Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Alam Juppe gagnrýmr landa sína Hvetur til bar- áttugegn út- lendingahatri París. Morgfunbladið. ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, gagnrýnir ianda sína í forsíðugrein dagblaðsins Le Monde í gærkvöldi fyrir að gera ekki mun á löglegum og ólöglegum innflytj- endum. Þetta gæti skarað eld að köku öfgamanna til hægri, sem al- mennt teldu útskúfun útlendinga lausn helstu vandamála. Juppé hvatti til baráttu gegn útlendinga- hatri og bað fólk að skoða með yfir- veguðum hætti frumvarp um útlend- inga sem nú er til umræðu í þinginu. Þingið tók frumvarpið, sem kennt er við Jean Louis Debré innanríkis- ráðherra, til annarrar umræðu síð- degis í gær. Á sama tíma hópuðust tugir þúsunda andstæðinga frum- varpsins saman við þinghúsið og afhentu undirskriftir sem safnað hefur verið að undanförnu. Ekki var þó gert ráð fyrir öðrum eins fjölda og saman kom síðastliðinn laugar- dag. Þá fóru hátt í 100.000 manns með friði um París til að andæfa tillögum Debrés og þúsundir hittust í öðrum borgum. Um 80 mannúðar- hreyfingar, stjórnmálaflokkar og stéttarfélög efndu til mótmælanna við þingið í gær og andófsfundir voru í Marseille, Nice og víðar. Frönsk blöð segja mótmælin við frumvarpinu ekki síst andsvar við Front National, flokki Le Pens, yst á hægri væng stjórnmála í landinu. Eftir umræddan fund í Vitrolles 9. febrúar vekur næst athygli aðal- fundur flokksins í Strassborg í mars- lok. Sumir fréttaskýrendur telja mótmælahreyfinguna nú vera horn- stein „múrs“ fijálslyndra og vinstri- manna gegn öfgafullum hugmynd- um Front National, sem beinast mjög gegn útlendingum. Sósíalistaflokkurinn og sérstak- lega aðalritarinn, Alain Jospin, hefur verið gagnrýndur fyrir linku í um- ræðu um útlendingafrumvarpið síð- ustu daga. Þó sögðu talsmenn hans í gær að skilyrðislausrar afturköllun- ar frumvarpsins yrði áfram krafíst í þinginu. Jospin var ekki svo skýr- mæltur í sjónvarpsviðtali á sunnu- daginn. Öðru gegnir um flokksbróð- ur hans og fyrrum forsætisráðherra, Laurent Fabius, sem tók þátt í mót- mælum laugardagsins og hélt þrum- andi ræðu í þinginu í gærkvöldi. Le Monde spyr hvernig á því standi að breyta þurfi lögum um útlendinga í Frakklandi í 10. sinn á 15 árum. Einungis fjórum árum eft- ir gildistöku laga kenndra við Pasqua, fyrirrennara Debrés. Ráð- herrann svarar: Til að ólöglegir inn- flytjendur verði engir í Frakklandi. Debré hefur þegar horft bak 1. grein frumvarps síns. Hún fjallaði um til- kynningaskyldu gestgjafa til bæjar- yfirvalda við brottför útlendings. Mazeaud þakkað Juppé þakkar Pierre Mazeaud, formanni laganefndar þingsins, fyrir breytinguna í grein sinni í Le Monde, enda reynist meirihluti Frakka fylgj- andi frumvarpinu að henni gefinni. Ríki og lögregla eiga samkvæmt breytingunni að annast skriffinnsku og framfylgja reglunum. Þetta verð- ur tekið til umræðu þingsins í dag og búist er við framhaldi fundanna um frumvarpið til vikuloka. Annars er frumvarp Debrés eins konar framlenging laga Pasqua: tæknilegir gallar eru slípaðir, þannig til dæmis að fjölskyldur klofna síð- ur. Áskilið er hert eftirlit lögreglu með komu og dvöl útlendinga í Frakklandi og atvinnu þeirra. Dval- arleyfi verða ekki framlengd sjálf- krafa eftir 10 ára dvöl. ERLENT Aköll um bann víð einræktun manna Roslin, London, Washington. Reuter. FRÉTTIR af því að vísindamönn- um í Skotlandi hefði tekizt að ein- rækta kind hafa hrundið af stað miklum vangaveltum um ailan heim um til hvers líftæknin getur leitt í framtíðinni, og gefið ímynd- unarafli fólks lausan tauminn, sem óttast að framkvæmanlegt verði að einrækta menn. Vísindamennirnir við líftækni- rannsóknastofnunina í Roslin í Skotlandi, sem ræktuðu ána Dolly úr erfðaefni fullorðinnar kindar, sögðu einræktun dýra geta komið mannkyninu að miklu gagni, en höfnuðu algerlega hugmyndum um einræktun manna og ítrekuðu, að þótt