Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EVA Petersen og Ásta Dögg Jónasdóttir við myndirnar sínar.
Teiknisamkeppni Ólympíunefndar
Islands og menntamálaráðuneytisins
V erðlaunamyndirn-
ar sendar til Sviss
Lögmaður Skífunnar um synjun á
kröfu um bann við dreifingu ID4
Eigandi höfund-
arréttar ákveð-
ur meðferð
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
SONJA Guðnadóttir við mynd
sína Sigursæll.
VIGNIR Árnason með verð-
launin sín; viðurkenningar-
skjalið og bókina.
Sími 555-1500
Höfum kaupanda
að 200-250 fm einbhúsi á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Engin skipti.
Sumarbústaður
Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður
í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði.
Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð.
KMBH
Foldasmári
Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á
einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 12,9
millj.
Garðabær
Stórás
Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm
bílsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv.
Skipti möguleg á 3ja herb. ib.
Skipholt
Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb.
Verð 2,7 millj.
Hafnarfjörður
Gunnarssund
Til sölu er góð 3ja herb. íb. á jarðh.
Breiðvangur
Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á
2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 mlllj.
Álfaskeið
Einbýlishús á tveimur hæðum með
hálfum kj., samtals 204 fm. Mikiö
endurn. Ath. skipti á Iftilli íb.
Reykjavíkurvegur
Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítlð
áhv. Verð 4,3 millj.
Vantar eignir á skrá
Fasteignasala,
Strandgötu 25, Hfj.
Árni Grétar Finnsson, hrl.
Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl.
ALLS hlutu 27 börn og ungling-
ar sérstaka viðurkenningu fyrir
myndir sinar í teiknisamkeppni
í grunnskólum landsins sem
haldin var á vegum Ólympíu-
nefndar íslands (Óí) og mennta-
málaráðuneytisins síðastliðið
haust. Myndirnar sem hlutu við-
urkenningu verða sendar áfram
í alþjóðakeppni á vegum Al-
þjóðaólympíunefndarinnar sem
fram fer í Lausanne í Sviss í
byijun apríl.
Af þessu tilefni var börnun-
um og unglingunum boðið í
móttöku í menntamálaráðu-
neytinu á fimmtudag þar sem
þau tóku við viðurkenningar-
skjali úr höndum Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra og
Ellerts B. Schram formanni ÓI,
en auk þess veitti Magnús
Hreggviðsson þeim bókagjafir
fyrir hönd Fróða hf.
Frumkvæðið að þessari
teiknisamkeppni kom frá Al-
þjóðaólympíunefndinni og er
markmið hennar að brúa bilið
á milli lista og íþrótta með því
að gefa börnum og unglingum
tækifæri til þátttöku í skapandi
listviðburði.
Varð töluvert
hissa
Um 3.400 börn og unglingar
úr flestum grunnskólum lands-
ins sendu myndir til keppninnar
og munu þau öll fá sent viður-
kenningarskjal undirritað af
menntamálaráðherra og for-
manni Óf fyrir þátttöku sína.
Keppt var í þremur aldurs-
flokkum, 5 til 8 ára, 9 til 12 ára
og 13 til 16 ára og var dómnefnd-
in skipuð þeim Þóri Sigurðssyni
frá menntamálaráðuneytinu,
Þorvaldi Jónssyni fulltrúa mynd-
menntakennara og Margréti
Bjarnadóttur fulltrúa ÓI.
Einn af yngri vinningshöfum
teiknisamkeppninnar er Vignir
Árnason, sjö ára frá Kársnes-
skóla. Hann var að vonum
ánægður með viðurkenninguna
en sagðist hafa orðið töluvert
hissa þegar hann fékk að vita
að hann hefði komist í úrslit.
„Myndin sem ég teiknaði ber
heitið Sigurinn og er af þremur
mönnum á verðlaunapalli, ein-
um að kasta spjóti og svo áhorf-
endum,“ sagði hann yfirvegað-
ur þrátt fyrir allt umstangið.
