Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 21
Fimm
fræknir
TÓNLIST
Gaukur á Stöng
LIFANDI
RAFTÓNLEIKAR
Braglaukur eftir Lárus Grímsson,
Bít fyrir tölvu eftir Ríkharð H. Frið-
riksson, Silkisöngur fyrir tónband
eftir Helga Pétursson, Arur eftir
Hilmar Þórðarson, IVíhljóð H fyrir
slagverk, rafgítar, tölvuhyómborð
og band eftir Kjartan Ólafsson.
Laugardagur 22. febrúar kl. 17.
Heimskór æskunn-
ar í tónleikaferð
HEIMSKÓR æskunnar (World
Youth Choir) var stofnaður árið
1989. Kórinn hefur starfað einn
mánuð á hveiju sumri og alltaf á
ólíkum stöðum í heiminum. Kórfé-
lagar eru 90 talsins á aldrinum
17-26 ára og eru valdir úr hópi
þúsunda umsækjenda hvaðanæva
að úr heiminum. Þeir þurfa að
hafa staðgóða kunnáttu i nótna-
lestri og raddbeitingu ásamt í
reynslu í kórsöng og kórastarfi.
Nokkrir íslenskir kórsöngvarar
hafa sungið með Heimskór æsk-
unnar og staðið sig með mikilli
prýði.
í sumar mun Heimskór æskunn-
ar starfa í Hamamatsu í Japan og
fara í tónleikaferð til Tókýó, Ky-
oto, Kobe, Hiroshima og fleiri
borga í Japan. Kórfélagar verða
sjálfir að bera kostnað af ferðinni
milli heimalands og Tókýó. íslensk-
um kórsöngvurum á aldrinum
17-26 ára gefst kostur á að þreyta
inntökupróf í kórinn í byijun mars.
Kórstjórinn, Þorgerður Ingólfs-
dóttir, veitir nánari upplýsingar.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson.
PÉTUR Grétarsson, slagverk, gitarleikarinn Hilmar Jensson og
Kjartan Ólafsson, hljómborð, einn af höfundunum.
VIÐ íslendingar vorum lengi vel
nokkuð seinir að taka við okkur í
raf- og tölvutónlist. En nú er svo
komið að heil breiðfylking prýði-
lega menntaðra tónskálda í raf-
og tölvutónlistarfræðum starfar
hér, og hljóðver vel búin tækjum
eru að rísa hér upp. Unga fólkið
flykkist í hljóðverin til að notfæra
sér þá möguleika, sem þar er að
finna til að víkka út landamæri
listarinnar.
Við áttum merkilegan braut-
ryðjanda á þessu sviði, sem á sinum
tíma vakti athygli langt út fyrir
landsteinana, en það var Magnús
Blöndal Jóhannsson. Hann var
frumlegt og næmt tónskáld, hinn
nýi hjóðheimur lék í höndum hans.
En þeir sem kvöddu sér hljóðs
á Gauknum hafa nú tekið við merk-
inu. Þessi nýjá tónlist á heima
hvar sem er, á öldurhúsum eða í
kirkjum og konsertsölum. Og hún
höfðar til víðari hóps en þess sem
vanalega fylgist með fagurtónlist,
hún sprengir af sér hina hefð-
bundnu flokkun tónlistar, í „æðri“
og „óæðri“, „þunga“ og „létta".
Þessir tónleikar sönnuðu, að á
þessu sviði er margt spennandi og
lífvænlegt að gerast hérlendis: ung
kynslóð tónskálda hefur haslað sér
völl.
Fyrsta verkið var Braglaukur
eftir Lárus Grímsson (f. 1954).
Hann vinnur með hljóðgervlum að
því mér virðist, blandar saman
djassi og framúrstefnu, með lifandi
slagverk í bland. Pétur Grétarsson
er fjölhæfur slagverkssnillingur,
sem lék af innsæi og aga. Verk
Lárusar er kröftugt og beinskeytt
smíð.
Þá tók við Bít fyrir tölvu eftir
Ríkharð H. Friðriksson (f. 1960).
Þetta var þrálátur minimalismi
bandarískrar ættar, hávær og
ögrandi, óheflaður og ágengur.
Tónkáldið sat við tölvuna og bland-
aði seiðinn á staðnum. Einhvers
konar alvöruleysi í anda gamla
Satie sveif yfir vötnum og mér
finnst það alltaf jákvætt þegar
listamenn eru ekki of hátíðlegir.
