Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ íhaldssamur glæsileiki Skólabrú í miðborg Reykjavíkur er tví- mælalaust einn glæsilegasti veitingastaður landsins. Steingrímur Sigurgeirsson segir matargerðina jafnframt vera í hæsta gæðaflokki sem endurspeglist í verðinu. FIMM ár eru liðin frá því Skúli Hansen opnaði veitingahúsið Skóla- brú við samnefnda götu í miðborg- inni í janúarmánuði 1992. Skúli hafði þá þegar getið sér orð sem einn besti matreiðslumaður lands- ins, fyrst sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti (1975-1980) og síðan á Amarhóli (1980-1990). Skólabrú er til húsa í stóru fal- legu timburhúsi þar sem lengi var rekin augnlæknastofa. Fátt minnir nú á læknastofuna en innréttingar, litaval og húsbúnaður er allt smekk- legt, fellur vel að húsinu og dregur fram fegurð þess og sérkenni. Inn- búi öllu er greinilega vel við haldið og ekki skaðar að húsið er nýmálað að innan í tilefni afmælisins. Að utan er málningin hins vegar eitt- hvað farin að láta á sjá. Á efri hæð hússins er setustofa og bar, hátt er þar til lofts og trébit- um leyft að njóta sín í lofti. Stólar og sófar koma úr ýmsum áttum og er raðað upp í hringi fyrir stærri hópa. Á neðri hæð eru falleg forstofa og minni veitingasalur í sterkum litum en aðalveitingasalurinn er málaður í ljósum grænum tón og allir litir þar inni mildir og hlýir. Saiurinn er einn sá allra glæsileg- asti, sem íslenskt veitingahús getur státað af og líkist í raun engum öðrum íslenskum veitingasal. Salurinn á Skólabrú er einhvers staðar á milli þess að minna á norð- ur-evrópskt yfirstéttarheimili og klassískan franskan veitingastað í háum gæðaflokki. Hann er bjartur og hlýlegur og nýtur sín jafnt í dagsbirtu sem á skammdegiskvöld- in. Gott jafnvægi er á milli nútíma og fortíðar og ekkert sem raskar heildarmyndinni. Ágætlega smekk- leg listaverk eftir erlenda málara frá því um aldamótin prýða veggi, dúkar á borðum eru þykkir og fal- legir (margir af betri veitingastöð- um landsins mættu taka sér þá til fyrirmyndar) og borðbúnaður allur mjög vandaður. Margháttaðir disk- ar eru notaðir jafnt með klassísku mynstri sem litskrúðugur, nýtísku- legri borðbúnaður. Nýskorin blóm prýða öll borð. Helst er hægt að setja út á vínglös, sem eru fremur einföld og þykk miðað við stað í þessum gæðaflokki, og einhæfa tónlist sem virðist byggjast of mik- ið á syrpum af vinsælli klassík. Helsta einkenni matseðilsins, sem endumýjaður er ársfjórðungs- lega, er íhaldssemi. Hann er ráð- settur og ekki fer mikið fyrir fram- andi réttum og ævintýramennsku. Mér skilst þó að í fimmrétta ,sæl- keraseðli" og dagseðli geti tökin verið óhefðbundnari en hef þó ekki sjálfur af því reynslu frá fyrstu hendi. íhaldssemi þarf hins vegar alls ekki að vera neikvæð sem slík og oftast reyndust réttimir mun frumlegri, en lýsingar á matseðli Skúli Hansen Morgunblaðið/Halldór gáfu til kynna, þegar þeir birtust. Þetta er töluverður kostur. Hvað er meira svekkjandi en fjálglegar Iýsingar á réttum á matseðli sem reynast síðan ekki standa undir nafni þegar maturinn kemur á borð? Betra að láta hvem rétt koma sér þægilega á óvart. Ihaldssemi getur líka verið hluti af eðlilegri og æskilegri þróun. Maður hefur á tilfmningunni að Skúli, sem jafnt á Holti sem Amar- hóli var þekktur fyrir dirfsku og nýjungagimi, sé orðinn ráðsettur og vilji fremur einbeita