Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 41

Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 41 FRETTIR Eftirlit með eftirvögnum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar næstu daga að huga að ástandi eftirvagna og tengitækja. Sérstaklega er ætlunin að kanna ástandið á snjósleðakerrum og hestakerrum, s.s. varðandi teng- ingar, ljósa- og hemlabúnað svo og skráningu og skoðun. Þá verður hugað að því hvort dráttarökutæki eru búin eins og reglur kveða á um, t.d. hvað varðar speglabúnað. Eftirvagnar, og þar með snjó- sleðakerrur, yfir 750 kg að leyfðri heildarþyngd, eru skráningar- skyldir. Aftan á snjósleðakerru á að vera I sami ljósabúnaður og krafist er aftan á bifreið. Ef breidd kerrunn- ar er meiri en 1,6 m eiga að vera tvö framvísandi stöðuljós á henni. Aftan á kerrunni eiga að vera a.m.k. tvö rauð þríhyrnd glitaugu, á hvorri hlið a.m.k. eitt gult glit- auga og að framan a.m.k. tvö hvít glitaugu. Svo má bæta við framvís- andi stefnuljósum og stefnuljósum Innritun grunn- skólanema í borginni INNRITUN grunnskólanemenda í Reykjavík fer fram dagana 26. og I 27. febrúar 1997. Innritað verður í grunnskólum borgarinnar frá kl. 9-16 báða dagana. I Um er að ræða innritun 6 ára barna sem hefja skólagöngu í 1. bekk grunnskóla á komandi hausti en þetta eru börn sem fædd eru á árinu 1991. í þessum hópi eru um 1600 börn samkvæmt íbúaskrá Reykjavíkur og munu þau skiptast milli 29 grunnskóla. Þessi aldursflokkur er skóla- skyldur og hvetur Fræðslustöð Reykjavíkur foreldra til að innrita börnin í hverfisskóla sína á tilsett- um tíma. Þessa daga fer einnig fram inn- ritun þeirra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milii skóla næsta haust. Hér er átt við þá nemendur sem munu flytjast til Reykjavíkur úr öðrum sveitarfélögum, einnig þá sem koma úr einkaskólum (svo sem Skóla ísaks Jónssonar eða Landakotsskóla) og þá sem þurfa að skipta um skóla vegna breyt- inga á búsetu innan borgarinnar. Sömuleiðis þarf að tilkynna ef fyr- irhugaður er flutningur úr borg- inni. Ekki þarf að innrita þá nem- endahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk. Lengd viðvera „Afar mikilvægt er að öll fyrr- greind börn og unglingar verði skráð í hverfisskólum sínum á ofangreindum tíma þar sem nú fer í hönd árleg skipulagning og undir- búningsvinna sem ákvarðar m.a. fjölda bekkjardeilda og kennara- ráðningar hvers skóla,“ segir í frétt frá Fræðslustöð Reykjavíkur. Sömu daga fer fram innritun barna í lengda viðveru (heilsdags- skóla) fyrir næsta vetur. Forráða- menn þurfa að skrá börn sín á til- settum tíma til að tryggja að þau fái vist í lengdri viðveru. Forseta Slóveníu afhent trúnaðarbréf HÖRÐUR H. Bjarnason sendiherra afhenti 19. febrúar sl. Milan Kuc- an, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sló- veníu með aðsetur í Stokkhólmi. ljósum, þokuafturljósum og auka stöðuljósum. Ef bifreið, sem dregur snjósleða- kerru, er mjórri en 2,20 m má kerran ná 30 sm út fyrir hvora hlið ökutækisins, en sé hún 2,20 m eða meira má kerran aðeins ná 10 sm út fyrir hvora hlið þess. Snjósleðakerrur skal skoða al- mennri skoðun á þriðja ári eftir að hún var skráð fyrsta sinni og síðan árlega frá og með fimmta ári eftir að hún var skráð