Sonja Guðnadóttir, 11 ára
nemi í grunnskóla Stokkseyrar,
hlaut viðurkenningu fyrir mynd
sína Sigursæll, sem er af
kraftmiklum fimleikamanni að
gera æfingar í hringjum. „Ég
byrjaði myndina á því að teikna
vöðva og svo þróaðist myndin í
framhaldi af því,“ sagði Sonja
og fannst frábært að hafa feng-
ið verðlaun fyrir. Hún sagðist
reyndar ekki fylgjast mikið með
fimleikum en æfir fótbolta ein-
stöku sinnum.
Eva Peterson og Ásta Dögg
Jónasdóttir, báðar 15 ára nem-
endur úr Langholtsskóla, eru
saman í teikningu sem er valn-
ámskeið í skólanum. Eva teikn-
aði mynd af ólympíueldinum og
sagði að það hefði verið það
fyrsta sem henni hefði dottið í
hug þegar hún fór að hugsa um
Ólympíuleikana. Ástu Iangaði
hins vegar til að gera eitthvað
öðruvísi og fletti myndum í
íþróttabókum þar til hún ákvað
að teikna mynd af manni keppa
í skautahlaupi. Þær áttu hvor-
ugar von á því að komast í úr-
slit en voru að vonum mjög
ánægðar með það.
LÖGMAÐUR Skífunnar hf., Sigurð-
ur G. Guðjónsson, segir það ákveðin
vonbrigði að myndböndum og geisla-
diskum með kvikmyndinni Inde-
pendence Day var skilað til eigenda
verslunarinnar 2001 á Hverfísgötu
á föstudag, en nokkrum dögum áður
hafði að kröfu Skífunnar verið lagt
hald á þessar vörur vegna meintrar
ólöglegrar sölu og dreifíngar.
Auk þess að myndirnar eru ekki
skoðaðar af Kvikmyndaeftirlitinu
eins og lög gera ráð fyrir, segir
Sigurður að eigendur verslunarinn-
ar 2001 hafi brotið gegn samning-
um Skífunnar við framleiðanda
myndarinnar, Twentieth Century
Fox Film Corp., og höfundarrétt-
arlögunum. „Twentieth Century
Fox á þessa kvikmynd og hefur
heimilað fyrirtækjum víða um heim
að ákveða að sýna hana í kvik-
myndahúsum og gefa hana út. Það
er Skífan ein sem getur tekið
ákvörðun um hvenær þessi mynd
kemur út á íslandi og hún getur
ekki komið út á íslandi fyrr en liðn-
ir eru sex mánuðir frá því að hún
var frumsýnd í kvikmyndahúsi,"
segir lögmaðurinn og bætir við:
„Þetta er ekki það sama og að selja
rúsínur eða þvottaefni, hér erum
við að fást við verk sem er háð
höfundarrétti, þar sem sá sem á
höfundarréttinn ákveður hvenær
það verður sýnt í kvikmyndahúsi."
„Samkvæmt lögum um skoðun
kvikmynda og bann við ofbeldis-
kvikmyndum er öllum þeim sem
framleiða kvikmyndir á íslandi,
flytja þær inn, selja eða dreifa kvik-
myndum eða myndböndum á ís-
landi, skylt að láta skoða myndirnar
hjá Kvikmyndaeftirlitinu. Þær
myndir sem 2001 hefur til sölu eru
ekki skoðaðar, og þess vegna bar
samkvæmt lögunum að stöðva
dreifíngu þeirra.“
„Lagaskyldan er klár“
Sigurður segir ennfremur að þó
að Skífan hafí látið skoða myndina
gildi sú skoðun ekki fyrir aðra sem
flytja hana inn, Skífan borgi sín
skoðunargjöld og aðrir borgi sín.
