Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 39 MINNINGAR KRISTIN SIG URBJÖRNSDÓTTIR + Kristín (Ninna) Sigurbjörns- dóttir Nielsen, lista- kona í Kaupmanna- höfn, fæddist 28. september 1909. Hún lést 20. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Signrbjörn Þorkelsson Kiðafelli í kaupmaður Reykjavík, kenndur við unina Vísi, og kona hans Gróa Bjarna- dóttir Jakobssonar Valdastöðum í Kjós. Systkini Ninnu eru Sólveig, f. 1911, Þor- kell Gunnar, f. 1912, Birna, f. 1913, Hanna, f. 1915, Hjalti, f. 1916, Helga, 1917, Friðrik, f. 1923, d. 1986, Ástríður, f. 1925, d. 1935, Áslaug, f. 1930, og Björn, f. 1931. Ninna giftist árið 1930 Hol- ger W. Nielsen, tannlækni, f. bónda á 7.2. 1907 í Roskilde. Þau eignuðust fjóra syni. 1) Thor Niel- sen, f. 28.2. 1932, framkvæmdastjóri, kona hans er Ulla Aage Fredrikson, balletdansari, og börn Nanna Nielsen og Ida Nielsen. 2) Olaf Nielsen, f. 11.4. 1935, tannlæknir og leikari, giftur Hanne Stockmar, dóttir þeirra er Camilla Nielsen. 3) Rolf Nielsen, f. 18.5. 1942, kennari, giftur Isabella Darre, bókasafnsfræðingi, böm þeirra Signe Björg og Johann Darre. 4) Kaare Nielsen, f. 7.5. 1945, læknir, giftur Guðbjörgu Indriðadóttur, sjúkraliða frá Þórshöfn. Böm þeirra em Thelma, Benjamin, Kristín Maj, Anna Guðbjörg og Þorbjöm. Utför Ninnu verður gerð í Kaupmannahöfn i dag. Ninna fæddist á Njálsgötu 30, elst í stórum systkinahópi. Gróa Bjarnadóttir móðir hennar dó í spænsku veikinni frostaveturinn mikla 1918. Að standa við líkbörur ungrar móður sinnar hafði djúpstæð áhrif á Ninnu og systkini hennar. Dauði foreldris gat líka á þeim tím- um almennrar fátæktar haft í för með sér geigvænlegar breytingar fyrir börn. Þá tíðkaðist að heimilum væri sundrað og börnunum tvístrað og komið fyrir hjá vandalausum þar sem þeirra beið oft vinnuþrælkun og misjafnt atlæti og oft á tíðum hin ömurlegasta ævi eins og heim- ildir greina. Sú varð ekki raunin og tókst Sigurbirni, föður Ninnu, að halda sinni fjölskyldu saman og systkinum fjölgaði þegar faðirinn gifti sig aftur Unni Haraldsdóttur. Samskipti Ninnu og systkina henn- ar hafa alla tíð verið einstaklega hlý og náin og er leitun að systkin- um sem svo vel hafa haldið hópinn á langri ævi jafnvel þó Atlantsálar skildu þau að lengst af í meira en 60 ár. Ninna stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Hún vann um hríð á Ljós- myndastofu Lofts Guðmundssonar. Eftir að Ninna og Holger giftu sig héldu þau til Danmerkur og þaðan til Zúrich í Sviss, en hafa lengst af átt heima á Kirkevej 9 í Brönshöj i Kaupmannahöfn. Holger hefur stundað tannlækningar. Hann er góður fiðluleikari og lék m.a. með hljómsveitinni á Alþingis- hátíðinni 1930. Ninna lagði stund á höggmynda- list og málaralist. Hún hóf nám í teikningu hjá Bidsi Höjer eftir að hún kom til Danmerkur. Síðan lærði hún myndmótun hjá Ib Schmedes og myndhöggvaranum Paul Sönd- ergaard. Móðurmissirinn hafði djúpstæð áhrif á Ninnu og, móðureðlið og hlutverk konunnar í heiminum varð miðdepillinn í listsköpun Ninnu. Hún sagði sjálf frá því að minning- in um móður sína hafi orðið sér hvati í sköpun verka sinna. Með þeim vildi hún tjá baráttu konunn- ar og þá ekki síst í hlutverki móður- innar. Öldum saman hefði verið litið á þessa baráttu sem sjálfsagð- an hlut og það væri ekki fyrr en á tuttugustu öldinni að augu manna hefðu opnast fyrir hlutverki konunnar. Heimilið og fjórir synir hefðu ávallt setið í fyrirúmi og um leið auðgað listsköpun hennar. Sýning á verkum Ninnu var m.a. haldin í nóvember 1975 í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Sýningin var haldin_ samkvæmt eindreginni áskorun íslendingafé- lagsins og var veglegt tillag til kvennaársins 1975. Heimili Ninnu og Holgers á Kirkevej 9 hefur ávallt verið yfir- fullt af gestrisni og fágaðri