Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
%
t \
m
Slá þú gáskans
hörpustrengi
Morgunblaðið/Kristinn
Kópavogskirkju-
orgelið og Hörður
TONLIST
Gerðarsafn
„VIÐ SLAGHÖRPUNA"
Sönglög eftír Sigfús Einarsson,
Bjama Þorsteinsson, Pál ísólfsson,
Karl O. Runólfsson, Jón Þórarinsson,
Sigvalda Kaldalóns, Brahms, Fauré,
Debussy, Kosma, Poulenc, Satíe og
Bizet. Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópr-
an, Jónas Ingimundarson, píanó.
Gerðarsafni í Kópavogi, mánudaginn
24. febrúar kl. 20.30.
EITT AF lausnarorðum Qölmiðla-
tímans í leitinni að því sem „fólkið
vill“ er skemmtifræðsla (info-tain-
ment); eflaust runnið úr stóra land-
inu vestan ála þar sem mínúta er
morð fjár og flugur þurfa að vera
margar í höggi. Á tímum þegar frétt
eða viðburður endist örfáa daga sem
umræðuefni hjá mánuðum áður fyrr,
er óneitanlega eitthvað ómótstæði-
legt við samsetningar þar sem menn
fá tvennt í senn.
Ljóðakvöld Jónasar Ingimundar-
sonar og söngkrafta hans undir rað-
heitinu Við slaghörpuna eru afbrigði
af þessu. Mætti kannski kalla það
skemmtimenningu (líkt og sígildar
tónmenntir hafi aldrei haft skemmti-
gildi, en svo mætti auðveldlega halda
nú á Schubertafmælisárinu, þegar
tveggja alda gömul lög til skemmtun-
ar vinum og kunningjum tónskálds-
ins eru gullrend orðin og komin á
stall) - og raunar fleira, því fróð-
leiksmolar þessa þaulreynda píanista
og undirleikara um ijóðasöngva, gerð
þeirra og höfunda bæta enn einni
vídd við upplifun hlustenda.
Uppákomur af þessu tagi eru enn
sem komið er fremur fágætar hér
um slóðir, en eftir undirtektum að
dæma hefur Jónas greinilega lóðað
á brýna þörf, enda hefur tekizt að
laða fram vinalegt og hæfilega slak-
andi andrúmsloft kringum hámenn-
inguna sem virðist hafa vantað, eftir
að heimilistónlistarlíf lagðist niður -
eða náði það nokkum tíma að kom-
ast almennilega á rekspöl í kom-
ungri listmúsíksögu íslands?
Ymislegt bendir til að tónlistarvit-
und landsmanna sé fyrst nú á seinni
árum komin á það stig, að megi
kalla þorandi að glensast örlítið í
kring um klassíkina. Fram að því
komust aðeins fræg erlend nöfn eins
og Victor Borge upp með slíkt. Sí-
gild tónmennt stóð hér í fyrstu
óstyrkum fótum og þurfti að verja
fyrir ágangi; brautryðjendum var
eðlilega í mun að láta ekki draga
dísimar niður í svaðið. Það er samt
stundum eins og eimi enn örlítið eft-
ir af gömlum ótta um að verða sakað-
ur um vanvirðingu við listina, þegar
Jónas slær á léttu strengina, en við-
brögð áheyrenda ættu þó að sýna
og sanna, að slíkar áhyggjur eru
óþarfar. Þaðan af síður þegar við
hlið hans stendur söngkona sem sam-
einar listræna og kómíska hæfileika,
enda er dæmigerð „díva“ með heill-
andi útlit og framkomu + góður pían-
isti, grallari og fróðleiksbrunnur
samsetning sem býður upp á ótelj-
andi möguleika, vænta sem óvænta.
Að þessu sinni var samanburðar-
tónfræðin nokkuð í fyrirrúmi. Eftir
Draumalandið hans Sigfúsar Einars-
sonar, ævinlega efst á blaði söngvara
eftir langa utanvist, eins og Jónas
benti á, riijuðu þau Ingveldur upp
sjaldheyrt lag séra Bjarna Þorsteins-
sonar við sama ljóð, og tók píanistinn
sér síðan það bessaleyfi að viðra eig-
in útsetningu af lagi Bjarna, þar sem
þéttvaxinn hljómaslagaskógur frum-
gerðar hafði verið grisjaður sexfalt
niður. Það var eins og við manninn
mælt, sönglínan komst þannig betur
til skila, enda þótt hrynjandin virtist
eitthvað hafa veikzt á móti.
