Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
AÐSENDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eru sérhagsmunir stóriðju
rétthærri en hagsmunir
annarra atvinnugreina?
NÚ ER loksins komið
að því að við sem stönd-
um að ferðaþjónustu og
fylgismenn þróunar
sjálfbærra atvinnuvega
á íslandi höfum vaknað
af þymirósarsvefni
okkar varðandi stór-
iðjumál. Ástæða svefns-
ins er sjálfsagt sú að
við höfum ekki viljað
trúa því að menn gætu
verið svo þröngsýnir að
sjá ekki hversu skað-
vænleg stóriðja er okk-
ar grundvallaratvinnu-
greinum. Sjálfur get ég
ekki lengur orða bund-
ist þegar iðnaðarráð-
herra leyfir sér að afs-
aka álversframkvæmdir með þeim
orðum að sérhagsmunir einstakra
atvinnugreina megi ekki skyggja á
möguleika annarra.
Hagsmunaárekstrar
atvinnugreina
Það er ljóst að matvælaframleiðsla
og ferðaþjónusta eru mun stærri
þættir í íslensku atvinnulífi en stór-
iðja er og verður nokkum tíma fái
ég og mínir líkar einhveiju ráðið.
Hinsvegar er það ljóst að þær at-
vinnugreinar eru ekkert að þvælast
fyrir þeim ráðamönnum okkar sem
eru „stóriðjublindir", því að ferða-
þjónusta og matvælaiðnaður geta
ekkert skemmt fyrir álveri. Hags-
munaárekstramir eru því aðeins í
aðra áttina. Stóriðja, sama hversu
„ásættanleg" sem mengunin frá
henni er, skemmir náttúru okkar og
ekki síður ímynd Islands sem síðasta
útvarðar hreinna og óspjallaðra
óbyggða í Evrópu. Það er einmitt sú
ímynd sem gestir okkar og viðskipta-
vinir eru uppteknir af, ekki því
hversu mikið stóriðjan mengar, held-
ur aðeins hvort hún sé til staðar.
Staðsetningarval
fyrir stóriðju
Hvar stóriðja er sett niður er ekki
aðalatriði, heldur hvort eðlilegt sé
að halda áfram uppbyggingu henn-
ar. Á hinn bóginn er það ljóst að
stóriðja í Hvalfirði er verra slys en
stóriðja sem sett er niður utan alfara-
leiðar, þar sem aldrei til hennar sést
og þar sem land er ógró-
ið og húsdýr hafast ekki
við. í því sambandi hef-
ur verið rætt að setja
niður álver á Keilisnesi.
Það skal þó haft í huga
að það er nú þegar
nægilegt áfall fyrir
ferðamenn að hálftíma
eftir að þeir setjast upp
í rútu á Keflavíkurflug-
velli á leið sinni til
Reykjavíkur aka þeir
fram hjá álverinu í
Straumsvík. Við sem
höfum haft atvinnu
okkar af því að ferðast
með útlendinga um
landið þekkjum að það
er hjákátlegt að þurfa
að skýra út fyrir ferðamönnum hvað
fyrsta stórbyggingin sem þeir sjá
hýsir, í þessu landi hreinnar og
ósnortinnar náttúru.
Samkeppni við „önnur
þróunarlönd"
Sú skoðun virðist rikjandi að við
eigum í samkeppni við lönd í Suður-
Að mínu mati, segir
Guðmundur Birgir
Heiðarsson, er óhugs-
andi að eyðileggja þess-
Ameriku og Asíu um að vera vænleg-
asta landið til að setja niður stóriðju,
aðeins vegna lágs orkuverðs. Við
skulum ekki gleyma því að aðrir
þættir geta skipt máli í því sam-
hengi. Nágrannar okkar, Norðmenn,
sækjast t.d. ekki eftir álveri, þrátt
fyrir að þeir hafí nú þegar allnokk-
um áliðnað og umframorku sem þeir
selja úr landi. Gæti hugsast að þeir
meti ferðamannaiðnað sinn og um-
hverfisímynd meira en við og séu
þess vegna ekki á höttunum eftir
frekari stóriðju? Gæti ennfremur ver-
ið að mengunarkröfur okkar séu
slakari en nágrannaþjóðanna, og ef
svo er, hvers vegna? Að lokum spyr
maður einnig sjálfan sig hvers vegna
við íslendingar, sem höfum litið á
okkur sem eina af best menntuðu
þjóðum heims, sækjumst eftir að
byggja upp atvinnutækifæri í lág-
launastörfum í iðnaði, sérstaklega
þegar tekið er tillit til að við búum
nú þegar í einu lægst launaða samfé-
lagi í Norður-Evrópu. Ég held að nær
væri að fjárfesta frekar í þeim at-
vinnugreinum sem skila fleiri há-
launastörfum.