Helgi Pétursson (f. 1962) kom
næstur með Silkisöng fyrir tón-
band. Helgi er tilraunaglaður lista-
maður, sem kemur manni jafnan
á óvart. Silkisöngurinn var kannski
„fallegasta“ verkið á efnisskránni,
einhveijar ójarðbundnar, ómblíðar
kristalbjöllur kliðuðu á hásviði. En
verkið var nákvæmlega úthugsað,
óvanalega stutt. Það er mikil list
að kunna að hætta á réttum tíma.
Það kunni Helgi.
Hilmar Þórðarson (f. 1960) er
mikill kunnáttumaður í hljóðheimi
tölvunnar og leitar víða fanga.
Verk hans Árur var skrautleg tón-
smíð og andi mikilúðlegrar barokk-
listar fór um salinn. Einhvers stað-
ar á bak við allt heyrðist í íslensk-
um kvæðamanni en myndbandið
sem sýna átti með féll niður. Guf-
aði upp í tölvupóstinum norðan úr
landi. Vonast ég til að fá að heyra
verkið með myndbandinu sem allra
fyrst, en sjón og heyrn fléttast oft
listilega saman í hinni nýju tónlist.
Lokaverkið var Tvíhljóð II fyrir
slagverk, rafgítar, tölvuhljómborð
og band eftir Kjartan Ólafsson (f.
1958). Flytjendur voru Hilmar
Jensson og Pétur Grétarsson auk
tónskáldsins. Kjartan er mestur
fræðimaður og kenningasmiður í
þessum hópi. Hann hefur árum
saman unnið að gerð merkilegs
tónsmíðaforrits, Calmus. Verk
Kjartans, þau hin síðari, eru tján-
ingarrík tónlist og sammannleg.
Honum hefur tekist að gera forrit-
ið og tölvuna að listrænum miðli.
í Tvíhljóði II teflir hann saman
nákvæmlega útreiknaðri tónlist og
tímasettum hálfspuna hljóðfæra-
leikaranna og áhrifamiklum sam-
leik tölvu/bands og hljóðfæra.
Og það kom mér einna mest á
óvart hversu ólík þessi tónskáld
eru. Þau nota möguleika hátækni-
væddrar tónlistar, en dorga á ólík-
um miðum.
Þetta voru skemmtilegustu tón-
leikar Myrkra músíkdaga, kannski
sjálfur vaxtarbroddurinn.
Atli Heimir Sveinsson
vegna þess að þá var
mjög í tísku það sem
kalla mætti „hvata-
dýrkun", boðskapur um
að bijóta af sér þá fjötra
siðmenningarinnar sem
ýmsir álitu vera hræsni
og undirokun. Freud
hafði gífurleg áhrif á
höfunda á þessum
árum, og þessi viðhorf
komu fram hvarvetna,
hjá nasistum ekki síður
en hjá vinstrisinnuðum
uppreisnarmönnum.
Einna frægastur hefur
enski skáldsagnahöf-
undurinn D.H. Lawr-
ence orðið á þessu sviði,
einkum bók hans Elsk-
huginn lafði Chatterley,
þótt ýmislegt teljist
merkilegt eftir hann.
Um þetta efni fjölluðu
auðvitað einnig fjöl-
margir karlkyns rithöf-
undar á þessum árum,
og ekki varð seinni
heimsstyijöldin síður
algengt yrkisefni þeirra
en kvennanna. Stöku
sinnum er í þessari bók
vísað til þess, en hitt
er algengast, að um-
fy'öllun um hvern höfund
standi alveg einangruð
frá öllum öðrum skáld-
um. Því vakna ansi
margar og mikilvægar
spurningar, sem ekki fæst svarað
hér. Skálduðu konur á einhvem hátt
öðruvísi en karlar? Það virðist mjög
ólíklegt, en ekki fæst neitt svar við
því hvort þær hafi almennt átt eitt-
hvað sameiginlegt. Af þessari bók
er að sjá að þær hafi sumar skrifað
framúrstefnulega, en flestar hefð-
bundnar skáldsögur,
sumar boðuðu kven-
frelsi, aðrar að konur
ættu að sinna hefð-
bundnum verkum sín-
um. Það er helst að sjá
eitthvað sérstætt í losta-
skrifum, ekki síst sam-
kynhneigðra kvenna.