Næst var borin saman meðferð
Páls ísólfssonar og Karls 0. Runólfs-
sonar á Söng bláu nunnanna, ljóði
Davíðs Stefánssonar (ljóðahöfundar
voru ekki tilgreindir í tónleikaskrá,
sem er galli, nema ætlast megi til
að ljóðasöngsunnendur hafi allt slíkt
á hreinu) og var fróðlegt að skoða
mismunandi aðferðir tónskáldanna
til að tónmála óm klausturklukkna,
Karl með þrástefjaðri arabesku í
hægri hönd, en Páll með módalt lit-
aðri hljómabeitingu. Eins var tekið
fyrir Islenzkt vögguljóð á hörpu;
fyrst flutt hið meistaralega æskulag
Jóns Þórarinssonar, samið þegar tón-
skáldið að eigin sögn „kunni ekki
neitt," og síðan hið lítt þekkta en
snotra lag Sigvalda Kaldalóns, er gat
á köflum minnt svolítið á Stephen
Foster.
Fyrri hálfleik lauk með fímm
söngvum eftir Brahms, hinu alkunna
Vögguljóði (Wiegenlíed), þjóðlaga-
kenndu lögunum Mádchenlied (með
áþekka hrynjandi og Kalevala-ljóðin)
og Der Schmied, þar sem hamarshögg
og gneistandi sindur komu fram í
undirleiknum, hinum kostulega Ár-
angurslausa ástaróði (Vergebliches
Stándchen - píanóleikurinn var hér
reyndar fullsterkur) og hinu nærri
sinfóníska Von ewiger Liebe.
Ingveldi Ýr tókst nokkuð vel upp
í dramatískari ljóðunum, en þó enn
betur í frönsku lögunum eftir hlé,
og vakti reyndar alls staðar athygli
fyrir skýrari textaframburð en geng-
ur og gerist. Þau Jónas fluttu Les
Berceux eftir Fauré með ágætum,
þar sem undirspilið lýsir á fíngerðan
hátt vaggandi smábátum, og eftir
sama höfund Mandoline, þar sem
píanóið, líkt og pizzicato-strengja-
sveitin í serenöðu Don Giovanni,
hermir léttilega eftir dillandi mandól-
íni. Að því loknu var gerður saman-
burður á efnistökum Faurés og nem-
anda hans Debussys í Clair de lune,
þar sem sama dreymandi tunglskins-
stemmningin komst til skila á furðuó-
líkan hátt. Kvikmyndatónskáldið Jos-
eph Kosma vitnaði í Les feuilles
mortes (Kulnuð lauf) í Autumn lea-
ves eftir Kem, og kabarett-tilþrifín
komu enn betur fram í lögum háð-
fuglanna Poulencs og Eriks Saties,
Hötel og La Diva de L’empire, sem
vöktu mikla lukku.
Undirtektir voru ekki síðri í Chan-
son bohémienne úr Carmen Bizets,
og leiddi seiðandi túlkun söngkonunn-
ar hér hugann að Maríu Callas, enda
þótt hljómbotninn í röddinni væri
ekki fyllilega sambærilegur við dívuna
einu og sönnu. Engum blöðum var
þó um að fletta að áheyrendur
skemmtu sér vel, og luku þau Jónas
vel heppnuðu „öðruvísi" ljóðakvöldi
með aukalögum eftir Weill ogB Bizet.
Ríkarður Ö. Pálsson
Leitað
tilgangi
ÁSDÍS Sigþórsdóttir sýnir verk sín
tíl 2. mars í Listasafni Kópavogs.
Ásdís hóf feril sinn sem grafíker
og vann aðallega með silkiprent
en hefur á siðari árum fært sig
alveg yfir í málverkið. 1 myndun-
um sem Ásdis sýnir nú leitast hún
við að sameina málverk og skúlpt-
úr, en hún mótar myndir sínar úr
bómullarpappír á tréfjalir og mál-
ar með akrýl-, olíulitum og vaxi.
„Þetta eru kannski lágmyndir
frekar en málverk," sagði Asdís í
samtali við Morgunblaðið. „Þetta
eru súlur eða stofnar sem hafa
festu eða rætur í jörðu en teygja
sig upp á við eins og i leit að hinu
háleita og bjarta sem kemur að
ofan. Áferðin er náttúruleg og
lýsir kviku eða síbreytilegri hreyf-
ingu. Ég leitast við að ijúfa kyrr-
stöðu hins tvívíða flatar málverks-
ins með náttúrulegum formum og
áferð sem samspil Ijóss og skugga
dregur fram.“
Ásdís segir að verkin fjalli um
líf sitt og lífssýn. „Hvert verk sem
ég skapa vitnar um frumstæða þrá
manns til að yrkja líf í örlagalausa
dauða hlutí, fá þá til svörunar.