Onnur umhverfisslys
samfara stóriðju
Við skulum einnig hafa í huga að
umhverfið er ekki einungis í hættu
þar sem álver er byggt. Stóriðja kall-
ar á virkjanaframkvæmdir og há-
spennulínulagnir sem óhjákvæmilega
eru sjónmengandi og náttúruspil-
landi. Það er ekki langt síðan sú fram-
tíðarsýn var sett fram að þurrka ætti
upp Dettifoss til þess að skapa stóriðj-
urafmagn í Fljótsdalsvirkjun, ásamt
því að fyrir liggur að leggja eigi rafl-
ínur yfír miðhálendið, þar með talið
Ódáðahraun, sem er eitt víðfeðmasta
óbyggðarsvæði í Evrópu. Að mínu
mati er það gersamlega óhugsandi
að eyðileggja þessar náttúruperlur til
þess að skapa einhveija tugi láglauna-
starfa við málmiðnað.
Val um fjárfestingu
Flestir hljóta að vera því sammála
að fjárfesting í virkjunum og álvers-
framkvæmdum skilar sér í þjóðar-
búið, en hversu mikill er sá arður
og er það þess virði? Það er verðugt
umhugsunarefni að kanna hversu
miklu sama fjárfesting myndi skila
í þjóðarbúið ef henni yrði varið í
markaðssetningu á íslandi sem
áfangastað erlendra ferðamanna.
Áhrifín yrðu margföld á við álver,
sérstaklega ef haft er í huga hversu
miklu við höfum áorkað síðustu ár,
þrátt fyrir að Ferðamálaráð og einka-
aðilar hafí mjög takmarkað fé til
markaðssetningar. Ég er líka sann-
færður um að þessi fjárfesting myndi
skila sér mun betur ef hún væri sett
í uppbyggingu fullvinnslu sjávaraf-
urða, ímyndarvinnu og markaðssetn-
ingu á neytendavöru erlendis. Þar
að auki yrðum við öll sælli með slíka
uppbyggingu, bæði sjálfra okkar
vegna og vegna afkomenda okkar,
sem landið munu erfa.
Höfundur er markaðsfræðingur.
Guðmundur Birgir
Heiðarsson
Um það, sem er logið
og hitt, sem er satt
MENN getur greint
á um hvort og hvar á
að reisa álver. En það
er sitt hvort, barátta
fyrir málstað, sem
menn getur ærlega
greint á um, hvort sé
góður eða vondur og
svo sjúklegt ofstæki.
Járnblendifélags-
menn hafa undanfarið
verið vitni að slíkri bar-
áttu, sem hefur smám
saman snúist upp í það
síðamefnda, bæði opin-
berlega og í söguburði
manna í milli. Skulu nú
tilfærð nokkur dæmi
þessu til sönnunar. Ör-
lög foreldra héðan af svæðinu, sem
eignast hafa fötluð böm, hafa verið
misnotuð með því að koma þeirri
sögu af stað, að þessa fötlun megi
rekja til reksturs jámblendiverk-
smiðjunnar, svo fráleitt, sem það er.
Greinarskrifari úr Kjósinni bar það
á jámblendifélagið að dreifa þung-
málminum kadmíum út í umhverfíð.
Þetta hefur ekki við nein rök að styðj-
ast.
Frammámaður Kjós-
veija spurði um kvika-
silfursmengun, sem
fannst í lúðu, sem kunn-
ingi hans veiddi í Hval-
fírði. Kunninginn taldi
sjálfsagt, að kvikasilfrið
kæmi frá Grundar-
tanga. Staðreynd er, að
gosbelti íslands er all-
ríkt af kvikasilfri, sem
berst í sjó. Lúða er físk-
ur, sem verður gamall
og því safnast upp í
henni nokkurt kvikasilf-
ur. Á Grundartanga er
þessi málmur hins veg-
ar ekki til utan það, sem
finna má í nokkmm
hitamælum og gömlum blóðþrýst-
ingsmæli læknisins, sem reglulega
fylgist með heilbrigði starfsmanna.