Alls kyns stjómmálavið-
horf koma fram enda
bæði um að ræða al-
þýðukonur, yfirstéttar-
konur og millistéttar,
ekki verður fundinn
neinn sameiginlegur
nefnari. Hins vegar eiga
þó það margir höfundar
svo margt sameiginlegt,
að hér verða þreytandi
endurtekningar á svip-
uðum æviatriðum og
lýsingu á afstöðu, kafla
eftir kafla. Það hefði
betur farið í samantekt.
Verst er þó þetta; ef
áhugasamur lesandi vill
kynna sér hvaða nor-
rænar skáldkonur hafi
nú verið merkilegastar
á þessari öld, hvar hann
eða hún ætti helst að
bera niður, þá veitir
þessi bók enga leiðsögn
um það! Hún kemur því
aðeins að gagni að les-
andi leiti að upplýsing-
um um tiltekinn höfund,
þá má sjá hvaða bækur
teljast merkastar eftir hana, og
stundum hvers vegna það er.
Sjálfsagt hefur það sjónarmið ráð-
ið ferðinni að virkja sem flestar
fræðikonur í verkefnið. En bókin
sannar að það gengur ekki. Það efni
sem hér er um t.d. norskar skáldsög-
ur frá fyrri hluta aldarinnar er ekki
meira en svo, að vel hefði mátt fela
einni konu að fjalla um það, annarri
um Ijóðagerð, o.s.frv. Af slíkri verka-
skiptingu hefði getað fengist yfirsýn.
Islenski hlutinn
Íslenski hlutinn nær einungis 24
bls., innan við 5% umfjöllunar, en
sá færeyski er aðeins 7 bls. Vissu-
lega létu íslenskar skáldkonur minna
á sér kræla þá en verið hefur síðasta
aldarþriðjunginn. Dagný Kristjáns-
dóttir og Soffía Auður Birgisdóttir
skipta með sér þessum verkum, í
kaflanum um Huldu byggir Dagný
þar að auki á drögum frá Guðrúnu
heitinni Bjartmarsdóttur. Innan
þessara þröngu marka fjalla þær
stöllur auk þess um Ólöfu frá Hlöð-
um, Kristínu Sigfúsdóttur, Elínborgu
Lárusdóttur, Þórunni Magnúsdóttur,
Ragnheiði Jónsdóttur, Guðrúnu frá
Lundi, Oddnýju Guðmundsdóttur,
Drífu Viðar, Unni Eiríksdóttur, Sig-
riði Einars, Halldóru B. Björnsson,
Arnfríði Jónatansdóttur, Astu Sig-
urðardóttur. Umfjöllun þeirrar síð-
asttöldu einkennist helsti mikið af
endursögnum í stað greiningar á
uppbyggingu sagnanna, sem hefði
sýnt hve listrænar þær urðu þegar
best lét. Annars er aðaláherslan hér
lögð á meginviðfagnsefni höfund-
anna, svo sem átök löngunar og
skyldurækni. Mér sýnist þetta ág-
ætt, enda þótt stundum megi sakna
mikilvægari atriða. T.d. gæfi það
fyllri mynd af Kristínu Sigfúsdóttur
ef meginfyrirmynd hennar hefði ver-
ið nefnd, skáldsögur Einars Kvarans
sem nutu mikilla vinsælda þegar hún
skrifaði. Einnig hefði skerpt mynd
Huldu að draga fram í stuttu máli
hvað hún átti sameiginlegt skálda-
bræðrum sínum, hvað var sérstakt.
En í heild eru þetta fróðlegir pistlar
og fengur að þessu yfirliti.
Dagný
Kristjánsdóttir
Soffía Auður
Birgisdóttir
a morgun
27. FEBRUAR TIL 9. MARS
bokatitlar
OPIÐ ALLA DAGA 10-19
UM HELGAR
Hjá okkur finnur
vOV þú m.a. ferSabækur
bamabækur • handbækur
Ijóð • hestabækur • kynlífsbækur
spennusögur • ævisögur
myndabækur • ættfræðirit
fræðsluefni • spennuefni
alþreyingu • skáldskap • heilafóður
skemmtun • útivist • dulspeki • tækni
landkynningarefni • ferSalög • íþróttir
• matreiðslubækur og margt fleira.
Bókamaikaouiinn stendur
aðeins yfii i nokkia daga.
Ekki láta þetta
l einstaka tækifæii
1 fiamhjá þéi faia.
I’ E R L A N
Hinn áilegi bokamarkaður
Féiags islenskra bokautgefenda stendur nú yfir i Perlunni.
Simi 562 9700.