Verkin lýsa leit að tílveru og tíl-
gangi, það mættí jafnvel líta á þau
sem áþreifanlega staðfestingu
þess að sú leit hafi borið nokkurn
árangur. Þegar best tekst til getur
maður miðlað þessu tíl annarra,
fengið þá til þess að taka undir
tjáningu sína, taka þátt í henni.“
EFTIR þriggja ára töf birtist
nú sl. haust þriðja bindi
af fimm um þetta efni.
Eins og fyrri bindi er þetta
um 600 bls. í stóru broti, einkar fal-
lega hannað og myndskreytt. Texta-
sýni og ýmis samþjappaður fróðleik-
ur er á spássíum. Hér er fjallað um
marga tugi skálda í fimm þjóðlönd-
um, og á þeim sextíu árum voru
margar konur mjög áberandi og áhri-
farík skáld á Norðurlöndum. Nægir
að nefna Selmu Lagerlöf, Karen Blix-
en og Sigrid Undset sem dæmi.
Þessi bók er eftirminnilegt víti til
varnaðar. Það er auðskilið að svo
miklu verkefni yrði að skipta á fólk,
enda hefur mörgum verið kappsmál
að vera með. En hér hefur þetta al-
veg farið úr böndum. Bindið skiptist
niður í marga örstutta kafla, en yfír-
sýn vantar nær gjörsamlega. Að vísu
er 10 bls. lokakafli, eins konar sam-
antekt, en þar eru bara endurtekin
nokkur efnisatriði undanfarinna
kafla.
Raunar skrifar sami fræðimaður
stundum 3-4 höfunda, en þeir kaflar
eru án samhengis hver við annan.
Og á móti kemur að t.d. skrifa 4
fræðimenn um einn höfund, Huldu
Liitken, og um sögur Thit Jensen eru
tveir kaflar eftir tvo fræðimenn, og
með alveg andstæðar túlkanir sama
verks. Það væri út af fyrir sig mjög
gott - ef þesar sundurleitu túlkanir
TONLIST
Kópavogskirkju
ORGELTÓNLEIKAR
Flyljandi Hörður Áskelsson.
23. febrúar, kl. 21.
EKKI var nema eðlilegt að Herði
Áskelssyni tækist að sýna fleiri hlið-
ar nýja orgelsins, en þær sem mað-
ur heyrði á fyrstu tónleikunum,
Hörður enda margreyndur í tón-
leikahaldi á hin ýmsu orgel. Verk-
efnin voru og þannig valin að tæki-
færi gáfu til að sýna það sem í orgel-
inu býr. Hörður hélt nokkra tölu
fyrir tónleikann, skýrði út verkin á
efnisskránni, sem kenna má við
þýska og franska barokktónlist.
Hörður hafði enda orð á því að orgel-
ið hentaði best þessari tegund tón-
listar, e.t.v. hluta af tónlist 20. ald-
arinnar, en ekki rómantíska orgel-
tónlist og tók þar með undir skoðan-
ir sem áður hafa fram komið. Að
vísu eru mixtúrurnar, þessar krónur
barokksins, nokkuð hnýpnar til að
geta staðið undir heiti og Krumhorn
eða óbó rétt staðsett og fleiri ein-
kennadi þýskar barokk-raddir hefðu
einnig mátt vera mættar á staðinn
til þess að verkið yrði fullkomnað,
en þetta mun vera smekkur söng-
málastjóra, og hans smekkur þjónar
músikinni best, að eigin sögn og það
var nú það.
Hörður hóf tónleikana á Preludíu
í e-moll eftir Nikolaus Bruhns, org-
anleikara, fíðluleikara og tónskáld,
nemandi Buxtehude og um tíma
starfandi í Danmörku, Kaupmanna-
höfn, en þýskur þó. Preludian er
þónokkuð slungið verk og alls ekki
auðleikið. Hörður lék Preludíuna af
öryggi og með litabreytingum nokkr-
um, e.t.v. sumir þættirnir óþarflega
hraðir, en ekki var það Herði að
kenna að í upphafi og í niðurlagi
Preludíunnar, svarar kirkjan ekki
þeim „tutti“ - hljómi sem 31 rödd á
að geta gefið og er þar engu um að
kenna öðru en ósamræmi orgels og
kirkju. Ekki ólíklega hljómar öðruvísi
í hliðarstúkum kirkunnar, á orgel-
loftinu, en í bogadreginni lítilli hvelf-
væru bomar saman og rökræddar.
En því fer víðsijarri. Ennfremur má
nefna að hundruð blaðsíðna aðskilja
kafla um Sigrid Undset og samlenda
jafnöldm hennar sem einnig skrifaði
sögulegar skáldsögur á sama tíma.