Auk þess sé það ekki einu sinni
víst að sú mynd sem eigendur 2001
hafí keypt af umboðsaðilum í Bret-
landi sé sama útgáfan og Skífan
sendi til skoðunar í Kvikmyndaeftir-
litið. „Og lagaskyldan er alveg klár;
allir sem flytja inn myndir eiga að
senda þær í skoðun.“
Aðspurður um næsta skref Skíf-
unnar í málinu segist Sigurður vera
að hugsa málið, hann verði að reyna
að gæta hagsmuna bæði Skífunnar
og Twentieth Century Fox.
Krókahraun - Hafnarfirði
Nýkomin til sölu 3ja herb. 93,6 fm íbúð á efri hæð.
Bílskúr. Suðursvalir. Góður staður. Verð 6,8 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
Miðvangur 41 - Hafnarfirði
Nýkomin til sölu góð 57 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð
í lyftuhúsi. Suðursvalir. Laus strax. Verð 5 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
Norræn blaðamannaverðlaun
Hvatning til að
sinna norrænum
bókmenntum
NORRÆNA bóka-
og bókasafnanefnd-
in (NORDBOK) hef-
ur veitt Jóni Karli
Helgasyni blaða-
mannaverðlaun sín
fyrir árið 1997.
Verðlaunin eru í
formi ferðastyrks
sem nemur 25.000
dönskum krónum og
eru veitt fyrir fram-
lag í því skyni að
auka áhuga á og
þekkingu á norræn-
um bókmenntum.
Verðlaunin eru veitt
fyrir blaðagrein,
umijöllun, umsögn,
ritgerð eða svipað efni, eða
greinaflokk um efnið.
í greinargerð nefndarinnar
segir: „Jón Karl Helgason hefur
um árabil sýnt norrænum bók-
menntum áhuga og í dagskrám
sínum í Ríkisútvarpinu hefur
hann á sérfróðan hátt kynnt nor-
ræna rithöfunda og verk þeirra
frá öllum málsvæðum Norður-
landa.“
Jón Karl Helgason sem er dokt-
or í samanburðarbókmenntum
hefur verið ritstjóri bókmennta-
efnis á rás 1 hjá Ríkisútvarpinu
en er nú settur dagskrárstjóri.
Hann kvaðst ánægður með verð-
launin. „Ég hef orðið var við að
Norðurlönd eru áhugasöm um ís-
lenskar bókmenntir, áhugasamari
um okkur en við um þau,“ sagði
Jón Karl.
Um norrænar bókmenntir
sagði hann að helst
væri fjallað um þær
hérlendis í kringum
Norðurlandaráðs-
verðlaunin. „Það
höfum við gert,
einkum í þættinum
Aldarlok 1994-96
sem var helgaður
nýjum erlendum
bókmenntum. Við
fylgdumst líka m. a.
með Norrænu bók-
menntahátíðinni í
Norræna húsinu og
fylgdum henni vel
eftir með viðtölum
og öðru efnisagði
Jón Karl. „Svona
verðlaun eiga að hvetja alla fjöl-
miðla til að horfa til Norður-
landa.“
Hann sagði að það kæmi af
sjálfu sér að horft væri til ensku-
mælandi þjóða þar sem sá mark-
aður væri svo sterkur. Efla þyrfti
norræn samskipti á bókmennta-
sviðinu með því að fylgjast með
því sem væri að gerast. Hann
vildi taka fram að það sem hann
hlyti nú viðurkenningu fyrir væri
unnið í hópvinnu. Með honum
störfuðu Jón Hallur Stefánsson
og Jórunn Sigurðardóttir. Einnig
vildi hann láta þess getið að þátt-
ur Norræna hússins væri mikill
við kynningu norrænna bók-
mennta og það hefði auðveldað
kynningu einstakra höfunda.
Jón Karl Helgason tekur við
blaðamannverðlaununum í Kaup-
mannahöfn í lok maímánaðar.
Jón Karl
Helgason