menn- ingu. Þar hefur verið gestkvæmt áratugum saman sem og í sumar- húsi þeirra hjóna í Esju á norðvest- ur Sjálandi. Þar hafa ófáir íslenskir ættingjar og vinir átt griðland og ótaldar unaðsstundir með þeim hjónum. Þegar ég var lítill stafaði hvað mestum ljóma af frásögum föður míns þegar hann hafði gist hjá Ninnu systur sinni og Holger mági á Kirkevej 9 eða í sumarhús- inu Esju. Segja má að heimili þeirra hafi verið hinni geysifjölmennu fjöl- skyldu gluggi út í menningu um- heimsins. Gestrisninni og höfðings- skapnum kynntist ég og fékk að njóta ásamt eiginkonu minni marg- sinnis á umliðnum árum. I samvist- um við þau hjónin drakk maður í sig mannvisku, kærleika og fagrar listir, allt þetta umvafið í svo heill- andi og fágætan húmor. Við fráfall andans stórmenna er skarðið stórt og missirinn mikill, en við sem eft- ir lifum þökkum fyrir að hafa kynnst þeim. Þorvaldur Friðriksson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR MALMQUIST, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 23. febrúar. Guðbjörg Malmquist, Ása Malmquist, Einar Fr. Malmquist, Kalla Malmquist, Gunnar Malmquist, Úlfar Malmquist, Gunnar M. Gunnarsson og fjölskyldur. t Okkar ástkæri, GEIR FRIÐBERGSSON hjúkrunarfræðingur, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Hólmfríður Geirdal Jónsdóttir, Bergur Geirsson, Björk Guðjónsdóttir, Össur Geirsson, Vilborg Jónsdóttir, Saga Össurardóttir, Freyþór Össurarson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS GUÐLAUGSSONAR, Njálsgötu 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Guðrún Valborg Finnbogadóttir, Finnbogi Hermannsson, Hansina Garðarsdóttir, Guðlaugur Hermannsson, Ásdfs Gunnarsdóttir, Sesselja Guðrún Hermannsdóttir, Benedikt Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Lokað í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar BÖÐVARS JÓNSSONAR. A. Wendel ehf., Sóltúni 1. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, tengda- dóttir, móðir okkar, systir og amma, VALGERÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Baðsvöllum 8, Grindavik, lést á Landspítalanum mánudaginn 24. febrúar sl. Ólafur Sigurpálsson, Vigdis Magnúsdóttir, Sigurpáll Aðalgeirsson, Ingólfur Guðjónsson, Guðbjörg Þórisdóttir, Erla Hjördfs Ólafsdóttir, Vigdís Guðrún Ólafsdóttir, Jón Þór Helgason, Magnús Ingólfsson, Guðrún Bára Ingólfsdóttir, Ágúst Þór Ingólfsson og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Drápuhli'ð 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast henn- ar, er bent á líknarfélög. Guðmundur Gíslason, Sigri'ður Guðmundsdóttir, Arnar Guðmundsson, Eli'n Fanney Guðmundsdóttir, Ásgeir Halldórsson, Ólöf Svava Guðmundsdóttir, Hlöðver S. Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og ástkær fraénka, SIGRÍÐUR J. JÓHANNESDÓTTIR frá Skálholtsvík, til heimilis á Austurbrún 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 27. febrúar kl. 10.30 árdegis. Rannveig Jóhannesdóttir, Jón Jóhannesson, Þórdís Jóhannesdóttir og frændfólk hinnar látnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengda- móður, systur og ömmu, HELENU SIGURGEIRSDÓTTUR, Brekkuseli 18, Reykjavik. Bæringur Guðvarðsson, Ólöf Gestsdóttir, Ólöf Bæringsdóttir, Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Áslaug Bæringsdóttir, Jóhann Halldórsson, Ingi R. Bæringsson, Garðar Sigurgeirsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAUKS GUÐJÓNSSONAR, Bláhömrum 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóð- skilunardeildar og deildar 14G á Land- spítalanum. Sigríður Guðjónsdóttir, Guðjón Ómar Hauksson, Guðný Jónsdóttir, Ragnheiður Hauksdóttir, Brynjólfur Sigurbjörnsson, Sveinn Hauksson, Sigríður V. Magnúsdóttir, Guðríður Svandís Hauksdóttir, Ómar Einarsson, Hrafnhildur Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.