Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP MYNPBONP Einn gegn óvin- veittum gestum MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Innrásardagurinn (Independence Day) •k'k'k Hr. Hörmung (Mv. Wrong) k k'h Steinakast (Sticks and Stones) k'h Kazaam Kazaam k í blíðu og stríðu (Faithful kk'h Billy slær í gegn (Billy’s Holiday) kk Jane Eyre (JaneEyre) kk Ed (Ed) 'h Dauði og djöfull (Diabolique) k Barnsgrátur (The Crying Child) k Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) kkk Nær og nær (Closerand Closer) k k'h Til síðasta manns (Last Man Standing) k k'h Geimtrukkarnir (Space Truckers) k k Börnin á akrinum (Children of the Corn) k Powder (Powder) kk'h Innrásin (The Arrival)_______________ Vísindaskáldsaga ★ ★ Leikstjórn og handrit: David Twohy. Framleiðandi: Thomas G. Smith. Kvikmyndatökustjóri: HiroNarita. Tónlist: Arthur Kemp- el. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Lindsay Crouse, Teri Polo og Ron Silver. 112 mín. Bandarisk. Live Intemational/Háskólabíó 1996. Bönnuð bömum yngri en 12 ára. Útgáfudagur 25. febrúar. CHARLIE Sheen fer með hlut- verk stjörnufræðingsins Zane Zim- inski, sem hefur að atvinnu að fylgjast með hljóðmerkjum utan úr geimn- um. Þegar Zane og samstarfs- maður hans greina undarleg og óútskýranleg hljóð bera þeir tíðindin undir yfirmenn sína, sem einhverra hluta vegna neita að viðurkenna fundinn og skipa þeim að halda sínu striki, líkt og ekkert hefði í skorist. Zane á erf- itt með að lúta þessum undarlegu fyrirmælum og bregður á það ráð að grennslast betur fyrir um hljóð- merkin utan úr geimnum upp á eigin spýtur, sannfærður um að óþekktar verur séu að reyna að ná sambandi. Honum tekst að nema hljóðið á nýjan leik og kemst að raun um að það geti hugsanlega átt rætur sínar í Mexíkó. Þangað leggur hann því næst leið sína og fyrr en varir tekst honum að kom- ast í návígi við óvinveitta gesti utan úr geimnum, sem vinna að því að gera jörðina óbyggilega plá- netu. Þrátt fyrir að skorta allt sem kenna má við snilld er Innrásin hin ágætasta vísindaskáldsaga. Hún fer að vísu nokkuð seint af stað en á sem betur fer nokkuð góðan endasprett um það bil sem Zane hefur upp á óvinunum. Charlie Sheen er að verða B- myndaleikari númer eitt í Holly- wood. Hann leysir rullu sína eins og að drekka vatn, enda ekki mjög frábrugðin þeim sem hann hefur tekið að sér upp á síðkastið, mis- skilin hetja sem glíma þarf við vandamál sín einn og yfirgefinn. Svipar reyndar grunsamlega mikið til hans eigin lífs, ef marka má slúðurfréttirnar. Skarphéðinn Guðmundsson UÓSMYNDASÝNINC MORGUNBLAÐSINS MÓSAMBÍK Fátækt land með framtíð Mósambík er eitt fátækasta land heims og illa leikið eftir langvinnar styrjaldir og alræðisstjórn. En þetta stóra Afríkuríki er engu að síður land möguleikanna. Ýmsar líknar- og hjálparstofnanir hafa verið að leggja landsmönnum lið við að bæta lífskjörin. Á meðal þeirra eru Hjálparstofnun kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun íslands. Þorkell Þorkelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, ferðaðist nýverið um Mósambík og fylgdisl meðal annars með brunnagerð og jarðsprengjuhreinsun, auk þess sem hann beindi linsum sínum að litskrúðugu mannlífinu. í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru í ferðinni. Sýningin stendur til föstudagsins 7. mars og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN ZANE Ziminski (Charlie Sheen) þarf einn síns liðs að glíma við óvinveitta gesti utan úr geimnum. BIOIN I BORGINNI Amaldur Indriðason/Sæbjöm Valdimarsson BIOBORGIN Að lifa Picasso kkk Höfundar nokkurra bestu mynda síðari ár skortir eldmóð í kvik- myndagerð um meistara Picasso, en Hopkins kemur til bjargar með enn einum stórleik (á köflum). Lausnargjaldið kkk Gibson leikur auðkýfing sem lendir í því að syni hans er rænt. Snýr dæminu við og leggur lausnarféð til höfuðs