Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 5
Ört vaxandi fyrirtæki á internetmarkaði
leitar að áhugasömu og drífandi fólki
í eftirtaldar stjórnunarstöður sem allra fyrst.
Fyrirtækið rekur Internetaðgangs-
þjónustu og hefur að markmiði að
vera leiðandi afl á íslenskum
markaði í hagnýtingu Internetsins
til framleiðslu og dreifingar á hvers
kyns gagnvirku efni tii almennings
og fyrirtækja.
Við leitum að:
Framkvæmdastjóra með víðtæka þekkingu
og starfsreynslu á Internetmarkaðinum eða annarri
nýmiðlun. Viðkomandi þarf að hafa ríkulega skipulags-
og samskiptahæfileika til að leiða þróun og vöxt
fyrirtækisins í hröðu og síbreytilegu umhverfi. Áhersla
er lögð á frumkvæði, fagmennsku og dugnað.
Markaðs- eða sölustjóra með reynslu af
Internetmarkaðinum eða annarri nýmiðlun. Viðkomandi
mun þróa og stýra markaðssetningu á aðgangsþjónustu
fyrirtækisins, efnisframleiðslu og annarri þjónustu.
Reynsla í samskiptum við hugbúnaðarframleiðendur er
æskileg. Áhersla er lögð á frumkvæði, samskipta-
hæfileika, framsýni og dugnað.
Tæknistjóra. Viðkomandi er ábyrgur
fyrir tæknilegri skipulagningu fyrirtækisins.
Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á
Internetinu og tæknilegum hlutum tengdum
því og kunna skil á UNIX, Novell og/eða NT,
rekstri staðarneta, víðnetstengingum,
vefsíðugerð, grafískri hönnun og gagna-
grunnsvinnslu. Lögð er áhersla á nákvæm
vinnubrögð og fagmennsku.
Um er að ræða spennandi
tækifæri til að taka þátt í
uppbyggingu fyrirtækis með
umtalsverða möguleika á
þessum markaði.
Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir
Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma
533-1800. Vinsamlegast sendið umsóknirtil
Ráðgarðs, Furugerði 5,108 R. merkt
„Internet 97" og viðkomandi starfi
fyrir mánudaginn 24. mars nk.
„Au pair" í Luxemborg
Reglusöm, barngóð stúlka óskasttil að gæta
2ja barna (21/2 árs og 4 mánaða) og aðstoða við
heimilisstörf frá 1. júní 1997. Þarf að vera 18
ára eða eldri, sjálfstæð, með einhverja ensku-
eða þýskukunnáttu og ökuleyfi. Uppl. veitir
Stella Jóhannesdóttir í s. 00352 35 70 64.
Bókhald
Starfskraftur óskasttil að sjá um bókhald hjá
fyrirtæki í matvælaiðnaði á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Reynsla í TOK hugbúnaði
skilyrði.
Umsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. merktar:
„FK97" fyrir miðvikudaginn 19. mars 1997.
VINNUSKOLI
REYKJA.VÍKUR
Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir starfsmönnum
í eftirtaldar stöður sumarið 1997:
1. Leiðbeinendum til að vinna með og stjórna vinnuflokkum unglinga.
2. Leiðbeinendum til að starfa með hópi fatlaðra ungmenna sem þurfa mikinn stuðning í starfi.
3. Starfsmönnun til að undirbúa og stjórna fræðslustarfi Vinnuskólans.
4. Yfirleiðbeinendum sem hafa umsjón með ákveðnum verkefnum og vinnusvæðum.
Leiðbeinendur skulu vera 22 ára eða eldri og er æskileg uppeldis- eða verkmenntun og/eða reynsla
af störfum með unglingum.
Vinnuskólinn er reyklaus vinnustaður.
Ráðning leiðbeinenda er frá 1. júní og stendur í 8 -10 vikur.
Vinnuskólinn býður sumarstörf unglingum sem verið hafa í
8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík (verða 14,15 eða 16 ára á árinu).
Athygli er vakin á því, að hluti 16 ára hópsins mun starfa á útmörk Reykjavíkur, við verkefni
sem hingað til hafa verið í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Er því einnig óskað eftir leiðbeinendum með reynslu af slíku starfi.
Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur.
Þar eru einnig veittar frekari upplýsingar um störfin.
Umsóknarfrestur er til 21. mars. n.k.
ÍEngjateigur 11 »105 Reykjavík
Sími 588 2590 • Fax 588 2597
Rikiskaup er þjónustustofnun er annast innkaup og útboð
fyrir ráðuneyti og ríkisstofnanir. Starfsemi Ríkiskaupa
skiptist ú útboðs- og innkaupadeild og upplýsinga- og
fjárreiðudeild. Marktnið Ríkiskaupa erað framfylgja stefnu
ríkisstjómarinnar í útboðs- og innkaupamálum ríkisins.
Starfsmenn eru 22 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu
að baki.
VERKEFNASTJÓRI
ÚTB0ÐSSVIÐ
Laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra á útboðssviði.
Verkefnisstjóri heyrir undir sviðsstjóra útboðssviðs.
Um fúllt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst
Starfssvið:
• Gerð tíma- og kostnaðaráætlana.
• Undirbúningur og umsjón með útboðum.
• Gerð útboðsgagna, samanburðurtilboða.
• Árangursmat og samningagerð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði tæknifræði,
verkfræði, stærðfræði, viðskiptafræði eða
önnur sambærileg menntun.
• Reynsla af viðskiptum s.s. tilboðsgerð,
útboðum, innkaupum æskileg en ekki skilyrði.
• Tungumálakunnátta.
• Samskiptahæfileikar og metnaður til að beita
vönduðum vinnubrögðum.
í boði er áhugavert og krefjandi starf á góðum
vinnustað þar sem frumkvæði og sjálfstæði fá
að njóta sín.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjamadóttir hjá
Ráðgarði hf. frá kl. 9 -12. Vinsamlegast sendið
skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar:
”Verkefnastjóri - útboðssvið” fyrir 29. mars n.k.
Öllum umsóknum verður svarað.
RÁÐGARÐURhf
SIJöRNUNARCXJREKSIRARRÁÐGlCg1
FurugsrilS 108 Reykjavik Slml 533 1800
Pax: 939 1808 Netfang: rgmldlunQtreknet.la
MelmaslAa: http://www.treknat.ls/radsardur
RÍKISKAUP
Ríkisútvarpið auglýsir
starf íþróttafréttamanns í Sjónvarpi
laust til umsóknar.
íþróttafréttamennska í sjónvarpi er lifandi og
krefjandi starf.
Viö leitum aö fólki
★ sem hefur háskólapróf eða umtalsverða
reynslu í frétta- eða blaðamennsku,
★ sem býryfirtraustri þekkingu á íþróttum,
★ sem hefur góð tök á íslensku máli, reglum
þess og orðaforða,
★ sem hefur þægilega rödd, er skýrmælt og
les áheyrilega,
★ sem á auðvelt með að tjá sig í töluðu máli,
★ sem er reiðubúið að vinna óreglulega og
á vöktum,
★ sem er fljótt að hugsa og að greina kjarn-
ann frá hisminu,
★ sem heldur ró sinni og öryggi í fasi og
framkomu þó að unnið sé undir miklu
álagi.
Umsækjendur gangast undir sérstakt hæfnis-
próf.
Umsóknarfrestur er til 4. apríl nk. og ber
að skila umsóknum til Sjónvarpsins, Laugavegi
176 eða í Útvarpshúsið, Efstaleiti 1, á eyðu-
blöðum sem fást á báðum stöðum.