Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 B 19 50 vatnslitamyndir í boðsmöpp- urnar og síðan átti í fyrstu að prenta hinar, en bjóða átti 230 manns. „Ég hellti mér í byijun janúar út í að gera tillögur,“ sagði Krist- ín. „Sólin er okkur á þessum bæ ákaflega hugleikin. Um þetta leyti var ég að gera smámyndir fyrir örfáa aðila hér, sem okkur hjónin langaði til að_ þakka sérstaklega á áramótum. Ég var því komin í réttar stellingar fyrir þetta. Þegar Hoel kom 9. janúar hingað var ég búin að útfæra 100 myndir. Hann vildi þá snarhætta við að prenta nokkuð og senda frummyndir til allra boðsgesta. Og ég fór aftur í kraftaverkastellingarnar. Hélt áfram og bætti öðrum hundrað við. Fyrir mig var þetta mikil áskor- un. Áskorun um að nota tækifær- ið rétt. Tjá hug minn til náttúrunn- ar sem við eigum enn tækifæri til að njóta. En það sem gerði þetta framkvæmanlegt var að ég vann með ákveðið þema sem var þess eðlis að það bauð upp á tilbrigði og tilraunir sem í raun hefur flýtt fyrir þróun á verkum mínum. Ég var ekki að endurtaka neitt frá einni mynd til annarrar. í hverri mynd gerist eitthvað sem verður kveikjan að þróun þeirrar næstu. Ég vann þetta eins og jassleikari með stef. Hann spilar aldrei eins. í hverri mynd birtast tilbrigði við stefið. Þemað í kortunum er „ljós- hafið“, sem ég kalla svo. Ég var að hugsa um sólina. Svo kemur Sleipnir inn í þetta, nafnið á bor- pallinum. Sleipnir er umluktur hafí eins og ísland. Þegar maður hugsar líka um goðsögnina um hestinn Sleipni, þá ferðaðist hann bæði um loft, lög og land. Ég er dálítið að leika mér um þetta svæði. Það var ekki beðið um þetta ákveðna efni, en ég komst í þá sérstöku stöðu að vera borgað fyr- ir að leika mér við að gera tilraun- ir. Þá tel ég að kynningin sem ég fæ út úr þessu sé einn aðalávinn- ingur minn. Að fanga síbreytilega birtu „Við þetta verk nýt ég þess,“ heldur Kristín áfram, „að hafa ferðast um ísland undanfarin 13 sumur, hvert sumar síðan 1984. Ég hefi drukkið í mig veðrið, lit- ina, formin og glímt við það á staðnum. Ævinlega málað mynd- irnar mínar úti. Ekkert augnablik er eins í íslenskri náttúru. Eg hefi alltaf verið að fanga þessa sí- breytilegu birtu. Á hinn bóginn er vatnsliturinn jafn duttlungafull- ur og veðrið. Hann kemur manni sífellt á óvart. Og ég stilli mig inn á að vera móttækileg, vera í nú- inu, opin fyrir því sem það gefur. Upplifa tilviljunina og notfæra mér hana, „slysin“ líka. Að þessu bý ég.“ Viðbrögðin við þessum myndum urðu ákaflega góð, þegar þær voru komnar í hendur boðsgesta, segir í þakkarbréfí til Kristínar. Hvetju sem það er að þakka þá ætla nær allir að þiggja boðið. Snæfeilsjökulsmyndir En þetta er bara forleikurinn. Upphaflegu myndirnar sem pantaðar voru hjá Kristínu átti að nota í nokkurs konar skilnaðargjöf til þeirra gesta sem eru viðstaddir vígslu borpallsins. Hoel vildi vera með eitthvað sem fólki væri virki- legur fengur í. Er útbúin sérstök gjafamappa með 26X36 sm vatns- litamynd í. í texta segir að þetta sé eitt af 200 tilbrigðum við þem- að Snæfellsjökul á íslandi, málað af listamanninum Kristínu Þor- kelsdóttur 1997. Kristín kveðst hafa valið sér viðfangsefnið Snæ- fellsjökull sjálf. Fannst hún þurfa að gerþekkja viðfangsefnið til þess að geta gert við það tilbrigði, tek- ið inn og gefíð frá sér. Hún vann myndirnar á svipaðan hátt og áður. „Ég vann frá sama útgangs- punkti á meðan mér fannst það gaman, meðan ég gat komið með eitthvað nýtt inn í myndina. Skipti þá um útgangspunkt og sjónar- horn og vann með þá möguleika á meðan einhvern safa var þar að hafa,“ útskýrir hún. Engar tvær myndir eru eins, en þegar þær eru skoðaðar má greina að stór hluti myndanna er málaður uppi á jökl- inum, síðan hefur hún flutt sig undir suðurhlíðar hans eða horft til jökulsins frá Mýrunum o.s.frv. En stóra myndin, sem verður úti á borpallinn Sleipni, var máluð 1993 utan af nesinu. „Ég var al- veg hissa hve ég gat