Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KJOR BÆNDA
KJARAMÁL bænda eru í brennidepli á Búnaðarþingi, sem
nú stendur yfir í Reykjavík. í skýrslu sinni við setn-
ingu þess sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka ís-
lands, m.a.:
„Nú er svo komið, að endurnýjun landbúnaðarbygginga
er nær engin og stór hluti stéttarinnar gerir ráð fyrir að
vera síðasti ábúandi á jörð sinni. Þegar svo er komið er
þessi erfiða staða ekki lengur eingöngu vandamál stéttarinn-
ar, það er hluti af efnahags- og atvinnustefnu þjóðarinnar,
auk þess að vera félagslegt úrlausnarefni.“ Hann sagði
ennfremur: „Við þær aðstæður sem við blasa nú verður að
gera kröfu um, að ekki verði dregið úr þeim stuðningi, sem
bæði hefur falist í innflutningsvernd og beinum framlögum
til lækkunar matvælaverði.“
Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, tók undir
þessi orð og lýsti kjörum bænda sem óviðunandi. Hann
sagði m.a.: „Ef menn vilja meiri niðurskurð kallar það á
stórfellda fækkun bænda og breyttar áherzlur í byggðamál-
um.“ Ráðherrann kvaðst hafa unnið að skipulagsbreyting-
um, sem auka frelsi og minnka opinber afskipti, færa fram-
leiðendur nær neytendum, svo markaðsvitund landbúnaðar-
ins aukist, og hvatt til frekari hagræðingar í úrvinnslu og
sölumálum. Hægfara þróun í átt til frelsis og markaðsvitund-
ar taldi hann vera farsæla stefnu.
Tækniframfarir og stórstígar breytingar í ræktunarmál-
um víða um heim hafa leitt til mikillar aukningar á fram-
leiðslu búvara, svo mikillar að markaður hefur ekki reynzt
fyrir afurðirnar. í Bandaríkjunum t.d. hefur orðið mikil
fækkun í bændastétt en framleiðsla samt stóraukizt. Þessi
þróun hefur ekki verið jafn hröð í Evrópu m.a. vegna þess,
að leitazt hefur verið við að halda óbreyttu ástandi með
gífurlegum ríkisstyrkjum.
Þróunin hefur orðið svipuð hér. Framleiðni hefur aukizt
stórlega í búvöruframleiðslunni en þrátt fyrir að fækkað
hafi í bændastéttinni hefur hagræðing í atvinnugreininni
ekki orðið eins mikil og þörf er á. Búin eru of smá og fram-
leiðslan ekki alltaf á hagkvæmustu landssvæðunum. Þetta
er höfuðástæðan fyrir lélegum kjörum bænda. Þeir sem
stunda búrekstur geta ekki ætlast til þess, að þeim sé séð
fyrir markaði fremur en öðrum atvinnugreinum. Ef fijáls-
ræði hefði ríkt í landbúnaði á öllum stigum framleiðslu,
vinnslu og sölu væri atvinnugreinin fyrir löngu búin að laga
sig að breyttum tímum og nýjum markaðsaðstæðum. Verstu
óvinir bænda eru þeir stjórnmálamenn og forsvarsmenn
hagsmunasamtaka þeirra, sem hafa talið þeim trú um annað.
Veruleikinn er sá, að búum þarf að fækka og þau þurfa
að stækka. Þá geta þeir bændur, sem stunda slíkan búskap
lifað góðu lífi. Ef það væru matvörukaupmenn á hveiju
horni í Reykjavík mundu þeir ekki komast af. Þeim hefur
fækkað stórlega á undanförnum árum m.a. vegna þess, að
það hafa orðið til s.tórar verzlunarkeðjur í matvöruverzlun
hér eins og alls staðar í heiminum. Enginn þeirra gerði
kröfu til þess að stjórnvöld sæju þeim fyrir markaði eða
lágmarksafkomu.
Það er svo allt annað mál, að margir og þá ekki sízt
þeir, sem hafa kynnzt sveitum landsins, eiga erfitt með að
horfast í augu við þessa breytingu. Það er óskemmtilegt
að aka um héruð, sem áður voru búsældarleg og þar sem
ræktun var aukin á hverju ári og önnur umsvif og fylgjast
með hnignun þeirra, sem landbúnaðarhéraða. En ýmislegt
annað hefur komið í staðinn.
Það er tímabært, að fulltrúar á Búnaðarþingi viðurkenni
þessar staðreyndir. Þeir geta hvorki krafið ríkisvaldið um
aukin fjárframlög né neytendur um að borga hærra verð.
Þeir geta auðvitað hækkað verð á framleiðsluvörum sínum
og þá kemur í Ijós, hvort neytendur ákveða að kaupa meira
af öðrum matvörum og draga úr kaupum á búvörum. Þann-
ig virkar markaðurinn.
Öðru máli gegnir hins vegar ef bændur leita til ríkisvalds-
ins um aðstoð við þá aðlögun, sem enn þarf að fara fram
í landbúnaði. Þótt hún hafi þegar verið veitt í ríkum mæli
kunna enn að vera rök fyrir því að auka hana að einhveiju
leyti, En slíkri aðstoð hljóta að fylgja skilmálar um stórauk-
ið fijálsræði á öllum stigum landbúnaðarframleiðslunnar.