Þetta rit er því engin bókmennta-
saga, heldur sundurleitt greinasafn.
Þama má finna ágætar greinar um
spennandi höfunda. En vinnubrögð
umfjallenda eru mjög mismunandi.
Stundum er fjallað fagurfræðilega
um skáldverkin, þ.e. reynt að skýra
hvað geri þau að vel heppnuðum
skáldverkum eða misheppnuðum. En
oft er einungis fjallað um hráefni
skáldanna, efnisval og afstöðu. Þá
mætti ætla að þau skáld hefðu lítið
ingu magnast oft hljómurinn.
í sjö þáttum Suite du dauxieme
ton eftir Louis-Nicollas Clérambault,
sýndi Hörður held ég, alla möguleika
orgelsins. Best skila sér 8 og 4 fóta
raddimar. Dúóið var fallega blandað,
Tríóið hefði kannski þoiað örlítið
beittari raddir, mjög vel tókst Herði
að eftirlíkja Krúmhornið. Einhvern
veginn fannst mér eins og troðið
væri upp í Nazardinn, sem reyndar
á við um miklu fleiri raddir orgels-
ins, en við smekk ræður maður lítið.
Hörður spilaði þessa Svítu Cléram-
baults mjög vel og verður líklega
ekki betur gert á þetta orgel.
Ekki var ég eins ánægður með
sálmforleikina þrjá úr Orgelbúchlein
eftir J.S. Bach. Þessir stuttu forleik-
ir þola ekki mikið „rubato“-spil, al-
gjör ró yfir flutningnum skilar inni-
haldi forleikjanna best, á sama hátt
þolir „ornamentin" tæplega að farið
sé út í rómantískan trilluleik. Svo
skrítið sem það er, geta þessir stuttu
forleikir orðið svolítið langdregnir,
ef maður teygir sig of langt í þessar
áttir, svo var t.d. um síðasta forleik-
inn, O, Mensch bewein dein Sunde
gross, og þótt langur sé, og eigi að
virka slíkur, varð ansi langt í end-
inn. Ástæðan var vafalítið einnig sú
að orgelið vanti heppilega sólórödd
í forleik þennan. Hinni frekar sjald-
spiluðu Preludíu og fúgu Bachs í
h-moll tókst Herði að halda lifandi
út í gegn, og þrátt fyrir örsmáa mis-
hittni á stöku stað í fúgunni, sýndi
Hörður að hann heldur sér í góðri
æfíngu, þrátt fyrir annir víða.
Hér stökk Hörður aðeins útundan
sér í efnisvalinu og lék, ekki afar
merkilega, Fantasíu eftir Camille
Saint-Saéns, en Herði tókst þá að
glæða flutninginn skáldlegu hugar-
flugi svo að ytri umgjörð verksins
gleymdist nokkuð.
Síðasta verk kvöldsins var Chac-
onne eftir Louis Coperin og átti að
sýna voldugan hljóm hljóðfærisins,
sem það og gerði miðað við þær tak-
markanir sem fyrir hendi voru.
Frá Harðar hendi voru þetta sér-
lega góðir tónleikar, en við óþægar
aðstæður.
haft fram að færa listrænt. En því
er alls ekki að treysta. T.d. verður
ekki séð af kaflanum um Karen Blix-
en að hún var merkilegur höfundur,
hvað þá í hveiju það hafí legið.
í stórum dráttum fylgir umfjöllun-
in tímaröð, þessum um 100 höfund-
um er skipað í þijá meginhluta, sem
heita: Sjálfíð, Girndin og loks Kyn-
ferði og stríð. Það verða vitaskuld
heldur handahófskenndir stimplar á
öll þessi skáld, en gefa hugmynd um
algeng viðfangsefni á þremur megin-
skeiðum. Fyrst er kvenfrelsisbarátt-
an framan af öldinni, en nýtt skeið
hefst eftir að konur fá almennt kosn-
ingarétt á árunum 1915-20. Milli-
stríðsárin fá fyrirsögnina Girndin,
Ragnar Björnsson
Norræn kvenna-
bókmenntasaga
Þríðja bindi Norrænnar kvennabókmennta-
sögu er komið út, Nordisk kvindelitteratur-
historíe III. Vide verden. 1900-1960.
Ritstjóri Elisabeth Moller Jensen. Rosinante,
Kaupmannahöfn 1996. Að dómi Amar
— ____
Olafssonar er rítið þó fremur greinasafn
en bókmenntasaga. Þar má, skrífar hann,
fínna greinar um spennandi höfunda.