Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 11 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur borgarstjóra með íbúum í Arbæjarhverfi Ági'einingiir um fram- tíðarskipan skólamála LÍFLEGAR umræður voru á fundi borgarstjóra með íbúum Árbæjarhverfis. Morgunblaðið/Þorkell INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í ræðustól. Töluverður hiti var í mönnum á hverfafundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra með íbúum Ár- bæjar-, Selás-, ogÁr- túnshverfis vegna hug- myndar um að reistur verði nýr skóli norðan Hraunbæjar, á fjölförnu athafnasvæði. Hildur Einarsdóttir fylgdist með umræðunum. IUPPHAFI fundar, sem hald- inn var síðastliðið mánudags- kvöld í Árseli, talaði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir fyrst almennt um stöðu og stefnu í borgarmálunum en vék síðan að rekstri og framkvæmdum í ein- stökum málaflokkum er varða Árbæjarhverfið. Ræddi hún um skólamálin og sagði að gerð hefði verið fimm ára áætlun um einsetn- ingu grunnskóla Reykjavíkurborg- ar en endanlegar ákvarðanir hefðu ekki verið teknar nema um fyrsta árið, þ.e. yfirstandandi ár. Væru málefni Árbæjarskóla og raunar skólahverfisins alls til skoðunar. Einkum væri til umræðu sú hugmynd að Árbæjarskóli yrði í framtíðinni safnskóli þriggja grunnskóla í hverfinu með 8.-10. bekk en nýr skóli yrði byggður norðan Hraunbæjar þar sem ann- ars vegar yrði grunnskóli fyrir 1.-7. bekk, hins vegar leikskóli í sömu byggingu. Um þetta hefði ekki verið tekin ákvörðun. Sagði hún jafnframt að lokið yrði við byggingu dagvistarheimilis í Ár- borg á þessu ári þar sem unnt yrði að veita heilsdagsþjónustu fyrir börn. í umfjöllun borgarstjóra um íþrótta- og tómstundamál hverfis- ins kom meðal annars fram að aðsókn í Árbæjarlaug hefur aukist mjög eða um 35 þúsund frá 1995- 1996, og nam á síðasta ári 370 komum. Einnig gat hún þess að i ný- Iegri könnun í borginni á því hver hugur fólks væri til félagsmiðstöðva hefði komið fram að af- staða Árbæinga til Ár- sels væri jákvæð, enn jákvæðari en víða annars staðar í borginni til sambærilegra miðstöðva. Nýtt verslunar- og þjónustuhverfi Ingibjörgu Sólrúnu varð tíðrætt um skipulagsmál hverfisins og sagði meðal annars að tilkoma nýs Suðurlandsvegar létti mikið á umferð gegnum hverfið, einkum á Bæjarhálsi, og hefði orðið til þess að hugmyndir um nýtingu svæðis- ins milli Bæjarháls og Hraunbæjar voru endurskoðaðar. „Samþykkt hefur verið skipulag sem gerir ráð fyrir verslun, þjónustu- og menn- ingarstarfsemi á horni austan Bæjarbrautar. Á svæðinu er enn- fremur gert ráð fyrir bílskúraþyrp- ingum, garðlöndum og aðstöðu til boltaleikja, ásamt lóðum fyrir stofnanir og íbúðir. Þegar hefði verið úthlutað lóðum fyrir íbúðir aldraðra og pósthús," sagði hún. Ingibjörg Sólrún sagði að á at- hafnasvæðinu við Bæjarháls væri enn töluvert af óbyggðum og ófrá- gengnum lóðum, sem vafalítið yrðu byggðar innan fárra ára því auk- in eftirspurn væri eftir iðnaðar- og athafnalóð- um. Næsta sumar yrði svo hafist handa við náttúrufarslega könnun í Elliðaárdal ásamt öðrum útivistarsvæðum í borginni. í kjöl- farið yrði gefm út bók um Elliða- árdalinn, þar sem fjallað yðri um náttúru hans og sögu. Einnig væri unnið að vistfræðilegri úttekt á Elliðaánum. „Gerð verður sér- stök umhverfisúttekt á stafsemi Árbæjarlaugar, en