Margir hafa trú á því, að íslenzkur landbúnaður geti eflzt
í framtíðinni fái bændur frelsi til að ráða sér sjálfir án
opinberra afskipta. Þá leitar framleiðslan þangað sem hún
er hagkvæmust og nýjungar sjá dagsins ljós. Gæði íslenzkr-
ar búvöru eru mikil og engin ástæða til að ætla annað en
íslenzkur landbúnaður geti skapað sér markaði erlendis án
opinbers stuðnings. En þá er aukin framleiðni, hagkvæmni
og hugvit lykilatriði.
Formenn landssambanda j
Skora á félög að
boða aðgerðir
Verkföll fari vaxandi fram eftir marsmánuði
FORMENN landssambanda Alþýðu-
sambandsins komu saman í gær-
morgun til að fara yfir stöðu kjara-
viðræðna og komust að þeirri niður-
stöðu að skora sameiginlega á öll
aðildarfélög sambandsins að hefja
þegar í stað boðun aðgerða í sam-
ræmi við áætlanir sem gerðar hafa
verið. Aðgerðir verði vaxandi fram
eftir marsmánuði og endi með alls-
herjarverkfalli hafí samningar ekki
tekist.
Formenn landssambandanna boð-
uðu til fréttamannafundar fyrir há-
degi í gær og kynntu sameiginlega
yfirlýsingu þar sem segir að kjara-
stefna sú sem formennirnir kynntu
14. febrúar sl. hafi verið úrslitatil-
raun til að ná kjarasamningum án
þess að til átaka kæmi. „Eftir samn-
ingaviðræður síðustu vikna er það
sameiginlegt mat landssambanda
ASÍ að samtök atvinnurekenda hafi
ekki sýnt í verki vilja til að fara
þessa leið.
Þrátt fyrir þau skýru og afdrátt-
arlausu markmið með skattkerfis:
breytingum sem landssambönd ASÍ
kynntu hafa engar hugmyndir kom-
ið frá stjórnvöldum ennþá um breyt-
ingar sem ná þessum markmiðum.
Þegar landssambönd ASÍ kynntu
kjarastefnu sína voru þau að vísa á
friðsamlega leið til lausnar kjara-
deilu sem staðið hefur mánuðum
saman. Þá kynntu þau jafnframt
þá ákvörðun sína að meta stöðu
mála að nýju þann 25. febrúar. Á
þeim 10 dögum sem liðnir eru hafa
viðræður um endurnýjun kjara-
samninga verið árangurslausar.
Þrátt fyrir að viðræðum hafi ekki
verið slitið formlega er það _mat
formanna landssambanda ASI að
aðeins eitt úrræði sé eftir til að
þrýsta á um gerð kjarasamninga,“
segir í yfirlýsingunni.
Staðbundnar aðgerðir með
stuttu millibili
Á fréttamannafundinum kom
fram að það er aðildarfélaganna
sjálfra að taka endanlegar ákvarð-
anir um atkvæðagreiðslur um verk-
föll en formenn landssambandanna
hvetja félögin til að taka ákvarðanir
á allra næstu dögum. Gera áætlanir
sem gerðar hafa verið ráð fyrir að
fyrst í stað verði boðaðar aðgerðir
á einstökum vinnustöðum eða í
starfsgreinum með tveggja eða
þriggja daga millibili en þær fari svo
stigvaxandi fram eftir marsmánuði
og endi í allsheijarverkföllum, vænt-
anlega í síðustu viku fyrir páska.
Verkalýðsfélögin Dagsbrún og
Framsókn hafa ekki veitt Verka-
mannasambandinu samningsumboð
vegna þorra félagsmanna sinna og
hafa félögin þegar undirbúið at-
kvæðagreiðslur um verkföll, fyrst í
Mjólkursamsölunni, sem hefjist upp
úr 9. mars. Náið samráð verður
haft um undirbúning aðgerða innan
VMSÍ, að sögn Björns Grétars
Sveinssonar, formanns VMSÍ.
Rafiðnaðarsambandið hefur geng-
ið frá áætlun um verkfallsaðgerðir
sem lögð var fyrir miðstjóm sam-
bandsins í gær. Var gert ráð fyrir
að að því búnu yrði strax hafist
handa við atkvæðagreiðslur um boð-
un verkfalla á einstökum vinnustöð-
um sem hæfust á svipuðum tíma og
aðgerðir Dagsbrúnar. Er gerð tillaga
um að fyrst verði greidd atkvæði á
kjörfundi meðal starfsmanna hjá
Reykjavíkurborg. Nauðsynlegt verði
hins vegar að viðhafa póstatkvæða-
greiðslu um verkföll meðal rafiðnað-
armanna hjá RARIK og fjármála-
ráðuneyti sem starfa víða á landinu.
Á annað þúsund félagsmenn era í
Rafiðnaðarsambandinu. Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambandsins, segir að atvinnurek-
endur hafi ekkert komið til móts við
kröfugerð sambandsins þrátt fyrir
að margir mánuðir séu liðnir frá því
viðræður fóru í gang.
Samráð um aðgerðir
og kjarastefnu
Fram kom í máli formanna lands-
sambandanna að áfram verður haft
samráð á milli landssambandanna
um kjarakröfurnar. Björn Grétar
Sveinsson sagði að mjög góð sam-
staða yrði með samböndunum en
Guðmundur Gunnarsson sagði hins
vegar að reikna mætti með að félög
myndu einnig reyna fyrir sér sjálf-
stætt á næstunni í tilraunum til að
ná samningum.
Viðræður nokkurra landssam-
banda og félaga og vinnuveitenda
héldu áfram hjá sáttasemjara í gær.