sér að því að elda góðan mat en vera sífellt að fínna upp hjólið. Eftir að hafa bragðað á flestum réttum á sérréttaseðli staðarins verður að segjast eins og er að matargerðin á Skólabrú er nær óaðfinnanleg. Hver einasti réttur var skotheldur hvað varðaði útlit, hráefni, samsetningu og elda- mennsku. Vissulega eru oftar en ekki farnar hefðbundnar slóðir í samsetningum (hvort sem er skel- fiskur, smjör, hvítlaukur eða villi- bráð og waldorf) en útfærslan þannig að maður verður aldrei fyr- ir vonbrigðum. Hráefni undantekn- ingarlaust fyrsta flokks, fersk og vel valin, handbragðið öruggt við eldun og augað næmt við skreyt- ingu. „Bökuð hörpuskel, vafín reyktri svínasíðu með risotto" (1.190 kr.) vakti þó upp þá spurningu hvort ekki væri villandi að kalla meðlætið risotto. Gijónin sýndust mér vera long grain en ekki stutt, ítölsk og ekki fór mikið fyrir parmigiano-osti eða öðrum ítölskum áhrifum. Ég held að það hefði tvímælalaust ver- ið til bóta ef risotto-ið, er myndaði beð á miðjum diski hefði verið nær risotto. Einfait karrí réð ferðinni í bragðinu á hrísgijónunum, hörpu- diskurinn passlega eldaður og fast- ur í sér en beikonið gnæfði nokkuð yfir hann bragðlega. Kannski hefði betra jafnvægi náðst með minna kjöti og einnig set ég stórt spum- ingarmerki við karríið, sem maður á ekki von á að finna í elda- mennsku á þessu plani. Því skaut raunar aftur upp kollinum í kjúkl- ingarétti seðilsins, „bakaðri kjúkl- ingabringu fylltri með cush-cush“ [cous-cous?] (1.980 kr.) þar sem mér fannst ég greina það í fyllingu þessa annars ágæta, en nokkuð hlutlausa réttar. „Gljáður kræklingur í skel með hvítlauksbræðingi" (1.050 kr.) er kræklingur í mjög klassískum stíl, með bræddu smjöri, hvítlauk og steinselju. Stór kræklingurinn, sem mun vera fluttur inn frá Nýja-Sjá- landi, minnir um margt frekar á íslensku öðuskelina en íslenska kræklinginn. Það er óvenjulegt að fá erlent sjávarfang á íslenskum veitingastöðum, sem til er í nægu magni við strendur iandsins, en kræklingurinn var vel eldaður og bræðingurinn mildur og fínn. „Lax- og hörpudúett á spínati með safransósu" (1.550 kr.) var ekki síður klassískur. Litlir fisk- turnar mynda ytri hring réttarins og í miðjunni hylur eldrauður vatna- krabbi grænmetið. Undir þessu öliu ljósgul safransósan, smjörkennd og mild, kannski einum of mild. Þetta er réttur eins og tekinn upp úr sí- gildri franskri kokkabók sem maður getur ekki annað en hrósað fyrir útlit og bragð en jafnframt vekur hann vonbrigði fyrir að vera einum of fyrirsjáanlegur. Það sem helst kom á óvart var skeldýrsskreyting- in og að hvergi fannst spínatið sem nafnið sagði til um. Annað græn- meti, með tómata í fremstu víglínu, myndaði hins vegar meðlætið og kom ekki að sök. „Ofnbakaðir humarhalar f hvít- laukssmjöri og koníaki" (2.950 kr.) voru einnig tilkomumiklir að sjá á diski. Lítið listaverk þar sem stór- um, fallegum humarhölunum, skomum úr skelinni, var ásamt skeljunum raðað upp í lítið fjall. Humarinn sjálfur stór og fullkom- inn en bragðsamsetningin aftur á mörkum þess að vera of mild. „Skólabrúarlamb" (2.150 kr.) er einn fárra rétta er hefur trónað á matseðli Skólabrúar allt frá upp- hafi. Lambið var meyrt og hæfilega eldað á sætu spínatbeði með kart- öflugratíni á hliðardiski (líkt og raunin er um fleiri rétti). Mild soð- sósa og blandað grænmeti fylgir jafnframt