umhverfisó- happ varð við laugina árið 1995. Kom í ljós að regnvatn úr aðliggj- andi íbúðarhverfum fer beint í árnar og er því mikilvægt að allir haldi vöku sinni og setji alls ekki leysiefni eða önnur mengandi efni í niðurföll utandyra," sagði hún. Að erindi Ingibjargar loknu bár- ust fyrirspurnir úr sal. Greinilegt var að skólamálin brunnu mjög á mönnum. Gunnlaugur Þráinsson gagn- rýndi að áætlanir um hugsanlega skólabyggingu norðan Hraunbæj- ar hefðu ekki verið kynntar öllum foreldrum í hverfinu. Taldi hann fráleitt að byggja skóla fyrir yngstu börnin á fjölförnu athafna- svæði sem þarna væri og taldi farsælla að byggja við þá skóla sem fyrir væru. Kristján Már Unn- arsson tók í sama streng og sagði jafnframt skaða af því að færa yngri börnin úr því góða umhverfi sem þau væru í í Árbæjarskóla þar sem væri stutt í góða íþrótta- aðstöðu og nefndi félagssvæði Fylkis og Árbæjarsundlaugina. Guttormur Einarsson sagði að lofað hefði verið að forhönnun á viðbótarskólabyggingu við Ár- túnsholtsskólann færi fram en nú væri ekki talin nein þörf á henni og hefði meirihlutinn þar með svik- ið loforð sitt. Sagði hann að meiri- hluti atkvæðabærra manna í sínu hverfi vildi heildstæðan skóla, þ.e. skóla þar sem bæði eldri og yngri börnin væru saman í skóla. Borgarstjóri sagði að misskiln- ings gætti varðandi kynningu á hugmyndum um nýjan skóla í hverfinu. Engin formleg kynning hefði átt sér stað á vegum borgar- innar enda málin ekki komin á það stig ennþá. Hefðu foreldrar rætt þessi mál í sínum hópi. En mikil- vægt væri að foreldrar fengju að koma að umræðu um framtíðar- skólastefnuna og lofaði að boða til fundar er meira lægi fyrir um skólamálin í hverfinu. Ekkert hefur verið ákveðið Borgarstjóri sagði að engin lof- orð hefðu verið svikin varðandi Ártúnsholtsskólann. í kringum 1994 hefði verið rætt um að skól- inn þyrfti viðbyggingu því þröngt var í skólanum um þær mundir. Síðan hefði farið fram úttekt í öllum skólum borgarinnar á við- byggingarþörf í tengslum við ein- setningu skólanna. Hefði komið í ljós að mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir að nemendum í Ártúnsholts- skóla myndi fækka um helming á næstu árum en í upphafi hefðu þijú hundruð börn verið í skólan- um. Sagði Ingibjörg Sólrún að forgangsraða þyrfti í þessum efn- um og huga að viðbyggingum þar sem fjölgun væri í skólunum. Sagði hún ennfremur að engar ákvarðanir hefðu ennþá verið teknar um hvort Ártúnsholtsskól- inn yrði heildstæður eða með núverandi fyrir- komulagi, þ.e. aðeins fyrir yngstu aldurshóp- ana. í máli Sigrúnar Magnúsdóttur, for- manns fræðsluráðs, kom fram að landiými í kringum Ártúnsholts- skólann væri litið og ef ætti að bæta við skólann þyrfti að stækka hann út í Elliðaárdalinn. Emb- ættismenn borgarinnar í umhverf- ismálum teldu slíkt ekki forsvaran- legt þar eð dalurinn væri friðlýst- ur. Sigrún sagði jafnframt að skipt- ar skoðanir væru um það hvort stækka ætti Árbæjarskóla og hafa hann heildstæðan eða hvort byggja ætti nýjan barnaskóla og hafa Árbæjarskóla safnskóla þ.e. safna öllum eldri aldurshópunum úr öðrum skólum í hverfinu í þann skóla eins og nú væri gert. En landrými væri takmarkað við alla skóla Árbæjarhverfis sem gerði framtíðarskipan í skólamálum hverfisins erfiða viðfangs. Barnaskóii eða unglingaskóli? Páll