Mengun kvikasilfurs eða annarra
þungmálma frá Grundartanga er
ekki til, eins og margsinnis hefur
verið skýrt frá opinberlega, en stríðs-
menn kjósa að hlusta ekki á.
Annar greinarhöfundur í Kjós
hringdi í starfsmann járnblendifé-
lagsins á dögunum. Erindið var að
Jafnvel lítil böm og
ógæfusamir foreldrar
eru ekki óhultir, segir
Jón Sigurðsson, hvað
þá illþýði eins og við
j árnblendifélagsmenn,
sem rekum stóriðju.
spyijast fyrir um það, sem hann frétti
frá trúverðugum manni, að arsenik
hefði við uppskipun á Grundartanga
dottið í höfnina og ekki náðst upp.
Sagan er alger uppspuni. Arseniki
hefur aldrei verið skipað upp í Grund-
artangahöfn og er hvorki notað né
til í verksmiðjunni. Þetta er því upp-
login saga og ber vott um hugarfar,
sem varla er heilbrigt. Valkyija úr
Hvalfjarðarstrandarhreppi mun hafa
farið með sömu söguna á fundi með
iðnaðarráðherra á Akranesi á dög-
unum. Grunnskólakennari á Akra-
nesi segir 10 ára börnum, sem hún
Jón Sigurðsson
Um samræmd
próf og einkunmr
NÚ FYRIR skömmu birtist í
Morgunblaðinu listi sem hafði að
geyma nöfn grunnskólanna í land-
inu sem útskrifa nemendur upp
úr 10. bekk. Var skólunum raðað
niður eftir ákveðnu kerfí sem
„fræðingamir“ hjá Rannsókna-
stofnun uppeldismála höfðu búið
sér til eftir niðurstöðum og útkomu
úr samræmdum grunnskólapróf-
um. Tilgangurinn með
því að smíða þetta
nýja kerfi er mér óljós
annar en sá að gagn-
ast þeim sjálfum í ein-
hveiju rannsókna-
skyni og frekari fræði-
mennsku.
Ég vil upplýsa það
hér að ég fagnaði því
heilshugar að birta
ætti niðurstöðu og
árangur einstakra
skóla og hefði átt að
vera búið að koma því
á fyrir löngu. Þegar
ég hins vegar sá
hvernig fræðingamir
hjá RUM matreiddu
þessar niðurstöður féll mér allur
ketill í eld. Og er sú ástæðan fyrir
þessum skrifum mínum að ég sætti
mig ekki við þá túlkun sem þar
kemur fram. Ég vil halda því fram
að þessar upplýsingar eftir normal-
kúrfunni þeirra séu mjög villandi
og oft beinlínis rangar.
Einhvernveginn komst það inn
í höfuðið á mér að tilgangurinn
með því að birta opinberlega tölur
úr samræmdum gmnnskólapróf-
um, væri sá að þannig gæfist al-
menningi kostur á því að sjá árang-
ur einstakra skóla og tækifæri til
að bera skólana saman. Reyndar
ekki bara gert fyrir almenning
heldur fyrir kennara og skóla-
stjóra, skólanefndir, sveitarstjómir
o.fl., o.fl. Þetta tel ég af hinu góða.
Ég segi fyrir mig persónulega,
að það skiptir mig máli hvernig
skólanum sem ég veiti forstöðu
gengur að útskrifa nemendur með
tilliti til árangurs hvers einstakl-
ings miðað við það próf sem hann
gengst undir. Það skiptir öllu máli
fyrir nemandann hvort hann fær
einkunnina 5,0 eða hærra, en það
skiptir nemandann engu máli hvar
hann er í röðinni miðað við alla
hina nemendurna á landinu sem
kennir, að verði álverið á Gmndar-
tanga byggt, muni það menga um-
hverfíð þannig, að þau muni fullorð-
in eignast vansköpuð böm. Innrás
kennara í hugarheim lítilla bama,
með upplogna hryllingssögu af þessu
tagi, er að mati skrifara þessarar
greinar enn verra ofbeldi en ýmislegt
það, sem nú er réttilega barist gegn
í þjóðfélaginu.
Allar þær sögur, sem hér hafa
verið raktar, bera með sér, að fyrir
hluta þess fólks, sem berst gegn ál-
veri á Grundartanga, helgar tilgang-
urinn meðalið án nokkurra siðgæðis-
marka. Jafnvel lítil börn og ógæfu-
samir foreldrar em ekki óhultir, hvað
þá illþýði eins og við jámblendifé-
lagsmenn, sem rekum stóriðju. Það
er svo kaldhæðnin í sögunni, að sú
stóriðja hefur séð ýmsu af baráttulið-
inu fyrir framfæri um árabil.
