Morgunblaðið - 26.02.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 47
FÓLK í FRÉTTUM
Stórtónleikar í MH
TÚN, stórtónleikar úr Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð, voru
haldnir í síðustu viku. Fram komu 17 hljómsveitir, þar á meðal Maus,
Stjörnukisi, Dash og Plastich. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og verða
gefnir út á geisladiski. Ljósmyndari Morgunblaðsins var á tónleikunum.
HÖRÐUR Kristgeirsson og Hreinn Hjartarson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HELGA Sigmundsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir
og Eva Björk Guðmundsdóttir.
10.000 á Latabæ
UM SÍÐUSTU helgi kom 10.000. gesturinn á sýninguna Áfram
Latibær í Loftkastalanum, en hann var Gylfi Björn Hvannberg.
Kona hans Ingibjörg Þóra Gestsdóttir var einnig þar ásamt börnum
þeirra Dijjá, Gylfa og Gesti Hvannberg. Á meðfylgjandi mynd sést
Magnús Olafsson, einn leikaranna í sýningunni, afhenda heppnu fjöl-
skyldunni blóm, bók og boli að gjöf af þessu tilefni.
TILBOÐ:
Kjúklingabiti
99 kr.
^mnsnNDEir
Álinnréttingar
Hönnum og smíðum eftir
þínum hugmyndum
t.d. skápa, afgreiðsluborð,
skilti, auglvsingastanda
sýningarklefa o.mfl.
• ■! aTI . <8E( •
Faxafeni 12. Sími 553 8000
Hjónabandi fórnað
fyrir orðspor
HIN ítalskættaða fyrrum eigin-
kona Rogers Moore, Luisa, kom
fram með merkar upplýsingar um
ástæðuna fyrir skilnaði þeirra Rog-
ers, í blaðaviðtali nýverið. Roger,
segir Luisa, var gagntekinn þörf á
því að sýna karlmennsku sína utan
hjónabands og því fór sem fór.
Roger Moore þekkir hvert
mannsbarn, fyrst gerði hann garð-
inn frægan sem dýrlingurinn Sím-
on Templar og siðar á ferlinum
þótti hann óvenju vel heppnaður
James Bond. Moore er á sjötugs-
aldri, en fjallmyndarlegur sem
fyrr og það sama má segja um
Luisu, en hjónaband þeirra varði
í 35 ár og þótti með þeim traust-
ari í Hollywood. Sem segir að vísu
ekki mikið. En Luisa fór út í meiri
smáatriði. Hún kenndi kirtla-
krabbameini sem Roger fékk um
umskiptin. Hann hefði veikst og
það varð opinbert hvað amaði að.
Karlinn fékk bót meina sinna, i
bili a.m.k., en þótti orðspor sitt
sem kyntákn hafa dalað. Til þess
að kippa því í liðinn hafi hann
afráðið að fórna hjónabandinu og
fara á fjörurnar við ungmeyjar.
Sem hann hefur gert með ljóm-
andi árangri.
Ozzy er
sprell-
lifandi
►ÞAÐ er ekki nóg með að gamli
þungarokkarinn Ozzy Osbourne
sé enn á Iífi, sem er nokkurt
afrek miðað við lífernið hér á
árum áður, heldur er hann enn
í fullu fjöri. Það er nokkuð síðan
sem hann segist hafa snúið baki
við áfengi og eiturlyfjum og sér
líði betur en nokkru sinni fyrr.
Að vísu hafi hann þyngst nokkuð
í áranna rás.
En nýja árið er þrautskipu-
lagt hjá þessum fyrrverandi
söngvara Black Sabbath, sem
hefur um nokkurt árabil komið
fram undir eigin nafni og flutt
sama gamla klassíska þunga-
rokkið (sem sumir telja reyndar
staðnað og úrsérgengið). A
næstu dögum kemur út nýr tvö-
faldur geisladiskur með nýjum
lögum Ozzy og hápunktur ársins
OZZY hefur gildnað
dálítið síðustu árin.
er mikil rokkveisla sem hann
stendur fyrir í San Bernadino í
Kaliforníu í október. Þar koma
fram m.a. Slayer, Selptura og
Biohazard, en sjálfur er hann
að sjálfsögðu aðalnúmerið. Eftir
hljómleikana ætlar hann síðan
að steypa sér í gerð „best of“
disks sem verður auk þess
kryddaður með þremur nýjum
lögum.
HIN ítalskættaða Luisa.
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi
fyrir vélvædd vörugeymsluhús
sem minni lagera.
Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar.
Aðeins vönduð vara
úr sænsku gaeðastáli.
Mjög gott verð.
Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki.
Leitið ráða við skipulagningu
og byggingu lagerrýma.
Þjonusta ■ þekking ■ ráögjöt. Aratuga reynsla.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725
Glæsileg
Heimsferðaveisla
eldri borgara
á Hótel Sögu með
Sigurði Guðmundssyni
2. mars
Heimsborgarar, félagsskapur Heimsferða fyrir eldri borgara,
heldur nú glæsilega hátíð fyrir eldri borgara og alla þá, sem
unna góðum félagsskap á Hótel Sögu sunnudagskvöldið
2. mars, kl. 19.00. Glæsilegur kvöldverður þar sem veislustjóri
verður Sigurður Guðmundsson og fjöldi góðra gesta kemur
í heimsókn með glæsilega dagskrá um leið og við rifjum upp
minningar úr vetrarstarfi í máli og myndum.
Bókaðu strax - takmarkaður sætafjöldi
Dagskrá
• Sigurður Guðmundsson,
veislustjóri
• Myndasýning
• Gítartónleikar
• Hetjutenórar
• Ómar Ragnarsson
• Haukur Heiðar með
dinnertónlist
• Glæsilegir ferðavinningar
M atseðiCC
Krentsúpa með spergilsprotum.
Lambabryggsvöðvi með
tjómasoðnum villisveppum,
grœnmeti og kartöflum.
Kafli.
Verðfer. 1.900
Bókanir:
Hótel Saga, sími 552 9900
Heimsferðir, sími 562 4600
HEIMSFERÐIR