Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 16

Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar upplýsingar um kalda stríðið Danmörk var kjarnorku- skotmark Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. INNRÁS í Danmörk með kjama- vopnum var liður í undirbúningi Varsjárbandalagsins ef til þriðju heimstyijaldarinnar hefði komið, að sögn Berlingske Tidende. Þetta hefur komið í ljós við rannsóknir Cari-Axell Genzells prófessors við Kaupmannahafnarháskóla og hefur hleypt nýju fjöri í umræður um umsvif Bandaríkjamanna á Græn- landi og starfsemi friðarhreyfinga. Genzell hefur farið í gegnum skjalasöfn í fyrrum Austur-Þýska- landi og rekist þar á nákvæmar áætlanir um kjamorkuárás á Dan- mörku, sem lið í þriðju heimstyrjöld- inni. Hann segir slíka árás óhugn- anlega fyrirferðarmikla í áætlunum Varsjárbandalagsins. Bent er á að Austur-Þjóðveij ar muni hafa viljað leggja sig sérstak- lega fram í slíkri áætlun til að treysta stöðu sína í augum Sovét- ríkjanna. Áætlanir um kjarnorku- innrás í Danmörku vom fastur liður í heræfingum Varsjárbandalagsins allt þar til að Sovétríkin leystust upp. Fundur Genzells hefur vakið upp umræður um friðarhreyfingar, sem kusu einhliða afvopnun Vesturveld- anna og stefnu Jafnaðarmanna og Róttæka vinstriflokksins gagnvart NATO og Bandaríkjunum á síðasta áratug. Einnig varpar fundurinn nýju ljósi á umsvif Bandaríkja- manna á Grænlandi og stöðu þeirra í varnaijafnvæginu. Níu landa ferð nýs utanríkisráðherra Bandaríkjanna lokið Ekki von stórra tíðinda í sam- skiptum við Kína Peking, Tókýó. Reuter. FYRSTU utanlandsferð Madeleine Albright, nýskipaðs utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lauk í gær en þá hélt hún frá Kína til Banda- ríkjanna. í Kína átti hún viðræður við ráðamenn og kvaðst ánægð með þær, þótt ekki væri von stórra tíð- inda í kjölfarið. Norður-Kóreumenn gagnrýndu í gær ferð Albright til Suður-Kóreu og Japans, sögðu ráð- herrann með þessu reyna enn frek- ar að einangra Norður-Kóreumenn. Albright átti fundi með Jiang Zemin, forseta Kína, Li Peng for- sætisráðherra og Qian Qichen utan- ríkisráðherra. Á mánudagskvöld hélt Albright blaðamannafund, þar sem hún sagðist snortin af hlýlegum móttökum Kínveija, en hún kom til landsins skömmu áður en útför Dengs Xiaopings, leiðtoga þess, fór fram. Hins vegar sagði Albright að hvað mannréttinda- og afvopnunar- mál varðaði, væru lítil merki um breytingar. Tekist á um mannréttindamál Alls heimsótti Albright níu lönd i Evrópu og Asíu en með því að ljúka ferðinni í Kína kvaðst ráðherr- ann vilja undirstrika mikilvægi landsins á alþjóðavettvangi. Sagði Albright Kína vera lykilinn að stöð- ugleika á næstu öld og spáði aukn- um viðskiptum og samskiptum ríkj- anna. A1 Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, heimsækir Kína í næsta mánuði en þá verða afvopnunarmál til umræðu. Albright bar lof á Jiang, forseta Kína, sem kvaðst vilja styrkja sam- skipti þjóðanna. Hins vegar var haft eftir mönnum úr fylgdarliði Albright að hún og Li Peng forsæt- isráðherra hefðu tekist hressilega á um mannréttindamál. Reutcr Eldur í Mír GEIMFARAR í rússnesku geim- stöðinni Mír með grímur fyrir vitum. Eldur kviknaði í loft- hreinsitækjum í fyrrakvöld og logaði í sjö mínútur áður en tókst að slökkva hann. Vistarverur Mír fylltust af gufum sem ollu sárind- um í öndunarfærum. í gær var hins vegar allt með eðlilegum hætti um borð í geimstöðinni. ERLENT Reuter ÖLDRUÐ hjón gráta og reyna að leggja blóm til minningar um Deng Xiaoping, leiðtoga Kína, á Torgi hins himneska friðar í Peking. Lögreglumenn vísuðu þeim kurteislega í burtu þegar þeir rýmdu torgið í öryggisskyni vegna minningarathafnar um Deng í Alþýðuhöllinni. Deng Xiaoping skil- ar af sér góðu búi Á aðeins hálfum öðrum áratug hef- ur orðið efnahagsleg bylting í Kína Peking. Reuter. MEÐ Deng Xiaoping sjá Kínveijar á bak höfundi umbótastefnunnar en eftirmaður hans, hver sem hann verður, tekur við góðu búi að mati hagfræðinga. Hagvöxtur er geysimikill, verðbólga fer minnkandi, gjaldeyrisforðinn eykst dag frá degi og gjaldmiðill- inn er stöðugur. „Ég er mjög bjartsýnn á horf- urnar í efnahagsmálum," segir Lin Qingsong, hagfræðingur við félagsfræðiakademíuna. „Ástand- ið er almennt mjög gott.