Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 17 HJÁ jeppamönnum eru engin vandamál, bara verkefni sem leysa þar. OG allir kom þeir aftur - og enginn þeirra dó... Glaður hópur eftir árangursríka ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINMAR á Mösdunni rýnir í GPS-rúnir til að ráðfaera sig við gervihnatta andana. SIGÞÓR og Ragnar fá morgunverð hjá Magnúsi í Nýjadal; hafragrautur með rjóma- blandi var bara byrjunin. Kokkarnir, Rögn- valdur og Magnús göldruðu fram sælkera kvöldverð og morgunverð. að bíða eftir að lífið hafi sinn gang. Lífið getur stundum tekið alltof langan tíma. Allt í einu „blúbb.“ Utvarpið út. Algjör þögn. Hríðin þéttist. Þver- aldan nálgast. Myrkur að skella á. Ekki lengur hægt að tala um hríð. Komið ofstopaveður. Sjáum ekki hvellrauð afturljósin á næsta bíl fyr- ir framan okkur. Gunni í talstöðinni að tékka hópinn á mínútu fresti. Ekið í átt að engu - bara stöðugt inn í endalausa veggi af ofan- og hliðar- komu. Hríðin svo hörð að það fennti í slóðina á milli fram- og afturhjóla bílanna. Lentum út af „trakkinu" á Þver- öldunni; hópurinn sundraðist. Glórulaust, glórulaust og Gunni í ró- legheitum, kyrr í einhverjum skafii að safna liðinu saman - lengi dags. Día, konan hans að prjóna, kveikti stundum á kassettutæki, spilaði iyr- ir okkur Geirmund í talstöðinni. Við hin, sátum og störðum út í hríðina, hvert í sínum bíl og biðum eftir að allir næðu saman. Svo lægði aðeins í fáein augnablik og okkur varð Ijóst að við sátum öll á sömu þúfunni, jepparnir fímm voru bara eitt and- artak hver frá öðrum. Það voru nú öll ósköpin. Næsta verkefni að koma sér aftur á „trakkið." Tók að vísu tíma, en við áfram. Stundum stoppað til að hleypa lofti úr dekkjunum. Loft í dekkjum mikil stærðfræðiformúla. Svo lenti maður í spreng. Þurfti að fara út í mannskaðaveður til að skvetta úr skvísunni í þessu líka fyrirtæki af fatnaði. Tókst vel. Þrír tíkallar duttu úr vasanum og þegar ég ætlaði að pilla þá upp, voru þeir svo pikkfreðnir í skaflinum að það var útijokað. Engar neglur nógu öfl- ugar. Eg, eina manneskjan sem hef- ur borgað fyrir salernisaðstöðu í skafli á hálendinu. Komið vel fram yfir miðnætti þegar við náðum inn í Nýjadal. Góð- ur tími hafði farið í það hjá okkur að undrast hamaganginn í G-hópnum, sem var á sífelldum þönum fram og til baka og tveimur Econolinerum, sem voru alltaf að festa sig alls stað- ar. Hvað voru menn að vilja með svona þunga bíla í þessar ófærur? Þegar við komum inn í Nýjadal, var verið að ljúka við að elda kvöld- verðinn, sem átti að vera tilbúinn fjórum tímum áður. Mannskapur- inn opnaði á sér þverrifuna til að kvarta - en lokaði henni jafnskjótt. Econolinerarnir höfðu verið með allan matinn, lögðu af stað þó nokk- uð á undan hópnum frá Versölum, en voru svo þungir að ferðin sóttist seint. Þegar þeir festust, hristu allir EINN heitur lækur á langri leið minnti á eldinn sem kraumar undir ísuðu yfirborði landsins. terinn sinn og sína eigin myndavél gu í albúminu sínu. Þeim lá á. Ætluðu að verða fyrstir inn í Nýjadal, þar sem skyldi áð fyr- ir nóttina. Urðu flestir síðastir. Voru ýmist að festa sig, affelga, eða bara rata í ógöngur í öllu óðagotinu. Svona menn með unga folann svo ólman í sér að þeir hafa ekki lund til OF langt á næsta dekkjaverkstæði. Þegar menn affelga, er bara bifvélaverkstæðið tekið upp úr töskunni. tókst. Stórmerkileg þessi GPS tæki, sem áttu nú hug minn allan. „Trakkið" fyrirfram merkt inn á tækið af þvílíkri nákvæmni að ef maður ók einn metra út frá fyrir- fram ákveðinni slóðinni, þá kom það fram á tækinu. Mjökuðumst milli staðarákvörðunarpunktanna í ró- legheitum. Jugguðumst upp úr sköflum og dældum. Funheitir bílai1 á freðinni jörð yfir eldheitri kviku. Um fímmtíu kflómetra leið frá Versölum inn í Nýjadal varð að ríf- lega sjö tíma ökuferð. Gekk vel hjá okkur. Alltaf einhverjir að fara fram úr og stuttu seinna liðum við fram- hjá þeim, þai' sem þeir voru fastir í skafli. Einn í L-hópi, líka úr Kefla- vík, missti heilt afturdekk með öllu áhangandi af bílnum. Sat bara jeppi í skafli uppi í óbyggðum og fjörutíu og fjögurra tommu dekk lá á hlið- inni skammt frá. Æ, æ. Ekki vandamál. Siggi í okkar hópi kallaður upp í talstöðinni og spurður hvort hann hefði bolta og eitt og annað til að græja dæmið. Já, Siggi hafði bolta og þetta eitt og annað og einn úr L-hópi kom að sækja það sem í mínum huga