með. Lambið og spínatið falla einstaklega vel hvort að öðru og spurning hvort ekki hefði mátt sleppa hinu grænmetinu. Það bætti engfu við réttinn bragðlega en dró athyglina frá spínatinu. Fullkomin eldun og pottþétt hráefni einkenndu Skólabrúarlambið og ef til vill ekki skrýtið að það hafi reynst þetta líf- seigt. „Steiktar ijúpubringur á Iyng- sósu“ (3.550 krónur) mynduðu fal- lega stjörnu á appelsínugulum diski, sláandi fallegur réttur. Rjúp- an var vel útilátin (þijú högl innifal- in), eldunin óaðfinnanleg og aðrir þættir tónuðu vel af magnað ijúpu- bragðið án þess að gera tilraun til að hafa í við það eða kæfa. Vel brúnaðar og karamelliseraðar kart- öflur og einfalt waldorf-salat uppi- staðan í meðlæti ásamt lyngsós- unni. Síðar snæddi ég annan mild- ari villibráðarrétt, toppönd, og ég veit ekki hvort að það var ímyndun eða ekki en mér fannst brúnunin á kartöflunum þar mun mildari en með ijúpunum, enda við hæfi. Lyngsósan með ijúpunni var í sjálfu sér ekki mjög bragðsterk en marg- slungin og spennandi. Hún gnæfði heldur ekki yfir aðalleikarann held- ur lék undir og myndaði enn einn þáttinn í góðri harmóníu. Rifnar og djúpsteiktar gulrætur fullkomna sköpunarverkið. Dýr réttur en stendur undir því. Eftirréttirnir komu mjög skemmtilega á_ óvart. „Sítrónu ijómafrauð „brulée" með volgri beijasósu" (795 kr.) var mjúkt og ijómamikið með mildri karamellu ofan á er hreinlega bráðnaði í munni Gott jafnvægi á milli sætu eftirréttarins og sýru sítrónunnar gerir þennan rétt að sælgæti. í eft- irréttarblöndunni „Ábætisval Skólabrúar" (890 kr.) var mjög góð og kakómikil súkkulaðimús, greini- lega notað í hana vandað súkkulaði og eitthvað af ijóma er gerir hana mýkri. ís í körfu góður en ekki eftirminnilegur en döðluhnetuterta hins vegar hreinasta afbragð. Þykk súkkulaðistykki og hnetur heilluðu viðstadda upp úr skónum. Vínlisti Skólabrúar er ágætur en mætti vera meira spennandi. Hann hefur mikla landfræðilega breidd, þar er að finna eitthvað eða ein- hver vín frá helstu vínræktarlönd- um heims, en einstaka svæðum mætti sinna mun betur, ekki síst hinum klassísku víngerðarsvæðum Frakklands: Bordeaux, Bourgogne og Rhone. Eitt Rhone-vín var með- al rauðvínanna og tvö Chateau-vín frá Bordeaux. Hlutur Búrgundar- vína mætti 'sömuleiðis vera meiri. Auðvitað á veitingahús í þessum gæðaflokki að leggja metnað sinn í að hafa vínseðil sem er sambæri- legur að gæðum og matseðillinn. Verð á vínum er líkt og á matn- um í hærri kantinum miðað við önnur veitingahús en inni á milli leynast afbragðs kaup. Þannig eru til dæmis mjög góð kaup í hinum þýska Niersteiner Riesling frá Lou- is Guntrum^á rúmar tvö þúsund krónur. Indælt vín á sanngjörnu verði. I flestum öðrum tilvikum fannst mér verðlagningin hins veg- ar vera i hærri kantinum og mætti gjaman vera hófstilltari. Þjónustan var á tímabili Akkiles- arhæll Skólabrúar og í engu sam- ræmi við þann mat sem á boðstólum var. I dag er hún hins vegar í góðu lagi og meira en það. Ungt þjón- ustuliðið er lipurt og fagmannlegt og kann greinilega sitt fag. Skólabrú er að mínu mati í hópi þriggja bestu veitingahúsa lands- ins. Maður væri hins vegar sáttari ef verðlagið væri einhveijum pró- sentum lægra, vínseðillinn betri, kristalsglös á borðum og Skúli ögn djarfari, að minnsta kosti í einstaka réttum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.