákvörðun um að hveiju þeirra skuli gengið. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í vor og ljúki að hausti 1998. Lónið eykur orkugetu um 200 gígavattstundir á ári Gerð Hágöngumiðlunar fer þann- ig fram að Kaldakvísl verður stífluð við Syðri-Hágöngu austanverða og verður stíflan 400 metra löng og 25 metra há þar sem hún er hæst. í lægð norðvestan Syðri-Hágöngu þarf að hlaða aðra en talsvert minni stíflu. Grafa verður burtu ríflega 160.000 rúmmetra af jarðefnum, hlaða um 400 þúsund rúmmetra jarðvegsstíflu og steypa um 2.000 Morgunblaðið/RAX TILBOÐ í gerð Hágöngumiðlunar voru opnuð í stjórnstöð Lands- virkjunar í gær. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar og Jóhann Már Maríusson aðstoðarforstjóri bera saman bækur sínar. Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar er lengst til hægri á myndinni. rúmmetra samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun. Lónið sem myndast verður um 37 ferkílómetrar að flatarmáli eða álíka stórt og Mývatn. Miðlunar- rými er 385 gígalítrar og með til- komu lónsins eykst geta orkukerfis- ins um 200 gígavattstundir á ári. Vatni verður miðlað úr Hágöngu- lóni um Köldukvísl í Þórisvatn og þaðan um stöðvar Landsvirkjunar í Tungnaá og Þjórsá, það er Sig- öldu, Hrauneyjarfoss, Sultartanga og Búrfell. Stephans- stofa á Hofsósi PÁLL Pétursson félagsmála- ráðherra segir að Stephans- stofu, sem ætlað er að sinna samskiptum við Vestur-íslend- inga og aðra brottflutta lands- menn og afkomendur þeirra, væri best að staðsetja á Hofs- ósi í tengslum við Vesturfara- safnið sem þar er. Ráðherrann lýsti stuðningi við hugmyndina um stofnun Stephansstofu og sama gerðu aðrir þingmenn sem til máls tóku við fyrstu umræðu um málið á Alþingi í gær. Þingsályktunartillagan um Stephansstofu er komin frá Merði Árnasyni, varaþing- manni þingflokks jafnaðar- manna. Nafnið vísar til skálds- ins og Vestur-íslendingsins Stephans G. Stephanssonar. Hugmynd Marðar er sú að stofan sinni meðal annars skráningu Vestur-íslendinga og ýmsum samskiptum við fyrirtæki og stofnanir í tengsl- um við málefni brottfluttra íslendinga. Stjórn Fiskveiðasjóðs Samþykkti að lána Vest- firskum skel- fiski STJÓRN Fiskveiðasjóðs sam- þykkti í gær lán til Vestfírsks skelfisks hf. á Flateyri til kaupa á nýju skipi til kúfisk- veiða. Áður hafði stjórn Byggðastofnu n ar samþykkt fyrirgreiðslu til fyrirtækisins. Einar Oddur Kristjánsson, stjórnarmaður Vestfirsks skel- fisks, sagði að fjármögnun skipakaupanna væri þar með tryggð. Vestfirskur skelfiskur hefur fest kaup á 450 tonna skipi í Bandaríkjunum. Gerðar verða breytingar á skipinu ytra, sem áætlað er að kosti u.þ.b. 15 milljónir. Skipið sjálft kostar rúmar 90 milljónir. Það kemur til landsins með vorinu. Skipið kemur í stað Æsu sem fórst á síðasta ári. Einar Oddur sagði að undir- búningur skelfiskvinnslu á Flateyri gengi vel. Hlutafjár- aukning stæði yfír og gengi samkvæmt áætlun. Flugleiðir krafðar um hundruð milljóna RÉTTARHÖLD hófust á mánudag í New York í skaða- bótamáli Freds Pittmans, ann- ars bamsföður Ernu Eyjólfs- dóttur, gegn Flugleiðum. Fyr- irtækið er sakað um að hafa aðstoðað Ernu við að rjúfa farbann tveggja dætra hennar þegar hún fór með þær frá Flórída til íslands fyrir fímm árum en þá Iá fyrir að hún myndi missa forræðið yfir stúlkunum. Skaðabótakrafa Pittmans á hendur Flugleiðum er marg- þætt og hljóða þijár þeirra upp á fimm milljónir dollara hver, eða um 350 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi er búist við að réttarhöldum ljúki öðrum hvorum megin við næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.