Til allrar hamingju hefur ríkissjón-
varpið komið inn í þessa orrahríð
með vandaðan Kastljósþátt um álver
niðri í Evrópu, sem þar er rekið í
fyllstu sátt við umhverfi sitt, -
gróskumikil tré, nytháar kýr, heil-
brigt sauðfé, hamingjuhænsn og villt
dádýr. Sjónvarpið hefur þarna unnið
þarft og gott verk, sem vonandi
kennir almenningi að hlusta á stað-
reyndir, en leyfa ofstækisfólki vel
að lifa í einangmn með sínar lyga-
sögur.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
íslcnskaj&rnblcndifélagsins hf.
gengust undir sama prófíð. Þetta
er nú akkúrat heila málið. Nýbirtar
niðurstöður segja ekkert um
árangur einstakra skóla með tilliti
til persónubundins árangurs nem-
enda heldur einungis hvar þeir eru
í röðinni. Ekki nóg með það. Nú
þarf ekki að fara mörgum orðum
um það að einkunnakvarðinn frá
0 til 10, eða 1 til 10, sem gefið
hefur verið eftir í sam-
ræmdum prófum, er
sá mælikvarði sem all-
ir landsmenn kannast
við og þekkja af eigin
raun og einstakar töl-
ur á þessu bili eru
flestum, ef ekki öllum,
lýsandi.
Þetta fannst fræð-
ingunum hjá RUM of
einfalt og þess vegna
þurfti að búa til nýjan
einkunnakvarða sem
spannar bilið frá 1 til
9, sem segir í raun að
allar tölur sem birtast
eftir þessum skala eru
ekki í takt við þær
raunverulegu einkunnir sem nem-
endurnir fengu fyrir frammistöðu
sína í prófunum.
Ég vil nefna eitt dæmi um þetta
sem ég kalla rangar upplýsingar
og villandi.
Það er krafa frá minni
hendi, segir Páll Dag-
bjartsson, að birtar
verði niðurstöður og
meðaleinkunnir ein-
stakra skóla.
í Varmahlíðarskóla, þar sem ég
starfa, gengu 20 nemendur undir
samræmt próf vorið 1996. Meðal-
einkunn úr fjórum samræmdum
greinum var 6,13. Raðtalan hjá
RUM er hinsvegar 4,59. í ensku
var meðaleinkunn 6,1. Náðu 17
nemendur einkunninni 5,0 eða
hærra og af þeim voru 8 nemend-
ur með einkunnina 8,0. Talan sem
skólinn fékkk hjá Þórólfi og félög-
um hjá RUM var 3,91. Nú bið ég
þig lesandi góður að dæma sjálfur
um hvort þær upplýsingar sem
birtar voru á dögunum séu til þess
fallnar að veita almennt trúverðug-
ar upplýsingar um árangur Varma-
hlíðarskóla í ensku. Ég segi nei.
Því er það krafa frá minni hendi
að birtar verði niðurstöður og með-
aleinkunnir einstakra skóla, því
það er á forsendum einkunna sem
nemendur halda út í lífið að loknum
grunnskóla og það er á forsendum
einkunna sem þeir eru metnir til
framhaldsnáms í framhaldsskóla.
Ekki raðnúmeri frá RUM, og ég
segi sem betur fer.
í raun var sama sagan sem gerð-
ist í túlkun niðurstaðna úr sam-
ræmdu prófí í stærðfræði og ís-
lensku í 4. og 7. bekk í nóvember
sl. Þar voru niðurstöður birtar með
svipuðum hætti en þó að sínu leyti
enn ruglingslegri. Foreldrar skilja
hvorki upp né niður. Skólamenn
varla heldur. Mér er spurn hver
er tilgangurinn, ef ekki sá að vera
leiðbeinandi fyrir foreldra og
skóla? Af hveiju þarf að gera ein-
falda hluti svo flókna sem raun
ber vitni um?
Ég vil að lokum hvetja skólafólk
og foreldra til að láta heyra frá
sér um þessi mál. Ég tók bara eitt
tiltekið dæmi hér að ofan en ég
gæti tekið þau ótalmörg sem öll
ber að sama brunni.
Höfundur er skólastjóri
Varmahlíðarskóla í Skagafirði.
Páll
Dagbjartsson