alltaf fengið nýja og nýja sýn,“ segir hún. Það er orð að sönnu þegar maður skoð- ar myndirnar. Hún segir þetta vera í fyrsta skipti sem hún er að mála myndir fjarri viðfangsefninu. Það hafí eitthvað gerst, eðli mynd- anna breytist, eins og hún sé kom- in heim og að uppskera 13 sumra útivinnu. Um síðustu helgi kom Helge Hoel og sótti allar 200 gjafamynd- imar og stóru myndina. Á möppunni sem fylgir gjöfinni er grein um Snæfellsjökul og þá dulúð sem um hann hefur leikið, vísað til sögu Jules Vemes um ferð- ina að miðju jarðar og Kristnihalds undir jökli eftir Halldór Laxness. Og þar er góð kynning á listamann- inum, skrifuð af Guðbjörgu Krist- jánsdóttur listfræðingi. Þar segir m.a.: „Kristín Þorkelsdóttir valdi vatnslitina fyrst og fremst vegna þess að hin hörðu og sjálfsprottnu vinnubrögð sem þeir útheimta vom alger andstæða þeirrar yfírvegunar og ígmndunar sem hún hafði beitt í grafískri hönnun um árabil. Frá því Kristín fór að mála með vatn- slitum fyrir réttum áratug hefur hún haldið sex einkasýningar sem nefndust Stillur, Víddir, Hrif, Birta, Vemnd og Fjalladans. Þessi heiti segja sína sögu um viðfangsefni hennar hveiju sinni og þá fram- vindu sem orðið hefur í verkum hennar. Eins og nafnið Fjalladans bendir til fetar Kristín nú í fótspor þeirra fjölmörgu íslensku listamanna sem gert hafa fjallið að yrkisefni. Þegar betur er að gáð er fjallið þó ekki aðalatriði í myndum Kristínar að þessu sinni, því hlutverk þess er fyrst og fremst að vera eins konar uppistaða eða grind fyrir dans pensilsins. Hún nýtur þess að láta litinn flæða á pappírnum með leik- andi og svifléttum pensilstrokum. Flæðið, óstýrilát strokan og létt- leikinn í myndum Kristínar gera það að verkum að þær em öðmm þræði ákaflega kvenlegar og leiða hugann að rókókó-listinni. Fínleik- inn er þó einungis liður í list Krist- ínar, því myndir sínar byggir hún upp með kraftmiklum og ólgandi litaflötum sem túlka mikilfengleika íslenkrar náttúm og orkuna sem blundar undir yfirborðinu“. Enn eftir 400 myndir Þótt vígsluathöfn Sleipnis Vest sé lokið og 200 gestir famir til síns heima með vatnslitamynd af Snæ- fellsjökli og minni mynd af ljóshaf- inu úr boðsmöppunni er samskipt- um myndlistarkonunnar Kristínar Þorkelsdóttur og Statsoil ekki lok- ið. Því komið er upp að 400 manns, sem hafa unnið að því að setja upp olíupallinn Sleipni Vest, verði líka þakkað. Er búið að panta handa hveijum þeirra eina vatnslitamynd í sama anda, þ.e. úr ljóshafínu. Það liggur því næst fyrir hjá Kristínu að vinna þessar myndir í þessum mánuði. Kristín er sem kunnugt er graf- ískur hönnuður. Þau hjónin, hún og Hörður Daníelssson, ráku eigin auglýsingastofu frá 1967 til 1992. 1993 stofnuðu hún og sonur henn- ar Daði Harðarson fyrirtækið Nýjar víddir, sem sérhæfír sig í vönduðum kveðjum frá íslandi. Nú starfar Kristín heima. Þau hjónin hafa komið sér upp vinnu- stofu og galleríi á heimili sínu. Allt í kring um okkur meðan við erum að ræða samana blasa við vatnslita- myndir hennar í mismunandi stærðum. Þangað getur fólk komið og skoðað þær. N Ý HÖNNUN Léttari og meðfærilegri Rsesti vagnar Á EINSTÖKU VERÐI TAS^ÐÖR 104 Sími 568 8855 Fax 568 7465 $ VERÐLAUNUÐ NSX-V800 ferminsartilboð kr. NSX-V900 ferminsartilboð kr. Armúla 38 DSP hljómkerfi Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic BBE hljómkerfi Tvö hljóðnematengi Tvöfalt segulband Segulvarðir hátalarar 60+60W RMS Surroundmagnari 3 diska geislaspilari Tengi fyrir auka bassahátalara Fullkomið Karaoke kerfi Stafrænt útvarp m/32 stöðva Fullkomin fjarstýring 3 diska geislaspilari DSP hljómkerfi BBE hljómkerfi Tengi fyrir auka bassahátalara Tvö hljóðnematengi Tvöfalt segulband Segulvarðir hátalarar 100+100W RMS Surroundmagnari Front 180° hátalarakerfi SUPER T-Bass Tónjafnari m/Rock-Popp-Classic Fullkomið Karaoke kerfi Stafrænt útvarp m/32 stöðva Fullkomin fjarstýring RADI0BÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.