fyrsta sinni. Ökumaður skal gæta þess, að ökutæki sé í góðu ástandi. Sérstak- lega skal þess gætt, að stýrisbúnað- ur, hemlar, merkjatæki og ljósabún- aður séu í lögmætu ástandi og virki örugglega. Sama á við um eftirvagn og tengitæki, svo og tengingu þeirra og tengibúnað. í fréttatilkynningu kemur fram að það er von lögreglunnar að eig- endur og umráðamenn eftirvagna gæti þess að tækin uppfylli skil- yrði umferðarlaga og reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Námskeið í fyrir sumarbú- staðaeigendur G ARÐYRKJU SKÓLI ríkisins í samvinnu við Skógrækt- og land- græðslu ríkisins standa fyrir nám- skeiði um skóg- og tijárækt fyrir sumarbústaðaeigendur laugardag- inn 15. mars nk. frá kl. 10-16 í Garðyrkjuskólanum, Reykjum í Ölfusi. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um tijárækt í sumarbústaðalóðum og stærri ræktunarlöndum, öðrum en skógrækt á bújörðum. Fjallað verður m.a. um skipulag og hönn- un lands, skjólmyndun, val teg- unda m.t.t. ólíksjarðvega ogblönd- un. Leiðbeinendur verða þeir Björn B. Jónsson, skógræktarráðunautur Skógræktar ríkisins hjá Skógar- þjónustu Suðurlands og Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræð- ingur. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Hlyn Hreiðarssyni, endurmenntunar- stjóra, eða á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 8-16. Námskeið um liðveislu FFA, fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur, stendur fyrir nám- skeiði um liðveislu í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi laugardag- inn 1. mars kl. 9-15.30. Nám- skeiðið er ætlað aðstandendum, fötluðum og öðrum sem áhuga hafa á að kynna sér mismunandi möguleika í liðveislu fyrir fatlaða. A námskeiðinu verða flutt erindi um liðveislu í tómstundum, búsetu og atvinnu bæði frá sjónarhóli not- enda, foreldra og fagfólks. Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjaness, flyt- ur erindi um fyrir hveija liðveislan er og hvernig er hægt að nota lið- veislu. Árni Stefánsson frá Félags- málastofnun Reykjavíkur fjallar um liðveislu í tómstundum. Tveir fatlaðir einstaklingar segja frá hvernig liðveisla í tómstundum nýtist þeim og foreldri segir frá reynslu sinni. Jóna Harðardóttir frá Svæðisskrifstofu Reykjavíkur fjallar um liðveislu í búsetu og Margrét Magnúsdóttir frá Svæðis- skrifstofu Reykjaness um liðveislu í atvinnu. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er hádegisverður og kaffi innifalið. Skráning þátttöku er hjá Lands- samtökunum Þroskahjálp. Fordæma aðför að sjúkra- húsum á lands- byggðinni EFTIRFARANDI ályktun vegna tillagna um niðurskurð í heil- brigðismálum á landsbyggðinni var samþykkt á fundi héraðsráðs Barð- strendinga 20. febrúar: „Héraðsráð Barðstrendinga for- dæmir aðför heilbrigðisyfirvalda að sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Kröfur um niðurskurð ' kostnaðar við rekstur sjúkrahúsanna sýna glöggt hve þeir er að þeim kröfum standa, þekkja lítt til búsetu í dreif- býli og þá landfræðilegu erfiðleika er starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar starfar og býr við. Markmið laga um heilbrigðis- þjónustu er skýr. Þar stendur að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustu. Góð heilbrigð- isþjónusta