Árnason, formaður for- eldrafélags Árbæjarskóla, sagði að hann hefði alltaf staðið í þeirri meiningu að hugsanlegur skóli norðan Hraunbæjar yrði unglinga- skóli en ekki barnaskóli. Flestir foreldrar vildu þó hafa þrjá heild- stæða skóla í hverfinu. í svari Sigrúnar Magnúsdóttur kom fram að fýrir lægju drög að bæði barnaskóla og unglingaskóla á svæðinu norðan Hraunbæjar, sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefði gert fyrir borgina. Sigrún Helgadóttir, sem býr í Selásnum, sagðist hafa haft vissar efasemdir um það að senda börnin sín í Árbæjarskóla á sínum tíma, vegna þess hve það yrðu mikil við- brigði fyrir þau. Þar eð þau kæmu úr litlum skóla þar sem þau hefðu verið í vemduðu umhverfi. Þetta hefði þó orðið börnum hennar til góðs því skrefið upp í framhalds- skóla hefði ekki verið eins erfitt. Ólafur Flóvenz vakti athygli á því að háspennustrengur lægi í jörðu lóðar hins hugsanlega nýja skóla. Benti hann á skaðsemi strengsins fyrir heilsuna. Ingibjörg Sólrún sagði að sjálf- sagt væri að skoða það mál, en fólki sem byggi nálægt háspennu- streng liði yfirleitt ekki nógu vel í húsum sínum. Vilja hverfislögreglustöð Gunnlaugur Þráinsson og fleiri lýstu eftir lögreglustöð í hverfinu en einn lögregluþjónn væri þar starfandi án bækistöðvar. í svari borgarstjóra kom fram að borgaryfirvöld væru fús til að vinna með lögreglustjóraembætt- inu að því að finna stað fyrir lög- reglustöðina. Sagði borgarstjóri að dregið hefði úr afbrotatíðni í Árbæjarhverfinu á árunum 1995- 1996 um þrjátíu prósent. Umferðarmálin voru einnig í kastljósinu og Bryndís Þorsteins- dóttir, íbúi í Þingási, kvartaði und- an umferðarþunga í götunni og vildi þar hraðahindrun. Sagði hún að rætt hefði verið við borgaryfír- völd um málið og íbúarnir sent mótmælaskjal en ekkert hefði ver- ið gert, þó væru liðin rúm tvö ár. Þórunn Gyða sagði að bílaum- ferð um Selás væri mikil en börn í hverfinu þyrftu að fara yfir göt- una þegar þau færu í sund, til íþróttaiðkunar á Fylkissvæðinu og í kirkju. Taldi hún brýnt að draga úr hraða akandi umferðar. í máli Ingibjargar Sólrúnar kom fram að það væri stefna umferðar- nefndar að verða við óskum íbúa um hraðahindranir. Það gæti tekið tíma að koma þeim í framkvæmd. Rúnar Geirmundsson sagði að samþykktar hefðu verið í aðgerðir í ellefu liðum í umferðarmálum í hverfmu en ennþá hefði lítið verið framkvæmt af þeim. „Það er allt of mikið gert að því hjá borginni að samþykkja aðgerðir án þess að átta sig á því hvað þær kosta,“ sagði hann. Borgarstjóri kvað um- ræddar aðgerðir hafa farið í útboð á síðastliðnu ári. Verktakanum hefði ekki tekst að ljúka framkvæmdum en þær væru komnar inn á fjárhagsáætlun og _ætti að ljúka þeim á þessu ári. Ymis fleiri mál bar á góma. Kvartað var undan hundaskít á götum hverfsins og í Elliðaárdaln- um. Þá söknuðu menn menningar- starfsemi í hverfinu. Þeir bentu á að þar væru hvorki bókasafn né menningarmiðstöð, eða kvik- myndahús. Einnig kvörtuðu hjól- reiðamenn yfir því að snjónum væri rutt upp á gangstéttirnar og stígar fyrir gangandi og hjólandi umferð væru ekki ruddir nógu oft. Umræður á fundinum voru líflegar og fundarmenn voru rúm- lega fimmtíu. Tilkoma nýs Suðurlands- vegar hefur létt á umferð Boðað verður til fundar um skólamál í hverfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.