Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 17 Skotárásin í Empire State-byggingunni Sýndi mótelkvitt- un til að fá byssu Melbourne. Reuter. PALESTÍNUMAÐURINN sem skaut á ferðamenn í Empire State- byggingunni á sunnudagskvöld notaði kvittun frá móteli á Flórída til að fá nafnskírteini, sem hann framvísaði þegar hann keypti byssuna sem hann skaut á fólkið með, og svo sjálfan sig á eftir. Einn maður lést og sex særðust í árásinni. Ali Abu Kamal bjó á móteli í Melboume á Flórída í rúman mán- uð áður en hann lét til skarar skríða í New York. Framvísaði hann kvittunum um að hann hefði herbergi þar á leigu til að fá nafn- skírteini, sem hann framvísaði er hann keypti Beretta skambyssu. Samkvæmt bandarískum lögum verða menn að hafa dvalið í 90 daga í landinu til að kaupa byss- ur. Þar sem Kamal hafði aðeins verið í landinu í þijár vikur, þykir ljóst að hann hafi logið að yfirvöld- um eða að eftirlitinu hafi verið ábótavant. Við byssukaupin var athugað hvort að hann hefði gerst brotlegur við lög í Bandaríkjunum en þar sem svo reyndist ekki vera, fékk hann byssuna. Örvinglaður í fyrstu var talið að stjórnmála- ástæður hefðu legið að baki skot- árásinni en eiginkona Kamals seg- ir hann hafa verið örvinglaðan mann, þar sem hann hafi verið svikinn um nær allt fé sitt. Hann hafi farið til Bandaríkjanna til að leita fjárfesta fyrir nýtt fyrirtæki en lent í klóm svikahrappa. Hafi Kamal ekki séð neina útleið. Þver- tekur hún fyrir að hann hafi haft áhuga á stjórnmálum. Starfsmenn og dvalargestir mótelsins sem hann dvaldi á, sögðu að svo virtist sem Kamal hefði ekki verið heill á geði. Keuter ÖRYGGISVÖRÐUR beitir málmleitartæki í leit að vopnum á 86. hæð Empire State-byggingarinnar í New York þar sem ferða- menn geta notið útsýnisins utandyra. Öryggisgæslan hefur ver- ið hert til muna i byggingunni eftir skotárásina á sunnudag. Sinyavsky látinn París. Reuter. RÚSSNESKI rithöfundurinn Andre Sinyavsky, sem afplánaði sjö ára fangelsisdóm fyrir andóf í Sovétríkjunum, lést af völdum krabbameins í París í gær, 71 árs að aldri. „Hann andaðist heima hjá sér eftir lang- varandi veikindi," sagði sonur rithöfundarins, Iegor Sinyavsky. „Hann var að ljúka við skáld- sögu.“ Sinyavsky var hand- tekinn og sóttur til saka árið 1965 fyrir „and- sovésk“ rit og var dæmdur í sjö ára erfiðisvinnu í Potma-fanga- búðunum ásamt rithöfundinum Yuli Daniel. Margir telja að rétt- arhöldin hafi markað upphaf and- ófsins í Sovétríkjunum. Eftir að Sinyavsky var látinn laus árið 1973 flutti hann til Frakklands með konu sinni, Marie Rozanova, og syni þeirra. Hann varð pró- fessor í rússneskum bókmenntum við Sor- bonne-háskóla og hjón- in stofnuðu tímaritið Sintaksis árið 1978. Sinyavsky fæddist í Moskvu 8. október 1925 og barðist í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var aðstoðarpró- fessor við Heimsbók- menntastofnun Vís- indaakademíunnar og skrifaði fyrstu skáldsöguna, „Fjölleika- húsið“, árið 1955. Þekktasta rit hans, skáldsagan „Góða nótt“, sem var byggð á ævi hans, var gefin út árið 1984. Andre Sinyavsky ERLEIMT ESB semur við Palestínumenn YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, skrifaði í Brussel á mánudag undir víðtækan við- skipta- og samstarfssamning sjálfstjórnaryfirvalda Palestínu- manna við Evrópusambandið, ESB, sem meðal annars felur í sér niðurfellingu tolla á mörgum útflutningsafurðum Palestinu- manna til ESB-landa. Samhliða undirritun samningsins átti Ara- fat viðræður við Hans van Mierlo, utanríkisráðherra Hollands, sem er nú í forsvari fyrir ráðherra- ráði ESB, en í gær hitti hann m.a. Eric Derycke, utanríkisráð- herra Belgíu, að máli. „Eg bið um meiri vináttuvott frá allri Evrópu. Ekki peninga. Vináttu og s1jórnmálatengsl,“ sagði Arafat að loknum fundinum í gær. Undirritun samningsins í fyrradag fagnaði Arafat sem mjög mikilvægum lið í því að styrkja stoðir sjálfstjórnar Pal- estinumanna. Auk þess að veita afurðum þeirra greiðari aðgang að Evrópumarkaðnum kveður samningurinn á um aukið efna- hagssamstarf og þróunaraðstoð. ESB er langstærsti styrktaraðili palestínsku sjálfstjórnarinnar. Vilja stofnað- ild Svíþjóðar aðEMU Dómsmál danskra ESB-andstæðinga Réttarhöld kunna að frestast Kaupmannahöfn. Reuter. RÉTTARHÖLD í dómsmáli, sem hópur tíu danskra andstæðinga ESB-aðildar lands síns reka fyrir hæstarétti Dan- merkur og áætlað var að hefjast myndu í maí næstkomandi, kunna að frestast vegna formsatr- iða sem lúta að málarekstrinum. Lögfræðingur danskra stjórnvalda gaf þetta í skyn í gær. Lögfræðingurinn, Karsten Hag- en-Sorensen, sagði frestinn, sem stefnendum hefði verið gefinn til að skila inn vitnisburði sínum f málinu, hefði verið framlengdur frá 28. þ.m. til 6. marz. Tæknilegir örðugleikar yllu töfinni. „Ég veit ekki hvort þetta muni hafa áhrif á það hvenær rétt- arhöldin geta hafízt,“ sagði Hagen-Sorensen. I nóvember síðastliðnum olli úrskurður dóms- yfirvalda ákær- endahópnum vonbrigðum með því að hafna beiðni þeirra þess efn- is, að trúnaðarskjöl úr stjórnsýsl- unni fengjust notuð sem sönnunar- gögn. Önnur beiðni hópsins til að fá aðgang að opinberum skjölum er enn í athugun og úrskurðar mun vera að vænta í næsta mánuði. ÞRÍR forsvarsmanna bankaráðs sænska seðlabankans, Riksbank, vilja að Svíþjóð taki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, strax frá upphafi. Þremenningarnir, Kjell-Olof Feldt, formaður bankar- áðsins, varaformaðurinn Bengt Westerberg og Johan Gernandt, skrifuðu í gær grein í Svenska Dag- bladet, þar sem þeir færa rök fyrir þessari niðurstöðu sinni. „Eftir að hafa grannskoðað rökin í ÉMU-umræðunni er niðurstaða okkar sú, að Svíþjóð eigi að segja já við myntbandalaginu núna,“ segir í niðurlagi greinarinnar. Þeir segja einnig margt benda til að EMU-aðild Svíþjóðar muni leiða til lægra vaxtastigs en ella. Ennfrem- ur segjast þeir sannfærðir um, að með því að ákveða að gerast ekki stofnaðili í EMU væri sænskum hagsmunum illa þjónað. þak- og vegg samlokueiningar þykktir 30-100 mm polyurethan einangrun gott einangrunargildi stál eða ál yfirborðsklæðning ftjótuppsettar samþykktar af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins Smiðjuvegur 4b ■ 200 Kópavogur S 567 6620 ■ Fax 567 6627

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.