skálkunum. Gibsonmynd í góðum gír. Ævintýraflakkarinn kVi Sjá Kringlubíó. Hringjarinn í Notre Damekk k Sjá Sambióin Álfabakka SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Þrumugnýr kkk'A Flugvélatryllir með snarbrjáluðum Ray Liotta sem gerir hvað hann getur til að stúta farþegaflugvél. Hringjarinn í Notre Dame kkk Vönduð, falleg fjölskyldumynd byggð á hinni sígildu sögu um til- vistarkreppu kroppinbaksins í Frú- arkirkju. Litlaus tónlist og fram- vinda en snjöll, íslensk talsetning. Sonur forsetans k k Lumma um forsetasoninn og vin hans í lífverðinum sem losar um hann í einangrun Hvíta hússins. Sinbad á einn hrós skilið og fellur vel í kramið hjá smáfólkinu. Ærsladraugar kk'A Þokkalegar brellur í kolsvartri hrollvekju framleiddri af Zemeckis sem skilur lítið eftir þrátt fyrir nýst- árlegan efnisþráð. Dagsljós kk'A Þegar sprenging verður í neðan- sjávargöngum með hroðalegum af- leiðingum, mætir okkar maður, Stallone, á staðinn. Og óþarft að spyrja að leikslokum. Kona klerksins. k Sykursætt og vellulegt fjöl- skyldudrama frá sápudeild drauma- verksmiðjunnar. Djöfiaeyjan kkk'A Friðrik Þór, Einar Kárason, óað- finnanlegur leikhópur og leiktjalda- smiður og reyndar allir sem tengj- ast Djöflaeyjunni leggjast á eitt að gera hana að einni bestu mynd árs- ins. Endursköpun braggalífsins er í senn fyndin, sorgleg og dramatísk. HÁSKÓLABÍÓ Móri og Skuggi (The Ghost and the Darkness) k k Tveir ævintýramenn tengjast tryggðaböndum á ljónaveiðum í Afríku. William Goldman skrifar handritið sem kemur kunnuglega fyrir sjónir. Undrið kkk'A Átakanleg saga um píasnósnilling sem brestur á hátindi frægðar sinnar er frábærlega kvikmynduð í alla staði og Rush hlýtur að teljast sigurstranglegur við Óskarsverð- launaafhenfmguna í mars. Meðeigandinn kk Svolítið lunkin gamanmynd um stöðu konunnar í fjármálaheimi New York. Áttundi dagurinn kk'A Heimar sakleysis og veraldar- mennsku skarast í ljúfri og einkar vel leikinni, belgískri mynd sem minnir mjög á Regnmanninn. Leyndarmál og lygar kkkk Meistaraverk frá Mike Leigh um mannleg samskipti, gleði og sorgir og óvæntar uppákomur í lífi bresks almúgafólks. KRINGLUBÍÓ Þrumugnýr kk'A Flugvélatryllir með snarbijáluðum Ray Liotta sem gerir hvað hann getur til að stúta farþegaflugvél. Ævintýraflakkarinn k'A McCauley Culkin verður að teikni- myndafígúru og kynnist klassískum ævintýrum. Kvennaklúbburinn k k'A Þijár góðar gamanleikkonur, Hawn, Keaton og Midler, fara á kostum sem konur sem hefna sín á fyrrum eiginmönnum. Hringjarinn í Notre Dame kkk Sjá Sambíóin, Álfabakka. LAUGARÁSBÍÓ Koss dauðans kkk'A Geena Davis og Samuel L. Jackson fara á kostum í frábærri hasarmynd frá Renny Harlin. Samantekin ráð kk Stelpurnar í hverfinu taka uppá að ræna banka og haga sér nákvæm- lega eins og strákarnir í hverfinu. Jarðarförin kk Litríkur leikhópur og leikstjóri kom- ast lítið áleiðis í lýsingum á eijum milli bófaflokka í New York kreppu- áranna. Chris Penn skárstur af öll- um mönnum! REGNBOGINN Múgsefjun kkk Ágætlega heppnuð kvikmyndagerð á leikriti Arthurs Miller, í deiglunni Þar sem leikarar á borð við Daniel Day Lewis og Joan Allen fara á kostum. Sú eina rétta kkk Dálagleg, rómantísk gamanmynd um bræður og kvennamál. Banvæn bráðavakt k k'A Haganlega samansett, lítil spennu- mynd sem skilur fátt eftir en er góð og fagmannleg. Reykur kkk'A Einfaldleiki og góð sögumennska einkenna eina bestu mynd síðari ára og gera hana að listaverki þar sem Harvey Keitel hefur aldrei ver- ið betri en tóbakssölumaður „á horninu" í New York. STJÖRNUBÍÓ Þrumugnýr kk'A Flugvélatryllir með snarbrjáluðum Ray Liotta sem gerir hvað hann getur til að stúta farþegaflugvél. Tvö andlit spegils k k'A Það stormar af Streisand í róman- tískri gamanmynd sem tekur sig full alvariega þegar líða tekur á. Jeff á í engum vandræðum með mjúka manninn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.