tekizt hefði að einrækta kind væri langt í land með að fyrirsjáan- legt væri að tæknin væri komin á það stig að gera einræktun manna mögulega. I Dauðarefs- í inga krafíst Morgunblaðið. París. STÚLKURNAR fjórar, sem voru myrtar í Boulogne í Frakk- landi fyrr í mánuðinum, verða jarðsettar á morgun. Þær voru • kyrktar eftir að þeim hafði ver- | ið nauðgað, samkvæmt fyrstu | niðurstöðum krufningar sem fram fór síðdegis á mánudag. Tveir menn, sem grunaðir eru um ódæðið, játa að hafa barið tvær stúlknanna hrottalega en saka hvor annan um morðin. Efnt var til göngu í Boulogne í gær til að minnast stúlknanna og á myndinni undirritar einn i þátttakendanna áskorun um að dauðarefsingar verði teknar upp að nýju í Frakklandi. I Joseph Rotblat, friðarverðlauna- hafi Nóbels, lagði í gær til að sett yrði á stofn alþjóðleg siðferðis- nefnd sem hefði það hlutverk að fylgjast með vísindanýjungum. Rotblat, sem er heimsþekktur fyrir áratuga baráttu sína gegn kjarn- orkuvánni, sagðist óttast að fram- farir í líftækni kynnu að valda mannkyninu annarri eins hættu og kjarnorkusprengjan. 87% vilja banna einræktun Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC birti í gær skoðanakönnun, þar sem fram kom að 82 af hundraði Bandaríkjamanna telja einræktun manna vera siðferðilega ranga, og 87% sögðust vera þeirrar skoðunar að banna ætti einræktun manna. 93% sögðust ekki vilja láta rækta annað eintak af sjálfum sér. Hvað varðar árangur skozku vísinda- mannanna reyndust skoðanir mun skiptari, en 53% viðmælenda sögðu að leyfa ætti einræktun dýra í nafni lækningarannsókna. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skipaði ráðgjafarnefnd bandaríska ríkisins um líftækni að gera úttekt á lagalegum og siðferðilegum höft- um við einræktun innan 90 daga, einkum með tilliti til afleiðinga hennar fyrir mannkynið. Daniel Tarschys, framkvæmda- stjóri Evrópuráðsins, lýsti því yfir í gær að nauðsynlegt væri að setja strangari reglur um líftækni til þess að koma í veg fyrir að reynt yrði að einrækta menn. Lög sem banna einræktun manna hafa fram að þessu aðeins verið sett í Bretlandi. Per Stíg Moller tekur við af Hans Engel sem leiðtogi íhaldsflokksins danska Nýir vindar með nýjum foringja íhaldsflokkurinn danski neyddist til að skipta um leið- toga í einu vetfangi eftir ölv- unarakstur Hans Engells. Sig- rún Davíðsdóttir rekur hér feril Per Stig Mollers, arftaka Engells, og hugsanleg áhrif mannaskiptanna. Hvort sem Per Stig Moller, nýskipaður leið- togi danska íhaldsflokksins, á eftir að hnika stefnu flokksins til eða ekki þá fer ekki hjá að hann hefur á sér annan brag en forverinn, Hans Engell. Hann hefur á sér íhugult yfir- bragð fræðimannsins, hefur stundað bók- menntarannsóknir og nýjasta bókin hans er gagnrýni á óheft fijálslyndi. Hann hafnar ákveðið öllum spurningum um stefnubreyting- ar og bendir á að hann hafi tekið þátt í stefnu- mótun flokksins undanfarin ár ásamt Engell. En ef marka má fyrstu spor hans sem leið- toga á hann eftir að leiða flokkinn af festu. Bókmenntafræðingur úr stjórnmálamannafjölskyldu Per Stig Moller er fæddur 1942 og því sex árum eldri en Engell, sonur stjórnmálahjónanna Poul (fæddur 1919) og Lis Molier (1918- 1983). Faðirinn var atkvæðamikill í flokknum á sjöunda áratugnum og fjármálaráðherra 1968-1971. Hann var blaðamaður og ritstjóri og þegar hann dró sig í hlé frá stjórnmálum á áttunda áratugnum tók hann til við pólitísk skrif, meðal annars fyrir Jyllands-Posten og Berlingske Tidende. Islendingar muna hann sem harðan andstæðing þeirra í handritamál- inu, þegar hann skrifaði meðal annars bók um handritin, sem sonurinn átti þátt í. Lis Moller var einnig blaða- og stjómmálamaður og sat á þingi um árabil. Föðurbróðir Per Stig Moll- ers, Aksel Moller (1906-1958), var atkvæða- mikill og skörulegur stjómmála- maður og gjaman sagt að Poul Moller hafi staðið í skugga bróður- ins, sem var orðinn