“ Erlend- ir hagfræðingar eru sammála þessu mati. „Það hljómar kannski undarlega en Deng gat ekki kvatt á betri tíma. Kínverskir leiðtogar eru á margan hátt öfundsverðir," sagði vestrænn hagfræðingur. Hröð þróun Það var Deng, sem beindi Kína út á braut vestræns markaðskerf- is, en marxisminn var á góðri leið með að valda efnahagslegu hruni og viðvarandi hungursneyð í sum- um hlutum ríkisins. Með hinni nýju stefnu, sem samþykkt var 1978, var einkaframtakið leyst úr læðingi og efnahagsþróunin miðuð við markaðsöflin, framboð og eftirspurn, í stað stalínískrar áætlunargerðar. Enginn sá fyrir hve þróunin yrði hröð en fyrr en varði var ris- inn upp fjármálamarkaður með líflegum verðbréfaviðskiptum og fram á sjónarsviðið steig ný kyn- slóð, „rauðu kapitalistarnir", sem lifa í vellystingum praktuglega. Hagvöxtur í Kína var 9,7% á síð- asta ári og verðbólgan, sem hefur verið erfiðasta viðfangsefnið í öll- um uppganginum, fór niður í rúm 6% á síðasta ári. Var það betri árangur en að var stefnt en hún var 14% 1995. Ríkisfyrirtækin þungurbaggi Kína hefur mikið aðdráttarafl fyrir erlenda fjárfesta og vestræn stórfyrirtæki bíða í langri röð eft- ir að komast að á þessum mark- aði, sem þenst út með hveiju ári sem líður. Á þessum sama tíma hefur gjaldeyrisforðinn vaxið ár frá ári og er nú um 7.400 milljarð- ar ísl. kr. Ekki er þó allt í sómanum í kínversku efnahagslífi og það eru ríkisfyrirtækin, sem eru Akkilles- arhællinn. Þrátt fyrir mikinn hag- vöxt og hagnað í einkageiranum eru um 75% 100.000 ríkisfyrir- tækja rekin með tapi. Á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs jókst hallinn um 45%. Flest eru þessi fyrirtæki ofmönnuð og ljóst er, að margra bíður það eitt að vera lokað. Þrátt fyrir það munu kínversk stjórnvöld áreiðanlega fara sér hægt í óhjákvæmilegri uppstokk- un í ríkisrekstrinum því að þau óttast, að gjaldþrot og miklar uppsagnir geti kynt undir ólgu í landinu. í Kína er stöðugleikinn allt að því trúarlegt takmark og má vafalaust rekja það til um- brotasamrar sögu þjóðarinnar. Talið er líklegt, að með dauða Dengs verði nokkurt hlé á efna- hagsumbótunum fram til flokks- þings kommúnistaflokksins í haust en hagfræðingar benda líka á það, að Kínveijar séu búnir að koma sér svo vel fyrir, að þeir hafi efni á því að fara sér hægt. Tiit Váhi segir form- lega af sér embætti Tallinn. Reuter. TIIT Váhi, forsætisráðherra Eist- lands, afhenti Lennart Meri forseta lausnarbeiðni sína í gær, tveimur vikum eftir að hann tilkynnti að hann hygðist segja af sér. Váhi ákvað að láta af embætti eftir auðmýkjandi atkvæða- greiðslu á þinginu fyrr í mánuðin- um þar sem tillaga um vantraust á hann var felld naumlega. Hann sagði ljóst að hann nyti ekki nægi- legs stuðnings á þinginu til að geta stjórnað landinu. Váhi hefur verið við völd í Eystrasaltsríkinu frá því í byijun ársins 1995 en stjórn hans missti meirihluta á þinginu í fyrra. Þrátt fyrir mikla ólgu og óvissu í stjórn- málum Eistlands fyrir og eftir valdatöku Váhis hafa þarlend stjórnvöld notið virðingar erlendis vegna viðamikilla efnahagsum- bóta frá því landið sagði skilið við Sovétríkin árið 1991. Tekur Siiman við? Meri forseti fær nú hálfan mán- uð til að tilnefna eftirmann Váhis. Líklegast þykir að Mart Siiman, leiðtogi einnar af fylkingunum í flokki Váhis, Samsteypuflokknum, verði fyrir valinu. Siiman hefur stjórnað sjón- varpsstöð í Tallinn og er talinn njóta mikils stuðnings meðal stjórnarsinna og stjórnarandstæð- inga. Hann hefur þegar hafið við- ræður við leiðtoga flokkanna og telur sig hafa tryggt sér stuðning tveggja af hveijum þremur þing- mönnum. 101 þingmaður á sæti á þinginu og stjórn Váhis hefur notið stuðn- ings 41 þingmanns Samsteypu- flokksins og bandalags lands- byggðarflokka og fímm eða sex óflokksbundinna þingmanna. Ekki er ljóst hvort Siiman hyggst bæta við flokkum í stjórnina eða láta nægja að tryggja sér stuðning þeirra á þinginu. t i I I I ► > ) I > > I > ! t \ >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.