er einn af hornsteinum búsetu í dreifbýli. Með þessum nið- urskurðarhugmyndum eru heil- brigðisyfirvöld að leggja drög að eftirfarandi: Auknum fólksflótta á suðvesturhornið og vaxandi erfið- leikum við að manna heilbrigðis- stofnanir á landsbyggðinni með vel menntuðu starfsfólki. Er það von héraðsráðs að téður niðurskurður komi ekki til fram- kvæmda." Námskeið í eld- smíði á vegum Fræðsludeildar MHÍ FRÆÐSLUDEILD MHÍ efnir til námskeiðs í eldsmíði 5. mars til 2. apríl í eldsmiðjunni hjá J. Hin- rikssyni. Kennari er Sigrún Guð- mundsdóttir, myndhöggvari. í fréttatilkyningu segir að eld- smíði sé fom aðferð til að vinna jám í hvaðeina og sem dæmi megi nefna eldhúsáhöld, skeifur og skart. Fræðsludeild MHÍ er ný stofnun sem skipuleggur námskeið fyrir almenning. Fræðsludeildin sérhæf- ir sig í námskeiðum, endurmennt- un og símenntun fyrir fólk sem starfar að sjónlistum s.s. myndlist- arfólk, mynd- og handmennta- kennara og handverksfólk. Sjómenn skora á ráðherra STJÓRN Sjómannasambands ís- lands skorar á ráðherra samgöngu- mála að sjá til þess að allra leiða verði leitað til að unnt verði að upplýsa orsakir þess hörmulega sjóslyss þegar skelfiskveiðiskipið Æsa fórst síðastliðið sumar. Stjórn sambandsins leggur ríka áherslu á að orsakastaðreyndir liggi á borðinu til að unnt verði að beita fyrirbyggjandi aðgerðum komi í ljós að orsaka slyssins sé að leita i tæknilegum þáttum. Jafnframt skorar stjóm sam- bandsins á ríkisstjóm og Alþingi að veita auknu fjármagni til rann- sókna á sjóslysum sem og annarra slysavarnamála, segir í frétt frá Sjómannasambandinu. Erindi um tengslamyndun FÉLAGIÐ íslensk ættleiðing held- ur fræðslufund miðvikudagskvöld- ið 26. febrúar kl. 20.30 á Grettis- götu 6. Inga Stefánsdóttir sálfræðingur mun fjalla um tengslamyndun. Fræðslufundir verða síðan áfram síðasta miðvikudag hvers mánaðar til vors. Umræðuefni tengjast allt- af uppeldi barna og samskiptum innan fjölskyldu, með sérstöku til- liti til ættleiðinga. Fræðslufundur hjá Geðhjálp LEIÐIR til þátttöku geðsjúkra í samfélaginu er heiti fyrirlestrar sem haldinn verður í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tryggvagötu 9, (Hafn- arbúðum), fimmtudaginn 27. febr- úar kl. 20. Fyrirlesarar eru Anna Guðrún Arnardóttir yfiriðjuþjálfi og Anna Sigríður Valdemarsdóttir, iðju- þjálfi á geðdeild Landspítalans við Klepp. Sagt verður frá ferðalagi um Danmörku og Svíþjóð þar sem þær kynntu sér nýjungar og leiðir til þess að auka þátttöku geðsjúkra í samfélaginu. Sýndar verða m.a. litskyggnur af „Reise Caffe“, kaffihúsi, og ferðaskrifstofu í Árósum „Fountain House“ og „Váxthuset, Gunnareds Gárd“ í Gautaborg ásamt öðrum nýjungum og tilraunum sem gerðar eru til þess að opna geðsjúkum leið til virkrar þátttöku í samfélaginu. Fræðslufundurinn er opinn öllum. Námskeið um pottamál o g matjurtagarð- inn í Garðyrkju- skólanum HALDIÐ verður námskeið, laugar- daginn 1. mars kl. 10-16, fyrir almenning í Garðyrkjuskóla ríkis- ins, Reykjum í Ölfusi, um allt sem viðkemur pottablómum og inni- blómum og matjurtum í heimilis- garðinum. Fyrir hádegi mun Gunnþór Guð- finnsson, kennari við skólann, fjalla um matjurtir í heimilisgarð- inum, notkun og umhirðu þeirra og eftir hádegi mun Lorýa Björk Jónsdóttir, kennari, fara í gegnum helstu umhirðuþætti pottablóma og inniblóma, s.s. birtu- og raka- stig, vatnsþörf, áburðargjöf, snyrt- ingu og fjölgun. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá endurmenntunarstjóra skólans alla virka daga frá kl. 8-16 eða á skrifstofu skólans. ■ Á AÐALFUNDI Samtaka ’78, félags lesbía og homma á ís- landi þann 22. febrúar var kosin ný stjórn félagsins. Formaður var kosinn Percy B. Stefánsson. Á fyrsta fundi stjórnar skipti stjórnin með sér verkum. Klara Bjartmarz var valin varaformaður, Valgerð- ur Guðjónsdóttir, ritari og Ág- ústa Jónsdóttir, gjaldkeri. Aðrir stjórnarmenn eru Baldur Þór- hallsson, Páll Price og Sif Jóns- dóttir. Stofn- og tengi- stígar gengnir HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur í dag fyrir gönguferð eftir fyrirhuguðum vef stofn- og tengi- stíga fyrir gangandi og hjólandi í Vesturbænum í Reykjavík. Þessir fyrirhuguðu stígar eru á drögum að skipulagi 1996-2016 sem liggja fyrir hjá Borgarskipulagi. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20. Um tvær gönguleiðir verður að velja. Tengistíga vestan Tjarnarinnar suður í Háskólahverf- ið og með Brynjólfsgötu, Nesvegi og Hofsvallagötu yfir á stofnstíg- inn við Frostaskjól. Þar verður sameinast hinum hópnum. Þeir sem vilja ganga hratt fara stofn- stíga frá Hafnarhúsinu, upp Gróf- ina og austan Tjarnarinnar og áfram með Njarðargötu og Þorra- götu yfir á strandstíginn í Skeija- firði, af honum með Frostaskjólinu og Keilugranda og í lokin stuttan spöl með strönd Kollaijarðar og gömlu höfninni að Hafnarhúsinu. Allir velkomnir. ■ UMSÓKNARFRESTUR um ökukennaranám við Kennarahá- skóla íslands rennur út föstudag- inn 28. febrúar nk. Námið er 15 einingar og er skipulagt sem eins árs hlutanám og hefst í júní í vor en lýkur í maí á næsta ári. Inntöku- skilyrði eru lokapróf á framhalds- skóla eða náms- eða starfsreynsla, m.a. á sviði umferðaröryggismála sem meta má sem hliðstæðan undirbúning. Sérstakt fomám verður fyrir þá sem ekki hafa lok- ið námi í kennslu- og uppeldis- fræði. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarahá- skólans. Umsókn skal fylgja stað- fest afrit af prófskírteinum og nöfn tveggja umsagnaraðila. LEIÐRÉTT Grunnskólinn í Borgarnesi í UMFJÖLLUN um Heilsuleikskól- ann Skólatröð í Morgunblaðinu í gær féll niður orð í lok greinarinn- ar og kom því ekki fram hvaða grunnskóli hyggst verða heilsu- skóli, en það er Grunnskólinn í Borgarnesi, auk Iðnskólans í Reykjavík. Umhverfissjóður en ekki Pokasjóður í PISTLI um þáttinn í sátt við náttúruna á Stöð 2 sem birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar sl. var missagt að þátturinn væri gerður með styrk úr Pokasjóði. Hið rétta er að gerð þáttanna er styrkt með framlagi úr Umhverfissjóði versl- unarinnar. Það leiðréttist hér með. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Emil Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson, Svavar Guðmundsson, og aðrir vandamenn. Lokað Skrifstofan er lokuð frá kl. 13 í dag, 26. febrúar, vegna jarðarfarar BÖÐVARS JÓNSSONAR. Fasteignasalan Fold, Laugaveg 170. á hliðum kerrunnar. Einnig aftur- vísandi bakkljósum, auka hemla-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.