var heilt bifvélaverkstæði. Svo héldum höfuðið og óku framhjá þeim; skildu þá eftir í hverjum skaflinum á eftir öðrum. Eftir sallafínan kvöldverð - mat- armikla grænmetissúpu og tveggja kjöta pottkássur, gómsætai', með salati og hrísgrjónum - var skriðið í kojur og sofið til morguns þegar veðurgnýrinn skall á skálanum með braki og brestum. Andfætlingar mínir á loftinu vöknuðu með haus sinn í skafli. Það var drifíð sig á lappir og snæddur morgunverður sem var samkvæmt venju hótela í betri kantinum; hafragrautur með rjómablandi, brauð og fjöldi áleggs- tegunda, salat, te og kaffi. Veðrið svo vitlaust að ég hélt að nú yrði snúið við, rétt eins og þegar þessi ferð var fyrst reynd fyrir tiu árum. En, nei, um hádegið var lagt af stað í norðurátt. Veðrið tók upp á því að hemja sig og við sáum glöggt hvar við ókum. Það hafði rignt og því auðveldara að mynda for sem héldust í snjónum. Færðin var samt slæm, minnti mest á öldugang úti á rúmsjó - svo þetta sóttist allt saman fremur seint, því enginn vill eyði- leggja bílinn sinn. Stefnt á Réttar- kot, afdalahús ferðaklúbbsins 4X4, efst í Bárðardalnum, þar sem norð- anmenn buðu upp á kakó og kex. Gluðað yfir ísbrú á Skjálfandafljóti að húsinu og aðra ísbrú frá húsinu. Komið í byggð, að síðasta bænum í dalnum, um sexleytið á laugardegi. Grenjandi úrhelli og leðja. Bílarnir eitt forarsvað á augabragði. Ekið til Akureyrar. Allir bílamh' komust á leiðarenda. Óhöpp smávægileg. Einn velti; var velt við og hélt ferð- inni áfram. Nokkrar affelganir, fá- ein óhöpp með drifsköft, dempara og fjöðrun og hvað þetta allt heitir. Allir heilh' á húfi í organdi fínu lík- amlegu ástandi - á leið í Sjallann. Geðbilun? Fréttum á Akureyri að saman- lögð þjóðarsálin væri stórhneyksluð á þessu óðagoti upp í óbyggðir. Þetta væri geðbilun. Einkum vegna þess að einhver þýskur skipstjóri hafði framið óhæfuverk suður af iandinu. Það átti sem sagt að stjórna hugsun og atferli allrar þjóðarinnar. Fólk, sem jeppamenn kalla Hveragerðistúrista, hafði tjáð sig fjálglega um að þetta ætti að banna, björgunarsveitin væri upp- tekin við skipsstrand. En við vorum aldrei í lífshættu; ekki einu sinni í slysahættu. Fylgd- um reglum, ókum fyrirfram ákveðna leið, eftir fullkomnustu tækjum. Ferðin var hreinn unaður. Það er með þetta veður. Ég hef aldrei séð svona veður. Hélt það væri bara til í bókum, eins og Sjálf- stæðu fólki, þegar Bjartur í Sumar- húsum fer að leita að skjátu á með- an konan hans er í barnsnauð og synir hans nokkrum árum síðar. Allt þetta íslenska tal um að takast á við náttúruöflin hefur alltaf verið í mínum huga eins konar skáldskap- ur - rómantíseríng til að finnast eitt- hvað merkilegt að vera Islendingur. Mér hefur alltaf fundist ísland vera leikhús, listasöfn og bækur - og Hveragerði - og skil ekki þetta Is- land utandyra sem allir tala um. Hvað þá að fólk skuli gera sér leik að því að ana út í skafla á skíðum, sleðum og jeppum. Hver er tilgangurinn? Sprengisandsferðin var því æði merkileg lífsreynsla fyrir litla konu, sem lifir leðursólalífi á malbiki utan snjóalaga. Öll þessi löngu augna- blik, þar sem ekkert kemst að nema undrunin yfir veðrinu, endalausar minningar um sögur og bækur af fólki, sem berst við þetta veður. Allt hvarf. Það gildismat. sem maður lifir við molnar eins og sandköggull í höndunum á manni. Það er ekki hægt að hugsa um gærdag, eða morgundag. Ekki síðasta klukku- tíma, eða þann næsta. Það er bara þetta augnablik - tært, ómengað. Þú skynjar aðeins sjálfan þig og náttúr- una og getur ekki flúið, hvorki til- finningar né hugsun. Þú bara ert. Og tilgangurinn . . . Hundrað og fimmtán jeppar fara yfir hálendið í vonlausu veðri. Þó vantaði um fimmtíu af hundrað bestu jeppun- um, vegna þess að þeir voru að sinna ferðamannaiðnaðinum. Það vantaði norðanjeppana, þótt sautján kæmu á móti okkur frá Húsavík, inn í Nýjadal. Við vitum núna að við eig- um 2-300 jeppa og fjallamenn, sem hafa tækni og hæfni til að bjarga mannslífum í hvaða veðri sem er, uppi á fjöllum. Ferðin var hópæfing, sem er öllu skynsamlegra en að einn og einn sé að æfa sig. Skipulagið var óaðfinnanlegt, matur og allur að- búnaður til fyrirmyndar. Allflestir ánægðir með ferðina. Ekki ætla ég að kaupa mér jeppa - en landið hef- ur skipt um andlit. Það hefur loks- ins heillað mig. Ég held ég skilji það betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.