þingflokks- formaður þegar hann lést um ald- ur fram. Þegar faðirinn og föðurbróðir- inn störfuðu í flokknum var hann klofinn af óvæginni valdabaráttu Eriks Haunstrups Clemmensens og Eriks Ninn-Hansens, sem síðan átti upptökin að Tamílamálinu, þegar hann lét undir höfuð leggj- ast að afgreiða beiðni tamílskra flóttamanna um að fá fjölskyldur sínar til Danmerkur. Þessir tveir sættust á að fela hinum atkvæða- litla Poul Schlúter pólitíska for- ystu 1974, en hann reyndist ekki atkvæðaminni en svo að hann var forsætisráð- herra 1982-1993 og fyrri úlfúð greri um heilt. Það kom svo í hlut Engells að efla ásýnd flokksins í kjölfar Tamílamálsins og afsagnar Schlúters og það hefur honum tekist vel. Þótt flokkurinn hafi aðeins lítillega aukið fylgi sitt, sem er um 15 prósent, þá var hann vinsæll stjórnmálamaður innan flokks og utan. Sviptingarnar nú gengu svo snarlega fyrir sig að flokkadrættir náðu ekki að grípa um sig, þegar áhrifastöðurnar var skipt upp á nýtt. Vísast vonaði Engell að leiðtogaefni hans, Anne Birgitte Lundholt, tæki við. Hún hefur nú minni áhrif en áður, þar sem Moller er bæði pólitískur talsmað- ur flokksins, sem hún var áður, 0g leiðtogi. Þótt Engell sé áfram formaður þingflokksins á pólitískt vægi hans ekki að vera neitt. John Winther borgarstjóri á Friðriks- bergi er settur flokksformaður í stað Engells fram á landsþingið í haust, en það er ekki pólitískt embætti. Moller er þvi einn og óskoraður leiðtogi. Hugmyndafræðingur en óreyndur í pólitísku eldlínunni Hlutverk Per Stig Mollers verður að halda áfram að efla flokkinn og nú með nýtt vand- ræðamál í farteskinu. Rétt eins og ástar- lífsglöp eru vandræðaleg fyrir breska íhalds- menn, af því þeir hamra svo á gildi fjölskyld- unnar, þá er ölvunarakstur Engells vandræða- legur í danska íhaldsflokknum, sem leggur áherslu á lög og reglur og þá líka hvað varð- ar ölvunarakstur. Per Stig Moller hefur verið ötull þátttak- andi í umræðum og skrifum um danska íhalds- stefnu nútímans. I nýjustu bókinni, „Den nat- urlige orden“, gagnrýnir hann óhefta fijáls- lyndisstefnu, sem oft má heyra í málflutningi þ Venstre og Uffe Ellemann-Jensens og minnir | höfundur á að formælendur fyrir viðskipta- frelsi eins og Bretinn Adam Smith hafi gert I ráð fyrir skynsamlegum afskiptum ríkisvalds- ins. Hann bendir á að helsta ástæðan fyrir valdatöku kommúnista víða í Austur-Evrópu sé óheft fijálslyndi og sá skortur á siðferði, sem því fylgi. Þrátt fyrir menningarbakgrunn skipaði Schlúter Meller umhverfisráðherra 1990 og síðan hefur hann borið þau mál fyrir hjarta, skrifað bók um umhverfismál og átt dijúgan j þátt i að gera ásjónu flokksins vistvænni. Undanfarin ár hefur hann verið formælandi ^ flokksins í utanríkismálum og látið mikið að I sér kveða í fræðilegri umræðu þar. Hann hef- ur orð á sér fyrir að tilheyra vinstri- eða félags- legum væng íhaldsflokksins, en hefur ekki verið í neinni opinberri andstöðu við stefnu hans. Því tekur hann því fjarri að sig dreymi um stjórn Jafnaðarmanna- og íhaldsflokksins. Með nýjum manni með annan bakgrunn en Engell og Schlúter mun flokkurinn fá nýjan svip og gæti orðið hugmyndafræðilegri en j áður. Það gæti líka orðið vopn Mollers til að styrkja svip flokksins og laða að kjósendur ~ bæði frá Jafnaðarmannaflokknum og Venstre. I Það liggur í loftinu að andstaða gegn ESB, ekki síst Efnahags- og myntbandalaginu, fari vaxandi innan borgaraflokkanna, einkum meðal ungu kynslóðarinnar og það mun koma í hlut nýja leiðtogans að glíma við þau mál. Margir benda á að hann sé óreyndur, en það væri undarlegt ef hann byggi ekki enn að móðurmjólkinni og eigin starfi í rúman áratug. Ef marka má ákveðna og hiklausa framkomu hans í sviptingunum undanfarna daga hefur íhaldsflokknum áskotnast hugs- ' andi og röggsamur leiðtogi, sem hefur óskipt- I an áhuga á nýrri hægri stjórn. Per Stig Maller

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.